„Erum marki yfir þegar tuttugu mínútur eru eftir og þá er þetta bara leikur“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. febrúar 2023 22:26 Alexander Örn Júlíusson segir að Valsmenn hafi átt slatta inni eftir tapið gegn Flensburg. Vísir/Bára Dröfn Alexander Örn Júlíusson, leikmaður Vals, var eðlilega svekktur eftir tap sinna manna gegn Flensburg í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Hann segir að liðið hafi átt nóg inni og því sé enn meira svekkelsi yfir tapinu. „Þetta er auðvitað mjög svekkjandi. Sérstaklega í ljósi þess að mér fannst við eiga bara dálítið inni,“ sagði Alexander að leik loknum. „Við náðum okkur ekki á strik varnarlega og áttum erfitt með að leysa þeirra sóknarleik. Það var svo sem alltaf ljóst að það væri á brattann að sækja á móti þessu liði, en mér fannst við hefðum mátt gera betur.“ Þrátt fyrir að Alexander tali um að honum hafi þótt sitt lið mega gera betur í leiknu verður ekki tekið af Valsmönnum að þeir stóðu lengi vel í ógnarsterku liði Flensburg. „Mér fannst við eiga inni. Við náðum náttúrulega forystu í seinni hálfleik. Við erum einu marki yfir þegar það eru tuttugu mínútur eftir og þá er bara leikur. Þá er líka bara markmiðið að halda þessu í leik þegar það er svona langt liðið á leikinn og svo bara vonast eftir áhlaupi síðustu mínúturnar.“ „En það fór eiginlega á hinn veginn. Þeir náðu að opna okkur og við gáfum eftir.“ Valsmenn taka á móti Benidorm í áttundu umferð riðlakeppninnar í Evrópudeildinni þar sem Valsmenn þurfa á sigri að halda til að eiga enn góðan möguleika á að komast upp úr riðlinum. „Það er bara stórleikur á móti Benidorm og við erum auðvitað bara spenntir að fá aftur heimaleik. Það er alltaf mikil veisla í höllinni og ég vil bara nýta tækifærið og skora á Valsmenn að mæta. Við þurfum á stuðningnum að halda því þetta er lykilleikur í baráttunni um að komast upp úr riðlinum,“ sagði Alexander Örn að lokum. Klippa: Alexander Örn eftir tapið gegn Flensburg Handbolti Valur Tengdar fréttir Umfjöllun: Flensburg - Valur 33-30 | Hetjuleg barátta í Flens-Arena Flensburg vann þriggja marka sigur á Val 33-30. Þýsku risarnir þurftu að hafa mikið fyrir sigrinum þar sem Valsmenn spiluðu afar vel og geta gengið sáttir frá borði þrátt fyrir þriggja marka tap. 7. febrúar 2023 21:30 Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Fleiri fréttir Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjá meira
„Þetta er auðvitað mjög svekkjandi. Sérstaklega í ljósi þess að mér fannst við eiga bara dálítið inni,“ sagði Alexander að leik loknum. „Við náðum okkur ekki á strik varnarlega og áttum erfitt með að leysa þeirra sóknarleik. Það var svo sem alltaf ljóst að það væri á brattann að sækja á móti þessu liði, en mér fannst við hefðum mátt gera betur.“ Þrátt fyrir að Alexander tali um að honum hafi þótt sitt lið mega gera betur í leiknu verður ekki tekið af Valsmönnum að þeir stóðu lengi vel í ógnarsterku liði Flensburg. „Mér fannst við eiga inni. Við náðum náttúrulega forystu í seinni hálfleik. Við erum einu marki yfir þegar það eru tuttugu mínútur eftir og þá er bara leikur. Þá er líka bara markmiðið að halda þessu í leik þegar það er svona langt liðið á leikinn og svo bara vonast eftir áhlaupi síðustu mínúturnar.“ „En það fór eiginlega á hinn veginn. Þeir náðu að opna okkur og við gáfum eftir.“ Valsmenn taka á móti Benidorm í áttundu umferð riðlakeppninnar í Evrópudeildinni þar sem Valsmenn þurfa á sigri að halda til að eiga enn góðan möguleika á að komast upp úr riðlinum. „Það er bara stórleikur á móti Benidorm og við erum auðvitað bara spenntir að fá aftur heimaleik. Það er alltaf mikil veisla í höllinni og ég vil bara nýta tækifærið og skora á Valsmenn að mæta. Við þurfum á stuðningnum að halda því þetta er lykilleikur í baráttunni um að komast upp úr riðlinum,“ sagði Alexander Örn að lokum. Klippa: Alexander Örn eftir tapið gegn Flensburg
Handbolti Valur Tengdar fréttir Umfjöllun: Flensburg - Valur 33-30 | Hetjuleg barátta í Flens-Arena Flensburg vann þriggja marka sigur á Val 33-30. Þýsku risarnir þurftu að hafa mikið fyrir sigrinum þar sem Valsmenn spiluðu afar vel og geta gengið sáttir frá borði þrátt fyrir þriggja marka tap. 7. febrúar 2023 21:30 Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Fleiri fréttir Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjá meira
Umfjöllun: Flensburg - Valur 33-30 | Hetjuleg barátta í Flens-Arena Flensburg vann þriggja marka sigur á Val 33-30. Þýsku risarnir þurftu að hafa mikið fyrir sigrinum þar sem Valsmenn spiluðu afar vel og geta gengið sáttir frá borði þrátt fyrir þriggja marka tap. 7. febrúar 2023 21:30