Logi Geirs og Arnar Daði rifust um rauða spjaldið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2023 11:01 Arnar Daði Arnarsson og Logi Geirsson voru ekki alveg sammála. S2 Sport Haukarnir misstu frá sér stig í leik á móti Stjörnunni í síðustu umferð Olís deildar karla eftir að Stjörnumenn fengu vítakast á silfurfati á síðustu sekúndum leiksins frá einum reyndasta leikmanni Hauka. Sérfræðingar Seinni bylgjunnar ræddu rauða spjaldið og þótt þeir væru sammála því að Stjarnan hafi fengið rautt á Haukamanninn þá voru þeir Logi Geirsson og Arnar Daði Arnarson ekki sammála um á hvað var verið að dæma. Haukar fall enn einu sinni á prófi „Enn eina ferðina finnst mér eins og Haukarnir falli á prófi. Þeir eru 31-29 yfir og eru á heimavelli. Ég hélt að þeir væru að fara að klára þetta en svo bara gerist eitthvað og þeir byrja að klikka á ákveðnum hlutum, hleypa Stjörnmönnum inn í þetta og niðurstaðan er jafntefli,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar, í upphafi umræðunnar um klúður Haukanna í lokin. „Það sem gerist er að Stefán Rafn (Sigurmannsson) klikkar á víti og Tjörvi (Þorgeirsson) fær dæmd á sig skref. Þetta eru reynslumestu leikmennirnir í liðinu. Það gerist ekki bara eitthvað. Þetta gerist,“ sagði Arnar Daði Arnarson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Stefán Rafn með hræðileg mistök „Svo gerir Stefán Rafn sig sekan um hræðileg mistök í lokin. Maður sem er búinn að spila á þessum kaliber fer að brjóta á manninum svona augljóslega. Hann gaf bara eitt stigið í burtu,“ sagði Logi Geirsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Stefán Árni sýndi atvikið. „Ég skil ekki hvað hann er að pæla. Mér sýnist hann líka reyna að sparka í boltann. Hann veður þarna í hann. Hann þekkir alveg reglurnar,“ sagði Logi. „Reglurnar eru þannig að ef þú brýtur þegar svona lítið er eftir þá er það vítakast og rautt spjald,“ sagði Stefán Árni. „Hann fær ekki rautt spjald út af brotinu heldur er hann að trufla að kastið sé tekið. Ef þú truflar það þegar menn eru að taka miðju, taka innkast eða taka fríkast þegar mínúta er eftir þá er það víti og rautt,“ sagði Arnar Daði. Truflun eða var hann of nálægt „Það er verið að dæma á það að hann sé að trufla fríkastið en ég set smá spurningarmerki við þetta. Fyrir mér er hann ekki að trufla kastið,“ sagði Arnar Daði. Logi var hins vegar ósammála þessu. Hans mat er að Stefán Rafn sé of nálægt og það er nóg til vinna sér inn rauða spjaldið. „Hann er ekki þrjá metra frá. Hann er bara meter frá þegar aukakastið er tekið og það er það sem er dæmt á,“ sagði Logi. Arnar Daði og Logi héldu áfram að rífast aðeins um það af hverju Stefán Rafn fékk rauða spjaldið. Það má horfa á þá félaga í ham hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Rauða spjaldið og vítið í lok leiks Hauka og Stjörnunnar Olís-deild karla Seinni bylgjan Haukar Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði Handbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Fleiri fréttir „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ „Ég er með mikla orku“ Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Sjá meira
Sérfræðingar Seinni bylgjunnar ræddu rauða spjaldið og þótt þeir væru sammála því að Stjarnan hafi fengið rautt á Haukamanninn þá voru þeir Logi Geirsson og Arnar Daði Arnarson ekki sammála um á hvað var verið að dæma. Haukar fall enn einu sinni á prófi „Enn eina ferðina finnst mér eins og Haukarnir falli á prófi. Þeir eru 31-29 yfir og eru á heimavelli. Ég hélt að þeir væru að fara að klára þetta en svo bara gerist eitthvað og þeir byrja að klikka á ákveðnum hlutum, hleypa Stjörnmönnum inn í þetta og niðurstaðan er jafntefli,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar, í upphafi umræðunnar um klúður Haukanna í lokin. „Það sem gerist er að Stefán Rafn (Sigurmannsson) klikkar á víti og Tjörvi (Þorgeirsson) fær dæmd á sig skref. Þetta eru reynslumestu leikmennirnir í liðinu. Það gerist ekki bara eitthvað. Þetta gerist,“ sagði Arnar Daði Arnarson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Stefán Rafn með hræðileg mistök „Svo gerir Stefán Rafn sig sekan um hræðileg mistök í lokin. Maður sem er búinn að spila á þessum kaliber fer að brjóta á manninum svona augljóslega. Hann gaf bara eitt stigið í burtu,“ sagði Logi Geirsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Stefán Árni sýndi atvikið. „Ég skil ekki hvað hann er að pæla. Mér sýnist hann líka reyna að sparka í boltann. Hann veður þarna í hann. Hann þekkir alveg reglurnar,“ sagði Logi. „Reglurnar eru þannig að ef þú brýtur þegar svona lítið er eftir þá er það vítakast og rautt spjald,“ sagði Stefán Árni. „Hann fær ekki rautt spjald út af brotinu heldur er hann að trufla að kastið sé tekið. Ef þú truflar það þegar menn eru að taka miðju, taka innkast eða taka fríkast þegar mínúta er eftir þá er það víti og rautt,“ sagði Arnar Daði. Truflun eða var hann of nálægt „Það er verið að dæma á það að hann sé að trufla fríkastið en ég set smá spurningarmerki við þetta. Fyrir mér er hann ekki að trufla kastið,“ sagði Arnar Daði. Logi var hins vegar ósammála þessu. Hans mat er að Stefán Rafn sé of nálægt og það er nóg til vinna sér inn rauða spjaldið. „Hann er ekki þrjá metra frá. Hann er bara meter frá þegar aukakastið er tekið og það er það sem er dæmt á,“ sagði Logi. Arnar Daði og Logi héldu áfram að rífast aðeins um það af hverju Stefán Rafn fékk rauða spjaldið. Það má horfa á þá félaga í ham hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Rauða spjaldið og vítið í lok leiks Hauka og Stjörnunnar
Olís-deild karla Seinni bylgjan Haukar Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði Handbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Fleiri fréttir „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ „Ég er með mikla orku“ Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Sjá meira