Segjast hafa fundið kínverskan belg í Taívan Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. febrúar 2023 08:26 Belgurinn fannst á einni Matsu eyjanna, næst meginlandi Kína. AP Photo/Wally Santana Varnarmálaráðuneyti Taívan hefur tilkynnt það að kínverskur veðurbelgur hafi fundist á einni af smærri eyjum klasans í gær. Bandaríkjamenn hafa undanfarnar tvær vikur haldið því fram að þar í landi hafi fundist kínverskur njósnabelgur. Ekki bara það heldur hafa komið fram ásakanir um að kínverjar hafa beitt belgjum sem þessum til að njósna um Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra. Fram kemur í tilkynningu frá taívanska varnarmálaráðuneytinu að í belgnum hafi fundist búnaður sem rekja megi til raftæknifyrirtækis í borginni Taiyuan, sem er í eigu kínverska ríkisins. Smáeyjan sem belgurinn fannst á heitir Tungyin og er hluti af Matsu eyjaklasanum, sem er rétt fyrir utan Fujian hérað á meginlandi Kína. Taívan hélt yfirráðum yfir eyjunni eftir að það sleit sig frá Kína eftir borgarastyrjöld árið 1949 og eyjarnar eru álitnar fyrsta vígið til að falla komi til annars stríðs. Fram kemur í frétt AP um málið að talsmaður raftæknifyrirtækisins, sem heitir Taiyuan Wireless First Factory Ltd., hafi sagt í samtali við fréttastofuna að fyrirtækið hafi framleitt búnaðinn í blöðrunni en ekki blöðruna sjálfa. Fyrirtækið væri eitt margra sem framleiddi búnað fyrir kínversku veðurstofuna. Spennan milli Kína og Taívan hefur undanfarið aukist gífurlega, sérstaklega með auknum ferðum kínverskra herflugvéla og -skipa inn í taívanska lögsögu. Taívan hefur, til þess að svara fyrir sig, spýtt í kaup á hergögnumfrá Bandaríkjunum, aukið innlenda framleiðslu áhergögnum og lengt herskyldu karlmanna í landinu. Yfirvöld í Washington eru nánustu bandamenn Taívans, bæði hernaðarlega og diplómatískt, þrátt fyrir að skorið hafi verið á formlegt stjórnmálasamband árið 1979. Taívan Kína Suður-Kínahaf Bandaríkin Tengdar fréttir Biden segir líklega um að ræða belgi frá einkaaðilum Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur loksins tjáð sig um óþekktu loftförin sem voru skotin niður í Bandaríkjunum og Kanada á dögunum. Segir hann líklega um að ræða loftför á vegum rannsóknarstofnana eða einkaaðila, sem ekki tengjast njósnaáætlun Kínverja. 17. febrúar 2023 06:56 Ekki orðið vart við óþekkt loftför yfir Íslandi Ekki hefur orðið vart við óþekkt loftför á borð við þau sem grandað var í Bandaríkjunum á dögunum á loftrýmiseftirlitissvæði Atlantshafsbandalagsins sem Ísland ber ábyrgð á. Kæmu óþekkt loftför inn á svæðið yrðu mögulega sendar herþotur frá Keflavík til móts við þau. 16. febrúar 2023 06:53 Ýmsir kostir við njósnabelgi en vont að vera nappaður Þrátt fyrir að tæknin sé ef til vill gamaldags geta stórþjóðir hagnýtt sér ýmsa kosti loftbelgja til að njósna um keppinauta sína á alþjóðavettvangi. Gallinn er þó sá að það getur verið vont ef upp kemst um njósnabelgina, þar sem ekki sé ólíklegt að það gerist fyrir augum almennings, eins og gerðist yfir Bandaríkjunum á dögunum. 14. febrúar 2023 11:08 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Sjá meira
Ekki bara það heldur hafa komið fram ásakanir um að kínverjar hafa beitt belgjum sem þessum til að njósna um Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra. Fram kemur í tilkynningu frá taívanska varnarmálaráðuneytinu að í belgnum hafi fundist búnaður sem rekja megi til raftæknifyrirtækis í borginni Taiyuan, sem er í eigu kínverska ríkisins. Smáeyjan sem belgurinn fannst á heitir Tungyin og er hluti af Matsu eyjaklasanum, sem er rétt fyrir utan Fujian hérað á meginlandi Kína. Taívan hélt yfirráðum yfir eyjunni eftir að það sleit sig frá Kína eftir borgarastyrjöld árið 1949 og eyjarnar eru álitnar fyrsta vígið til að falla komi til annars stríðs. Fram kemur í frétt AP um málið að talsmaður raftæknifyrirtækisins, sem heitir Taiyuan Wireless First Factory Ltd., hafi sagt í samtali við fréttastofuna að fyrirtækið hafi framleitt búnaðinn í blöðrunni en ekki blöðruna sjálfa. Fyrirtækið væri eitt margra sem framleiddi búnað fyrir kínversku veðurstofuna. Spennan milli Kína og Taívan hefur undanfarið aukist gífurlega, sérstaklega með auknum ferðum kínverskra herflugvéla og -skipa inn í taívanska lögsögu. Taívan hefur, til þess að svara fyrir sig, spýtt í kaup á hergögnumfrá Bandaríkjunum, aukið innlenda framleiðslu áhergögnum og lengt herskyldu karlmanna í landinu. Yfirvöld í Washington eru nánustu bandamenn Taívans, bæði hernaðarlega og diplómatískt, þrátt fyrir að skorið hafi verið á formlegt stjórnmálasamband árið 1979.
Taívan Kína Suður-Kínahaf Bandaríkin Tengdar fréttir Biden segir líklega um að ræða belgi frá einkaaðilum Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur loksins tjáð sig um óþekktu loftförin sem voru skotin niður í Bandaríkjunum og Kanada á dögunum. Segir hann líklega um að ræða loftför á vegum rannsóknarstofnana eða einkaaðila, sem ekki tengjast njósnaáætlun Kínverja. 17. febrúar 2023 06:56 Ekki orðið vart við óþekkt loftför yfir Íslandi Ekki hefur orðið vart við óþekkt loftför á borð við þau sem grandað var í Bandaríkjunum á dögunum á loftrýmiseftirlitissvæði Atlantshafsbandalagsins sem Ísland ber ábyrgð á. Kæmu óþekkt loftför inn á svæðið yrðu mögulega sendar herþotur frá Keflavík til móts við þau. 16. febrúar 2023 06:53 Ýmsir kostir við njósnabelgi en vont að vera nappaður Þrátt fyrir að tæknin sé ef til vill gamaldags geta stórþjóðir hagnýtt sér ýmsa kosti loftbelgja til að njósna um keppinauta sína á alþjóðavettvangi. Gallinn er þó sá að það getur verið vont ef upp kemst um njósnabelgina, þar sem ekki sé ólíklegt að það gerist fyrir augum almennings, eins og gerðist yfir Bandaríkjunum á dögunum. 14. febrúar 2023 11:08 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Sjá meira
Biden segir líklega um að ræða belgi frá einkaaðilum Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur loksins tjáð sig um óþekktu loftförin sem voru skotin niður í Bandaríkjunum og Kanada á dögunum. Segir hann líklega um að ræða loftför á vegum rannsóknarstofnana eða einkaaðila, sem ekki tengjast njósnaáætlun Kínverja. 17. febrúar 2023 06:56
Ekki orðið vart við óþekkt loftför yfir Íslandi Ekki hefur orðið vart við óþekkt loftför á borð við þau sem grandað var í Bandaríkjunum á dögunum á loftrýmiseftirlitissvæði Atlantshafsbandalagsins sem Ísland ber ábyrgð á. Kæmu óþekkt loftför inn á svæðið yrðu mögulega sendar herþotur frá Keflavík til móts við þau. 16. febrúar 2023 06:53
Ýmsir kostir við njósnabelgi en vont að vera nappaður Þrátt fyrir að tæknin sé ef til vill gamaldags geta stórþjóðir hagnýtt sér ýmsa kosti loftbelgja til að njósna um keppinauta sína á alþjóðavettvangi. Gallinn er þó sá að það getur verið vont ef upp kemst um njósnabelgina, þar sem ekki sé ólíklegt að það gerist fyrir augum almennings, eins og gerðist yfir Bandaríkjunum á dögunum. 14. febrúar 2023 11:08