Átta ára fangelsi fyrir skotárás með þrívíddarprentaðri byssu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 7. febrúar 2023 21:49 Frá vettvangi árásarinnar aðfaranótt sunnudagsins 13. febrúar. Aðsend Ingólfur Kjartansson, tvítugur karlmaður, var í nóvember á síðasta ári dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að hafa ætlað sér að bana karlmanni í bílastæðahúsi við Bergstaðastræti. Saksóknari krafðist tíu ára dóms. Þetta var niðurstaða héraðsdóms Reykjavíkur í dómi sem Vísir hefur undir höndum. Ingólfur réðist að karlmanni með þrívíddarprentaðri byssu skömmu eftir miðnætti aðfararnótt sunnudags 13. febrúar 2022 í bílastæðahúsi við Bergstaðastræti í Reykjavík. Var Ingólfur dæmdur fyrir tilraun til manndráps með því að hafa skotið mann með byssunni á brjóstkassa hægra megin, rétt fyrir ofan geirvörtu. Fór skotið í gegnum hægra lunga og hlaut maðurinn opið sár á brjóstkassa, áverkablæðingu í brjósthol, rifbrot og áverkaloftbrjóst. Fram kemur í dómi héraðsdóms að Ingólfur hafi skotið að minnsta kosti þremur skotum til viðbótar úr byssunni sem hæfðu brotaþola ekki. Við meðferð málsins fyrir dómi sagði Ingólfur þá brotaþola vera vini í dag. Árásin átti sér stað skömmu eftir að Ingólfur losnaði úr fangelsi. Hann hlaut árið 2021 tveggja ára fangelsisdóm fyrir brot gegn barnaverndarlögum, líkamsáras og rán, ásamt vopnalaga- og fíkniefnalagabrotum. Í læknisvottorði brotaþola segir að um lífshættulegan áverka hafi verið að ræða og að án meðferðar sé hugsanlegt að áverkarnir hefðu leitt til dauða hans. Fram kemur að nokkur góðar líkur séu á bata en hugsanlegt sé að hann verði með varnaleg lungnaeinkenni eða verki frá stoðkerfi eftir rifbrotin. Ingólfur játaði brot sín og var dæmdur í átta ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps, auk þess sem honum var gert að greiða brotaþola 3,5 milljónir í miskabætur. Fjallað var um skotárásina í fréttum Stöðvar 2 í febrúar á síðasta ári þar sem sjá mátti för eftir byssukúlur á vettvangi. Dómsmál Skotárás við Bergstaðastræti Reykjavík Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira
Þetta var niðurstaða héraðsdóms Reykjavíkur í dómi sem Vísir hefur undir höndum. Ingólfur réðist að karlmanni með þrívíddarprentaðri byssu skömmu eftir miðnætti aðfararnótt sunnudags 13. febrúar 2022 í bílastæðahúsi við Bergstaðastræti í Reykjavík. Var Ingólfur dæmdur fyrir tilraun til manndráps með því að hafa skotið mann með byssunni á brjóstkassa hægra megin, rétt fyrir ofan geirvörtu. Fór skotið í gegnum hægra lunga og hlaut maðurinn opið sár á brjóstkassa, áverkablæðingu í brjósthol, rifbrot og áverkaloftbrjóst. Fram kemur í dómi héraðsdóms að Ingólfur hafi skotið að minnsta kosti þremur skotum til viðbótar úr byssunni sem hæfðu brotaþola ekki. Við meðferð málsins fyrir dómi sagði Ingólfur þá brotaþola vera vini í dag. Árásin átti sér stað skömmu eftir að Ingólfur losnaði úr fangelsi. Hann hlaut árið 2021 tveggja ára fangelsisdóm fyrir brot gegn barnaverndarlögum, líkamsáras og rán, ásamt vopnalaga- og fíkniefnalagabrotum. Í læknisvottorði brotaþola segir að um lífshættulegan áverka hafi verið að ræða og að án meðferðar sé hugsanlegt að áverkarnir hefðu leitt til dauða hans. Fram kemur að nokkur góðar líkur séu á bata en hugsanlegt sé að hann verði með varnaleg lungnaeinkenni eða verki frá stoðkerfi eftir rifbrotin. Ingólfur játaði brot sín og var dæmdur í átta ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps, auk þess sem honum var gert að greiða brotaþola 3,5 milljónir í miskabætur. Fjallað var um skotárásina í fréttum Stöðvar 2 í febrúar á síðasta ári þar sem sjá mátti för eftir byssukúlur á vettvangi.
Dómsmál Skotárás við Bergstaðastræti Reykjavík Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira