Neita sök í hoppukastalamáli Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. febrúar 2023 13:49 Frá vettvangi slyssins sumarið 2021. Vísir/Lillý Heimir Örn Árnason, forseti bæjarstjórnarinnar á Akureyri, neitaði sök þegar hoppukastalamálið svokallaða var þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Það sama gerðu hinir fjórir sakborningarnir í málinu. Allir fimm krefjast þess að málinu verði vísað frá. Heimir Örn og hinir fjórir eru ákærðir fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi vegna fjögurra barna sem slösuðust í hoppukastala á Akureyri sumarið 2021. Um var að ræða 1600 fermetra hoppukastala sem bar nafnið Skrímslið sem komið var upp við Skautahöllina á Akureyri í júní 2021. Það var svo fimmtudaginn 1. júlí sem kastalinn tókst á loft með þeim afleiðingum að fjögur börn slösuðust, þar af eitt mjög alvarlega. Málið var lengi til rannsóknar en ákæra í því var nýlega gefin út. Hinir fimm ákærðu eru sakaðir um að hafa hvorki fest kastalann nægilega við jörð né fylgst nægilega með þeim festingum sem þó voru fyrir hendi, með þeim afleiðingum að eitt horn kastalans losnaði og fauk upp í margra metra hæð og lagðist yfir sjálfan sig. Heimir Örn Árnason, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri og forseti bæjarstjórnarinnar á Akureyri.Aðsend Þrír hinna ákærðu voru á vegum eiganda hoppukastalans en hinir tveir, Heimir Örn þar á meðal, voru sjálfboðaliðar á vegum KA, sem tók hoppukastalann á leigu. Málið var sem fyrr segir þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Þar var Heimir Örn mættur í gegnum fjarfundarbúnað, auk þriggja annarra sakborninga. Sá eini sem mætti í dómsal á Akureyri í dag af sakborningunum var hinn sjálfboðaliðinn sem var á vegum KA. Allir fimm neituðu sök í málinu þegar sakarefnin voru borin undir þá í dag. Þá gerðu lögmenn þeirra allra kröfu um að málinu verði vísað frá dómi. Tekist verður á um þá kröfu þann 1. mars næstkomandi. Harmað að sjálfboðaliðar séu ákærðir Eftir að ákæran var gefin út gáfu forsvarsmenn Knattspyrnufélags Akureyrar út yfirlýsingu þar sem það var harmað að ákæruvaldið hafi ákveðið að ákæra sjálfboðaliða sem fengnir voru til að sinna miðasölu og umsjón með risastórum hoppukastalananum. Sér í lagi þar sem eigandi hoppukastalans hafi ítrekað lýst ábyrgð sinni í fjölmiðlum. Þá hefur meirihlutinn á Akureyri lýst yfir fullu trausti við störf Heimis Arnar. Dómsmál Akureyri Hoppukastalaslys á Akureyri Tengdar fréttir Harma að sjálfboðaliðar séu dregnir fyrir dóm Forsvarsmenn Knattspyrnufélags Akureyrar harma að ákæruvaldið hafi ákveðið að ákæra sjálfboðaliða sem fengnir voru til að sinna miðasölu og umsjón með risastórum hoppukastala á Akureyri sumarið 2021. Sér í lagi þar sem eigandi hoppukastalans hafi ítrekað lýst ábyrgð sinni í fjölmiðlum. Forseti bæjarstjórnar er annar sjálfboðaliðanna sem sætir ákæru. Meirihlutinn á Akureyri lýsir yfir fullu trausti við störf hans. 30. janúar 2023 10:18 Forseti bæjarstjórnar á Akureyri ákærður vegna hoppukastalaslyssins Heimir Örn Árnason, forseti bæjarstjórnar á Akureyri, er meðal fimm ákærðra í máli vegna slyss í hoppukastala á Akureyri fyrir einu og hálfu ári síðan. Sakborningarnir eru taldir hafa sýnt af sér aðgæsluleysi og vanrækslu. 27. janúar 2023 18:32 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Heimir Örn og hinir fjórir eru ákærðir fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi vegna fjögurra barna sem slösuðust í hoppukastala á Akureyri sumarið 2021. Um var að ræða 1600 fermetra hoppukastala sem bar nafnið Skrímslið sem komið var upp við Skautahöllina á Akureyri í júní 2021. Það var svo fimmtudaginn 1. júlí sem kastalinn tókst á loft með þeim afleiðingum að fjögur börn slösuðust, þar af eitt mjög alvarlega. Málið var lengi til rannsóknar en ákæra í því var nýlega gefin út. Hinir fimm ákærðu eru sakaðir um að hafa hvorki fest kastalann nægilega við jörð né fylgst nægilega með þeim festingum sem þó voru fyrir hendi, með þeim afleiðingum að eitt horn kastalans losnaði og fauk upp í margra metra hæð og lagðist yfir sjálfan sig. Heimir Örn Árnason, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri og forseti bæjarstjórnarinnar á Akureyri.Aðsend Þrír hinna ákærðu voru á vegum eiganda hoppukastalans en hinir tveir, Heimir Örn þar á meðal, voru sjálfboðaliðar á vegum KA, sem tók hoppukastalann á leigu. Málið var sem fyrr segir þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Þar var Heimir Örn mættur í gegnum fjarfundarbúnað, auk þriggja annarra sakborninga. Sá eini sem mætti í dómsal á Akureyri í dag af sakborningunum var hinn sjálfboðaliðinn sem var á vegum KA. Allir fimm neituðu sök í málinu þegar sakarefnin voru borin undir þá í dag. Þá gerðu lögmenn þeirra allra kröfu um að málinu verði vísað frá dómi. Tekist verður á um þá kröfu þann 1. mars næstkomandi. Harmað að sjálfboðaliðar séu ákærðir Eftir að ákæran var gefin út gáfu forsvarsmenn Knattspyrnufélags Akureyrar út yfirlýsingu þar sem það var harmað að ákæruvaldið hafi ákveðið að ákæra sjálfboðaliða sem fengnir voru til að sinna miðasölu og umsjón með risastórum hoppukastalananum. Sér í lagi þar sem eigandi hoppukastalans hafi ítrekað lýst ábyrgð sinni í fjölmiðlum. Þá hefur meirihlutinn á Akureyri lýst yfir fullu trausti við störf Heimis Arnar.
Dómsmál Akureyri Hoppukastalaslys á Akureyri Tengdar fréttir Harma að sjálfboðaliðar séu dregnir fyrir dóm Forsvarsmenn Knattspyrnufélags Akureyrar harma að ákæruvaldið hafi ákveðið að ákæra sjálfboðaliða sem fengnir voru til að sinna miðasölu og umsjón með risastórum hoppukastala á Akureyri sumarið 2021. Sér í lagi þar sem eigandi hoppukastalans hafi ítrekað lýst ábyrgð sinni í fjölmiðlum. Forseti bæjarstjórnar er annar sjálfboðaliðanna sem sætir ákæru. Meirihlutinn á Akureyri lýsir yfir fullu trausti við störf hans. 30. janúar 2023 10:18 Forseti bæjarstjórnar á Akureyri ákærður vegna hoppukastalaslyssins Heimir Örn Árnason, forseti bæjarstjórnar á Akureyri, er meðal fimm ákærðra í máli vegna slyss í hoppukastala á Akureyri fyrir einu og hálfu ári síðan. Sakborningarnir eru taldir hafa sýnt af sér aðgæsluleysi og vanrækslu. 27. janúar 2023 18:32 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Harma að sjálfboðaliðar séu dregnir fyrir dóm Forsvarsmenn Knattspyrnufélags Akureyrar harma að ákæruvaldið hafi ákveðið að ákæra sjálfboðaliða sem fengnir voru til að sinna miðasölu og umsjón með risastórum hoppukastala á Akureyri sumarið 2021. Sér í lagi þar sem eigandi hoppukastalans hafi ítrekað lýst ábyrgð sinni í fjölmiðlum. Forseti bæjarstjórnar er annar sjálfboðaliðanna sem sætir ákæru. Meirihlutinn á Akureyri lýsir yfir fullu trausti við störf hans. 30. janúar 2023 10:18
Forseti bæjarstjórnar á Akureyri ákærður vegna hoppukastalaslyssins Heimir Örn Árnason, forseti bæjarstjórnar á Akureyri, er meðal fimm ákærðra í máli vegna slyss í hoppukastala á Akureyri fyrir einu og hálfu ári síðan. Sakborningarnir eru taldir hafa sýnt af sér aðgæsluleysi og vanrækslu. 27. janúar 2023 18:32