Vill að Grænlendingar flytji fiskinn út í gegnum Ísland Kristján Már Unnarsson skrifar 15. febrúar 2023 13:44 Verner Hammeken, forstjóri Royal Arctic Line, í viðtali við Stöð 2 í Nuuk. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Ísland gæti leikið lykilhlutverk í fiskútflutningi Grænlendinga í framtíðinni. Þetta segir Verner Hammeken, forstjóri Royal Arctic Line, skipafélags landsstjórnar Grænlands. Þetta kemur fram í viðtali forstjórans við fréttamiðillinn Sermitsiaq. Þar segir að á fundi ráðamanna Royal Arctic Line með grænlenskum útflytjendum í síðustu viku hafi menn orðið sammála um að kanna hvernig Ísland geti stuðlað að því að bæta möguleika Grænlendinga til að koma afurðum sínum beint á markað í framtíðinni. Til fundarins var boðað vegna óánægju útflytjenda með mikla verðhækkun skipafélagsins á fraktflutningum. Í fréttinni er vísað til þess að þingmaðurinn Mariane Paviasen hafi nýlega lagt fram fyrirspurn til landsstjórnar Grænlands um hve mikið Danir og dönsk fyrirtæki högnuðust á því að fiskur, sem veiddur væri við Grænland, væri fluttur til Danmerkur og þaðan til umheimsins. Landsstjórnin gat ekki svarað fyrirspurninni, þar sem afla þyrfti upplýsinga frá einkafyrirtækjum, en gat þó fullyrt að 80 til 90 prósent af útflutningi Grænlendinga færi sannarlega til Danmerkur og að meirihlutinn væri þaðan fluttur til annarra landa. Verner Hammeken, forstjóri Royal Arctic Line, á skrifstofu sinni í Nuuk.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Forstjóri Royal Arctic Line segir Grænlendinga sjálfa geta flutt fiskinn beint út í gegnum Ísland. Það muni meðal annars spara meðhöndlun afurðanna í frystihúsum í Danmörku. „Verðmætatapið sem felst í því að meðhöndla vöruna tvisvar, það hlýtur að vera sparnaður í því að senda vöruna beint út frá Grænlandi,“ segir Verner Hammeken. Spurningar sem þurfi að svara lúti meðal annars að opinberu eftirliti. Sumar vörur þurfi að fara í gegnum Danmörku áður en þær geti farið lengra út í heiminn vegna þátta eins útflutningsleyfa og vottana dýralækna. Einnig geti verið kröfur varðandi tolla. Skipafélagið og útflytjendur hyggjast vinna rösklega að skoðun málsins og stefna að því að vera búin að setja eitthvað niður á blað fyrir 1. apríl næstkomandi. Í beinni fréttaútsendingu Stöðvar 2 frá Nuuk í ársbyrjun 2017 var rætt við forstjóra Royal Arctic Line: Fyrir sex árum tilkynntu Royal Arctic Line og Eimskip um samstarfssamning um smíði þriggja skipa, þeirra stærstu í flutningasögu beggja landa, ásamt samningi um samnýtingu skipanna, sem sagt var frá hér: Hér má sjá þegar samsiglingarnar hófust með komu nýsmíðaðs skips Grænlendinga til Íslands sumarið 2020: Grænland Sjávarútvegur Skipaflutningar Danmörk Tengdar fréttir Kona í fyrsta sinn ráðin forstjóri stærsta fyrirtækis Grænlands Stjórn sjávarútvegsrisans Royal Greenland hefur ráðið nýjan forstjóra. Fyrir valinu varð hin danska Susanne Arfelt Rajamand en hún hefur mikla alþjóðlega reynslu úr matvælageiranum. 23. nóvember 2022 13:18 Siglingar Grænlendinga og Íslendinga tvinnast saman Tímamót urðu í samskiptum Grænlendinga og Íslendinga síðdegis þegar grænlenska skipið Tukuma Arctica sigldi inn til Reykjavíkur. Þetta er fyrsta ferðin í gagnkvæmu samstarfi sem felur í sér að Grænlendingar sigla með vörur fyrir Íslendinga og öfugt. 15. júní 2020 23:09 Nýr markaður opnast fyrir íslenskar vörur með siglingum til Grænlands Straumhvörf í siglingum milli Íslands og Grænlands opna nýjan markað fyrir íslenskar framleiðsluvörur, þar á meðal fersk matvæli eins og grænmeti. Eimskipsmenn segja áhugann á Grænlandi hafa komið á óvart. 23. júní 2020 20:36 Gætum lært af Grænlendingum að brosa meira og hlæja meira "Við megum líka læra meira um sögu ykkar Grænlendinga, gleyma um stund Eiríki rauða og hópnum sem honum fylgdi, og horfa frekar til hinna sem settust hér að. Það er í raun mögnuð saga," sagði forseti Íslands. 25. september 2019 11:24 Forsetinn floginn til að treysta vinaböndin við Grænlendinga Forsetahjónin héldu í dag í þriggja daga heimsókn til Grænlands í boði Kims Kielsen forsætisráðherra. Þau heimsækja meðal annars þjóðþing Grænlendinga og kynna sér menningar- og atvinnulíf. 23. september 2019 20:30 Stórskipahöfn í Nuuk markar þáttaskil hjá Grænlendingum Grænlendingar fá sína fyrstu stórskipahöfn í sumar en hún er talin marka þáttaskil fyrir atvinnulíf landsins. Íslendingar hafa gegnt lykilhlutverki í hönnun og smíði hafnarinnar. 1. febrúar 2017 21:00 Breytingar í sjóflutningum skapa ný störf og tækifæri á Grænlandi Grænlendingar sjá fram á að efnahagslegt sjálfstæði Grænlands muni styrkjast með nýrri höfn í Nuuk og með samstarfssamningum við Íslendinga um sjóflutninga. 30. janúar 2017 21:15 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira
Þetta kemur fram í viðtali forstjórans við fréttamiðillinn Sermitsiaq. Þar segir að á fundi ráðamanna Royal Arctic Line með grænlenskum útflytjendum í síðustu viku hafi menn orðið sammála um að kanna hvernig Ísland geti stuðlað að því að bæta möguleika Grænlendinga til að koma afurðum sínum beint á markað í framtíðinni. Til fundarins var boðað vegna óánægju útflytjenda með mikla verðhækkun skipafélagsins á fraktflutningum. Í fréttinni er vísað til þess að þingmaðurinn Mariane Paviasen hafi nýlega lagt fram fyrirspurn til landsstjórnar Grænlands um hve mikið Danir og dönsk fyrirtæki högnuðust á því að fiskur, sem veiddur væri við Grænland, væri fluttur til Danmerkur og þaðan til umheimsins. Landsstjórnin gat ekki svarað fyrirspurninni, þar sem afla þyrfti upplýsinga frá einkafyrirtækjum, en gat þó fullyrt að 80 til 90 prósent af útflutningi Grænlendinga færi sannarlega til Danmerkur og að meirihlutinn væri þaðan fluttur til annarra landa. Verner Hammeken, forstjóri Royal Arctic Line, á skrifstofu sinni í Nuuk.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Forstjóri Royal Arctic Line segir Grænlendinga sjálfa geta flutt fiskinn beint út í gegnum Ísland. Það muni meðal annars spara meðhöndlun afurðanna í frystihúsum í Danmörku. „Verðmætatapið sem felst í því að meðhöndla vöruna tvisvar, það hlýtur að vera sparnaður í því að senda vöruna beint út frá Grænlandi,“ segir Verner Hammeken. Spurningar sem þurfi að svara lúti meðal annars að opinberu eftirliti. Sumar vörur þurfi að fara í gegnum Danmörku áður en þær geti farið lengra út í heiminn vegna þátta eins útflutningsleyfa og vottana dýralækna. Einnig geti verið kröfur varðandi tolla. Skipafélagið og útflytjendur hyggjast vinna rösklega að skoðun málsins og stefna að því að vera búin að setja eitthvað niður á blað fyrir 1. apríl næstkomandi. Í beinni fréttaútsendingu Stöðvar 2 frá Nuuk í ársbyrjun 2017 var rætt við forstjóra Royal Arctic Line: Fyrir sex árum tilkynntu Royal Arctic Line og Eimskip um samstarfssamning um smíði þriggja skipa, þeirra stærstu í flutningasögu beggja landa, ásamt samningi um samnýtingu skipanna, sem sagt var frá hér: Hér má sjá þegar samsiglingarnar hófust með komu nýsmíðaðs skips Grænlendinga til Íslands sumarið 2020:
Grænland Sjávarútvegur Skipaflutningar Danmörk Tengdar fréttir Kona í fyrsta sinn ráðin forstjóri stærsta fyrirtækis Grænlands Stjórn sjávarútvegsrisans Royal Greenland hefur ráðið nýjan forstjóra. Fyrir valinu varð hin danska Susanne Arfelt Rajamand en hún hefur mikla alþjóðlega reynslu úr matvælageiranum. 23. nóvember 2022 13:18 Siglingar Grænlendinga og Íslendinga tvinnast saman Tímamót urðu í samskiptum Grænlendinga og Íslendinga síðdegis þegar grænlenska skipið Tukuma Arctica sigldi inn til Reykjavíkur. Þetta er fyrsta ferðin í gagnkvæmu samstarfi sem felur í sér að Grænlendingar sigla með vörur fyrir Íslendinga og öfugt. 15. júní 2020 23:09 Nýr markaður opnast fyrir íslenskar vörur með siglingum til Grænlands Straumhvörf í siglingum milli Íslands og Grænlands opna nýjan markað fyrir íslenskar framleiðsluvörur, þar á meðal fersk matvæli eins og grænmeti. Eimskipsmenn segja áhugann á Grænlandi hafa komið á óvart. 23. júní 2020 20:36 Gætum lært af Grænlendingum að brosa meira og hlæja meira "Við megum líka læra meira um sögu ykkar Grænlendinga, gleyma um stund Eiríki rauða og hópnum sem honum fylgdi, og horfa frekar til hinna sem settust hér að. Það er í raun mögnuð saga," sagði forseti Íslands. 25. september 2019 11:24 Forsetinn floginn til að treysta vinaböndin við Grænlendinga Forsetahjónin héldu í dag í þriggja daga heimsókn til Grænlands í boði Kims Kielsen forsætisráðherra. Þau heimsækja meðal annars þjóðþing Grænlendinga og kynna sér menningar- og atvinnulíf. 23. september 2019 20:30 Stórskipahöfn í Nuuk markar þáttaskil hjá Grænlendingum Grænlendingar fá sína fyrstu stórskipahöfn í sumar en hún er talin marka þáttaskil fyrir atvinnulíf landsins. Íslendingar hafa gegnt lykilhlutverki í hönnun og smíði hafnarinnar. 1. febrúar 2017 21:00 Breytingar í sjóflutningum skapa ný störf og tækifæri á Grænlandi Grænlendingar sjá fram á að efnahagslegt sjálfstæði Grænlands muni styrkjast með nýrri höfn í Nuuk og með samstarfssamningum við Íslendinga um sjóflutninga. 30. janúar 2017 21:15 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira
Kona í fyrsta sinn ráðin forstjóri stærsta fyrirtækis Grænlands Stjórn sjávarútvegsrisans Royal Greenland hefur ráðið nýjan forstjóra. Fyrir valinu varð hin danska Susanne Arfelt Rajamand en hún hefur mikla alþjóðlega reynslu úr matvælageiranum. 23. nóvember 2022 13:18
Siglingar Grænlendinga og Íslendinga tvinnast saman Tímamót urðu í samskiptum Grænlendinga og Íslendinga síðdegis þegar grænlenska skipið Tukuma Arctica sigldi inn til Reykjavíkur. Þetta er fyrsta ferðin í gagnkvæmu samstarfi sem felur í sér að Grænlendingar sigla með vörur fyrir Íslendinga og öfugt. 15. júní 2020 23:09
Nýr markaður opnast fyrir íslenskar vörur með siglingum til Grænlands Straumhvörf í siglingum milli Íslands og Grænlands opna nýjan markað fyrir íslenskar framleiðsluvörur, þar á meðal fersk matvæli eins og grænmeti. Eimskipsmenn segja áhugann á Grænlandi hafa komið á óvart. 23. júní 2020 20:36
Gætum lært af Grænlendingum að brosa meira og hlæja meira "Við megum líka læra meira um sögu ykkar Grænlendinga, gleyma um stund Eiríki rauða og hópnum sem honum fylgdi, og horfa frekar til hinna sem settust hér að. Það er í raun mögnuð saga," sagði forseti Íslands. 25. september 2019 11:24
Forsetinn floginn til að treysta vinaböndin við Grænlendinga Forsetahjónin héldu í dag í þriggja daga heimsókn til Grænlands í boði Kims Kielsen forsætisráðherra. Þau heimsækja meðal annars þjóðþing Grænlendinga og kynna sér menningar- og atvinnulíf. 23. september 2019 20:30
Stórskipahöfn í Nuuk markar þáttaskil hjá Grænlendingum Grænlendingar fá sína fyrstu stórskipahöfn í sumar en hún er talin marka þáttaskil fyrir atvinnulíf landsins. Íslendingar hafa gegnt lykilhlutverki í hönnun og smíði hafnarinnar. 1. febrúar 2017 21:00
Breytingar í sjóflutningum skapa ný störf og tækifæri á Grænlandi Grænlendingar sjá fram á að efnahagslegt sjálfstæði Grænlands muni styrkjast með nýrri höfn í Nuuk og með samstarfssamningum við Íslendinga um sjóflutninga. 30. janúar 2017 21:15