„Iðnaðurinn fær að hafa eftirlit með sjálfum sér“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. febrúar 2023 20:00 Framkvæmdastjóri Verndarsjóðs villtra laxastofna segir nýja skýrslu Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi staðfesta þar sem náttúruverndarsinnar hafa haldið fram í árafjöld. Vísir/Egill Aðalsteinsson Það er ekki aðeins þingheimur sem er uggandi vegna stöðunnar sem dregin er upp í nýrri svartri skýrslu Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi því náttúruverndarsinnar sem fréttastofa ræddi við í dag segja það vera ljúfsárt að lesa staðhæfingar í skýrslunni sem þeir sjálfir hafa haldið á lofti árum saman en talað fyrir daufum eyrum. Elvar Örn Friðriksson er framkvæmdastjóri Verndarsjóðs villtra laxastofna. „Þessi skýrsla staðfestir náttúrulega bara það sem náttúruverndarsamtök eru búin að vera að halda fram árum saman og það er það að stjórnsýslan er háð iðnaðinum og iðnaðurinn fær að hafa eftirlit með sjálfum sér og nú þurfa bara stjórnvöld að ákveða sig; ætla þau að herða regluverk virkilega og stýra þessum iðnaði í umhverfisvænni hátt eða ætla þau að halda áfram að vera langt á eftir iðnaðinum.“ Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar og nefndarmaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins segir sjókvíaeldi á Íslandi fá falleinkunn í skýrslunni. Nefndarmenn stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar fengu kynningu á efni skýrslunnar í morgun og var nokkuð brugðið. Sjá nánar: Kolsvört skýrsla um fiskeldi og metfjöldi ábendinga Ríkisendurskoðandi sjálfur segir skýrsluna varpa ljósi á veikburða og vanmáttuga stjórnsýslu. Skýrslan er mikil að umfangi og inniheldur metfjölda ábendinga til úrbóta sem snerta sex stofnanir. „Þessi skýrsla er að varpa ljósi á mjög veikburða, vanmáttuga stjórnsýslu á meðan atvinnugreinin hefur verið í mjög hröðum vexti og greinilegt að það eru mörg tækifæri fyrir íslenska stjórnsýslu til að bæta sig, bæði hvað varðar laga og regluramma en ekki síst hvað varðar samstarf ráðuneyta og stofnana,“ segir Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi. Í skýrslunni segir að samþjöppun eignarhalds, stefnulaus uppbygging og rekstur sjókvía á svæðum sem vinni gegn því að auðlindin skili hámarks ávinningi fyrir ríkissjóð hafi fest sig í sessi og það án mikillar umræðu eða atbeina stjórnvalda. Lagaramminn hafi boðið upp á kapphlaup um eldissvæði en sjókvíaeldi við Ísland meira en tífaldaðist á tímabilinu 2014-2021. Ársframleiðsla fór úr tæpum fjögur þúsund tonnum í tæp 45 þúsund tonn. Þá telur Ríkisendurskoðun það áhyggjuefni að Hafrannsóknarstofnun hafi ekki getað með skýrum hætti rökstutt breytingu sem var gerð 2020 á stuðlinum sem er notaður við áhættumat erfðablöndunar. Við úttektina hafi komið fram að stuðullinn væri kominn frá hagsmunaaðila úr greininni en Ríkisendurskoðun tókst þó ekki að staðfesta það með óyggjandi hætti. Fiskeldi Alþingi Sjókvíaeldi Tengdar fréttir Kolsvört skýrsla um fiskeldi og metfjöldi ábendinga Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er í áfalli eftir kynningu ríkisendurskoðanda á skýrslu sinni um sjókvíaeldi, lagaframkvæmd, stjórnsýslu og eftirlit. Ríkisendurskoðandi hefur aldrei gert jafn margar athugasemdir í skýrslu sinni. 6. febrúar 2023 11:27 Uppsöfnun lífrænna efna og hvíld fiskeldissvæða Mikill vöxtur hefur verið í fiskeldi á Íslandi síðustu 20 árin og undanfarið hefur framþróunin verið sérstaklega ör. Fiskeldinu hefur eðlilega fylgt almenn umræða um áhrif þessa iðnaðar á umhverfið. Umræður sem þessar eru nauðsynlegar enda mikilvægt hagsmunamál að vernda lífríki sjávar en á stundum hefur fullyrðingum verið haldið á lofti sem ekki eiga við rök að styðjast. 21. desember 2022 13:00 Skora á matvælaráðherra að banna laxeldi í opnum sjókvíum Tuttugu og fimm fyrirtæki og samtök náttúruunnenda skora á matvælaráðherra að stöðva laxeldi í opnum sjókvíum áður en það „verður um seinan“ og kalla eftir trúverðugri áætlun sem miðar að því að banna alfarið laxeldi í sjókvíum hér við land. 5. desember 2022 09:48 Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Fleiri fréttir Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Sjá meira
Elvar Örn Friðriksson er framkvæmdastjóri Verndarsjóðs villtra laxastofna. „Þessi skýrsla staðfestir náttúrulega bara það sem náttúruverndarsamtök eru búin að vera að halda fram árum saman og það er það að stjórnsýslan er háð iðnaðinum og iðnaðurinn fær að hafa eftirlit með sjálfum sér og nú þurfa bara stjórnvöld að ákveða sig; ætla þau að herða regluverk virkilega og stýra þessum iðnaði í umhverfisvænni hátt eða ætla þau að halda áfram að vera langt á eftir iðnaðinum.“ Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar og nefndarmaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins segir sjókvíaeldi á Íslandi fá falleinkunn í skýrslunni. Nefndarmenn stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar fengu kynningu á efni skýrslunnar í morgun og var nokkuð brugðið. Sjá nánar: Kolsvört skýrsla um fiskeldi og metfjöldi ábendinga Ríkisendurskoðandi sjálfur segir skýrsluna varpa ljósi á veikburða og vanmáttuga stjórnsýslu. Skýrslan er mikil að umfangi og inniheldur metfjölda ábendinga til úrbóta sem snerta sex stofnanir. „Þessi skýrsla er að varpa ljósi á mjög veikburða, vanmáttuga stjórnsýslu á meðan atvinnugreinin hefur verið í mjög hröðum vexti og greinilegt að það eru mörg tækifæri fyrir íslenska stjórnsýslu til að bæta sig, bæði hvað varðar laga og regluramma en ekki síst hvað varðar samstarf ráðuneyta og stofnana,“ segir Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi. Í skýrslunni segir að samþjöppun eignarhalds, stefnulaus uppbygging og rekstur sjókvía á svæðum sem vinni gegn því að auðlindin skili hámarks ávinningi fyrir ríkissjóð hafi fest sig í sessi og það án mikillar umræðu eða atbeina stjórnvalda. Lagaramminn hafi boðið upp á kapphlaup um eldissvæði en sjókvíaeldi við Ísland meira en tífaldaðist á tímabilinu 2014-2021. Ársframleiðsla fór úr tæpum fjögur þúsund tonnum í tæp 45 þúsund tonn. Þá telur Ríkisendurskoðun það áhyggjuefni að Hafrannsóknarstofnun hafi ekki getað með skýrum hætti rökstutt breytingu sem var gerð 2020 á stuðlinum sem er notaður við áhættumat erfðablöndunar. Við úttektina hafi komið fram að stuðullinn væri kominn frá hagsmunaaðila úr greininni en Ríkisendurskoðun tókst þó ekki að staðfesta það með óyggjandi hætti.
Fiskeldi Alþingi Sjókvíaeldi Tengdar fréttir Kolsvört skýrsla um fiskeldi og metfjöldi ábendinga Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er í áfalli eftir kynningu ríkisendurskoðanda á skýrslu sinni um sjókvíaeldi, lagaframkvæmd, stjórnsýslu og eftirlit. Ríkisendurskoðandi hefur aldrei gert jafn margar athugasemdir í skýrslu sinni. 6. febrúar 2023 11:27 Uppsöfnun lífrænna efna og hvíld fiskeldissvæða Mikill vöxtur hefur verið í fiskeldi á Íslandi síðustu 20 árin og undanfarið hefur framþróunin verið sérstaklega ör. Fiskeldinu hefur eðlilega fylgt almenn umræða um áhrif þessa iðnaðar á umhverfið. Umræður sem þessar eru nauðsynlegar enda mikilvægt hagsmunamál að vernda lífríki sjávar en á stundum hefur fullyrðingum verið haldið á lofti sem ekki eiga við rök að styðjast. 21. desember 2022 13:00 Skora á matvælaráðherra að banna laxeldi í opnum sjókvíum Tuttugu og fimm fyrirtæki og samtök náttúruunnenda skora á matvælaráðherra að stöðva laxeldi í opnum sjókvíum áður en það „verður um seinan“ og kalla eftir trúverðugri áætlun sem miðar að því að banna alfarið laxeldi í sjókvíum hér við land. 5. desember 2022 09:48 Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Fleiri fréttir Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Sjá meira
Kolsvört skýrsla um fiskeldi og metfjöldi ábendinga Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er í áfalli eftir kynningu ríkisendurskoðanda á skýrslu sinni um sjókvíaeldi, lagaframkvæmd, stjórnsýslu og eftirlit. Ríkisendurskoðandi hefur aldrei gert jafn margar athugasemdir í skýrslu sinni. 6. febrúar 2023 11:27
Uppsöfnun lífrænna efna og hvíld fiskeldissvæða Mikill vöxtur hefur verið í fiskeldi á Íslandi síðustu 20 árin og undanfarið hefur framþróunin verið sérstaklega ör. Fiskeldinu hefur eðlilega fylgt almenn umræða um áhrif þessa iðnaðar á umhverfið. Umræður sem þessar eru nauðsynlegar enda mikilvægt hagsmunamál að vernda lífríki sjávar en á stundum hefur fullyrðingum verið haldið á lofti sem ekki eiga við rök að styðjast. 21. desember 2022 13:00
Skora á matvælaráðherra að banna laxeldi í opnum sjókvíum Tuttugu og fimm fyrirtæki og samtök náttúruunnenda skora á matvælaráðherra að stöðva laxeldi í opnum sjókvíum áður en það „verður um seinan“ og kalla eftir trúverðugri áætlun sem miðar að því að banna alfarið laxeldi í sjókvíum hér við land. 5. desember 2022 09:48