Tók fuglana í bænum undir sinn verndarvæng í frosthörkum Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 11. febrúar 2023 23:34 Guðmundur Fylkisson gefur fuglunum í Hafnarfirði allt að þrisvar sinnum á dag. vísir/egill Óvenjulangar frosthörkur hafa orðið til þess að fjöldi fugla glímir við máttleysi eða hafa hreinlega drepist úr kulda eða hungri. Íbúi í Hafnarfirði hefur tekið fuglana í bænum undir sinn verndarvæng og gefur þeim allt að þrisvar sinnum á dag. Langvarandi frostatíð hefur reynst villtum fuglum landsins afskaplega erfið. Dýraverndunarsamband Íslands sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þau hvetja sveitarfélög landsins til að koma villtum fuglum til aðstoðar. Þar kemur fram að grágæsir séu sérlega illa staddar því þær séu háðar fóðurgjöfum þegar jarðbönn séu slík að þær komist ekki i beit á túnum og grasflötum. Þá er bent á að í 7 grein laga um velferð dýra nr. 55/2013, segir um hjálparskyldu:Þeim sem verður var við eða má ætla að dýr sé sjúkt, sært, í sjálfheldu eða bjargarlaust að öðru leyti ber skv. lögum að veita því umönnun eftir föngum. Viðkomandi sveitarfélagi er skylt að sjá til þess að gripið sé til aðgerða sé um hálfvillt eða villt dýr að ræða. Fuglarnir við lækinn í Hafnarfirði væru líklega í mun verri málum ef ekki væri fyrir fólk eins og Guðmund Fylkisson, en hann kemur allt að þrisvar sinnum á dag til að gefa þeim. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 fylgdumst við með Guðmundi gefa fuglunum og óhætt er að segja að þar hafi verið uppi fótur og fit. „Eins og sjá má eru þeir svangir. Þeir eru reyndar sísvangir, en fólk er duglegt að gefa þeim þannig að þeir eru ekkert að svelta núna. En þetta var náttúrulega frekar slæmt í kuldakastinu og snjónum sem varði hátt í mánuð,” segir Guðmundur. Kemur tvisvar til þrisvar á dag Árið 2013 fékk Guðmundur formlegt leyfi frá Hafnarfjarðarbæ til að taka lækinn svo að segja í fóstur. „Mér leiddist svo að sjá hvað það kom lítið af ungum upp. Og þetta hefur bara verið svona síðan, ég fylgist með þeim og reyni bæta lífsgæðin og eitthvað slíkt.” Fuglarnir eru sólgnir í lifrarpylsu en fá líka smurðar samlokur hjá Guðmundi.Vísir/Egill Og kemurðu hingað daglega? „Tvisvar til þrisvar á dag. Ég keyri framhjá á morgnana til að athuga hvort það sé allt í lagi. Og svo aftur á kvöldin. Síðan eins og það er mikið kuldakast þá kemur maður yfir daginn og gefur þeim.” Nefndi máttvana álft í höfuðið á vinnufélaga Í janúar tók Guðmundur eftir slappri álft við lækinn. Vængirnir voru hangandi og dýralæknar mátu það sem svo að vegna vannæringar hefðu vöðvarnir rýrnað þannig að hún náði ekki að halda vængjunum uppi. Guðmundur gaf álftinni nafnið Sólveig, í höfuðið á vinnufélaga sínum í lögreglunni, og tók hana undir sinn verndarvæng. „Ég fór að smyrja ofan í hana. Hún fékk góða samloku með þykku smjöri og svo lifrarpylsu. Ég gaf henni tvisvar á dag, mataði hana bara," segir Guðmundur. Sólveig var illa farin af máttleysi vegna vannæringar.Guðmundur Fylkisson „Hún kom bara og borðaði úr höndunum á mér. Og á tíu dögum voru vængirnir komnir upp aftur í rétta stöðu, hún er þó ennþá sjáanlega horuð, sögðu sérfræðingar. En hún er bara hérna ein af þeim núna, ég veit ekki einu sinni hver hún er hérna.” Dýr Hafnarfjörður Fuglar Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Rigning í kortunum Veður Fleiri fréttir Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Langvarandi frostatíð hefur reynst villtum fuglum landsins afskaplega erfið. Dýraverndunarsamband Íslands sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þau hvetja sveitarfélög landsins til að koma villtum fuglum til aðstoðar. Þar kemur fram að grágæsir séu sérlega illa staddar því þær séu háðar fóðurgjöfum þegar jarðbönn séu slík að þær komist ekki i beit á túnum og grasflötum. Þá er bent á að í 7 grein laga um velferð dýra nr. 55/2013, segir um hjálparskyldu:Þeim sem verður var við eða má ætla að dýr sé sjúkt, sært, í sjálfheldu eða bjargarlaust að öðru leyti ber skv. lögum að veita því umönnun eftir föngum. Viðkomandi sveitarfélagi er skylt að sjá til þess að gripið sé til aðgerða sé um hálfvillt eða villt dýr að ræða. Fuglarnir við lækinn í Hafnarfirði væru líklega í mun verri málum ef ekki væri fyrir fólk eins og Guðmund Fylkisson, en hann kemur allt að þrisvar sinnum á dag til að gefa þeim. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 fylgdumst við með Guðmundi gefa fuglunum og óhætt er að segja að þar hafi verið uppi fótur og fit. „Eins og sjá má eru þeir svangir. Þeir eru reyndar sísvangir, en fólk er duglegt að gefa þeim þannig að þeir eru ekkert að svelta núna. En þetta var náttúrulega frekar slæmt í kuldakastinu og snjónum sem varði hátt í mánuð,” segir Guðmundur. Kemur tvisvar til þrisvar á dag Árið 2013 fékk Guðmundur formlegt leyfi frá Hafnarfjarðarbæ til að taka lækinn svo að segja í fóstur. „Mér leiddist svo að sjá hvað það kom lítið af ungum upp. Og þetta hefur bara verið svona síðan, ég fylgist með þeim og reyni bæta lífsgæðin og eitthvað slíkt.” Fuglarnir eru sólgnir í lifrarpylsu en fá líka smurðar samlokur hjá Guðmundi.Vísir/Egill Og kemurðu hingað daglega? „Tvisvar til þrisvar á dag. Ég keyri framhjá á morgnana til að athuga hvort það sé allt í lagi. Og svo aftur á kvöldin. Síðan eins og það er mikið kuldakast þá kemur maður yfir daginn og gefur þeim.” Nefndi máttvana álft í höfuðið á vinnufélaga Í janúar tók Guðmundur eftir slappri álft við lækinn. Vængirnir voru hangandi og dýralæknar mátu það sem svo að vegna vannæringar hefðu vöðvarnir rýrnað þannig að hún náði ekki að halda vængjunum uppi. Guðmundur gaf álftinni nafnið Sólveig, í höfuðið á vinnufélaga sínum í lögreglunni, og tók hana undir sinn verndarvæng. „Ég fór að smyrja ofan í hana. Hún fékk góða samloku með þykku smjöri og svo lifrarpylsu. Ég gaf henni tvisvar á dag, mataði hana bara," segir Guðmundur. Sólveig var illa farin af máttleysi vegna vannæringar.Guðmundur Fylkisson „Hún kom bara og borðaði úr höndunum á mér. Og á tíu dögum voru vængirnir komnir upp aftur í rétta stöðu, hún er þó ennþá sjáanlega horuð, sögðu sérfræðingar. En hún er bara hérna ein af þeim núna, ég veit ekki einu sinni hver hún er hérna.”
Dýr Hafnarfjörður Fuglar Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Rigning í kortunum Veður Fleiri fréttir Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Sjá meira