Eyja í raforkuvanda Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar 9. febrúar 2023 10:30 Í síðustu viku kom upp bilun í rafstreng VM 3, sæstrengnum sem flytur rafmagn á milli lands og Vestmannaeyja. Þetta gerir það að verkum að nú í miðri lægðarhrinu og í upphafi öflugrar loðnuvertíðar er staðan sú að Vestmannaeyjar þurfa að stóla á 60 ára gamlan streng, VM 1 sem var tekinn úr notkun fyrir nokkrum árum síðan. Þar að auki reiða Eyjamenn sig á varaaflsvélar Landsnets og HS veitna. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem upp kemur bilun í þessum streng. Vorið 2017 kom upp bilun í strengnum að vori sem mátti rekja til veikleika í einangrun strengsins. Viðgerðir á honum voru flóknar og umfangsmiklar en það tók 3 mánuði að lagfæra strenginn. Þá var uppi sama staða uppi og nú þegar varaaflsvélar sáu samfélaginu fyrir hluta þess rafmagns sem þarf til. Nú aftur 5 árum seinna erum við enn í sömu stöðu og segir Landsnet að það sé klárt að þetta verði flókin og tímafrek aðgerð. Nýr strengur núna - ekki á eftir Nýverið gaf stjórn SASS gaf frá sér ályktun að málið er litið alvarlegum augum og skora því á stjórnvöld að ráðast í hið fyrsta að leggja nýjan rafstreng til Vestmannaeyja svo unnt sé að tryggja afhendingaröryggi rafmagns í Vestmannaeyjum. Samkvæmt framkvæmdaráætlun Landsnets þá var áætlað var að nýr strengur ætti að vera lagður sumarið 2027, sú bið er óásættanleg enda gaf Landsnet frá sér í byrjun þessarar viku tilkynningu um að lagningu nýs strengs yrði flýtt og verði lagður sumarið 2025. Það er of seint, nú þegar hefur þetta mikil áhrif á samfélagið í eyjum og ljóst er að ráðast þyrfti í lagningu nýs sæstrengs tafarlaust, helst strax í sumar. Landsnet áætlar að nýr strengur kosti um 2-2,5 milljarða og segja að undirbúningur og innkaup taki langan tíma og reikna þar með tveimur árum en kanna það jafnframt hvort hægt sé að stytta þann tíma enn meira. Því ber að fagna því afhendingaröryggi raforku þarf að vera tryggt og stöðugt því það er óásættanleg staða að eiga von á því á hverjum vetri að raforka verði ótrygg og að stóla þurfi á úreltan streng og varaaflsvélar sem lifa á jarðefnaeldsneyti. Þegar ekki er varatenging sem getur annað allri orkuþörf í Vestmannaeyjum er kostnaðarsamt fyrir samfélagið en samkvæmt greiningu EFLU frá 2022 kostar það samfélagið um 100 milljónir á hverju ári. Að auki má nefna að flaggskip framtíðarinnar í orkuskiptum, Vestmannaeyjaferjan Herjólfur, hefur ekki fengið afhent rafmagn frá því að strengurinn gaf sig. Ekki aðeins hefur það í för með sér gríðarlegan olíukostnað fyrir félagið heldur er kolefnisspor Herjólfs á siglingu til Þorlákshafnar og til baka jafn stórt og tíu meðal fólksbíla yfir heilt ár! Raforka á ekki að vera munaður heldur sjálfsögð réttindi samfélaga að hafa trygga og að innviðir til afhendingar séu bæði gallalausir og öruggir. Því vil ég hvetja Landsnet til að leita allra leiða til að flýta því enn frekar að leggja streng til Vestmannaeyja svo þessi staða þurfi ekki að endurtaka sig í framtíðinni. Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Framsóknarflokkurinn Vestmannaeyjar Orkumál Sæstrengir Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku kom upp bilun í rafstreng VM 3, sæstrengnum sem flytur rafmagn á milli lands og Vestmannaeyja. Þetta gerir það að verkum að nú í miðri lægðarhrinu og í upphafi öflugrar loðnuvertíðar er staðan sú að Vestmannaeyjar þurfa að stóla á 60 ára gamlan streng, VM 1 sem var tekinn úr notkun fyrir nokkrum árum síðan. Þar að auki reiða Eyjamenn sig á varaaflsvélar Landsnets og HS veitna. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem upp kemur bilun í þessum streng. Vorið 2017 kom upp bilun í strengnum að vori sem mátti rekja til veikleika í einangrun strengsins. Viðgerðir á honum voru flóknar og umfangsmiklar en það tók 3 mánuði að lagfæra strenginn. Þá var uppi sama staða uppi og nú þegar varaaflsvélar sáu samfélaginu fyrir hluta þess rafmagns sem þarf til. Nú aftur 5 árum seinna erum við enn í sömu stöðu og segir Landsnet að það sé klárt að þetta verði flókin og tímafrek aðgerð. Nýr strengur núna - ekki á eftir Nýverið gaf stjórn SASS gaf frá sér ályktun að málið er litið alvarlegum augum og skora því á stjórnvöld að ráðast í hið fyrsta að leggja nýjan rafstreng til Vestmannaeyja svo unnt sé að tryggja afhendingaröryggi rafmagns í Vestmannaeyjum. Samkvæmt framkvæmdaráætlun Landsnets þá var áætlað var að nýr strengur ætti að vera lagður sumarið 2027, sú bið er óásættanleg enda gaf Landsnet frá sér í byrjun þessarar viku tilkynningu um að lagningu nýs strengs yrði flýtt og verði lagður sumarið 2025. Það er of seint, nú þegar hefur þetta mikil áhrif á samfélagið í eyjum og ljóst er að ráðast þyrfti í lagningu nýs sæstrengs tafarlaust, helst strax í sumar. Landsnet áætlar að nýr strengur kosti um 2-2,5 milljarða og segja að undirbúningur og innkaup taki langan tíma og reikna þar með tveimur árum en kanna það jafnframt hvort hægt sé að stytta þann tíma enn meira. Því ber að fagna því afhendingaröryggi raforku þarf að vera tryggt og stöðugt því það er óásættanleg staða að eiga von á því á hverjum vetri að raforka verði ótrygg og að stóla þurfi á úreltan streng og varaaflsvélar sem lifa á jarðefnaeldsneyti. Þegar ekki er varatenging sem getur annað allri orkuþörf í Vestmannaeyjum er kostnaðarsamt fyrir samfélagið en samkvæmt greiningu EFLU frá 2022 kostar það samfélagið um 100 milljónir á hverju ári. Að auki má nefna að flaggskip framtíðarinnar í orkuskiptum, Vestmannaeyjaferjan Herjólfur, hefur ekki fengið afhent rafmagn frá því að strengurinn gaf sig. Ekki aðeins hefur það í för með sér gríðarlegan olíukostnað fyrir félagið heldur er kolefnisspor Herjólfs á siglingu til Þorlákshafnar og til baka jafn stórt og tíu meðal fólksbíla yfir heilt ár! Raforka á ekki að vera munaður heldur sjálfsögð réttindi samfélaga að hafa trygga og að innviðir til afhendingar séu bæði gallalausir og öruggir. Því vil ég hvetja Landsnet til að leita allra leiða til að flýta því enn frekar að leggja streng til Vestmannaeyja svo þessi staða þurfi ekki að endurtaka sig í framtíðinni. Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun