Logi Geirs og Arnar Daði rifust um rauða spjaldið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2023 11:01 Arnar Daði Arnarsson og Logi Geirsson voru ekki alveg sammála. S2 Sport Haukarnir misstu frá sér stig í leik á móti Stjörnunni í síðustu umferð Olís deildar karla eftir að Stjörnumenn fengu vítakast á silfurfati á síðustu sekúndum leiksins frá einum reyndasta leikmanni Hauka. Sérfræðingar Seinni bylgjunnar ræddu rauða spjaldið og þótt þeir væru sammála því að Stjarnan hafi fengið rautt á Haukamanninn þá voru þeir Logi Geirsson og Arnar Daði Arnarson ekki sammála um á hvað var verið að dæma. Haukar fall enn einu sinni á prófi „Enn eina ferðina finnst mér eins og Haukarnir falli á prófi. Þeir eru 31-29 yfir og eru á heimavelli. Ég hélt að þeir væru að fara að klára þetta en svo bara gerist eitthvað og þeir byrja að klikka á ákveðnum hlutum, hleypa Stjörnmönnum inn í þetta og niðurstaðan er jafntefli,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar, í upphafi umræðunnar um klúður Haukanna í lokin. „Það sem gerist er að Stefán Rafn (Sigurmannsson) klikkar á víti og Tjörvi (Þorgeirsson) fær dæmd á sig skref. Þetta eru reynslumestu leikmennirnir í liðinu. Það gerist ekki bara eitthvað. Þetta gerist,“ sagði Arnar Daði Arnarson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Stefán Rafn með hræðileg mistök „Svo gerir Stefán Rafn sig sekan um hræðileg mistök í lokin. Maður sem er búinn að spila á þessum kaliber fer að brjóta á manninum svona augljóslega. Hann gaf bara eitt stigið í burtu,“ sagði Logi Geirsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Stefán Árni sýndi atvikið. „Ég skil ekki hvað hann er að pæla. Mér sýnist hann líka reyna að sparka í boltann. Hann veður þarna í hann. Hann þekkir alveg reglurnar,“ sagði Logi. „Reglurnar eru þannig að ef þú brýtur þegar svona lítið er eftir þá er það vítakast og rautt spjald,“ sagði Stefán Árni. „Hann fær ekki rautt spjald út af brotinu heldur er hann að trufla að kastið sé tekið. Ef þú truflar það þegar menn eru að taka miðju, taka innkast eða taka fríkast þegar mínúta er eftir þá er það víti og rautt,“ sagði Arnar Daði. Truflun eða var hann of nálægt „Það er verið að dæma á það að hann sé að trufla fríkastið en ég set smá spurningarmerki við þetta. Fyrir mér er hann ekki að trufla kastið,“ sagði Arnar Daði. Logi var hins vegar ósammála þessu. Hans mat er að Stefán Rafn sé of nálægt og það er nóg til vinna sér inn rauða spjaldið. „Hann er ekki þrjá metra frá. Hann er bara meter frá þegar aukakastið er tekið og það er það sem er dæmt á,“ sagði Logi. Arnar Daði og Logi héldu áfram að rífast aðeins um það af hverju Stefán Rafn fékk rauða spjaldið. Það má horfa á þá félaga í ham hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Rauða spjaldið og vítið í lok leiks Hauka og Stjörnunnar Olís-deild karla Seinni bylgjan Haukar Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
Sérfræðingar Seinni bylgjunnar ræddu rauða spjaldið og þótt þeir væru sammála því að Stjarnan hafi fengið rautt á Haukamanninn þá voru þeir Logi Geirsson og Arnar Daði Arnarson ekki sammála um á hvað var verið að dæma. Haukar fall enn einu sinni á prófi „Enn eina ferðina finnst mér eins og Haukarnir falli á prófi. Þeir eru 31-29 yfir og eru á heimavelli. Ég hélt að þeir væru að fara að klára þetta en svo bara gerist eitthvað og þeir byrja að klikka á ákveðnum hlutum, hleypa Stjörnmönnum inn í þetta og niðurstaðan er jafntefli,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar, í upphafi umræðunnar um klúður Haukanna í lokin. „Það sem gerist er að Stefán Rafn (Sigurmannsson) klikkar á víti og Tjörvi (Þorgeirsson) fær dæmd á sig skref. Þetta eru reynslumestu leikmennirnir í liðinu. Það gerist ekki bara eitthvað. Þetta gerist,“ sagði Arnar Daði Arnarson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Stefán Rafn með hræðileg mistök „Svo gerir Stefán Rafn sig sekan um hræðileg mistök í lokin. Maður sem er búinn að spila á þessum kaliber fer að brjóta á manninum svona augljóslega. Hann gaf bara eitt stigið í burtu,“ sagði Logi Geirsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Stefán Árni sýndi atvikið. „Ég skil ekki hvað hann er að pæla. Mér sýnist hann líka reyna að sparka í boltann. Hann veður þarna í hann. Hann þekkir alveg reglurnar,“ sagði Logi. „Reglurnar eru þannig að ef þú brýtur þegar svona lítið er eftir þá er það vítakast og rautt spjald,“ sagði Stefán Árni. „Hann fær ekki rautt spjald út af brotinu heldur er hann að trufla að kastið sé tekið. Ef þú truflar það þegar menn eru að taka miðju, taka innkast eða taka fríkast þegar mínúta er eftir þá er það víti og rautt,“ sagði Arnar Daði. Truflun eða var hann of nálægt „Það er verið að dæma á það að hann sé að trufla fríkastið en ég set smá spurningarmerki við þetta. Fyrir mér er hann ekki að trufla kastið,“ sagði Arnar Daði. Logi var hins vegar ósammála þessu. Hans mat er að Stefán Rafn sé of nálægt og það er nóg til vinna sér inn rauða spjaldið. „Hann er ekki þrjá metra frá. Hann er bara meter frá þegar aukakastið er tekið og það er það sem er dæmt á,“ sagði Logi. Arnar Daði og Logi héldu áfram að rífast aðeins um það af hverju Stefán Rafn fékk rauða spjaldið. Það má horfa á þá félaga í ham hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Rauða spjaldið og vítið í lok leiks Hauka og Stjörnunnar
Olís-deild karla Seinni bylgjan Haukar Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira