Taka próf oftar en ekki vegna alvarlegra streptókokkasýkinga Fanndís Birna Logadóttir skrifar 15. febrúar 2023 14:01 Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, segir birtingarmynd streptókokka í ár öðruvísi. Vísir/Sigurjón Mikill lyfjaskortur hefur gert starfsfólki Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu erfitt fyrir en kjörlyfið gegn streptókokkum hefur til að mynda ekki verið fáanlegt í nokkurn tíma. Önnur breiðvirkari sýklalyf hafa verið notuð, sem séu þó ekki góður kostur. Fleiri virðast veikjast alvarlega í ár og því beint til starfsfólks að taka streptókokkapróf oftar en ekki. Ýmsar pestir hafa herjað á landsmenn í vetur og eru streptókokkasýkingar þar engin undantekning. Skortur hefur verið á ákveðnum sýklalyfjum en Kåvepenin töflur og mixtúrur hafa til að mynda ekki verið fáanlegar í frá því í byrjun febrúar, samkvæmt upplýsingum á vef Lyfjastofnunar. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir heilmikið hafa verið um skort á lyfjum almennt undanfarið sem valdi þeim miklum vandræðum í daglegu starfi. „Kjörlyfið við streptókokkum, Kåvepenin, hefur ekki verið fáanlegt núna í dálítinn tíma en það er til nóg af öðrum sýklalyfjum þannig við getum alveg meðhöndlað streptókokkana en það er aldrei æskilegt að þurfa að fara í breiðvirkari lyf heldur en þörf er á,“ segir Sigríður. Breiðvirkari sýklalyfjum fylgi meiri aukaverkanir og sé aldrei góður kostur en sé ávísað þegar þörf er á. „Allir sem að þurfa á meðferð að halda þeir hafa fengið viðeigandi meðferð. Það hefur ekki verið vandamál en það er mjög óþægilegt þessi staða með þennan mikla skort á lyfjum,“ segir Sigríður en önnur sending af Kåvepenin er væntanleg til landsins á næstunni. Á tímabili voru þá hraðpróf ekki til en þau eru komin aftur núna. Á meðan var hægt að meðhöndla klínísk einkenni og senda sýni í sýklaræktun sem tekur einn til tvo daga. „Við höfðum alltaf aðrar leiðir til að komast að því hvort viðkomandi væri með streptókokka en vissulega er þetta óþægileg staða,“ segir Sigríður um hraðprófin. Meira um alvarlegar sýkingar Ekkert lát virðist vera á umgangspestum og virðist fólk vera að veikjast alvarlega, þar á meðal börn. „Birtingarmyndin af streptókokkum í ár hefur verið svona aðeins öðruvísi heldur en við höfum verið að sjá, það hefur verið meira um það sem er kallað ífarandi streptókokka. Þannig það virðist vera meira um svona aðeins öðruvísi sýkingar en við erum búin að ræða það við okkar fólk og það eru allir á varðbergi því við viljum náttúrulega greina og meðhöndla þá sem að eru lasnir,“ segir Sigríður. Fréttastofa hefur þá heyrt af því að fólk hafi ekki fengið að fara í streptókokkapróf þar sem aðrar sýkingar geti komið til greina. Sigríður segir þau fylgja alþjóðlegum leiðbeiningum um hvenær á að gruna streptókokka, greina og meðhöndla. „En á vormánuðum hefur verið umræða og við sendum út leiðbeiningar um að taka prófið oftar en ekki út af þessum streptókokkafaraldri og alvarlegum sýkingum, þá hefur fólk verið að taka gjarnan streptókokkapróf þannig það á alveg að vera tryggt á stöðvunum,“ segir Sigríður. Enn er mikil aðsókn á heilsugæslustöðvum og virðist sem að staðan verði ekki mikið betri þar til seinna í vor. „Það er enn mikið um pestar og uppsöfnuð erindi eftir allan þennan Covid tíma og takmörkun á þjónustu. Þannig það er ekkert lát á aðsókninni,“ segir Sigríður. Heilbrigðismál Heilsugæsla Lyf Tengdar fréttir Læknar segjast úrvinda og upplifa kulnun Skráðum samskiptum heimilislækna við sjúklinga hefur fjölgað gríðarlega á síðustu árum og fleiri læknar segjast úrvinda og upplifa kulnun. Þetta kom fram í erindi forstjóra Heilsugæslunnar á Höfuðborgarsvæðinu á læknaráðstefnu sem nú fer fram í Hörpu. Hann tengir þetta ástand við aukin rafræn samskipti. 18. janúar 2023 10:16 Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fleiri fréttir Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sjá meira
Ýmsar pestir hafa herjað á landsmenn í vetur og eru streptókokkasýkingar þar engin undantekning. Skortur hefur verið á ákveðnum sýklalyfjum en Kåvepenin töflur og mixtúrur hafa til að mynda ekki verið fáanlegar í frá því í byrjun febrúar, samkvæmt upplýsingum á vef Lyfjastofnunar. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir heilmikið hafa verið um skort á lyfjum almennt undanfarið sem valdi þeim miklum vandræðum í daglegu starfi. „Kjörlyfið við streptókokkum, Kåvepenin, hefur ekki verið fáanlegt núna í dálítinn tíma en það er til nóg af öðrum sýklalyfjum þannig við getum alveg meðhöndlað streptókokkana en það er aldrei æskilegt að þurfa að fara í breiðvirkari lyf heldur en þörf er á,“ segir Sigríður. Breiðvirkari sýklalyfjum fylgi meiri aukaverkanir og sé aldrei góður kostur en sé ávísað þegar þörf er á. „Allir sem að þurfa á meðferð að halda þeir hafa fengið viðeigandi meðferð. Það hefur ekki verið vandamál en það er mjög óþægilegt þessi staða með þennan mikla skort á lyfjum,“ segir Sigríður en önnur sending af Kåvepenin er væntanleg til landsins á næstunni. Á tímabili voru þá hraðpróf ekki til en þau eru komin aftur núna. Á meðan var hægt að meðhöndla klínísk einkenni og senda sýni í sýklaræktun sem tekur einn til tvo daga. „Við höfðum alltaf aðrar leiðir til að komast að því hvort viðkomandi væri með streptókokka en vissulega er þetta óþægileg staða,“ segir Sigríður um hraðprófin. Meira um alvarlegar sýkingar Ekkert lát virðist vera á umgangspestum og virðist fólk vera að veikjast alvarlega, þar á meðal börn. „Birtingarmyndin af streptókokkum í ár hefur verið svona aðeins öðruvísi heldur en við höfum verið að sjá, það hefur verið meira um það sem er kallað ífarandi streptókokka. Þannig það virðist vera meira um svona aðeins öðruvísi sýkingar en við erum búin að ræða það við okkar fólk og það eru allir á varðbergi því við viljum náttúrulega greina og meðhöndla þá sem að eru lasnir,“ segir Sigríður. Fréttastofa hefur þá heyrt af því að fólk hafi ekki fengið að fara í streptókokkapróf þar sem aðrar sýkingar geti komið til greina. Sigríður segir þau fylgja alþjóðlegum leiðbeiningum um hvenær á að gruna streptókokka, greina og meðhöndla. „En á vormánuðum hefur verið umræða og við sendum út leiðbeiningar um að taka prófið oftar en ekki út af þessum streptókokkafaraldri og alvarlegum sýkingum, þá hefur fólk verið að taka gjarnan streptókokkapróf þannig það á alveg að vera tryggt á stöðvunum,“ segir Sigríður. Enn er mikil aðsókn á heilsugæslustöðvum og virðist sem að staðan verði ekki mikið betri þar til seinna í vor. „Það er enn mikið um pestar og uppsöfnuð erindi eftir allan þennan Covid tíma og takmörkun á þjónustu. Þannig það er ekkert lát á aðsókninni,“ segir Sigríður.
Heilbrigðismál Heilsugæsla Lyf Tengdar fréttir Læknar segjast úrvinda og upplifa kulnun Skráðum samskiptum heimilislækna við sjúklinga hefur fjölgað gríðarlega á síðustu árum og fleiri læknar segjast úrvinda og upplifa kulnun. Þetta kom fram í erindi forstjóra Heilsugæslunnar á Höfuðborgarsvæðinu á læknaráðstefnu sem nú fer fram í Hörpu. Hann tengir þetta ástand við aukin rafræn samskipti. 18. janúar 2023 10:16 Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fleiri fréttir Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sjá meira
Læknar segjast úrvinda og upplifa kulnun Skráðum samskiptum heimilislækna við sjúklinga hefur fjölgað gríðarlega á síðustu árum og fleiri læknar segjast úrvinda og upplifa kulnun. Þetta kom fram í erindi forstjóra Heilsugæslunnar á Höfuðborgarsvæðinu á læknaráðstefnu sem nú fer fram í Hörpu. Hann tengir þetta ástand við aukin rafræn samskipti. 18. janúar 2023 10:16