Verkfallsaðgerðum frestað Bjarki Sigurðsson og Kjartan Kjartansson skrifa 16. febrúar 2023 21:04 Sólveig Anna og Eflingarfélagar hafa frestað verkfallsaðgerðum sínum. Vísir/Vilhelm Verkfallsaðgerðum Eflingar hjá starfsmönnum Íslandshótela, Berjaya Hotels, Reykjavík Edition, Skeljungs, Samskipa og Olíudreifingu hefur verið frestað á meðan samningaviðræður Eflingar og SA halda áfram. Fulltrúar beggja aðila hafa fundað í húsnæði ríkissáttasemjara í kvöld og tókst að finna flöt til að halda viðræðunum gangandi. Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari greindi frá þessu klukkan rétt rúmlega níu í kvöld. Fundi er nú slitið og verður viðræðum haldið áfram í fyrramálið. Með samkomulaginu er öllum verkfallsaðgerðum Eflingar frestað til miðnættis sunnudaginn 19. febrúar næstkomandi. Frestunin tekur þegar gildi. Fjölmiðlabann var sett í gildi til þess að betri vinnufriður næðist milli deiluaðila. Nú eiga alvöru kjarasamningsviðræður að hefjast að sögn Ástráðs. Í tilkynningu á vef Eflingar segir að Eflingarfélagar eigi að mæta til vinnu í samræmi við ráðningasamning frá því nú og fram að lokum frestunarinnar. Félögum stéttarfélagsins er ráðlagt að hafa samband við sinn atvinnurekanda til að komast að því hvenær ætlast er til þess að þeir mæti til vinnu. Ragnar Árnason, forstöðumaður vinnumarkaðssviðs Samtaka atvinnulífsins, segir að til þess að halda viðræðum áfram hafi þurft að fresta verkföllum. Hann segir kjaraviðræður ekki hafnar varðandi efni en nú sé verið að halda áfram að finna grundvöll til áframhaldandi viðræðna. „Hugur minn er hjá erlendum ferðamönnum sem höfðu séð það fyrir sér að gista í strætóskýlum. Þau eru komin í skjól,“ segir Ragnar. Sólveig Anna Jónsdóttir sagði í morgun að Efling myndi ekki fresta verkfallsaðgerðum á meðan setið væri við samningsborðið, nema að „eitthvað raunverulegt“ kæmi frá Samtökum atvinnulífsins. Samtökin töldu það eðlilegt að aðgerðunum yrði frestað.
Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari greindi frá þessu klukkan rétt rúmlega níu í kvöld. Fundi er nú slitið og verður viðræðum haldið áfram í fyrramálið. Með samkomulaginu er öllum verkfallsaðgerðum Eflingar frestað til miðnættis sunnudaginn 19. febrúar næstkomandi. Frestunin tekur þegar gildi. Fjölmiðlabann var sett í gildi til þess að betri vinnufriður næðist milli deiluaðila. Nú eiga alvöru kjarasamningsviðræður að hefjast að sögn Ástráðs. Í tilkynningu á vef Eflingar segir að Eflingarfélagar eigi að mæta til vinnu í samræmi við ráðningasamning frá því nú og fram að lokum frestunarinnar. Félögum stéttarfélagsins er ráðlagt að hafa samband við sinn atvinnurekanda til að komast að því hvenær ætlast er til þess að þeir mæti til vinnu. Ragnar Árnason, forstöðumaður vinnumarkaðssviðs Samtaka atvinnulífsins, segir að til þess að halda viðræðum áfram hafi þurft að fresta verkföllum. Hann segir kjaraviðræður ekki hafnar varðandi efni en nú sé verið að halda áfram að finna grundvöll til áframhaldandi viðræðna. „Hugur minn er hjá erlendum ferðamönnum sem höfðu séð það fyrir sér að gista í strætóskýlum. Þau eru komin í skjól,“ segir Ragnar. Sólveig Anna Jónsdóttir sagði í morgun að Efling myndi ekki fresta verkfallsaðgerðum á meðan setið væri við samningsborðið, nema að „eitthvað raunverulegt“ kæmi frá Samtökum atvinnulífsins. Samtökin töldu það eðlilegt að aðgerðunum yrði frestað.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Stéttarfélög Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Fleiri fréttir Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Sjá meira