Hvaða styrkir eru í boði á Íslandi og á Norðurlöndum? Grace Achieng skrifar 16. febrúar 2023 08:01 Á Íslandi og á Norðurlöndum eru margvíslegir styrkir í boði fyrir þá sem vilja fjármagna hugmynd eða verkefni. En hvar á að byrja? Þann 2.febrúar 2023, stóð Nefnd nýrra Íslendinga innan FKA fyrir vinnustofunni „Styrkir í boði fyrir fjármögnun á verkefni þínu eða hugmynd“. Frumælandi okkar var Emily Nikolova, en hún er reynslumikil í styrkjaskrifum og sem ráðgjafi fyrir sprotafyrirtæki og sjálfseignarstofnanir, auk þess sem hún býr yfir meira en 20 ára reynslu á sviði lögfræði og viðskipta. Á vinnustofunni gaf Emily yfirsýn yfir þá styrki sem eru í boði fyrir fjármögnun á mismunandi stigum fyrirtækja eða sjálfseignarstofnana, hvernig sækja á um og skila inn umsókn, og veitti jafnframt ráð varðandi hvernig á að skrifa styrkjaumsókn sem ber árangur. Á Íslandi eru fjölmargir styrkir sem hægt er að sækja um. Hvort sem um er að ræða tækninýjungar, kvenkyns frumkvöðla, nýjar matarhugmyndir, listir og menningu, ferðaþjónustu, aðlögun flóttafólks á Íslandi, markaðssetningu á núverandi vörum og þjónustu og svo framvegis. Lykilatriðið er það að í grunninn er þessir styrkir ætlaðir til þess að skapa og kynna “Made in Iceland” vörur og þjónustu. Einnig eru svæðisbundir styrkir í boði víða um land sem ætlaðir eru fyrir stuðning við vörur og þjónustuna í heimabyggð. Einnig eru margvíslegir norrænir styrkir í boði eins og Nordic Environment Finance Corporation (NOPEF) styrkir fyrir græna tækni og lausnir, og NordForsk styrkir fyrir landbúnaðar-,fiskeldis-, lífhagkerfis-, barna-, kynja og heilsutengd verkefni auk margra annarra. Auk þess eru Nordplus styrkir fyrir verkefni á sviði menntunar og þjálfunar. En hvernig velur þú réttan styrk fyrir rétt verkefni? Lykilatriði sem hafa þarf í huga Skilgreindu nákvæmlega markmið og tilgang verkefnisins Skiptu verkefninu niður í mismunandi þrep, og verkefni eftir tímaröð Skrifaðu niður núverandi stöðu þessara þrepa (verkefna) - lokið, í vinnslu, þarf fjármagn Búðu til fjárhagsáætlun fyrir hvert verkefni og ákvarðaðu hversu stór hluti af fjárhagsáætlunni þarf að vera dekkaður af styrk. Kannaðu hvaða styrkir eru í boði og ákvarðaðu hvaða styrkur hentar hverju verkefni Búðu til áætlun yfir þá styrki sem þú vilt sækja um – hvað, hvenær, hvar Hvernig á að skrifa styrkjaumsókn sem skilar árangri? Það tekur tíma að sækja um styrki. Það gengur ekki upp að byrja að sækja um fimm dögum áður en skilafrestur rennur út. Það tekur nokkra mánuði að undirbúa umsókn um styrk. Hér að neðan eru nokkur atriði sem hafa þarf í huga áður en ferlið hefst: Lestur yfir tilgang sjóðsins, og sérstaklega tilgang styrksins sem þú vilt sækja um Kannaðu hvaða verkefni hafa hlotið fjármögnun á undanförnum árum Hverjar eru reglur sjóðsins og hvernig metur sjóðurinn umsóknir Ef eitthvað er óljóst, hafðu þá samband við tengilið sjóðsins Ekki skrifa umsóknina beint á eyðublaðið, skrifaðu hana fyrst niður í Word eða Excel Útdeildu hlutum af umsókninni á fólkið í teyminu þínu sem býr yfir þekkingu á tilteknu viðfangsefni Skrifaðu raunsæja og vel skilgreinda verkefnaáætlun og fjárhagsáætlun Gerðu almennilega markaðsgreiningu og aðgerðamiðaða ( go-to-market) markaðsstefnu Gerðu grein fyrir virði vörunnar þinnar (hugmynd) Teymið þitt Hvað með tungumál? Það er lykilatriði að lesa reglur sjóðsins varðandi hvort leyfilegt er að skrifa á ensku eða ekki. Fyrir íslenska styrki eru margir sem sýna að þeir geta skrifað annað hvort á íslensku eða ensku. Margir Íslendingar skrifa líka beint á ensku þar sem þeir geta notað það sem grunn þegar sótt er um í norrænum eða evrópskum sjóðum, eða fyrir áhættufjármögnun seinna meir. Það er frábær grunnur til að móta viðskiptastefnuna þína og fjárhagsspár til að nota í viðskiptatengslum, fjárfestatengslum og á mörgum fleiri sviðum. Til að tryggja árangursríka styrkjaumsókn er mikilvægt að gefa sér tíma til að sýna fram á gildi vörunnar eða hugmyndarinnar og útbúa viðeigandi viðskiptaáætlun sem sýnir fram á hvernig þú munt framkvæma stefnuna þína. Um FKA Nýir Íslendingar Nýir Íslendingar er undirnefnd stærstu kvennatengslanets á Íslandi - FKA (Félag kvenna í atvinnurekstri) Markmið okkar er að styðja allar konur af erlendum uppruna sem búa á Íslandi og vilja þróast í sínu fagi og/eða þróa hugmyndir sínar eða fyrirtæki. Höfundur er formaður FKA Nýir Íslendingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Á Íslandi og á Norðurlöndum eru margvíslegir styrkir í boði fyrir þá sem vilja fjármagna hugmynd eða verkefni. En hvar á að byrja? Þann 2.febrúar 2023, stóð Nefnd nýrra Íslendinga innan FKA fyrir vinnustofunni „Styrkir í boði fyrir fjármögnun á verkefni þínu eða hugmynd“. Frumælandi okkar var Emily Nikolova, en hún er reynslumikil í styrkjaskrifum og sem ráðgjafi fyrir sprotafyrirtæki og sjálfseignarstofnanir, auk þess sem hún býr yfir meira en 20 ára reynslu á sviði lögfræði og viðskipta. Á vinnustofunni gaf Emily yfirsýn yfir þá styrki sem eru í boði fyrir fjármögnun á mismunandi stigum fyrirtækja eða sjálfseignarstofnana, hvernig sækja á um og skila inn umsókn, og veitti jafnframt ráð varðandi hvernig á að skrifa styrkjaumsókn sem ber árangur. Á Íslandi eru fjölmargir styrkir sem hægt er að sækja um. Hvort sem um er að ræða tækninýjungar, kvenkyns frumkvöðla, nýjar matarhugmyndir, listir og menningu, ferðaþjónustu, aðlögun flóttafólks á Íslandi, markaðssetningu á núverandi vörum og þjónustu og svo framvegis. Lykilatriðið er það að í grunninn er þessir styrkir ætlaðir til þess að skapa og kynna “Made in Iceland” vörur og þjónustu. Einnig eru svæðisbundir styrkir í boði víða um land sem ætlaðir eru fyrir stuðning við vörur og þjónustuna í heimabyggð. Einnig eru margvíslegir norrænir styrkir í boði eins og Nordic Environment Finance Corporation (NOPEF) styrkir fyrir græna tækni og lausnir, og NordForsk styrkir fyrir landbúnaðar-,fiskeldis-, lífhagkerfis-, barna-, kynja og heilsutengd verkefni auk margra annarra. Auk þess eru Nordplus styrkir fyrir verkefni á sviði menntunar og þjálfunar. En hvernig velur þú réttan styrk fyrir rétt verkefni? Lykilatriði sem hafa þarf í huga Skilgreindu nákvæmlega markmið og tilgang verkefnisins Skiptu verkefninu niður í mismunandi þrep, og verkefni eftir tímaröð Skrifaðu niður núverandi stöðu þessara þrepa (verkefna) - lokið, í vinnslu, þarf fjármagn Búðu til fjárhagsáætlun fyrir hvert verkefni og ákvarðaðu hversu stór hluti af fjárhagsáætlunni þarf að vera dekkaður af styrk. Kannaðu hvaða styrkir eru í boði og ákvarðaðu hvaða styrkur hentar hverju verkefni Búðu til áætlun yfir þá styrki sem þú vilt sækja um – hvað, hvenær, hvar Hvernig á að skrifa styrkjaumsókn sem skilar árangri? Það tekur tíma að sækja um styrki. Það gengur ekki upp að byrja að sækja um fimm dögum áður en skilafrestur rennur út. Það tekur nokkra mánuði að undirbúa umsókn um styrk. Hér að neðan eru nokkur atriði sem hafa þarf í huga áður en ferlið hefst: Lestur yfir tilgang sjóðsins, og sérstaklega tilgang styrksins sem þú vilt sækja um Kannaðu hvaða verkefni hafa hlotið fjármögnun á undanförnum árum Hverjar eru reglur sjóðsins og hvernig metur sjóðurinn umsóknir Ef eitthvað er óljóst, hafðu þá samband við tengilið sjóðsins Ekki skrifa umsóknina beint á eyðublaðið, skrifaðu hana fyrst niður í Word eða Excel Útdeildu hlutum af umsókninni á fólkið í teyminu þínu sem býr yfir þekkingu á tilteknu viðfangsefni Skrifaðu raunsæja og vel skilgreinda verkefnaáætlun og fjárhagsáætlun Gerðu almennilega markaðsgreiningu og aðgerðamiðaða ( go-to-market) markaðsstefnu Gerðu grein fyrir virði vörunnar þinnar (hugmynd) Teymið þitt Hvað með tungumál? Það er lykilatriði að lesa reglur sjóðsins varðandi hvort leyfilegt er að skrifa á ensku eða ekki. Fyrir íslenska styrki eru margir sem sýna að þeir geta skrifað annað hvort á íslensku eða ensku. Margir Íslendingar skrifa líka beint á ensku þar sem þeir geta notað það sem grunn þegar sótt er um í norrænum eða evrópskum sjóðum, eða fyrir áhættufjármögnun seinna meir. Það er frábær grunnur til að móta viðskiptastefnuna þína og fjárhagsspár til að nota í viðskiptatengslum, fjárfestatengslum og á mörgum fleiri sviðum. Til að tryggja árangursríka styrkjaumsókn er mikilvægt að gefa sér tíma til að sýna fram á gildi vörunnar eða hugmyndarinnar og útbúa viðeigandi viðskiptaáætlun sem sýnir fram á hvernig þú munt framkvæma stefnuna þína. Um FKA Nýir Íslendingar Nýir Íslendingar er undirnefnd stærstu kvennatengslanets á Íslandi - FKA (Félag kvenna í atvinnurekstri) Markmið okkar er að styðja allar konur af erlendum uppruna sem búa á Íslandi og vilja þróast í sínu fagi og/eða þróa hugmyndir sínar eða fyrirtæki. Höfundur er formaður FKA Nýir Íslendingar.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun