Tilfinningaþrungnir endurfundir móður og átta barna eftir fjögurra ára aðskilnað Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 14. febrúar 2023 20:01 Gleðin skein úr andliti barnanna þegar þau komust loks í fang móður sinnar eftir langt ferðalag og fjögurra ára aðskilnað. Vísir/Vilhelm Það var tilfinningaþrungin stund í Leifsstöð í dag, þegar Hodman Omar hitti börnin sín átta, eftir fjögurra ára aðskilnað. Hodman Omar er fjörutíu ára gömul, menntuð sem læknir og kemur frá Sómalíu. Hún er gift íslenskum manni, Gunnari Waage og hefur verið hér á landi í fjögur ár sem flóttamaður. Hún neyddist til að flýja heimili sitt í Mogadishu, Sómalíu þar sem hryðjuverkasamtökin al-Shaba höfðu tekið yfir. Ferðalag hennar til Íslands gekk ekki áfallalaust en Hodman fór meðal annars á gúmmíbát yfir til Tyrklands og vissi að þeirri ákvörðun fylgdi mikil áhætta. Þetta var mjög erfitt. Það voru kannski helmingslíkur á að ég lifði eða dæi. Ég vildi bara komast þangað sem frelsi og friður ríkti. Hodman á átta börn á aldrinum sex til 17 ára, og hafði ekki séð þau í fjögur ár þar til börnin komu til landsins í dag. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 hittum við Hodman og ræddum við hana þar sem hún undirbjó komu barnanna í gær. Hún sagðist ekkert hafa borðað undanfarna daga af tilhlökkun. Stærðin skiptir ekki máli þegar þau eru öll saman Hodman og eiginmaður hennar búa í lítilli íbúð í Hafnafirði. Það er ljóst að þegar átta börn hafa bæst við verður þröngt á þingi en Hodman segist ekki hafa áhyggjur af því. Þetta séu góðar aðstæður miðað við það sem þau eru vön og á meðan þau séu öll saman skipti stærðin á heimilinu ekki máli. Þau eru þó að leita sér að stærri íbúð. Hér munu börnin átta sofa. Vísir/Sigurjón Tilfinningaþrungin stund Og loksins rann langþráði dagurinn upp. Hodman var mætt ásamt eiginmanni sínum og pabba hans, systur sinni og vinkonu upp á Keflavíkurflugvöll í hádeginu í dag, til að taka á móti börnunum. Hodman var með elstu börnin í myndsímtali alveg frá lendingu og fyldist með þeim þar til þau nálguðust komusalinn. Börnin rétt ókomin og spennan var nánast áþreifanleg. Vísir/Vilhelm Og svo var komið að stóru stundinni sem má sjá í fréttinni hér fyrir ofan. Endurfundirnir voru vægast sagt tilfinningaþrungnir og mörg tár féllu. Hodman faðmar börnin sín eitt af öðru og eins og sjá má var þetta tilfinningaþrungin stund. Vísir/Vilhelm Yngstu börnin voru mjög spennt og áhugasöm yfir myndavélinni og brostu sínu breiðasta fyrir ljósmyndaraVísir/Vilhelm Langt og erfitt ferðalag Ferðalagið var langt og strangt fyrir systkinahópinn og hlökkuðu þau til að fara heim á nýja heimilið sitt til að hvíla sig. „Við erum mjög þreytt. Nú förum við heim og þau fara í sturtu,“ sagði Hodman. „Síðan fáum við okkur að borða. Svo hvílum við okkur og sofum.“ Svo segjum við hvert öðru sögur eftir fjögurra ára aðskilnað. Fjölskyldan loks sameinuð eftir fjögur ár. Vísir/Vilhelm Það dugði ekkert minna en tvær litlar rútur til að ferja barnahópinn heim úr Keflavík.Vísir/Vilhelm Börn og uppeldi Flóttafólk á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Sómalía Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Ferðalag hennar til Íslands gekk ekki áfallalaust en Hodman fór meðal annars á gúmmíbát yfir til Tyrklands og vissi að þeirri ákvörðun fylgdi mikil áhætta. Þetta var mjög erfitt. Það voru kannski helmingslíkur á að ég lifði eða dæi. Ég vildi bara komast þangað sem frelsi og friður ríkti. Hodman á átta börn á aldrinum sex til 17 ára, og hafði ekki séð þau í fjögur ár þar til börnin komu til landsins í dag. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 hittum við Hodman og ræddum við hana þar sem hún undirbjó komu barnanna í gær. Hún sagðist ekkert hafa borðað undanfarna daga af tilhlökkun. Stærðin skiptir ekki máli þegar þau eru öll saman Hodman og eiginmaður hennar búa í lítilli íbúð í Hafnafirði. Það er ljóst að þegar átta börn hafa bæst við verður þröngt á þingi en Hodman segist ekki hafa áhyggjur af því. Þetta séu góðar aðstæður miðað við það sem þau eru vön og á meðan þau séu öll saman skipti stærðin á heimilinu ekki máli. Þau eru þó að leita sér að stærri íbúð. Hér munu börnin átta sofa. Vísir/Sigurjón Tilfinningaþrungin stund Og loksins rann langþráði dagurinn upp. Hodman var mætt ásamt eiginmanni sínum og pabba hans, systur sinni og vinkonu upp á Keflavíkurflugvöll í hádeginu í dag, til að taka á móti börnunum. Hodman var með elstu börnin í myndsímtali alveg frá lendingu og fyldist með þeim þar til þau nálguðust komusalinn. Börnin rétt ókomin og spennan var nánast áþreifanleg. Vísir/Vilhelm Og svo var komið að stóru stundinni sem má sjá í fréttinni hér fyrir ofan. Endurfundirnir voru vægast sagt tilfinningaþrungnir og mörg tár féllu. Hodman faðmar börnin sín eitt af öðru og eins og sjá má var þetta tilfinningaþrungin stund. Vísir/Vilhelm Yngstu börnin voru mjög spennt og áhugasöm yfir myndavélinni og brostu sínu breiðasta fyrir ljósmyndaraVísir/Vilhelm Langt og erfitt ferðalag Ferðalagið var langt og strangt fyrir systkinahópinn og hlökkuðu þau til að fara heim á nýja heimilið sitt til að hvíla sig. „Við erum mjög þreytt. Nú förum við heim og þau fara í sturtu,“ sagði Hodman. „Síðan fáum við okkur að borða. Svo hvílum við okkur og sofum.“ Svo segjum við hvert öðru sögur eftir fjögurra ára aðskilnað. Fjölskyldan loks sameinuð eftir fjögur ár. Vísir/Vilhelm Það dugði ekkert minna en tvær litlar rútur til að ferja barnahópinn heim úr Keflavík.Vísir/Vilhelm
Börn og uppeldi Flóttafólk á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Sómalía Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu