Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar 14. september 2025 08:01 Í dag, 14. september, er alþjóðlegur dagur raddheyrara og allra þeirra sem eiga óhefðbundnar upplifanir (World Hearing Voices Day). Vissir þú að það að heyra raddir, sjá sýnir eða eiga aðrar óhefðbundnar upplifanir af lífinu er töluvert algengara en fólk gerir sér grein fyrir? Hefur þú heyrt símann hringja eða einhvern kalla nafnið þitt, þegar enginn var á staðnum? Samkvæmt fræðunum á mikill meirihluti okkar von á því að eiga einhverja slíka skynjun yfir lífsleiðina. Svo er hópur fólks sem á reglulegri upplifanir sem fylgja þeim eftir yfir lengri tíma og jafnvel alla ævina. Óhefðbundnar upplifanir eru hluti af mannlegum breytileika og fæst leita til geðheilbrigðiskerfisins sökum þeirra. Það að heyra raddir getur verið ógnvænleg reynsla, vakið hjá okkur ótta og tilfinninguna að við séum að missa tökin á tilverunni eða efumst um ýmislegt sem við töldum áður rétt. Ekki síst ef raddirnar leita sterklega á okkur, rífa okkur niður eða skipa fyrir. Það er þó ekki sjálfgefið að óhefðbundnar upplifanir hafi neikvæð áhrif á okkur. Sumir raddheyrarar eru frekar hlutlaus í garð skynjananna og önnur hafa lýst alls kyns jákvæðum upplifunum tengt röddum. Það að heyra raddir getur verið uppbyggileg lífsreynsla, veitt félagsskap, tengingu, stuðning og bætt lit í hversdaginn. Raddheyrararnir Joanne og Caroline lýstu þessu á þennan veg: „Raddirnar vernda mig og leiðbeina mér.” - Joanne Newman frá Ástralíu „Ég heyri raddir sem ekki öll heyra. Það sama átti við um forfeður mína. Stundum eru þessar upplifanir ógnvænlegar, blása mér innblástur, pirrandi eða með djúpstæða merkingu. Hvað sem öðru líður, þá á hvorki að gera grín að okkur né útiloka frá samfélaginu.” - Caroline Mazel-Carlton frá Bandaríkjunum Það er hjálplegt að ræða upplifanirnar við fólk sem við treystum. Mörgum hefur reynst vel að leita uppi jafningjastuðningshópa undir formerkjum Hearing voices hreyfingarinnar. Í dag er hægt að sitja slíka fundi erlendis frá í gegnum netið, en einnig eru Landssamtökin Hearing Voices Iceland komin af stað með félagsfundi og virkni eftir dvala. Við hjá Geðhjálp teljum brýnt að miðla fjölbreyttum aðferðum sem gefið hafa góða raun, byggt á lifaðri reynslu fólks og stuðla að framþróun í geðheilbrigðismálum á Íslandi. Í haust stöndum við því fyrir 13 daga þjálfun þar sem erlendir leiðbeinendur miðla hjálplegum aðferðum til að vinna með og skilja óhefðbundnar upplifanir. Fyrsta vikan er nýlega afstaðin en þá komu saman raddheyrarar, aðstandendur og fagfólk sem langar að kynna sér Maastricht aðferðina og Hearing voices nálgunina. Þau munu svo halda áfram síðar í mánuðinum og aftur í nóvember. Það er mikilvægt að skapa rými til að rýna í óhefðbundar upplifanir án þess að dæma þær, reyna að breyta eða losna við þær. Eða eins og Jacqui raddheyrari sagði: „Með því að taka raddirnar í sátt, gat ég loksins sæst við sjálfa mig líka” - Jacqui Dillon frá Bretlandi Alþjóðlegur dagur raddheyrara og allra þeirra sem eiga óhefðbundnar upplifanir er dagur vitundarvakningu þar sem við heyrum frá fólki með lifaða reynslu af málefninu. Við skorum á fordóma, reynum að auka skilning almennings og fögnum fjölbreytileikanum. Við viljum geta talað um óhefðbundnar upplifanir án þess að vera þvinguð, dæmd, skammast okkar eða óttast viðbrögð annarra. Opnum umræðuna, verum óhrædd við að sýna áhuga og leitumst við að skilja hvert annað. Nálgumst þessar óhefðbundnu upplifanir af opnum hug og af einskærri forvitni. Höfundur er formaður Geðhjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Svava Arnardóttir Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Í dag, 14. september, er alþjóðlegur dagur raddheyrara og allra þeirra sem eiga óhefðbundnar upplifanir (World Hearing Voices Day). Vissir þú að það að heyra raddir, sjá sýnir eða eiga aðrar óhefðbundnar upplifanir af lífinu er töluvert algengara en fólk gerir sér grein fyrir? Hefur þú heyrt símann hringja eða einhvern kalla nafnið þitt, þegar enginn var á staðnum? Samkvæmt fræðunum á mikill meirihluti okkar von á því að eiga einhverja slíka skynjun yfir lífsleiðina. Svo er hópur fólks sem á reglulegri upplifanir sem fylgja þeim eftir yfir lengri tíma og jafnvel alla ævina. Óhefðbundnar upplifanir eru hluti af mannlegum breytileika og fæst leita til geðheilbrigðiskerfisins sökum þeirra. Það að heyra raddir getur verið ógnvænleg reynsla, vakið hjá okkur ótta og tilfinninguna að við séum að missa tökin á tilverunni eða efumst um ýmislegt sem við töldum áður rétt. Ekki síst ef raddirnar leita sterklega á okkur, rífa okkur niður eða skipa fyrir. Það er þó ekki sjálfgefið að óhefðbundnar upplifanir hafi neikvæð áhrif á okkur. Sumir raddheyrarar eru frekar hlutlaus í garð skynjananna og önnur hafa lýst alls kyns jákvæðum upplifunum tengt röddum. Það að heyra raddir getur verið uppbyggileg lífsreynsla, veitt félagsskap, tengingu, stuðning og bætt lit í hversdaginn. Raddheyrararnir Joanne og Caroline lýstu þessu á þennan veg: „Raddirnar vernda mig og leiðbeina mér.” - Joanne Newman frá Ástralíu „Ég heyri raddir sem ekki öll heyra. Það sama átti við um forfeður mína. Stundum eru þessar upplifanir ógnvænlegar, blása mér innblástur, pirrandi eða með djúpstæða merkingu. Hvað sem öðru líður, þá á hvorki að gera grín að okkur né útiloka frá samfélaginu.” - Caroline Mazel-Carlton frá Bandaríkjunum Það er hjálplegt að ræða upplifanirnar við fólk sem við treystum. Mörgum hefur reynst vel að leita uppi jafningjastuðningshópa undir formerkjum Hearing voices hreyfingarinnar. Í dag er hægt að sitja slíka fundi erlendis frá í gegnum netið, en einnig eru Landssamtökin Hearing Voices Iceland komin af stað með félagsfundi og virkni eftir dvala. Við hjá Geðhjálp teljum brýnt að miðla fjölbreyttum aðferðum sem gefið hafa góða raun, byggt á lifaðri reynslu fólks og stuðla að framþróun í geðheilbrigðismálum á Íslandi. Í haust stöndum við því fyrir 13 daga þjálfun þar sem erlendir leiðbeinendur miðla hjálplegum aðferðum til að vinna með og skilja óhefðbundnar upplifanir. Fyrsta vikan er nýlega afstaðin en þá komu saman raddheyrarar, aðstandendur og fagfólk sem langar að kynna sér Maastricht aðferðina og Hearing voices nálgunina. Þau munu svo halda áfram síðar í mánuðinum og aftur í nóvember. Það er mikilvægt að skapa rými til að rýna í óhefðbundar upplifanir án þess að dæma þær, reyna að breyta eða losna við þær. Eða eins og Jacqui raddheyrari sagði: „Með því að taka raddirnar í sátt, gat ég loksins sæst við sjálfa mig líka” - Jacqui Dillon frá Bretlandi Alþjóðlegur dagur raddheyrara og allra þeirra sem eiga óhefðbundnar upplifanir er dagur vitundarvakningu þar sem við heyrum frá fólki með lifaða reynslu af málefninu. Við skorum á fordóma, reynum að auka skilning almennings og fögnum fjölbreytileikanum. Við viljum geta talað um óhefðbundnar upplifanir án þess að vera þvinguð, dæmd, skammast okkar eða óttast viðbrögð annarra. Opnum umræðuna, verum óhrædd við að sýna áhuga og leitumst við að skilja hvert annað. Nálgumst þessar óhefðbundnu upplifanir af opnum hug og af einskærri forvitni. Höfundur er formaður Geðhjálpar.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun