Lífstíðarfangelsi yfir hvítum þjóðernissinna vegna fjöldamorðsins í Buffalo Kjartan Kjartansson skrifar 16. febrúar 2023 00:00 Morðinginn Payton Gendron les upp stutta yfirlýsingu í dómsal þar sem hann bað fórnarlömb sín fyrirgefningar. AP/Derek Gee/The Buffalo News Ríkisdómstóll í New York dæmdi hvítan þjóðernissinna sem skaut tíu blökkumenn til bana í stórmarkaði í borginni Buffalo í fyrra í lífstíðarfangelsi í dag. Karlmaður sem var viðstaddur dómsuppkvaðninguna reyndi að ráðast á sakborninginn. Payton Gendron, nítján ára, játaði sig sekan um morð og innlent hryðjuverk sem hafi verið knúið af hatri í nóvember. Þeim sökum fylgir lífstíðarfangelsi. Dauðarefsing er ekki við lýði í New York-ríki. AP-fréttastofan segir að Gendron hafi fellt tár yfir vitnisburði í málinu. Hann bað fórnarlömb og aðstandendur þeirra afsökunar í stuttri yfirlýsingu. Uppnám skapaðist tímabundið í dómsalnum þegar karlmaður reyndi að ráðast á Gendron. Fógetafulltrúar náðu fljótt að yfirbuga manninn og saksóknarar segja að hann verði ekki sóttur til saka fyrir athæfið. „Það getur ekki verið nein miskunn fyrir þig, enginn skilningur, ekkert annað tækifæri,“ sagði Susan Eagan, dómarinn í málinu, þegar hún kvað upp refsinguna. Bandaríska dómsmálaráðuneytið gæti enn sóst eftir dauðarefsingu yfir Gendron ákæri það hann fyrir hatursglæp samkvæmt alríkislögum. Verjandi hans segir hann tilbúinn að játa sig sekan gegn því að ákæruvaldið fari ekki fram á hann verði tekinn af lífi. Gendron viðurkenndi í yfirlýsingu sinni við uppkvaðningu refsingarinnar að hann hefði skotið fólk og myrt það fyrir þær sakir einar að það var svart á hörund. Hann er sagður hafa umturnast af hatri eftir að hafa lesið samsæriskenningar kynþáttahatara á netinu. Á meðal fórnarlamba Gendron voru djákni, öryggisvörður, amma níu barna og karlmaður sem var að kaupa afmælistertu. Fórnarlömbin tíu voru á aldrinu 32 til 86 ára. Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Sagðist saklaus af hatursglæpum Maðurinn sem sakaður er um að myrða tíu manns í skotárás í Buffalo í New York fyrr á árinu, segist saklaus af ákærum um hatursglæpi. Payton Gendron er hvítur og er sakaður um að hafa ferðast til Buffalo til að myrða þeldökkt fólk. 18. júlí 2022 17:02 Buffalo-morðinginn ákærður fyrir hryðjuverk Maðurinn sem skaut tíu til bana í Buffalo í New York í síðasta mánuði hefur verið ákærður fyrir hryðjuverk. Payton Gendron er átján ára gamall og ætlaði sér sérstaklega að myrða þeldökkt fólk. 1. júní 2022 22:30 Keyrði í þrjá tíma til að myrða svart fólk Payton S. Gendron, sem er átján ára gamall, keyrði í rúma þrjá tíma í gær til Buffalo í New York. Þegar hann var kominn á leiðarenda, um 320 kílómetrum frá heimili sínu, skaut hann tíu manns til bana og særði þrjá. Lögreglan segir árásina vera hatursglæp en Gendron fór sérstaklega til Buffalo til að myrða svart fólk. 15. maí 2022 14:46 Mest lesið Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Fleiri fréttir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Sjá meira
Payton Gendron, nítján ára, játaði sig sekan um morð og innlent hryðjuverk sem hafi verið knúið af hatri í nóvember. Þeim sökum fylgir lífstíðarfangelsi. Dauðarefsing er ekki við lýði í New York-ríki. AP-fréttastofan segir að Gendron hafi fellt tár yfir vitnisburði í málinu. Hann bað fórnarlömb og aðstandendur þeirra afsökunar í stuttri yfirlýsingu. Uppnám skapaðist tímabundið í dómsalnum þegar karlmaður reyndi að ráðast á Gendron. Fógetafulltrúar náðu fljótt að yfirbuga manninn og saksóknarar segja að hann verði ekki sóttur til saka fyrir athæfið. „Það getur ekki verið nein miskunn fyrir þig, enginn skilningur, ekkert annað tækifæri,“ sagði Susan Eagan, dómarinn í málinu, þegar hún kvað upp refsinguna. Bandaríska dómsmálaráðuneytið gæti enn sóst eftir dauðarefsingu yfir Gendron ákæri það hann fyrir hatursglæp samkvæmt alríkislögum. Verjandi hans segir hann tilbúinn að játa sig sekan gegn því að ákæruvaldið fari ekki fram á hann verði tekinn af lífi. Gendron viðurkenndi í yfirlýsingu sinni við uppkvaðningu refsingarinnar að hann hefði skotið fólk og myrt það fyrir þær sakir einar að það var svart á hörund. Hann er sagður hafa umturnast af hatri eftir að hafa lesið samsæriskenningar kynþáttahatara á netinu. Á meðal fórnarlamba Gendron voru djákni, öryggisvörður, amma níu barna og karlmaður sem var að kaupa afmælistertu. Fórnarlömbin tíu voru á aldrinu 32 til 86 ára.
Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Sagðist saklaus af hatursglæpum Maðurinn sem sakaður er um að myrða tíu manns í skotárás í Buffalo í New York fyrr á árinu, segist saklaus af ákærum um hatursglæpi. Payton Gendron er hvítur og er sakaður um að hafa ferðast til Buffalo til að myrða þeldökkt fólk. 18. júlí 2022 17:02 Buffalo-morðinginn ákærður fyrir hryðjuverk Maðurinn sem skaut tíu til bana í Buffalo í New York í síðasta mánuði hefur verið ákærður fyrir hryðjuverk. Payton Gendron er átján ára gamall og ætlaði sér sérstaklega að myrða þeldökkt fólk. 1. júní 2022 22:30 Keyrði í þrjá tíma til að myrða svart fólk Payton S. Gendron, sem er átján ára gamall, keyrði í rúma þrjá tíma í gær til Buffalo í New York. Þegar hann var kominn á leiðarenda, um 320 kílómetrum frá heimili sínu, skaut hann tíu manns til bana og særði þrjá. Lögreglan segir árásina vera hatursglæp en Gendron fór sérstaklega til Buffalo til að myrða svart fólk. 15. maí 2022 14:46 Mest lesið Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Fleiri fréttir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Sjá meira
Sagðist saklaus af hatursglæpum Maðurinn sem sakaður er um að myrða tíu manns í skotárás í Buffalo í New York fyrr á árinu, segist saklaus af ákærum um hatursglæpi. Payton Gendron er hvítur og er sakaður um að hafa ferðast til Buffalo til að myrða þeldökkt fólk. 18. júlí 2022 17:02
Buffalo-morðinginn ákærður fyrir hryðjuverk Maðurinn sem skaut tíu til bana í Buffalo í New York í síðasta mánuði hefur verið ákærður fyrir hryðjuverk. Payton Gendron er átján ára gamall og ætlaði sér sérstaklega að myrða þeldökkt fólk. 1. júní 2022 22:30
Keyrði í þrjá tíma til að myrða svart fólk Payton S. Gendron, sem er átján ára gamall, keyrði í rúma þrjá tíma í gær til Buffalo í New York. Þegar hann var kominn á leiðarenda, um 320 kílómetrum frá heimili sínu, skaut hann tíu manns til bana og særði þrjá. Lögreglan segir árásina vera hatursglæp en Gendron fór sérstaklega til Buffalo til að myrða svart fólk. 15. maí 2022 14:46