Pútín hafi ákveðið að senda eldflaugina sem notuð var gegn MH17 Samúel Karl Ólason skrifar 8. febrúar 2023 19:15 Vladimír Pútín, forseti Rússlands. AP/Vladimir Smirnov Alþjóðlegt teymi rannsakenda segist hafa fundið sterkar vísbendingar um að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefði persónulega heimilað sendingu loftvarnarkerfis til aðskilnaðarsinna í Úkraínu sem notað var árið 2014 til að skjóta niður farþegaþotu frá Malasíu. Ólíklegt sé þó að hægt verði að sækja hann til saka. Farþegaþota Flugfélags Malasíu sem verið var að fljúga frá Hollandi til Malasíu var skotin niður yfir Úkraínu árið 2014. 298 manns létust en rannsakendur komust að þeirri niðurstöðu að flugvélin hefði verið skotin niður af úkraínskum aðskilnaðarsinnum studdum af Rússlandi. Þeir hafi notast við BUK-loftvarnakerfi sem þeir hafi fengið frá Rússlandi. Sjá einnig: Röktu slóð Buk-kerfisins til Rússlands Yfirvöld í Rússlandi hafa ávallt neitað að starfa með rannsakendunum og segja Rússa ekki hafa komið að ódæðinu á nokkurn hátt. Rannsóknarteymið sem myndað var eftir að flugvélin var skotin niður segir yfirvöld í Rússlandi hafa nokkrum sinnum sent fölsuð gögn til rannsakenda. Í lok síðasta árs voru þrír menn sakfelldir af dómstól í Hollandi vegna atviksins en ólíklegt er að þeir muni nokkurn tíma sitja inni. Flestir farþegar í flugvélinni voru frá Hollandi. Rannsakendurnir luku rúmlega átta ára rannsókn þeirra í dag. Andy Kraag, frá lögreglunni í Hollandi, sagði á blaðamannafundi í dag að ættingjar þeirra sem dóu væru vonsviknir með að ekki hefði tekist að svara því af hverju flugvélin hefði verið skotin niður. Fyrir lægi hvað hefði gerst en ekki af hverju. Kraag sagði mögulegt að finna svarið við þeirri spurningu í Rússlandi en án samstarfs frá Rússum væri það ekki hægt. Því væri ekki tilefni til að halda rannsókninni áfram. Komust lengra en talið var hægt Í frétt AP fréttaveitunnar er haft eftir Kraag að meðlimir teymisins séu þó ekki vonsviknir með það hvernig rannsóknin gekk. Hún hafi gengið mun betur en vonast var í upphafi, þó þau vildu auðvitað hafa komist lengra. Leiðum sem fólk hefur notað til að koma ábendingum til teymisins verður haldið opnum áfram og líti nýjar upplýsingar dagsins ljós yrði hægt að kalla teymið saman á nýjan leik til að halda rannsókninni áfram. Yfirvöld í Hollandi og Úkraínu hafa höfðað mál gegn Rússlandi fyrir Mannréttindadómstól Evrópu vegna MH17. Saksóknarar við Alþjóðaglæpadómstólinn eru einnig að rannsaka meinta stríðsglæpi í Úkraínu. Áhugasamir geta horft á blaðamannafundinn frá því í dag í spilaranum hér að neðan. Rússland Holland Úkraína Malasía MH17 Vladimír Pútín Tengdar fréttir Lögmönnum fjölskyldna þeirra sem fórust með MH17 ógnað Lögfræðingar fjölskyldna fólks sem dó þegar flugvélin MH17 var skotin niður yfir Úkraínu hafa orðið fyrir ógnunum. Yfirvöld Hollands telja rússneska útsendarar á bakvið þær en réttarhöld standa nú yfir í Hollandi gegn mönnum frá Rússlandi og Úkraínu sem grunaðir eru um að bera ábyrgð á ódæðinu. 29. október 2021 11:05 MH17: Ferðast alltaf með bakpokann sem fylgdi syninum í hans hinstu för Faðir fórnarlambs sem lést þegar MH17, farþegaflugvél Malaysian Airlines, var skotin niður yfir Úkraínu árið 2014 ferðast alltaf með bakpokann sem fylgdi syni hans í sinni hinstu för. Bakpokinn fannst nánast óskemmdur í braki vélarinnar. 10. september 2021 23:31 Holland stefnir Rússlandi vegna hraps MH17 Hollensk yfirvöld hyggjast stefna Rússlandi fyrir Mannréttindadómstól Evrópu vegna aðildar Rússa að hrapi vélar Malaysia Airlines MH17 yfir Úkraínu árið 2014. 10. júlí 2020 17:57 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Foráttuveður í kortunum Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Farþegaþota Flugfélags Malasíu sem verið var að fljúga frá Hollandi til Malasíu var skotin niður yfir Úkraínu árið 2014. 298 manns létust en rannsakendur komust að þeirri niðurstöðu að flugvélin hefði verið skotin niður af úkraínskum aðskilnaðarsinnum studdum af Rússlandi. Þeir hafi notast við BUK-loftvarnakerfi sem þeir hafi fengið frá Rússlandi. Sjá einnig: Röktu slóð Buk-kerfisins til Rússlands Yfirvöld í Rússlandi hafa ávallt neitað að starfa með rannsakendunum og segja Rússa ekki hafa komið að ódæðinu á nokkurn hátt. Rannsóknarteymið sem myndað var eftir að flugvélin var skotin niður segir yfirvöld í Rússlandi hafa nokkrum sinnum sent fölsuð gögn til rannsakenda. Í lok síðasta árs voru þrír menn sakfelldir af dómstól í Hollandi vegna atviksins en ólíklegt er að þeir muni nokkurn tíma sitja inni. Flestir farþegar í flugvélinni voru frá Hollandi. Rannsakendurnir luku rúmlega átta ára rannsókn þeirra í dag. Andy Kraag, frá lögreglunni í Hollandi, sagði á blaðamannafundi í dag að ættingjar þeirra sem dóu væru vonsviknir með að ekki hefði tekist að svara því af hverju flugvélin hefði verið skotin niður. Fyrir lægi hvað hefði gerst en ekki af hverju. Kraag sagði mögulegt að finna svarið við þeirri spurningu í Rússlandi en án samstarfs frá Rússum væri það ekki hægt. Því væri ekki tilefni til að halda rannsókninni áfram. Komust lengra en talið var hægt Í frétt AP fréttaveitunnar er haft eftir Kraag að meðlimir teymisins séu þó ekki vonsviknir með það hvernig rannsóknin gekk. Hún hafi gengið mun betur en vonast var í upphafi, þó þau vildu auðvitað hafa komist lengra. Leiðum sem fólk hefur notað til að koma ábendingum til teymisins verður haldið opnum áfram og líti nýjar upplýsingar dagsins ljós yrði hægt að kalla teymið saman á nýjan leik til að halda rannsókninni áfram. Yfirvöld í Hollandi og Úkraínu hafa höfðað mál gegn Rússlandi fyrir Mannréttindadómstól Evrópu vegna MH17. Saksóknarar við Alþjóðaglæpadómstólinn eru einnig að rannsaka meinta stríðsglæpi í Úkraínu. Áhugasamir geta horft á blaðamannafundinn frá því í dag í spilaranum hér að neðan.
Rússland Holland Úkraína Malasía MH17 Vladimír Pútín Tengdar fréttir Lögmönnum fjölskyldna þeirra sem fórust með MH17 ógnað Lögfræðingar fjölskyldna fólks sem dó þegar flugvélin MH17 var skotin niður yfir Úkraínu hafa orðið fyrir ógnunum. Yfirvöld Hollands telja rússneska útsendarar á bakvið þær en réttarhöld standa nú yfir í Hollandi gegn mönnum frá Rússlandi og Úkraínu sem grunaðir eru um að bera ábyrgð á ódæðinu. 29. október 2021 11:05 MH17: Ferðast alltaf með bakpokann sem fylgdi syninum í hans hinstu för Faðir fórnarlambs sem lést þegar MH17, farþegaflugvél Malaysian Airlines, var skotin niður yfir Úkraínu árið 2014 ferðast alltaf með bakpokann sem fylgdi syni hans í sinni hinstu för. Bakpokinn fannst nánast óskemmdur í braki vélarinnar. 10. september 2021 23:31 Holland stefnir Rússlandi vegna hraps MH17 Hollensk yfirvöld hyggjast stefna Rússlandi fyrir Mannréttindadómstól Evrópu vegna aðildar Rússa að hrapi vélar Malaysia Airlines MH17 yfir Úkraínu árið 2014. 10. júlí 2020 17:57 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Foráttuveður í kortunum Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Lögmönnum fjölskyldna þeirra sem fórust með MH17 ógnað Lögfræðingar fjölskyldna fólks sem dó þegar flugvélin MH17 var skotin niður yfir Úkraínu hafa orðið fyrir ógnunum. Yfirvöld Hollands telja rússneska útsendarar á bakvið þær en réttarhöld standa nú yfir í Hollandi gegn mönnum frá Rússlandi og Úkraínu sem grunaðir eru um að bera ábyrgð á ódæðinu. 29. október 2021 11:05
MH17: Ferðast alltaf með bakpokann sem fylgdi syninum í hans hinstu för Faðir fórnarlambs sem lést þegar MH17, farþegaflugvél Malaysian Airlines, var skotin niður yfir Úkraínu árið 2014 ferðast alltaf með bakpokann sem fylgdi syni hans í sinni hinstu för. Bakpokinn fannst nánast óskemmdur í braki vélarinnar. 10. september 2021 23:31
Holland stefnir Rússlandi vegna hraps MH17 Hollensk yfirvöld hyggjast stefna Rússlandi fyrir Mannréttindadómstól Evrópu vegna aðildar Rússa að hrapi vélar Malaysia Airlines MH17 yfir Úkraínu árið 2014. 10. júlí 2020 17:57
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent