Er 13 ára nýja 18 ára aldurstakmarkið? Skúli Bragi Geirdal skrifar 13. febrúar 2023 15:30 „Er aldurstakmarkið á samfélagsmiðlum 12 ára eða 13 ára?“ Þetta er algeng spurning frá bæði börnum og foreldrum þegar að ég ræði við þau um samfélagsmiðla í fræðsluerindum. Inná App Store stendur 12 ára en í skilmálum samfélagsmiðlanna stendur 13 ára. Af þessu tvennu trompa skilmálar framleiðandans rangar vörumerkingar endursöluaðilans og aldurstakmarkið inn á flesta samfélagsmiðla er því 13 ára. Þetta ósamræmi er þó ruglingslegt og vekur upp spurningar um það hver hafi ákveðið að samfélagsmiðlar væru viðeigandi fyrir 13 ára börn og af hverju? Stutta svarið er samfélagsmiðlarnir sjálfir og ástæðan er á einföldu máli sú að persónuverndarlöggjöf bannar þeim að safna gögnum um börn sem eru yngri en 13 ára. Vernd barna gegn skaðlegu efni kemur hér málinu ekkert við. Sjö aldursflokkar í bíómyndum og þáttum en aðeins einn á samfélagsmiðlum Aldursmerkingar eru víða og við þekkjum þær fyrir tíma samfélagsmiðla úr t.d. bíómyndum og þáttum. Aldursmatið á Íslandi byggir á hollenska kerfinu Kijkwijzer. Kerfið byggir á ýmsum rannsóknum og skiptist í sjö aldursflokka (leyfð öllum, 6 ára, 9 ára, 12 ára, 14 ára, 16 ára og 18 ára) og 6 efnisvísa sem eiga að hjálpa áhorfendum að taka ákvörðun um hvort horfa eigi á efni eða ekki. Hvernig getur á sama tíma verið nóg að setja eitt 13 ára aldurstakmark til þess að ná utanum efni samfélagsmiðlanna? Er 13 ára barn tilbúið í óheftan aðgang að samfélagsmiðlum? Þegar 13 ára aldrinum hefur verið náð þá eru börn sem sagt tilbúin að meðtaka allt það efni sem finna má inni á samfélagsmiðlum. Þ.e.a.s. samkvæmt reglum sem samfélagsmiðlafyrirtækin settu sjálf um notkun á eigin miðlum til þess að vernda eigin hagsmuni. Hvaða aldurstakmark myndum við setja ef við sem samfélag mættum ráða og myndum byggja það á rannsóknum á þroska barna? Tökum nokkur dæmi um skaðlegt efni sem börn sjá á samfélagsmiðlum úr rannsókn Fjölmiðlanefndar og Menntavísindastofnunar Háskóla Íslands. Á meðal barna og ungmenna á efsta stigi grunnskóla og framhaldsskóla hafa: 29% séð ógnvekjandi myndir þar sem verið var að meiða menn og dýr 27% séð leiðir til að grenna sig verulega (með t.d. lystarstoli eða lotugræðgi) 23% séð hatursskilaboð sem beinast gegn einstaklingum eða hópum 18% séð leiðir til að skaða sig líkamlega Áhorf á klám 63% stráka og 28% stelpna á efsta stigi grunnskóla (13-16 ára) hafa horft á klám. Í langflestum tilfellum leituðu þau að því sjálf. Mikið ósamræmi um mat á skaðlegu efni Ef við myndum yfirfæra aldursmat bíómynda og þátta yfir á samfélagsmiðla þá væru þeir bannaðir innan 18 ára (sjá lista neðst í greininni „Nokkur dæmi um skaðlegt efni og einkenni aldurshópa úr aldursmati Kijkwijzer í bíómyndum og þáttum“). Á samfélagsmiðlum getur 13 ára barn komist í snertingu við efni sem talið er geta haft skaðleg áhrif á einstaklinga sem eru 18 ára og yngri. Þau þurfa ekki einu sinni að leita eftir því sjálf heldur getur ógagnsær algóritmi miðlanna leitt þau á slíka staði. Um algóritma sem notaðir eru í fjármálakerfinu gilda reglur og á þeim eru varnaglar, en ekki á algóritmum samfélagsmiðlanna. Við erum því í raun að vernda peningana okkar betur en börnin okkar. Verðum að byrja að laga skekkjuna Á Íslandi eru 60% barna á aldrinum 9-12 ára með aðgang á TikTok og Snapchat. Þá höfum við dæmi um börn allt niður í leikskólaaldur sem eiga sinn eigin síma og fá að nota samfélagsmiðla eftirlitslaus. Þess vegna höfum við hingað til lagt áherslu á að fylgja 13 ára aldurstakmarkinu því einhversstaðar þarf að byrja að laga skekkjuna sem hefur myndast. Tengt efni: Þrjár ástæður fyrir því að börn yngri en 13 ára ættu ekki að vera á samfélagsmiðlum 13 ára börn hafa ekki sama þroska og reynslu og 18 ára ungmenni Það er sannarlega óvinsæl skoðun mín að mælast til þess að við hækkum aldurstakmark á samfélagsmiðlum. Best væri auðvitað að geta flokkað efnið niður í mismunandi aldursflokka eins og í bíómyndum og þáttum en umhverfi samfélagsmiðla býður ekki upp á það eins og staðan er í dag. Þess vegna er miðlalæsi svo mikilvægt sem forvörn í netöryggi til þess að valdefla okkur sem notendur samfélagsmiðla. Við þurfum ekki alltaf að samþykkja allar reglurnar sem þeir sjálfir ákveða. En þótt við hækkum kannski ekki aldurstakmarkið í dag þá er hægt að hafa það í huga að veita ekki 13 ára börnum óheftan aðgang að öllum samfélagsmiðlum. Munum að þau eru ennþá börn á þeim aldri og þurfa áfram okkar aðstoð. Upplýsinga- og miðlalæsisvika í fyrsta skipti á Íslandi Í dag er fyrsti dagur í upplýsinga- og miðlalæsisviku sem haldin er í fyrsta skipti á Íslandi. Í tilefni af því opnaði tengslanet um upplýsinga- og miðlalæsi vefinn www.miðlalæsi.is (www.midlalaesi.is). Þar er m.a. að finna fræðslumyndbönd og stuðningsefni sem allir skólar landsins hafa nú fengið sent um samskipti og líðan á netinu, áhorf á klám, fréttir og falsfréttir og ábyrga notkun samfélagsmiðla. Ég hvet ykkur til þess að kynna ykkur efnið sem þar er að finna. Miðlalæsi er fyrir fólk á öllum aldri! Nokkur dæmi um skaðlegt efni og einkenni aldurshópa úr aldursmati Kijkwijzer í bíómyndum og þáttum: 12 ára – Efni sem talið er skaðlegt: Myndir af harkalegu ofbeldi. Atriði þar sem fólk eða dýr eru mjög kvíðin eða þjást. Blóðug sár eða lík. Áfengi, fíkniefni, mismunun eða kynlíf. Þar sem börn á þessum aldri hafa ekki enn sína eigin reynslu af þessum viðfangsefnum eiga þau erfitt með að leggja rétt mat á þau og það getur haft áhrif á hegðun þeirra. 14 ára – Atriði sem einkenna aldurshópinn: Eiga í erfiðleikum með að ákveða hvað þeim finnist sjálfum vera þeirra eigin skoðun og hvað þau telji „eðlilegt“ óháð því hvað öðrum finnist um það. Hafa mikinn áhuga á hættulegri hegðun, sérstaklega ef jafnaldrar telja hana „eðlilega“ hegðun. 16 ára – Atriði sem einkenna aldurshópinn: Leitin að því hver þú ert og hvar takmörk þín liggja. Mikil þörf fyrir spennu og útrás. Viðurkenning jafningja er sú sem skiptir mestu máli. Hættuleg glæpsamleg hegðun virðist aðlaðandi og afleiðingarnar virðast minna alvarlegar. 18 ára – Efni sem talið er skaðlegt: Ógeðfellt ofbeldi Gróft klám Höfundur er verkefnastjóri miðlalæsis hjá Fjölmiðlanefnd. Heimildir: Börn og netmiðlar - Rannsókn Fjölmiðlanefndar og Menntavísindastofnunar Háskóla Íslands. Fyrir foreldra – af síðu Fjölmiðlanefndar Kijkwijzer - Hollenska aldursmatskerfið Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Bragi Geirdal Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Sjá meira
„Er aldurstakmarkið á samfélagsmiðlum 12 ára eða 13 ára?“ Þetta er algeng spurning frá bæði börnum og foreldrum þegar að ég ræði við þau um samfélagsmiðla í fræðsluerindum. Inná App Store stendur 12 ára en í skilmálum samfélagsmiðlanna stendur 13 ára. Af þessu tvennu trompa skilmálar framleiðandans rangar vörumerkingar endursöluaðilans og aldurstakmarkið inn á flesta samfélagsmiðla er því 13 ára. Þetta ósamræmi er þó ruglingslegt og vekur upp spurningar um það hver hafi ákveðið að samfélagsmiðlar væru viðeigandi fyrir 13 ára börn og af hverju? Stutta svarið er samfélagsmiðlarnir sjálfir og ástæðan er á einföldu máli sú að persónuverndarlöggjöf bannar þeim að safna gögnum um börn sem eru yngri en 13 ára. Vernd barna gegn skaðlegu efni kemur hér málinu ekkert við. Sjö aldursflokkar í bíómyndum og þáttum en aðeins einn á samfélagsmiðlum Aldursmerkingar eru víða og við þekkjum þær fyrir tíma samfélagsmiðla úr t.d. bíómyndum og þáttum. Aldursmatið á Íslandi byggir á hollenska kerfinu Kijkwijzer. Kerfið byggir á ýmsum rannsóknum og skiptist í sjö aldursflokka (leyfð öllum, 6 ára, 9 ára, 12 ára, 14 ára, 16 ára og 18 ára) og 6 efnisvísa sem eiga að hjálpa áhorfendum að taka ákvörðun um hvort horfa eigi á efni eða ekki. Hvernig getur á sama tíma verið nóg að setja eitt 13 ára aldurstakmark til þess að ná utanum efni samfélagsmiðlanna? Er 13 ára barn tilbúið í óheftan aðgang að samfélagsmiðlum? Þegar 13 ára aldrinum hefur verið náð þá eru börn sem sagt tilbúin að meðtaka allt það efni sem finna má inni á samfélagsmiðlum. Þ.e.a.s. samkvæmt reglum sem samfélagsmiðlafyrirtækin settu sjálf um notkun á eigin miðlum til þess að vernda eigin hagsmuni. Hvaða aldurstakmark myndum við setja ef við sem samfélag mættum ráða og myndum byggja það á rannsóknum á þroska barna? Tökum nokkur dæmi um skaðlegt efni sem börn sjá á samfélagsmiðlum úr rannsókn Fjölmiðlanefndar og Menntavísindastofnunar Háskóla Íslands. Á meðal barna og ungmenna á efsta stigi grunnskóla og framhaldsskóla hafa: 29% séð ógnvekjandi myndir þar sem verið var að meiða menn og dýr 27% séð leiðir til að grenna sig verulega (með t.d. lystarstoli eða lotugræðgi) 23% séð hatursskilaboð sem beinast gegn einstaklingum eða hópum 18% séð leiðir til að skaða sig líkamlega Áhorf á klám 63% stráka og 28% stelpna á efsta stigi grunnskóla (13-16 ára) hafa horft á klám. Í langflestum tilfellum leituðu þau að því sjálf. Mikið ósamræmi um mat á skaðlegu efni Ef við myndum yfirfæra aldursmat bíómynda og þátta yfir á samfélagsmiðla þá væru þeir bannaðir innan 18 ára (sjá lista neðst í greininni „Nokkur dæmi um skaðlegt efni og einkenni aldurshópa úr aldursmati Kijkwijzer í bíómyndum og þáttum“). Á samfélagsmiðlum getur 13 ára barn komist í snertingu við efni sem talið er geta haft skaðleg áhrif á einstaklinga sem eru 18 ára og yngri. Þau þurfa ekki einu sinni að leita eftir því sjálf heldur getur ógagnsær algóritmi miðlanna leitt þau á slíka staði. Um algóritma sem notaðir eru í fjármálakerfinu gilda reglur og á þeim eru varnaglar, en ekki á algóritmum samfélagsmiðlanna. Við erum því í raun að vernda peningana okkar betur en börnin okkar. Verðum að byrja að laga skekkjuna Á Íslandi eru 60% barna á aldrinum 9-12 ára með aðgang á TikTok og Snapchat. Þá höfum við dæmi um börn allt niður í leikskólaaldur sem eiga sinn eigin síma og fá að nota samfélagsmiðla eftirlitslaus. Þess vegna höfum við hingað til lagt áherslu á að fylgja 13 ára aldurstakmarkinu því einhversstaðar þarf að byrja að laga skekkjuna sem hefur myndast. Tengt efni: Þrjár ástæður fyrir því að börn yngri en 13 ára ættu ekki að vera á samfélagsmiðlum 13 ára börn hafa ekki sama þroska og reynslu og 18 ára ungmenni Það er sannarlega óvinsæl skoðun mín að mælast til þess að við hækkum aldurstakmark á samfélagsmiðlum. Best væri auðvitað að geta flokkað efnið niður í mismunandi aldursflokka eins og í bíómyndum og þáttum en umhverfi samfélagsmiðla býður ekki upp á það eins og staðan er í dag. Þess vegna er miðlalæsi svo mikilvægt sem forvörn í netöryggi til þess að valdefla okkur sem notendur samfélagsmiðla. Við þurfum ekki alltaf að samþykkja allar reglurnar sem þeir sjálfir ákveða. En þótt við hækkum kannski ekki aldurstakmarkið í dag þá er hægt að hafa það í huga að veita ekki 13 ára börnum óheftan aðgang að öllum samfélagsmiðlum. Munum að þau eru ennþá börn á þeim aldri og þurfa áfram okkar aðstoð. Upplýsinga- og miðlalæsisvika í fyrsta skipti á Íslandi Í dag er fyrsti dagur í upplýsinga- og miðlalæsisviku sem haldin er í fyrsta skipti á Íslandi. Í tilefni af því opnaði tengslanet um upplýsinga- og miðlalæsi vefinn www.miðlalæsi.is (www.midlalaesi.is). Þar er m.a. að finna fræðslumyndbönd og stuðningsefni sem allir skólar landsins hafa nú fengið sent um samskipti og líðan á netinu, áhorf á klám, fréttir og falsfréttir og ábyrga notkun samfélagsmiðla. Ég hvet ykkur til þess að kynna ykkur efnið sem þar er að finna. Miðlalæsi er fyrir fólk á öllum aldri! Nokkur dæmi um skaðlegt efni og einkenni aldurshópa úr aldursmati Kijkwijzer í bíómyndum og þáttum: 12 ára – Efni sem talið er skaðlegt: Myndir af harkalegu ofbeldi. Atriði þar sem fólk eða dýr eru mjög kvíðin eða þjást. Blóðug sár eða lík. Áfengi, fíkniefni, mismunun eða kynlíf. Þar sem börn á þessum aldri hafa ekki enn sína eigin reynslu af þessum viðfangsefnum eiga þau erfitt með að leggja rétt mat á þau og það getur haft áhrif á hegðun þeirra. 14 ára – Atriði sem einkenna aldurshópinn: Eiga í erfiðleikum með að ákveða hvað þeim finnist sjálfum vera þeirra eigin skoðun og hvað þau telji „eðlilegt“ óháð því hvað öðrum finnist um það. Hafa mikinn áhuga á hættulegri hegðun, sérstaklega ef jafnaldrar telja hana „eðlilega“ hegðun. 16 ára – Atriði sem einkenna aldurshópinn: Leitin að því hver þú ert og hvar takmörk þín liggja. Mikil þörf fyrir spennu og útrás. Viðurkenning jafningja er sú sem skiptir mestu máli. Hættuleg glæpsamleg hegðun virðist aðlaðandi og afleiðingarnar virðast minna alvarlegar. 18 ára – Efni sem talið er skaðlegt: Ógeðfellt ofbeldi Gróft klám Höfundur er verkefnastjóri miðlalæsis hjá Fjölmiðlanefnd. Heimildir: Börn og netmiðlar - Rannsókn Fjölmiðlanefndar og Menntavísindastofnunar Háskóla Íslands. Fyrir foreldra – af síðu Fjölmiðlanefndar Kijkwijzer - Hollenska aldursmatskerfið
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar