Ljósið í undruninni Árni Már Jensson skrifar 13. febrúar 2023 11:31 Í rauntengdum heimi er sem hefðbundin trú á Guð sé að einhverju leiti á undanhaldi, eða hvað? Jú, þegar allt leikur í lyndi, fjármálakerfin virka og góðrar heilsu notið, er öryggiskenndin meiri og þörfin fyrir trú minni. Jesú Kristur verður þannig feimnismál margra að vitja, ræða um eða viðurkenna. Svona eins og gamaldags barnstrú sem hefur takmarkað með daglegan raunveruleika að gera og ónauðsynleg frekar en hitt. Á þessu er eðlileg skýring sem ræðst að einhverju leiti af velmegunartengdri sljóvgun í huga mannsins sem hann nýtir annars að takmörkuðu leiti. Á þessu verður þó yfirleitt breyting þegar hið manngerða umhverfi bregst, markaðir hrynja, heilsunni hrakar eða náinn ástvinur verður á brott kvaddur. Af hverju ræðst tryggð okkar og rækt við æðri veruleika út frá jarðbundnari aðstæðum efnisheimsins? Veraldlegur auður grundvallast yfirleitt á raunhyggju sem gjarnan sjálfeflir ímynd mannsins sem upphaf og endir alls, nokkurskonar lausnara. Þessi sjálfs-upphafning hefur fylgt manninum gegnum þróunina og hefur með sjálfsbjargarkennd hans að gera, hvötina að lifa af. Við erfiðar aðstæður finnur hann til sín þegar honum tekst vel til öflunar fæðu fyrir sig og sína. Hann mettast og náttúrulega verðlaunalyfið dópamín streymir til heilans. Þessi upplifun hefur hjálpað honum að lifa af og þróast gegnum harðneskjulega tíma. Sömu tilfinningu upplifir maðurinn í nútímasamfélaginu við persónulega sigra, vísindalegar uppgötvanir og viðskiptalega ávinninga svo eitthvað sé nefnt. Viðurkenning skiptir manninn miklu máli og þess meir, sem sjálfsmynd hans er frumstæðari. Algengur misskilningur felst í því að veraldlegur og andlegur auður sé af sama meiði. Andlegur auður nær langt út fyrir fæðuöflun og þeirrar kenndar að lifa af. Andlegur auður leitar ekki sjálf síns, er æðri efnisheiminum og hefur með sköpun, visku, hugsjónir og skilyrðislausar óeigingjarnar kenndir að gera. Andleg leit er leiðin sem sjaldnar er farinn því hún skilar leitandanum síður þægindum eða skjótfengnum ávinning en afurð hennar öðlast líf og lifir frekar í þroska, hugsjón og hugmyndafræði komandi kynslóða að njóta. Andleg leit og þörf fyrir trú og bæn eru hluti af duldri þörf mannsins til að brjótast út fyrir daglega ládeyðu og líkamlega ánetjan, snerta æðri skör eigin vitsmuna. Þörf sem erfitt er að greina hvort kvikni hið innra eða raungerist í köllun hins ytra og æðra. Þörf sem lýtur að kærleik, eilífð og velferð alls lífs. Í efna,-og heilsufarslegri velgengni gleymir maðurinn gjarnan því, að eitt efnahagshrun, eitt eldgos, ein farsótt, eitt slys, ein röng ákvörðun getur svift hann heimili, atvinnu, fósturjörð, öryggi og lífi. Raun,-eða vísindahyggja, sem stundum hefur verið nefnd systir efans, útilokar oft trú og tilvist hins æðra. Útilokar tilvist kraftaverka án leitunar æðri skýringa. Þannig elur raunhyggjan af sér ýmsar kenningar sem færa ímyndaðar sannanir fyrir því að Jesú gæti ekki hafa læknað með bæn og handayfirlagningu eins og guðspjöllin bera með sér, sökum þess að vísindin geti ekki sannað það. Vísindin munu aldrei geta sannað með rökum fræðanna hvernig Jesú læknaði, einmitt vegna þess að fræðin, afsprengi mannshugans, komu þar hvergi nærri. Í gífurlegri framþróun vísinda umliðin tvö þúsund ár, hefur maðurinn enn sem komið er engan þekkingarlega skilning á lækningum Jesú. Hverju sætir? Jú, samtal vísindalegra fræða og andlegs veruleika á sér ekki sameiginlegt tungumál annað en trúna. Þannig mun Guðdómurinn ávalt verða óskiljanlegur mönnum, þó þeim standi dyrnar til skilnings opnar. Eðli mannsins í jarðvist grundvallast gjarnan á þeirri þörf að kryfja til mergjar það sem hann skilur ekki eða getur vart hönd á fest. Þegar kemur að Guði eða verkum Krists verður þannig nærtækast að ýmist flækja það sem mannshugurinn skilur ekki eða einfaldlega að gefast upp og hafna. Sú algenga hugmynd raunhyggjusamfélagsins, að barnslegt sé að viðurkenna það sem manninum er ógerlegt að auðkenna út frá þekktum aðferðum er þröng sýn til lífsins. Prússnesk/þýski heimspekingurinn Emanuel Kant (f.22. april 1724-d. 12. feb 1804) kom fram með þá kenningu að öll fyrirbæri í tíma og rúmi ættu sér eigin lögmál, orsök og skýringu: Að þekkingin byggi í fyrirbærunum sjálfum. Það væri hins vegar takmörkuð hugsanageta mannsins sem gæti ekki skilið lögmál fyrirbæranna og lituðu því skýringarnar út frá eigin takmörkuðu viðhorfi og þekkingu. Það er ekki laust við að framlag Kant’s til skilningsvita mannsins séu þakkarverð í það minnsta, eða svo þótti öðrum hugsuði Albert Einstein, sem á unga aldri las kenningar Kant’s. Albert Einstein (f.14. mars 1879 -d.14. april 1955) var Þýskur kennilegur eðlisfræðingur og vísindamaður. Hann er einn af best þekktu vísindamönnum 20. aldarinnar og lagði til afstæðiskenninguna sem er líklega hans þekktasta verk. Rannsóknir hans hafa einnig haft mikil áhrif á skammtafræði, safneðlisfræði og heimsfræði. Hann hlaut Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði 1921 fyrir rannsóknir sínar á ljósáhrifum sem hann birti árið 1905. Þetta sama ár komu út þrjár greinar eftir hann sem hver þeirra olli straumhvörfum í eðlisfræði og hlutu verðlaun fyrir þjónustu í þágu kennilegrar eðlisfræði. Á unga aldri naut hann þess að hugsa en hafði þreytt kennara sína svo á áhugaleysi sínu í skólastundum að skólayfirvöld kvörtuðu við foreldra með þeim orðum að óþarft væri að ungi maðurinn mætti í tíma þar sem hann væri í senn áhugalaus og latur. Einstein upplifði skólavistina sem kvöl og pínu þar sem allt gengi út á gráður og einkunnir í fræðum sem kennarar hans skildu ekki til hlítar sjálfir. Kynni Einsteins, á unga aldri, af heimspekikenningum Emanuel Kant’s, urðu honum ákveðin hugljómun í viðleitni hans til að skilja gangverk lífsins. Sem unglingur las hann Kant og upplifði fyrirbæri heimsins í nýju ljósi. Einstein sagði: „Ef við horfum á tréð út um gluggann sem teygir ræturnar undir gangstéttina eftir vatni, eða blómi sem varpar ilmi sínum til býflugnanna eða jafnvel okkur sjálf og þann innri kraft sem við stjórnumst af, getum við ályktað að allt líf dansar eftir dularfullum hljómi frá hljóðfæraleikara sem leikur listir sínar úr óræðinni fjarlægð. Hvað sem við köllum hljóðfæraleikarann; sköpunarkraft, Guð, eða hvorutveggja, er ljóst að sá kraftur lýtur engri bóklegri þekkingu.” Einstein hélt áfram: „Vísindin verða aldrei fullnumin vegna þess að við notum einungis takmarkaða getu huga okkar auk þess sem viðleitni okkar við að kanna eigin veröld er takmörkuð.” Það er ekki laust við að þessi skoðun hans endurspegli að einhverju leiti vantrú á eigin tegund, mannskepnunni, til að ná langt. Eitt af heillandi eiginleikum Einstein’s sem hugsuðar var, að nálgun hans á lausnum grundvallaðist á vísindalegri þekkingu, andlegri upplifun, innsæi og auðmjúku viðhorfi gagnvart hinu mikla sköpunarverki lífsins. Hann sagði: „Að sköpunin gæti verið af andlegum uppruna, sem jafngilti ekki því að öll sköpun eða afurð hennar væri andleg. Hann sagði náttúruna hvorki alfarið vera efnislega né andlega. Engin trú væri til nema maðurinn sem lífvera sé einnig andleg. Maðurinn af holdi og blóði einu saman gæti ekki átt sér trú. Bak við afleiðingu er önnur afleiðing og uppruni allra afleiðinga er ófundin enn sem komið er." Hann sagði jafnframt, að trúarbrögð og vísindi færu saman: „Vísindi án trúarbragða eru léleg og trúarbrögð án vísinda eru eru blind. Trúarbrögð og vísindi eru samtvinnuð með sameiginlegum markmiðum; leitinni að sannleikanum. - Án trúarbragða, er ekki líkn. Sálin sem hvert okkar hlaut í gjöf, lifir í sama anda og umheimurinn." „Að styðjast einungis við þekkta þætti veruleikans er stöðnun og veitir ekki skilning á þeim óþekktu. Þannig er innsæi hugans heilög gjöf og rökvitund hugans er trúr þjónn.” Af skrifum Einsteins má álykta; að skilyrðislaus kærleikur væri grundvöllur fyrir ræktun heilbrigðrar samvisku. Menn eins og Confucius, Buddha, Jesú og Gandhi hefðu gert meira fyrir mannkyn en vísindin nokkurn tíma. Hann sagði: „Við verðum að byrja í mannshjartanu í bland við samviskuna. Æðri gildi samviskunnar geta einungis raungerst í óeigingjarnri þjónustu fyrir mannkyn." Hvernig bætum við veröldina? Við bætum ekki veröldina með vísindunum einum, þó þau, í flestum tilvikum komi jákvæðu til leiðar. Vísindin, eins mikilvæg og þau eru framþróuninni, eru afsprengi þekkingar en hvorki uppsprettan, né lífið sjálft. Þegar ég heyri eða les um fræði, -eða stjórnmálamenn sem afneita æðri veruleika er ekki laust við að ég missi örlitla trú á getu mannsins til að hugsa. Samhengi gangverksins sem við köllum líf er ekki svo fátæklega einfalt. Jesú snéri á hvolf öllum hugmyndum manna um dauðann og lífið. Hann umbreytti hugmyndum manna um stöðu, titla og völd. Hann hafði endaskipti á hugmyndum manna um Guð. Hann læknaði ólæknandi sjúkdóma. Hann framkvæmdi kraftaverk fyrir bænir og návist. Yfirburðir hins æðra fólust í auðmýkt og lítillæti. Í návist Jesú hvarf hin hefðbundna skilgreining valdsins inn í skugga eigin hégóma. Tilvist Kristninnar, fjölmennustu trúarbragða veraldar, byggir nokkurn veginn á þremur árum í lífi manns sem hvorki sóttist til efna, valds né titla. Hvernig gat það gerst að ein persóna, sem einskis óskaði annars en skilyrðislauss kærleiks og réttlætis öllum til handa gat breytt hugarfari mannkyns? Jesú endaði líf sitt á kvalafullan hátt, pyntaður, smáður, hæddur og tekinn af lífi með krossfestingu meðal dæmdra glæpamanna. Jafnvel fylgjendur hans yfirgáfu hann. En Jesú dó ekki, hann reis upp og afsannaði þar með líkams-dauðann sem endalok lífsins, nokkuð sem hann lofaði og stóð við. Saga og útbreiðsla kristinnar hugmyndafræði er rétt að hefjast, enda tvö þúsund ár stuttur kafli í lífssögunni. Kristnin er lifandi afl í leit að sannleika, fegurð og réttlæti. Á þessari vegferð verður mörgum manninum á eins og í lífinu sjálfu þar sem mikilvægasti lærdómurinn felst í eigin mistökum, að horfast í augu við þau, iðrast, fyrirgefa og vaxa andlega. Kristnin minnir okkur á kærleikann og eilífi sálarinnar. Þess fyrirbæris, sem vísindin geta ekki auðkennt eða staðsett en mannssonurinn opinberaði með lífi sínu, athöfnum, þjáningu og upprisu. Stærð Jesú Krists sem persónu, á sér enga hliðstæðu í veraldarsögu mannsins. Fátt ætti að vera manninum, sem hugsandi lífveru, dásamlegri áskorun en einmitt að beygja sig auðmjúklega undir óræði undrunarinnar og lúta höfði í átt hins æðra sem hann hefur ekki getu til að skilgreina eða fella inn í hefðbundin hólf þekktra fræða og einfaldlega trúa. Höfundur er áhugamaður um betra líf, samfélag, kristna trú og menningu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Ritskoðun á heimsmælikvarða Hildur Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Þöglar raddir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir skrifar Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir skrifar Skoðun Götusalar eða stjórnmálamenn? Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Ritskoðun á heimsmælikvarða Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Íþróttir fyrir alla! Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Vonin er vonarstjarna sálfræðinnar Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Mikilvæg „ófemínísk“ tillaga og fleira gott Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Kjósum Lilju Dögg Alfreðsdóttur á Alþingi Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Samfélag fyrir okkur öll Alexandra Briem skrifar Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson skrifar Sjá meira
Í rauntengdum heimi er sem hefðbundin trú á Guð sé að einhverju leiti á undanhaldi, eða hvað? Jú, þegar allt leikur í lyndi, fjármálakerfin virka og góðrar heilsu notið, er öryggiskenndin meiri og þörfin fyrir trú minni. Jesú Kristur verður þannig feimnismál margra að vitja, ræða um eða viðurkenna. Svona eins og gamaldags barnstrú sem hefur takmarkað með daglegan raunveruleika að gera og ónauðsynleg frekar en hitt. Á þessu er eðlileg skýring sem ræðst að einhverju leiti af velmegunartengdri sljóvgun í huga mannsins sem hann nýtir annars að takmörkuðu leiti. Á þessu verður þó yfirleitt breyting þegar hið manngerða umhverfi bregst, markaðir hrynja, heilsunni hrakar eða náinn ástvinur verður á brott kvaddur. Af hverju ræðst tryggð okkar og rækt við æðri veruleika út frá jarðbundnari aðstæðum efnisheimsins? Veraldlegur auður grundvallast yfirleitt á raunhyggju sem gjarnan sjálfeflir ímynd mannsins sem upphaf og endir alls, nokkurskonar lausnara. Þessi sjálfs-upphafning hefur fylgt manninum gegnum þróunina og hefur með sjálfsbjargarkennd hans að gera, hvötina að lifa af. Við erfiðar aðstæður finnur hann til sín þegar honum tekst vel til öflunar fæðu fyrir sig og sína. Hann mettast og náttúrulega verðlaunalyfið dópamín streymir til heilans. Þessi upplifun hefur hjálpað honum að lifa af og þróast gegnum harðneskjulega tíma. Sömu tilfinningu upplifir maðurinn í nútímasamfélaginu við persónulega sigra, vísindalegar uppgötvanir og viðskiptalega ávinninga svo eitthvað sé nefnt. Viðurkenning skiptir manninn miklu máli og þess meir, sem sjálfsmynd hans er frumstæðari. Algengur misskilningur felst í því að veraldlegur og andlegur auður sé af sama meiði. Andlegur auður nær langt út fyrir fæðuöflun og þeirrar kenndar að lifa af. Andlegur auður leitar ekki sjálf síns, er æðri efnisheiminum og hefur með sköpun, visku, hugsjónir og skilyrðislausar óeigingjarnar kenndir að gera. Andleg leit er leiðin sem sjaldnar er farinn því hún skilar leitandanum síður þægindum eða skjótfengnum ávinning en afurð hennar öðlast líf og lifir frekar í þroska, hugsjón og hugmyndafræði komandi kynslóða að njóta. Andleg leit og þörf fyrir trú og bæn eru hluti af duldri þörf mannsins til að brjótast út fyrir daglega ládeyðu og líkamlega ánetjan, snerta æðri skör eigin vitsmuna. Þörf sem erfitt er að greina hvort kvikni hið innra eða raungerist í köllun hins ytra og æðra. Þörf sem lýtur að kærleik, eilífð og velferð alls lífs. Í efna,-og heilsufarslegri velgengni gleymir maðurinn gjarnan því, að eitt efnahagshrun, eitt eldgos, ein farsótt, eitt slys, ein röng ákvörðun getur svift hann heimili, atvinnu, fósturjörð, öryggi og lífi. Raun,-eða vísindahyggja, sem stundum hefur verið nefnd systir efans, útilokar oft trú og tilvist hins æðra. Útilokar tilvist kraftaverka án leitunar æðri skýringa. Þannig elur raunhyggjan af sér ýmsar kenningar sem færa ímyndaðar sannanir fyrir því að Jesú gæti ekki hafa læknað með bæn og handayfirlagningu eins og guðspjöllin bera með sér, sökum þess að vísindin geti ekki sannað það. Vísindin munu aldrei geta sannað með rökum fræðanna hvernig Jesú læknaði, einmitt vegna þess að fræðin, afsprengi mannshugans, komu þar hvergi nærri. Í gífurlegri framþróun vísinda umliðin tvö þúsund ár, hefur maðurinn enn sem komið er engan þekkingarlega skilning á lækningum Jesú. Hverju sætir? Jú, samtal vísindalegra fræða og andlegs veruleika á sér ekki sameiginlegt tungumál annað en trúna. Þannig mun Guðdómurinn ávalt verða óskiljanlegur mönnum, þó þeim standi dyrnar til skilnings opnar. Eðli mannsins í jarðvist grundvallast gjarnan á þeirri þörf að kryfja til mergjar það sem hann skilur ekki eða getur vart hönd á fest. Þegar kemur að Guði eða verkum Krists verður þannig nærtækast að ýmist flækja það sem mannshugurinn skilur ekki eða einfaldlega að gefast upp og hafna. Sú algenga hugmynd raunhyggjusamfélagsins, að barnslegt sé að viðurkenna það sem manninum er ógerlegt að auðkenna út frá þekktum aðferðum er þröng sýn til lífsins. Prússnesk/þýski heimspekingurinn Emanuel Kant (f.22. april 1724-d. 12. feb 1804) kom fram með þá kenningu að öll fyrirbæri í tíma og rúmi ættu sér eigin lögmál, orsök og skýringu: Að þekkingin byggi í fyrirbærunum sjálfum. Það væri hins vegar takmörkuð hugsanageta mannsins sem gæti ekki skilið lögmál fyrirbæranna og lituðu því skýringarnar út frá eigin takmörkuðu viðhorfi og þekkingu. Það er ekki laust við að framlag Kant’s til skilningsvita mannsins séu þakkarverð í það minnsta, eða svo þótti öðrum hugsuði Albert Einstein, sem á unga aldri las kenningar Kant’s. Albert Einstein (f.14. mars 1879 -d.14. april 1955) var Þýskur kennilegur eðlisfræðingur og vísindamaður. Hann er einn af best þekktu vísindamönnum 20. aldarinnar og lagði til afstæðiskenninguna sem er líklega hans þekktasta verk. Rannsóknir hans hafa einnig haft mikil áhrif á skammtafræði, safneðlisfræði og heimsfræði. Hann hlaut Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði 1921 fyrir rannsóknir sínar á ljósáhrifum sem hann birti árið 1905. Þetta sama ár komu út þrjár greinar eftir hann sem hver þeirra olli straumhvörfum í eðlisfræði og hlutu verðlaun fyrir þjónustu í þágu kennilegrar eðlisfræði. Á unga aldri naut hann þess að hugsa en hafði þreytt kennara sína svo á áhugaleysi sínu í skólastundum að skólayfirvöld kvörtuðu við foreldra með þeim orðum að óþarft væri að ungi maðurinn mætti í tíma þar sem hann væri í senn áhugalaus og latur. Einstein upplifði skólavistina sem kvöl og pínu þar sem allt gengi út á gráður og einkunnir í fræðum sem kennarar hans skildu ekki til hlítar sjálfir. Kynni Einsteins, á unga aldri, af heimspekikenningum Emanuel Kant’s, urðu honum ákveðin hugljómun í viðleitni hans til að skilja gangverk lífsins. Sem unglingur las hann Kant og upplifði fyrirbæri heimsins í nýju ljósi. Einstein sagði: „Ef við horfum á tréð út um gluggann sem teygir ræturnar undir gangstéttina eftir vatni, eða blómi sem varpar ilmi sínum til býflugnanna eða jafnvel okkur sjálf og þann innri kraft sem við stjórnumst af, getum við ályktað að allt líf dansar eftir dularfullum hljómi frá hljóðfæraleikara sem leikur listir sínar úr óræðinni fjarlægð. Hvað sem við köllum hljóðfæraleikarann; sköpunarkraft, Guð, eða hvorutveggja, er ljóst að sá kraftur lýtur engri bóklegri þekkingu.” Einstein hélt áfram: „Vísindin verða aldrei fullnumin vegna þess að við notum einungis takmarkaða getu huga okkar auk þess sem viðleitni okkar við að kanna eigin veröld er takmörkuð.” Það er ekki laust við að þessi skoðun hans endurspegli að einhverju leiti vantrú á eigin tegund, mannskepnunni, til að ná langt. Eitt af heillandi eiginleikum Einstein’s sem hugsuðar var, að nálgun hans á lausnum grundvallaðist á vísindalegri þekkingu, andlegri upplifun, innsæi og auðmjúku viðhorfi gagnvart hinu mikla sköpunarverki lífsins. Hann sagði: „Að sköpunin gæti verið af andlegum uppruna, sem jafngilti ekki því að öll sköpun eða afurð hennar væri andleg. Hann sagði náttúruna hvorki alfarið vera efnislega né andlega. Engin trú væri til nema maðurinn sem lífvera sé einnig andleg. Maðurinn af holdi og blóði einu saman gæti ekki átt sér trú. Bak við afleiðingu er önnur afleiðing og uppruni allra afleiðinga er ófundin enn sem komið er." Hann sagði jafnframt, að trúarbrögð og vísindi færu saman: „Vísindi án trúarbragða eru léleg og trúarbrögð án vísinda eru eru blind. Trúarbrögð og vísindi eru samtvinnuð með sameiginlegum markmiðum; leitinni að sannleikanum. - Án trúarbragða, er ekki líkn. Sálin sem hvert okkar hlaut í gjöf, lifir í sama anda og umheimurinn." „Að styðjast einungis við þekkta þætti veruleikans er stöðnun og veitir ekki skilning á þeim óþekktu. Þannig er innsæi hugans heilög gjöf og rökvitund hugans er trúr þjónn.” Af skrifum Einsteins má álykta; að skilyrðislaus kærleikur væri grundvöllur fyrir ræktun heilbrigðrar samvisku. Menn eins og Confucius, Buddha, Jesú og Gandhi hefðu gert meira fyrir mannkyn en vísindin nokkurn tíma. Hann sagði: „Við verðum að byrja í mannshjartanu í bland við samviskuna. Æðri gildi samviskunnar geta einungis raungerst í óeigingjarnri þjónustu fyrir mannkyn." Hvernig bætum við veröldina? Við bætum ekki veröldina með vísindunum einum, þó þau, í flestum tilvikum komi jákvæðu til leiðar. Vísindin, eins mikilvæg og þau eru framþróuninni, eru afsprengi þekkingar en hvorki uppsprettan, né lífið sjálft. Þegar ég heyri eða les um fræði, -eða stjórnmálamenn sem afneita æðri veruleika er ekki laust við að ég missi örlitla trú á getu mannsins til að hugsa. Samhengi gangverksins sem við köllum líf er ekki svo fátæklega einfalt. Jesú snéri á hvolf öllum hugmyndum manna um dauðann og lífið. Hann umbreytti hugmyndum manna um stöðu, titla og völd. Hann hafði endaskipti á hugmyndum manna um Guð. Hann læknaði ólæknandi sjúkdóma. Hann framkvæmdi kraftaverk fyrir bænir og návist. Yfirburðir hins æðra fólust í auðmýkt og lítillæti. Í návist Jesú hvarf hin hefðbundna skilgreining valdsins inn í skugga eigin hégóma. Tilvist Kristninnar, fjölmennustu trúarbragða veraldar, byggir nokkurn veginn á þremur árum í lífi manns sem hvorki sóttist til efna, valds né titla. Hvernig gat það gerst að ein persóna, sem einskis óskaði annars en skilyrðislauss kærleiks og réttlætis öllum til handa gat breytt hugarfari mannkyns? Jesú endaði líf sitt á kvalafullan hátt, pyntaður, smáður, hæddur og tekinn af lífi með krossfestingu meðal dæmdra glæpamanna. Jafnvel fylgjendur hans yfirgáfu hann. En Jesú dó ekki, hann reis upp og afsannaði þar með líkams-dauðann sem endalok lífsins, nokkuð sem hann lofaði og stóð við. Saga og útbreiðsla kristinnar hugmyndafræði er rétt að hefjast, enda tvö þúsund ár stuttur kafli í lífssögunni. Kristnin er lifandi afl í leit að sannleika, fegurð og réttlæti. Á þessari vegferð verður mörgum manninum á eins og í lífinu sjálfu þar sem mikilvægasti lærdómurinn felst í eigin mistökum, að horfast í augu við þau, iðrast, fyrirgefa og vaxa andlega. Kristnin minnir okkur á kærleikann og eilífi sálarinnar. Þess fyrirbæris, sem vísindin geta ekki auðkennt eða staðsett en mannssonurinn opinberaði með lífi sínu, athöfnum, þjáningu og upprisu. Stærð Jesú Krists sem persónu, á sér enga hliðstæðu í veraldarsögu mannsins. Fátt ætti að vera manninum, sem hugsandi lífveru, dásamlegri áskorun en einmitt að beygja sig auðmjúklega undir óræði undrunarinnar og lúta höfði í átt hins æðra sem hann hefur ekki getu til að skilgreina eða fella inn í hefðbundin hólf þekktra fræða og einfaldlega trúa. Höfundur er áhugamaður um betra líf, samfélag, kristna trú og menningu.
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson skrifar