Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar 14. september 2025 08:01 Í dag, 14. september, er alþjóðlegur dagur raddheyrara og allra þeirra sem eiga óhefðbundnar upplifanir (World Hearing Voices Day). Vissir þú að það að heyra raddir, sjá sýnir eða eiga aðrar óhefðbundnar upplifanir af lífinu er töluvert algengara en fólk gerir sér grein fyrir? Hefur þú heyrt símann hringja eða einhvern kalla nafnið þitt, þegar enginn var á staðnum? Samkvæmt fræðunum á mikill meirihluti okkar von á því að eiga einhverja slíka skynjun yfir lífsleiðina. Svo er hópur fólks sem á reglulegri upplifanir sem fylgja þeim eftir yfir lengri tíma og jafnvel alla ævina. Óhefðbundnar upplifanir eru hluti af mannlegum breytileika og fæst leita til geðheilbrigðiskerfisins sökum þeirra. Það að heyra raddir getur verið ógnvænleg reynsla, vakið hjá okkur ótta og tilfinninguna að við séum að missa tökin á tilverunni eða efumst um ýmislegt sem við töldum áður rétt. Ekki síst ef raddirnar leita sterklega á okkur, rífa okkur niður eða skipa fyrir. Það er þó ekki sjálfgefið að óhefðbundnar upplifanir hafi neikvæð áhrif á okkur. Sumir raddheyrarar eru frekar hlutlaus í garð skynjananna og önnur hafa lýst alls kyns jákvæðum upplifunum tengt röddum. Það að heyra raddir getur verið uppbyggileg lífsreynsla, veitt félagsskap, tengingu, stuðning og bætt lit í hversdaginn. Raddheyrararnir Joanne og Caroline lýstu þessu á þennan veg: „Raddirnar vernda mig og leiðbeina mér.” - Joanne Newman frá Ástralíu „Ég heyri raddir sem ekki öll heyra. Það sama átti við um forfeður mína. Stundum eru þessar upplifanir ógnvænlegar, blása mér innblástur, pirrandi eða með djúpstæða merkingu. Hvað sem öðru líður, þá á hvorki að gera grín að okkur né útiloka frá samfélaginu.” - Caroline Mazel-Carlton frá Bandaríkjunum Það er hjálplegt að ræða upplifanirnar við fólk sem við treystum. Mörgum hefur reynst vel að leita uppi jafningjastuðningshópa undir formerkjum Hearing voices hreyfingarinnar. Í dag er hægt að sitja slíka fundi erlendis frá í gegnum netið, en einnig eru Landssamtökin Hearing Voices Iceland komin af stað með félagsfundi og virkni eftir dvala. Við hjá Geðhjálp teljum brýnt að miðla fjölbreyttum aðferðum sem gefið hafa góða raun, byggt á lifaðri reynslu fólks og stuðla að framþróun í geðheilbrigðismálum á Íslandi. Í haust stöndum við því fyrir 13 daga þjálfun þar sem erlendir leiðbeinendur miðla hjálplegum aðferðum til að vinna með og skilja óhefðbundnar upplifanir. Fyrsta vikan er nýlega afstaðin en þá komu saman raddheyrarar, aðstandendur og fagfólk sem langar að kynna sér Maastricht aðferðina og Hearing voices nálgunina. Þau munu svo halda áfram síðar í mánuðinum og aftur í nóvember. Það er mikilvægt að skapa rými til að rýna í óhefðbundar upplifanir án þess að dæma þær, reyna að breyta eða losna við þær. Eða eins og Jacqui raddheyrari sagði: „Með því að taka raddirnar í sátt, gat ég loksins sæst við sjálfa mig líka” - Jacqui Dillon frá Bretlandi Alþjóðlegur dagur raddheyrara og allra þeirra sem eiga óhefðbundnar upplifanir er dagur vitundarvakningu þar sem við heyrum frá fólki með lifaða reynslu af málefninu. Við skorum á fordóma, reynum að auka skilning almennings og fögnum fjölbreytileikanum. Við viljum geta talað um óhefðbundnar upplifanir án þess að vera þvinguð, dæmd, skammast okkar eða óttast viðbrögð annarra. Opnum umræðuna, verum óhrædd við að sýna áhuga og leitumst við að skilja hvert annað. Nálgumst þessar óhefðbundnu upplifanir af opnum hug og af einskærri forvitni. Höfundur er formaður Geðhjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Svava Arnardóttir Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag, 14. september, er alþjóðlegur dagur raddheyrara og allra þeirra sem eiga óhefðbundnar upplifanir (World Hearing Voices Day). Vissir þú að það að heyra raddir, sjá sýnir eða eiga aðrar óhefðbundnar upplifanir af lífinu er töluvert algengara en fólk gerir sér grein fyrir? Hefur þú heyrt símann hringja eða einhvern kalla nafnið þitt, þegar enginn var á staðnum? Samkvæmt fræðunum á mikill meirihluti okkar von á því að eiga einhverja slíka skynjun yfir lífsleiðina. Svo er hópur fólks sem á reglulegri upplifanir sem fylgja þeim eftir yfir lengri tíma og jafnvel alla ævina. Óhefðbundnar upplifanir eru hluti af mannlegum breytileika og fæst leita til geðheilbrigðiskerfisins sökum þeirra. Það að heyra raddir getur verið ógnvænleg reynsla, vakið hjá okkur ótta og tilfinninguna að við séum að missa tökin á tilverunni eða efumst um ýmislegt sem við töldum áður rétt. Ekki síst ef raddirnar leita sterklega á okkur, rífa okkur niður eða skipa fyrir. Það er þó ekki sjálfgefið að óhefðbundnar upplifanir hafi neikvæð áhrif á okkur. Sumir raddheyrarar eru frekar hlutlaus í garð skynjananna og önnur hafa lýst alls kyns jákvæðum upplifunum tengt röddum. Það að heyra raddir getur verið uppbyggileg lífsreynsla, veitt félagsskap, tengingu, stuðning og bætt lit í hversdaginn. Raddheyrararnir Joanne og Caroline lýstu þessu á þennan veg: „Raddirnar vernda mig og leiðbeina mér.” - Joanne Newman frá Ástralíu „Ég heyri raddir sem ekki öll heyra. Það sama átti við um forfeður mína. Stundum eru þessar upplifanir ógnvænlegar, blása mér innblástur, pirrandi eða með djúpstæða merkingu. Hvað sem öðru líður, þá á hvorki að gera grín að okkur né útiloka frá samfélaginu.” - Caroline Mazel-Carlton frá Bandaríkjunum Það er hjálplegt að ræða upplifanirnar við fólk sem við treystum. Mörgum hefur reynst vel að leita uppi jafningjastuðningshópa undir formerkjum Hearing voices hreyfingarinnar. Í dag er hægt að sitja slíka fundi erlendis frá í gegnum netið, en einnig eru Landssamtökin Hearing Voices Iceland komin af stað með félagsfundi og virkni eftir dvala. Við hjá Geðhjálp teljum brýnt að miðla fjölbreyttum aðferðum sem gefið hafa góða raun, byggt á lifaðri reynslu fólks og stuðla að framþróun í geðheilbrigðismálum á Íslandi. Í haust stöndum við því fyrir 13 daga þjálfun þar sem erlendir leiðbeinendur miðla hjálplegum aðferðum til að vinna með og skilja óhefðbundnar upplifanir. Fyrsta vikan er nýlega afstaðin en þá komu saman raddheyrarar, aðstandendur og fagfólk sem langar að kynna sér Maastricht aðferðina og Hearing voices nálgunina. Þau munu svo halda áfram síðar í mánuðinum og aftur í nóvember. Það er mikilvægt að skapa rými til að rýna í óhefðbundar upplifanir án þess að dæma þær, reyna að breyta eða losna við þær. Eða eins og Jacqui raddheyrari sagði: „Með því að taka raddirnar í sátt, gat ég loksins sæst við sjálfa mig líka” - Jacqui Dillon frá Bretlandi Alþjóðlegur dagur raddheyrara og allra þeirra sem eiga óhefðbundnar upplifanir er dagur vitundarvakningu þar sem við heyrum frá fólki með lifaða reynslu af málefninu. Við skorum á fordóma, reynum að auka skilning almennings og fögnum fjölbreytileikanum. Við viljum geta talað um óhefðbundnar upplifanir án þess að vera þvinguð, dæmd, skammast okkar eða óttast viðbrögð annarra. Opnum umræðuna, verum óhrædd við að sýna áhuga og leitumst við að skilja hvert annað. Nálgumst þessar óhefðbundnu upplifanir af opnum hug og af einskærri forvitni. Höfundur er formaður Geðhjálpar.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun