„Iðnaðurinn fær að hafa eftirlit með sjálfum sér“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. febrúar 2023 20:00 Framkvæmdastjóri Verndarsjóðs villtra laxastofna segir nýja skýrslu Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi staðfesta þar sem náttúruverndarsinnar hafa haldið fram í árafjöld. Vísir/Egill Aðalsteinsson Það er ekki aðeins þingheimur sem er uggandi vegna stöðunnar sem dregin er upp í nýrri svartri skýrslu Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi því náttúruverndarsinnar sem fréttastofa ræddi við í dag segja það vera ljúfsárt að lesa staðhæfingar í skýrslunni sem þeir sjálfir hafa haldið á lofti árum saman en talað fyrir daufum eyrum. Elvar Örn Friðriksson er framkvæmdastjóri Verndarsjóðs villtra laxastofna. „Þessi skýrsla staðfestir náttúrulega bara það sem náttúruverndarsamtök eru búin að vera að halda fram árum saman og það er það að stjórnsýslan er háð iðnaðinum og iðnaðurinn fær að hafa eftirlit með sjálfum sér og nú þurfa bara stjórnvöld að ákveða sig; ætla þau að herða regluverk virkilega og stýra þessum iðnaði í umhverfisvænni hátt eða ætla þau að halda áfram að vera langt á eftir iðnaðinum.“ Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar og nefndarmaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins segir sjókvíaeldi á Íslandi fá falleinkunn í skýrslunni. Nefndarmenn stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar fengu kynningu á efni skýrslunnar í morgun og var nokkuð brugðið. Sjá nánar: Kolsvört skýrsla um fiskeldi og metfjöldi ábendinga Ríkisendurskoðandi sjálfur segir skýrsluna varpa ljósi á veikburða og vanmáttuga stjórnsýslu. Skýrslan er mikil að umfangi og inniheldur metfjölda ábendinga til úrbóta sem snerta sex stofnanir. „Þessi skýrsla er að varpa ljósi á mjög veikburða, vanmáttuga stjórnsýslu á meðan atvinnugreinin hefur verið í mjög hröðum vexti og greinilegt að það eru mörg tækifæri fyrir íslenska stjórnsýslu til að bæta sig, bæði hvað varðar laga og regluramma en ekki síst hvað varðar samstarf ráðuneyta og stofnana,“ segir Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi. Í skýrslunni segir að samþjöppun eignarhalds, stefnulaus uppbygging og rekstur sjókvía á svæðum sem vinni gegn því að auðlindin skili hámarks ávinningi fyrir ríkissjóð hafi fest sig í sessi og það án mikillar umræðu eða atbeina stjórnvalda. Lagaramminn hafi boðið upp á kapphlaup um eldissvæði en sjókvíaeldi við Ísland meira en tífaldaðist á tímabilinu 2014-2021. Ársframleiðsla fór úr tæpum fjögur þúsund tonnum í tæp 45 þúsund tonn. Þá telur Ríkisendurskoðun það áhyggjuefni að Hafrannsóknarstofnun hafi ekki getað með skýrum hætti rökstutt breytingu sem var gerð 2020 á stuðlinum sem er notaður við áhættumat erfðablöndunar. Við úttektina hafi komið fram að stuðullinn væri kominn frá hagsmunaaðila úr greininni en Ríkisendurskoðun tókst þó ekki að staðfesta það með óyggjandi hætti. Fiskeldi Alþingi Sjókvíaeldi Tengdar fréttir Kolsvört skýrsla um fiskeldi og metfjöldi ábendinga Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er í áfalli eftir kynningu ríkisendurskoðanda á skýrslu sinni um sjókvíaeldi, lagaframkvæmd, stjórnsýslu og eftirlit. Ríkisendurskoðandi hefur aldrei gert jafn margar athugasemdir í skýrslu sinni. 6. febrúar 2023 11:27 Uppsöfnun lífrænna efna og hvíld fiskeldissvæða Mikill vöxtur hefur verið í fiskeldi á Íslandi síðustu 20 árin og undanfarið hefur framþróunin verið sérstaklega ör. Fiskeldinu hefur eðlilega fylgt almenn umræða um áhrif þessa iðnaðar á umhverfið. Umræður sem þessar eru nauðsynlegar enda mikilvægt hagsmunamál að vernda lífríki sjávar en á stundum hefur fullyrðingum verið haldið á lofti sem ekki eiga við rök að styðjast. 21. desember 2022 13:00 Skora á matvælaráðherra að banna laxeldi í opnum sjókvíum Tuttugu og fimm fyrirtæki og samtök náttúruunnenda skora á matvælaráðherra að stöðva laxeldi í opnum sjókvíum áður en það „verður um seinan“ og kalla eftir trúverðugri áætlun sem miðar að því að banna alfarið laxeldi í sjókvíum hér við land. 5. desember 2022 09:48 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Elvar Örn Friðriksson er framkvæmdastjóri Verndarsjóðs villtra laxastofna. „Þessi skýrsla staðfestir náttúrulega bara það sem náttúruverndarsamtök eru búin að vera að halda fram árum saman og það er það að stjórnsýslan er háð iðnaðinum og iðnaðurinn fær að hafa eftirlit með sjálfum sér og nú þurfa bara stjórnvöld að ákveða sig; ætla þau að herða regluverk virkilega og stýra þessum iðnaði í umhverfisvænni hátt eða ætla þau að halda áfram að vera langt á eftir iðnaðinum.“ Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar og nefndarmaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins segir sjókvíaeldi á Íslandi fá falleinkunn í skýrslunni. Nefndarmenn stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar fengu kynningu á efni skýrslunnar í morgun og var nokkuð brugðið. Sjá nánar: Kolsvört skýrsla um fiskeldi og metfjöldi ábendinga Ríkisendurskoðandi sjálfur segir skýrsluna varpa ljósi á veikburða og vanmáttuga stjórnsýslu. Skýrslan er mikil að umfangi og inniheldur metfjölda ábendinga til úrbóta sem snerta sex stofnanir. „Þessi skýrsla er að varpa ljósi á mjög veikburða, vanmáttuga stjórnsýslu á meðan atvinnugreinin hefur verið í mjög hröðum vexti og greinilegt að það eru mörg tækifæri fyrir íslenska stjórnsýslu til að bæta sig, bæði hvað varðar laga og regluramma en ekki síst hvað varðar samstarf ráðuneyta og stofnana,“ segir Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi. Í skýrslunni segir að samþjöppun eignarhalds, stefnulaus uppbygging og rekstur sjókvía á svæðum sem vinni gegn því að auðlindin skili hámarks ávinningi fyrir ríkissjóð hafi fest sig í sessi og það án mikillar umræðu eða atbeina stjórnvalda. Lagaramminn hafi boðið upp á kapphlaup um eldissvæði en sjókvíaeldi við Ísland meira en tífaldaðist á tímabilinu 2014-2021. Ársframleiðsla fór úr tæpum fjögur þúsund tonnum í tæp 45 þúsund tonn. Þá telur Ríkisendurskoðun það áhyggjuefni að Hafrannsóknarstofnun hafi ekki getað með skýrum hætti rökstutt breytingu sem var gerð 2020 á stuðlinum sem er notaður við áhættumat erfðablöndunar. Við úttektina hafi komið fram að stuðullinn væri kominn frá hagsmunaaðila úr greininni en Ríkisendurskoðun tókst þó ekki að staðfesta það með óyggjandi hætti.
Fiskeldi Alþingi Sjókvíaeldi Tengdar fréttir Kolsvört skýrsla um fiskeldi og metfjöldi ábendinga Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er í áfalli eftir kynningu ríkisendurskoðanda á skýrslu sinni um sjókvíaeldi, lagaframkvæmd, stjórnsýslu og eftirlit. Ríkisendurskoðandi hefur aldrei gert jafn margar athugasemdir í skýrslu sinni. 6. febrúar 2023 11:27 Uppsöfnun lífrænna efna og hvíld fiskeldissvæða Mikill vöxtur hefur verið í fiskeldi á Íslandi síðustu 20 árin og undanfarið hefur framþróunin verið sérstaklega ör. Fiskeldinu hefur eðlilega fylgt almenn umræða um áhrif þessa iðnaðar á umhverfið. Umræður sem þessar eru nauðsynlegar enda mikilvægt hagsmunamál að vernda lífríki sjávar en á stundum hefur fullyrðingum verið haldið á lofti sem ekki eiga við rök að styðjast. 21. desember 2022 13:00 Skora á matvælaráðherra að banna laxeldi í opnum sjókvíum Tuttugu og fimm fyrirtæki og samtök náttúruunnenda skora á matvælaráðherra að stöðva laxeldi í opnum sjókvíum áður en það „verður um seinan“ og kalla eftir trúverðugri áætlun sem miðar að því að banna alfarið laxeldi í sjókvíum hér við land. 5. desember 2022 09:48 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Kolsvört skýrsla um fiskeldi og metfjöldi ábendinga Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er í áfalli eftir kynningu ríkisendurskoðanda á skýrslu sinni um sjókvíaeldi, lagaframkvæmd, stjórnsýslu og eftirlit. Ríkisendurskoðandi hefur aldrei gert jafn margar athugasemdir í skýrslu sinni. 6. febrúar 2023 11:27
Uppsöfnun lífrænna efna og hvíld fiskeldissvæða Mikill vöxtur hefur verið í fiskeldi á Íslandi síðustu 20 árin og undanfarið hefur framþróunin verið sérstaklega ör. Fiskeldinu hefur eðlilega fylgt almenn umræða um áhrif þessa iðnaðar á umhverfið. Umræður sem þessar eru nauðsynlegar enda mikilvægt hagsmunamál að vernda lífríki sjávar en á stundum hefur fullyrðingum verið haldið á lofti sem ekki eiga við rök að styðjast. 21. desember 2022 13:00
Skora á matvælaráðherra að banna laxeldi í opnum sjókvíum Tuttugu og fimm fyrirtæki og samtök náttúruunnenda skora á matvælaráðherra að stöðva laxeldi í opnum sjókvíum áður en það „verður um seinan“ og kalla eftir trúverðugri áætlun sem miðar að því að banna alfarið laxeldi í sjókvíum hér við land. 5. desember 2022 09:48