Ástráður settur ríkissáttasemjari í deilu SA og Eflingar Vésteinn Örn Pétursson og Kjartan Kjartansson skrifa 14. febrúar 2023 17:16 Ástráður er þegar kominn í leyfi frá dómarastörfum. Ríkissáttasemjari Ástráður Haraldsson héraðsdómari hefur verið settur ríkissáttasemjari í vinnudeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Í gær tilkynnti Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari að hann myndi segja sig frá deilunni. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins kemur fram að stjórn dómstólasýslunnar hafi samþykkt að veita Ástráði leyfi frá störfum sínum við Héraðsdóm Reykjavíkur. Leyfið er þegar hafið. Sérstaklega er tekið fram í tilkynningunni að Aðalsteinn gegni enn embætti ríkissáttasemjara og að störf Ástráðs snúi eingöngu að deilu Eflingar og SA. Í samtali við Vísi sagðist Ástráður rétt að átta sig á hlutunum enda væri hann nýkominn með skipunarbréfið í hendurnar. Hann bjóst þó við að ákveðið yrði mjög fljótlega hvenær fulltrúar deiluaðila yrðu kallaðir til fundar. Vék í gær Efling hefur ítrekað gert kröfu um að Aðalsteinn viki sæti í deilunni, eftir að hann setti fram miðlunartillögu í deilu félagsins við SA. Aðalsteinn varð við því í gær eftir að Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms um hvort Eflingu væri skylt að afhenda kjörskrá sína, svo félagsmenn gætu greitt atkvæði um tillöguna. Ríkissáttasemjari hafði gert samkomulag við Eflingu um að úrskurðinum yrði ekki skotið til Hæstaréttar. Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari.Vísir/Arnar Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Dómstólar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Trúir því ekki að verði úr verkfallinu Forstjóri Icelandair segist ekki hafa trú á því að verkfall olíuflutningabílstjóra dragist á langinn. Þetta sagði hann ítrekað í viðtali við fréttastofu nú síðdegis. Að óbreyttu hefst ótímabundið verkfall olíuflutningabílstjóra í Eflingu klukkan tólf á hádegi á morgun. 14. febrúar 2023 16:40 Flestir vantreysta Eflingu samkvæmt nýrri könnun Helmingur landsmanna telur fulltrúa Eflingar hafa staðið sig illa í yfirstandandi kjaradeilu. Þar munar mestu um kjósendur Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks auk þeirra sem hæst laun hafa í landinu. 14. febrúar 2023 16:06 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins kemur fram að stjórn dómstólasýslunnar hafi samþykkt að veita Ástráði leyfi frá störfum sínum við Héraðsdóm Reykjavíkur. Leyfið er þegar hafið. Sérstaklega er tekið fram í tilkynningunni að Aðalsteinn gegni enn embætti ríkissáttasemjara og að störf Ástráðs snúi eingöngu að deilu Eflingar og SA. Í samtali við Vísi sagðist Ástráður rétt að átta sig á hlutunum enda væri hann nýkominn með skipunarbréfið í hendurnar. Hann bjóst þó við að ákveðið yrði mjög fljótlega hvenær fulltrúar deiluaðila yrðu kallaðir til fundar. Vék í gær Efling hefur ítrekað gert kröfu um að Aðalsteinn viki sæti í deilunni, eftir að hann setti fram miðlunartillögu í deilu félagsins við SA. Aðalsteinn varð við því í gær eftir að Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms um hvort Eflingu væri skylt að afhenda kjörskrá sína, svo félagsmenn gætu greitt atkvæði um tillöguna. Ríkissáttasemjari hafði gert samkomulag við Eflingu um að úrskurðinum yrði ekki skotið til Hæstaréttar. Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari.Vísir/Arnar
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Dómstólar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Trúir því ekki að verði úr verkfallinu Forstjóri Icelandair segist ekki hafa trú á því að verkfall olíuflutningabílstjóra dragist á langinn. Þetta sagði hann ítrekað í viðtali við fréttastofu nú síðdegis. Að óbreyttu hefst ótímabundið verkfall olíuflutningabílstjóra í Eflingu klukkan tólf á hádegi á morgun. 14. febrúar 2023 16:40 Flestir vantreysta Eflingu samkvæmt nýrri könnun Helmingur landsmanna telur fulltrúa Eflingar hafa staðið sig illa í yfirstandandi kjaradeilu. Þar munar mestu um kjósendur Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks auk þeirra sem hæst laun hafa í landinu. 14. febrúar 2023 16:06 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Trúir því ekki að verði úr verkfallinu Forstjóri Icelandair segist ekki hafa trú á því að verkfall olíuflutningabílstjóra dragist á langinn. Þetta sagði hann ítrekað í viðtali við fréttastofu nú síðdegis. Að óbreyttu hefst ótímabundið verkfall olíuflutningabílstjóra í Eflingu klukkan tólf á hádegi á morgun. 14. febrúar 2023 16:40
Flestir vantreysta Eflingu samkvæmt nýrri könnun Helmingur landsmanna telur fulltrúa Eflingar hafa staðið sig illa í yfirstandandi kjaradeilu. Þar munar mestu um kjósendur Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks auk þeirra sem hæst laun hafa í landinu. 14. febrúar 2023 16:06