Mun áfrýja áður en hún afhendir Bjarki Sigurðsson skrifar 5. febrúar 2023 15:04 Sólveig segist ekki líta á það sem áhættu að afhenda ekki kjörskrá fyrir atkvæðagreiðslu um miðlunartillöguna. Stöð 2/Arnar Ætla má að tíðindi muni berast á morgun í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins en óhætt er að segja að deilan sé í hnút. Héraðsdómur Reykjavíkur á eftir að úrskurða um kröfu ríkissáttasemjara um að fá kjörskrá Eflingar afhenta svo að atkvæðagreiðsla um miðlunartillögu hans geti farið fram. Þá á félagsdómur eftir að úrskurða um hvort að boðuð verkföll Eflingar séu ólögmæt í ljósi þess að miðlunartillaga liggur fyrir, sem Samtök atvinnulífsins hafa haldið fram. Á hádegi þriðjudag hefst að öllu óbreyttu ótímabundið verkfall tæplega 300 félagsmanna sem starfa hjá Íslandshótelum og um kvöldið lýkur atkvæðagreiðslu um 500 hótelstarfsmanna til viðbótar og um 70 flutningabílstjóra um verkfall. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, fór yfir stöðuna í Sprengisandi á Bylgjunni skömmu fyrir hádegi. Sagðist hún fullviss um sigur fyrir Héraðsdómi og Félagsdómi þar sem málatilbúnaður bæði ríkissáttasemjara og SA væri langsóttur og standist ekki skoðun. Þau muni þó þurfa að ræða framhaldið ef þau tapi sínum málum. Klippa: Flókin staða framundan í deilu Eflingar „Ef að við töpum því máli hygg ég að við áfrýjum því,“ segir Sólveig aðspurð hvort hún ætli að afhenda kjörskrá tapi hún máli gegn ríkissáttasemjara fyrir héraðsdómi. „En við skulum sjá hvernig fer, eins og þú segir þá gæti auðvitað farið svo að niðurstaða liggi fyrir í báðum þessum málum og um leið og það gerist skulum við meta hver næstu skref verða. Ég er fullviss um að í báðum þessum málum muni Efling hafa sigur.“ Sólveig segist ekki líta á það sem áhættu að afhenda ekki kjörskrá fyrir atkvæðagreiðslu um miðlunartillöguna. En ef miðlunartillagan yrði ekki felld? „Þá er mikilvægt að hér komi fram að á kjörskrá fyrir þessa miðlunartillögu og svo fyrir kjarasamning eru 21 þúsund félagar. Til þess að eiga einhvern möguleika á að fella þessa tillögu þyrftu 25 prósent af þessum fjölda að segja nei. Þegar við skoðum kosningaþátttöku í atkvæðagreiðslu um samninga, stjórnarkjör og svoleiðis, þá er ljóst að þetta er því sem næst óvinnandi vegur,“ segir Sólveig. Í viðtali við Reykjavík síðdegis fyrir helgi sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, að með taktík sinni væri forysta Eflingar á harðahlaupum frá félagsfólki sínu. Sólveig segir það fráleitt. „Það skal enginn halda því fram að ég sé á flótta undan félagsfólki, síðan árið 2018 hafa ég og félagar mínir lagt öll áherslu á að lýðræðisvæða félagið. Að biðja og hvetja og sækja fólk til þess að koma til þátttöku í lýðræðislegum störfum. Þetta fyrirkomulag, sem ég skil ekki að sé í lögum, ég skil ekki að þetta ólýðræðislega og svívirðilega fyrirkomulag, gerir það að verkum að ríkissáttasemjari veit að hann getur farið fram með svona ósvífnum hætti, því hann telur að ekkert annað muni gerast ef þetta fer í þessa atkvæðagreiðslu,“ segir Sólveig. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Sprengisandur Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur á eftir að úrskurða um kröfu ríkissáttasemjara um að fá kjörskrá Eflingar afhenta svo að atkvæðagreiðsla um miðlunartillögu hans geti farið fram. Þá á félagsdómur eftir að úrskurða um hvort að boðuð verkföll Eflingar séu ólögmæt í ljósi þess að miðlunartillaga liggur fyrir, sem Samtök atvinnulífsins hafa haldið fram. Á hádegi þriðjudag hefst að öllu óbreyttu ótímabundið verkfall tæplega 300 félagsmanna sem starfa hjá Íslandshótelum og um kvöldið lýkur atkvæðagreiðslu um 500 hótelstarfsmanna til viðbótar og um 70 flutningabílstjóra um verkfall. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, fór yfir stöðuna í Sprengisandi á Bylgjunni skömmu fyrir hádegi. Sagðist hún fullviss um sigur fyrir Héraðsdómi og Félagsdómi þar sem málatilbúnaður bæði ríkissáttasemjara og SA væri langsóttur og standist ekki skoðun. Þau muni þó þurfa að ræða framhaldið ef þau tapi sínum málum. Klippa: Flókin staða framundan í deilu Eflingar „Ef að við töpum því máli hygg ég að við áfrýjum því,“ segir Sólveig aðspurð hvort hún ætli að afhenda kjörskrá tapi hún máli gegn ríkissáttasemjara fyrir héraðsdómi. „En við skulum sjá hvernig fer, eins og þú segir þá gæti auðvitað farið svo að niðurstaða liggi fyrir í báðum þessum málum og um leið og það gerist skulum við meta hver næstu skref verða. Ég er fullviss um að í báðum þessum málum muni Efling hafa sigur.“ Sólveig segist ekki líta á það sem áhættu að afhenda ekki kjörskrá fyrir atkvæðagreiðslu um miðlunartillöguna. En ef miðlunartillagan yrði ekki felld? „Þá er mikilvægt að hér komi fram að á kjörskrá fyrir þessa miðlunartillögu og svo fyrir kjarasamning eru 21 þúsund félagar. Til þess að eiga einhvern möguleika á að fella þessa tillögu þyrftu 25 prósent af þessum fjölda að segja nei. Þegar við skoðum kosningaþátttöku í atkvæðagreiðslu um samninga, stjórnarkjör og svoleiðis, þá er ljóst að þetta er því sem næst óvinnandi vegur,“ segir Sólveig. Í viðtali við Reykjavík síðdegis fyrir helgi sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, að með taktík sinni væri forysta Eflingar á harðahlaupum frá félagsfólki sínu. Sólveig segir það fráleitt. „Það skal enginn halda því fram að ég sé á flótta undan félagsfólki, síðan árið 2018 hafa ég og félagar mínir lagt öll áherslu á að lýðræðisvæða félagið. Að biðja og hvetja og sækja fólk til þess að koma til þátttöku í lýðræðislegum störfum. Þetta fyrirkomulag, sem ég skil ekki að sé í lögum, ég skil ekki að þetta ólýðræðislega og svívirðilega fyrirkomulag, gerir það að verkum að ríkissáttasemjari veit að hann getur farið fram með svona ósvífnum hætti, því hann telur að ekkert annað muni gerast ef þetta fer í þessa atkvæðagreiðslu,“ segir Sólveig.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Sprengisandur Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira