Hvert beinist þín andúð? Björg Sigríður Hermannsdóttir skrifar 17. febrúar 2023 08:31 Ef marka má nýlega könnun Fjölmiðlanefndar eru góðar líkur á því að þér, lesanda góðum, líki illa við andstæðinga bólusetninga. Í nýlegri skýrslu nefndarinnar kom fram að 58,2% svarenda á Íslandi mislíkar sá hópur mjög. Hins vegar voru hlutfallslega fáir sem sögðust líka mjög illa við hópa sem oft hafa orðið fyrir neikvæðum viðhorfum almennings, s.s. innflytjendur, samkynhneigða og transfólk. Ætli þessar niðurstöður séu til marks um framfarir í íslenskri þjóðarsál, að fordómar og andúð séu á undanhaldi? Mig grunar að það sé því miður ekki raunin. Eftir að farið var að bólusetja við Covid-19 hér um árið var tilhlökkunin áþreifanleg í íslensku samfélagi. Margir bundu miklar vonir við að ein eða tvær bólusetningar myndu binda langþráðan endi á faraldurinn og að eðlilegt líf gæti þá loksins tekið við. Ótti hafði verið mikill meðal fólks og yfirvöld og fjölmiðlar höfðu tekið þátt í að minna fólk ítrekað á hættuna af Covid-19 og mikilvægi þess að ganga í takt. Það er því að mörgu leyti skiljanlegt að einhverjum hafi þótt erfitt að melta að til væri fólk sem ekki vildi þiggja þessa lyfjagjöf. Jafnframt hefur sennilega verið auðvelt að álykta að fólk sem ekki vildi Covid-19 bólusetningu væri annað hvort vitleysingar eða skeytingarlaust um eigin heilsu og annarra. Það er ekki erfitt að láta sér mislíka við þá sem maður hefur sett í slíkan flokk. Það truflar mig ekki að fólk hafi skoðanir hvert á öðru og mislíki við þá sem haga sér á annan hátt en þeim sjálfum þykir rétt. Hins vegar fannst mér vont að sjá hversu tilbúið fólk virtist vera að samþykkja og jafnvel taka undir hugmyndir um skerðingu réttinda þeirra sem ekki vildu bólusetningu – eða jafnvel útskúfun úr samfélaginu. Vel þekkt fólk tók þátt í að kynda undir slíkum hugmyndum (t.d. Sigmundur Ernir og Kári Stefáns) og margir viðruðu svipaðar skoðanir á samfélagsmiðlum við ágætar undirtektir að því er virtist. Ég leyfi mér að efast um að meirihluta Íslendinga þætti í lagi að tala á slíkan hátt um nokkurn annan hóp fólks. En kannski er það einmitt þannig sem andúðin og fordómarnir virka. Við sýnum þeim andúð sem við annað hvort óttumst eða höfum vandlætingu á og við réttlætum fyrir sjálfum okkur hegðun sem okkur þætti gjörsamlega ólíðanleg ef hún beindist að öðrum minnihlutahópum. Þetta er einn af okkar mannlegu brestum og við eigum þetta öll á hættu ef við erum ekki meðvituð um þessa tilhneigingu innra með okkur sjálfum. Ég trúi því að við getum gert betur sem samfélag. Það þýðir lítið að berjast gegn fordómum og andúð gegn hópum sem við styðjum, ef við viljum ekki líta í eigin barm og koma skikkanlega fram við þá sem okkur mislíkar. Höfundur er sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Sjá meira
Ef marka má nýlega könnun Fjölmiðlanefndar eru góðar líkur á því að þér, lesanda góðum, líki illa við andstæðinga bólusetninga. Í nýlegri skýrslu nefndarinnar kom fram að 58,2% svarenda á Íslandi mislíkar sá hópur mjög. Hins vegar voru hlutfallslega fáir sem sögðust líka mjög illa við hópa sem oft hafa orðið fyrir neikvæðum viðhorfum almennings, s.s. innflytjendur, samkynhneigða og transfólk. Ætli þessar niðurstöður séu til marks um framfarir í íslenskri þjóðarsál, að fordómar og andúð séu á undanhaldi? Mig grunar að það sé því miður ekki raunin. Eftir að farið var að bólusetja við Covid-19 hér um árið var tilhlökkunin áþreifanleg í íslensku samfélagi. Margir bundu miklar vonir við að ein eða tvær bólusetningar myndu binda langþráðan endi á faraldurinn og að eðlilegt líf gæti þá loksins tekið við. Ótti hafði verið mikill meðal fólks og yfirvöld og fjölmiðlar höfðu tekið þátt í að minna fólk ítrekað á hættuna af Covid-19 og mikilvægi þess að ganga í takt. Það er því að mörgu leyti skiljanlegt að einhverjum hafi þótt erfitt að melta að til væri fólk sem ekki vildi þiggja þessa lyfjagjöf. Jafnframt hefur sennilega verið auðvelt að álykta að fólk sem ekki vildi Covid-19 bólusetningu væri annað hvort vitleysingar eða skeytingarlaust um eigin heilsu og annarra. Það er ekki erfitt að láta sér mislíka við þá sem maður hefur sett í slíkan flokk. Það truflar mig ekki að fólk hafi skoðanir hvert á öðru og mislíki við þá sem haga sér á annan hátt en þeim sjálfum þykir rétt. Hins vegar fannst mér vont að sjá hversu tilbúið fólk virtist vera að samþykkja og jafnvel taka undir hugmyndir um skerðingu réttinda þeirra sem ekki vildu bólusetningu – eða jafnvel útskúfun úr samfélaginu. Vel þekkt fólk tók þátt í að kynda undir slíkum hugmyndum (t.d. Sigmundur Ernir og Kári Stefáns) og margir viðruðu svipaðar skoðanir á samfélagsmiðlum við ágætar undirtektir að því er virtist. Ég leyfi mér að efast um að meirihluta Íslendinga þætti í lagi að tala á slíkan hátt um nokkurn annan hóp fólks. En kannski er það einmitt þannig sem andúðin og fordómarnir virka. Við sýnum þeim andúð sem við annað hvort óttumst eða höfum vandlætingu á og við réttlætum fyrir sjálfum okkur hegðun sem okkur þætti gjörsamlega ólíðanleg ef hún beindist að öðrum minnihlutahópum. Þetta er einn af okkar mannlegu brestum og við eigum þetta öll á hættu ef við erum ekki meðvituð um þessa tilhneigingu innra með okkur sjálfum. Ég trúi því að við getum gert betur sem samfélag. Það þýðir lítið að berjast gegn fordómum og andúð gegn hópum sem við styðjum, ef við viljum ekki líta í eigin barm og koma skikkanlega fram við þá sem okkur mislíkar. Höfundur er sálfræðingur.
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun