Tala látinna eftir fellibylinn á Nýja-Sjálandi líkleg til að hækka Kjartan Kjartansson skrifar 17. febrúar 2023 09:37 Chris Hipkins, forsætisráðherra Nýja-Sjálands (t.v.) virðir fyrir sér eyðileggingu af völdum Gabrielle í Esk-dalnum nærri Hawke-flóa. AP/Mark Mitchell/New Zealand Herald Að minnsta kosti átta eru látnir eftir að fellibylurinn Gabríella gekk yfir Nýja-Sjáland í vikunni. Chris Hipkins, forsætisráðherra, segir viðbúið að tala látinna eigi eftir að hækka enn frekar þegar björgunarsveitir ná til hundruð byggða sem eru án sambands við umheiminn. Gabríella gekk á land á Norðureyju á sunnudag og fór suður með austurströndinni í kringum Auckland, fjölmennustu borg landsins. Bylnum fylgdi úrhellisrigning og aurskriður sem skolaði burt brúm, sveitabæjum, búfénaði og sökkti íbúðarhúsum þannig að íbúar sátu fastir á húsþökum. Rúmlega 4.500 manns voru enn á lista lögreglu yfir fólk sem vinir og fjölskylda hafa ekki náð sambandi við frá því að bylurinn gekk yfir. Lögregla telur að flestir þeirra séu einfaldlega sambandslausir. Fjöldi bæja einangraðist í hamförunum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Við verðum að búa okkur undir þá staðreynd að líklega verði fleiri dauðsföll um landið vegna þessa. Við munum ekki vita umfangið í einhvern tíma,“ sagði Hipkins í dag. Hann sagðist þó ekki eiga von á að mannskaðinn verði mun meiri. Tugir þúsunda heimila eru enn án rafmagns eftir það sem Hipkins kallar verstu náttúruhamfarirnar á Nýja-Sjálandi á þessari öld. Bílalestir reyna nú að koma neyðargögnum til afskekktra byggða og herin notar skip og flugvélar til vöruflutninga til hamfarasvæðanna. Búið er að koma upp tveimur bráðabirgðalíkhúsum í Hawke-flóa sem varð einna verst úti í fellibylnum. Það er aðallega landbúnaðarsvæði en þar eru einnig nokkrir bæir. Ástralir hafa sent 25 manna teymi séfræðinga í viðbrögðum við náttúruhamförum til þess að aðstoða nýsjálensk yfirvöld, að sögn AP-fréttastofunnar. Aðeins tvær vikur eru frá því að fjórir fórust í miklu óveðri sem gekk yfir Auckland. Nýja-Sjáland Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Neyðarástand á Nýja-Sjálandi Neyðarástandi hefur nú verið lýst yfir á öllu Nýja Sjálandi vegna fellibylsins Gabriellu sem hefur víða valdið gríðarlegu tjóni. 14. febrúar 2023 06:25 Hátt í fimmtíu þúsund heimili rafmagnslaus í Nýja-Sjálandi Tæplega fimmtíu þúsund heimili eru rafmagnslaus í Nýja-Sjálandi vegna fellibyljarins Gabríellu sem gengur yfir norðurhluta landsins. Yfirvöld í eyríkinu hafa gefið út viðvaranir vegna vinda og rigninga og hundruð flugferða hafa fallið niður vegna veðursins. 13. febrúar 2023 06:28 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira
Gabríella gekk á land á Norðureyju á sunnudag og fór suður með austurströndinni í kringum Auckland, fjölmennustu borg landsins. Bylnum fylgdi úrhellisrigning og aurskriður sem skolaði burt brúm, sveitabæjum, búfénaði og sökkti íbúðarhúsum þannig að íbúar sátu fastir á húsþökum. Rúmlega 4.500 manns voru enn á lista lögreglu yfir fólk sem vinir og fjölskylda hafa ekki náð sambandi við frá því að bylurinn gekk yfir. Lögregla telur að flestir þeirra séu einfaldlega sambandslausir. Fjöldi bæja einangraðist í hamförunum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Við verðum að búa okkur undir þá staðreynd að líklega verði fleiri dauðsföll um landið vegna þessa. Við munum ekki vita umfangið í einhvern tíma,“ sagði Hipkins í dag. Hann sagðist þó ekki eiga von á að mannskaðinn verði mun meiri. Tugir þúsunda heimila eru enn án rafmagns eftir það sem Hipkins kallar verstu náttúruhamfarirnar á Nýja-Sjálandi á þessari öld. Bílalestir reyna nú að koma neyðargögnum til afskekktra byggða og herin notar skip og flugvélar til vöruflutninga til hamfarasvæðanna. Búið er að koma upp tveimur bráðabirgðalíkhúsum í Hawke-flóa sem varð einna verst úti í fellibylnum. Það er aðallega landbúnaðarsvæði en þar eru einnig nokkrir bæir. Ástralir hafa sent 25 manna teymi séfræðinga í viðbrögðum við náttúruhamförum til þess að aðstoða nýsjálensk yfirvöld, að sögn AP-fréttastofunnar. Aðeins tvær vikur eru frá því að fjórir fórust í miklu óveðri sem gekk yfir Auckland.
Nýja-Sjáland Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Neyðarástand á Nýja-Sjálandi Neyðarástandi hefur nú verið lýst yfir á öllu Nýja Sjálandi vegna fellibylsins Gabriellu sem hefur víða valdið gríðarlegu tjóni. 14. febrúar 2023 06:25 Hátt í fimmtíu þúsund heimili rafmagnslaus í Nýja-Sjálandi Tæplega fimmtíu þúsund heimili eru rafmagnslaus í Nýja-Sjálandi vegna fellibyljarins Gabríellu sem gengur yfir norðurhluta landsins. Yfirvöld í eyríkinu hafa gefið út viðvaranir vegna vinda og rigninga og hundruð flugferða hafa fallið niður vegna veðursins. 13. febrúar 2023 06:28 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira
Neyðarástand á Nýja-Sjálandi Neyðarástandi hefur nú verið lýst yfir á öllu Nýja Sjálandi vegna fellibylsins Gabriellu sem hefur víða valdið gríðarlegu tjóni. 14. febrúar 2023 06:25
Hátt í fimmtíu þúsund heimili rafmagnslaus í Nýja-Sjálandi Tæplega fimmtíu þúsund heimili eru rafmagnslaus í Nýja-Sjálandi vegna fellibyljarins Gabríellu sem gengur yfir norðurhluta landsins. Yfirvöld í eyríkinu hafa gefið út viðvaranir vegna vinda og rigninga og hundruð flugferða hafa fallið niður vegna veðursins. 13. febrúar 2023 06:28