Íbúar miður sín: Stórhætta skapaðist af friðuðum trjám sem nauðsynlegt reyndist að fella Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 10. febrúar 2023 21:37 Ólafur Egill Egilsson er miður sín vegna þess að fella þurfti tvö hundrað ára reynitré í hverfinu hans í dag. Fella þurfti tvö friðuð reynitré í Reykjavík í dag þar sem rótarkerfi þeirra voru ónýt eftir framkvæmdir. Íbúi er miður sín yfir brotthvarfi trjánna en verktaki sem fjarlægði þau segir að skapast hafi stórhætta af þeim. Á Grettisgötu stóðu, þar til í dag, tvö há og falleg reynitré, sennilega í kringum hundrað ára gömul. Minjavernd hyggst koma tveimur flutningshúsum fyrir á lóð við hliðina á og til þess þurfti að koma fyrir stoðvegg. Við þær framkvæmdir eyðilögðust rótarkerfi trésins og nauðsynlegt var að fjarlægja þau. Íbúar eru allt annað en sáttir. Ólafur Egill Egilsson er íbúi á Grettisgötu. „Ég vaknaði nú bara við keðjusöguhljóð í morgun og rauk hérna niður og fór að kynna mér þetta. Þá áttar maður sig á því að það virðist vera einhver brotalöm í þessu leyfisveitingaferli hjá borginni, það er ekki tekið tillit til gróðurs og fallegra trjáa eins og þessara.“ Ólafur segist vera miður sín vegna málsins. „Ég er búinn að vera með kökkinn í hálsinum í morgun," segir hann. Þetta eru gullfalleg tré og þetta er eitthvað svo mikið hugsunarleysi og virðingarleysi gagnvart því sem er fallegt í kringum okkur. Mikilvægt að ráðfæra sig við sérfræðinga Orri Freyr Finnbogason er framkvæmdastjóri Trjáprýðis, verktakans sem kom að fellingu trjánna. Hann segir birtingarmynd málsins vera miklu stærri, þetta sé viðvarandi vandamál hjá borginni. Hann segir vankunnáttu fyrst og fremst ástæðu þess að fella þurfti trén í dag. „Hér var farið í framkvæmdir á einkalóð og meirihluti rótarkerfisins var grafið í sundur. Þá missir tréð allan stöðugleika og getur hreinlega dottið, skapað hættu. Svo hefur það ekki getu til að taka upp vatn eða næringarefni og deyr. Því miður sjáum við þetta allt of oft, út um allan bæ og við þurfum hreinlega bara að læra af þessu.“ Orri segir mikilvægt að ráðfæra sig við sérfræðinga áður en farið er í framkvæmdir. Vísir/ Steingrímur Dúi Orri segir mikilvægt að ráðfæra sig við sérfræðinga áður en farið er í framkvæmdir. „Þá er hægt að reikna út hversu nálægt trjánum má fara og framvegis. Á Íslandi eru tré okkur sérstaklega dýrmæt. Við þurfum að passa vel upp á þau fyrir næstu kynslóðir.“ Reykjavík Garðyrkja Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
Á Grettisgötu stóðu, þar til í dag, tvö há og falleg reynitré, sennilega í kringum hundrað ára gömul. Minjavernd hyggst koma tveimur flutningshúsum fyrir á lóð við hliðina á og til þess þurfti að koma fyrir stoðvegg. Við þær framkvæmdir eyðilögðust rótarkerfi trésins og nauðsynlegt var að fjarlægja þau. Íbúar eru allt annað en sáttir. Ólafur Egill Egilsson er íbúi á Grettisgötu. „Ég vaknaði nú bara við keðjusöguhljóð í morgun og rauk hérna niður og fór að kynna mér þetta. Þá áttar maður sig á því að það virðist vera einhver brotalöm í þessu leyfisveitingaferli hjá borginni, það er ekki tekið tillit til gróðurs og fallegra trjáa eins og þessara.“ Ólafur segist vera miður sín vegna málsins. „Ég er búinn að vera með kökkinn í hálsinum í morgun," segir hann. Þetta eru gullfalleg tré og þetta er eitthvað svo mikið hugsunarleysi og virðingarleysi gagnvart því sem er fallegt í kringum okkur. Mikilvægt að ráðfæra sig við sérfræðinga Orri Freyr Finnbogason er framkvæmdastjóri Trjáprýðis, verktakans sem kom að fellingu trjánna. Hann segir birtingarmynd málsins vera miklu stærri, þetta sé viðvarandi vandamál hjá borginni. Hann segir vankunnáttu fyrst og fremst ástæðu þess að fella þurfti trén í dag. „Hér var farið í framkvæmdir á einkalóð og meirihluti rótarkerfisins var grafið í sundur. Þá missir tréð allan stöðugleika og getur hreinlega dottið, skapað hættu. Svo hefur það ekki getu til að taka upp vatn eða næringarefni og deyr. Því miður sjáum við þetta allt of oft, út um allan bæ og við þurfum hreinlega bara að læra af þessu.“ Orri segir mikilvægt að ráðfæra sig við sérfræðinga áður en farið er í framkvæmdir. Vísir/ Steingrímur Dúi Orri segir mikilvægt að ráðfæra sig við sérfræðinga áður en farið er í framkvæmdir. „Þá er hægt að reikna út hversu nálægt trjánum má fara og framvegis. Á Íslandi eru tré okkur sérstaklega dýrmæt. Við þurfum að passa vel upp á þau fyrir næstu kynslóðir.“
Reykjavík Garðyrkja Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira