Mun áfrýja áður en hún afhendir Bjarki Sigurðsson skrifar 5. febrúar 2023 15:04 Sólveig segist ekki líta á það sem áhættu að afhenda ekki kjörskrá fyrir atkvæðagreiðslu um miðlunartillöguna. Stöð 2/Arnar Ætla má að tíðindi muni berast á morgun í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins en óhætt er að segja að deilan sé í hnút. Héraðsdómur Reykjavíkur á eftir að úrskurða um kröfu ríkissáttasemjara um að fá kjörskrá Eflingar afhenta svo að atkvæðagreiðsla um miðlunartillögu hans geti farið fram. Þá á félagsdómur eftir að úrskurða um hvort að boðuð verkföll Eflingar séu ólögmæt í ljósi þess að miðlunartillaga liggur fyrir, sem Samtök atvinnulífsins hafa haldið fram. Á hádegi þriðjudag hefst að öllu óbreyttu ótímabundið verkfall tæplega 300 félagsmanna sem starfa hjá Íslandshótelum og um kvöldið lýkur atkvæðagreiðslu um 500 hótelstarfsmanna til viðbótar og um 70 flutningabílstjóra um verkfall. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, fór yfir stöðuna í Sprengisandi á Bylgjunni skömmu fyrir hádegi. Sagðist hún fullviss um sigur fyrir Héraðsdómi og Félagsdómi þar sem málatilbúnaður bæði ríkissáttasemjara og SA væri langsóttur og standist ekki skoðun. Þau muni þó þurfa að ræða framhaldið ef þau tapi sínum málum. Klippa: Flókin staða framundan í deilu Eflingar „Ef að við töpum því máli hygg ég að við áfrýjum því,“ segir Sólveig aðspurð hvort hún ætli að afhenda kjörskrá tapi hún máli gegn ríkissáttasemjara fyrir héraðsdómi. „En við skulum sjá hvernig fer, eins og þú segir þá gæti auðvitað farið svo að niðurstaða liggi fyrir í báðum þessum málum og um leið og það gerist skulum við meta hver næstu skref verða. Ég er fullviss um að í báðum þessum málum muni Efling hafa sigur.“ Sólveig segist ekki líta á það sem áhættu að afhenda ekki kjörskrá fyrir atkvæðagreiðslu um miðlunartillöguna. En ef miðlunartillagan yrði ekki felld? „Þá er mikilvægt að hér komi fram að á kjörskrá fyrir þessa miðlunartillögu og svo fyrir kjarasamning eru 21 þúsund félagar. Til þess að eiga einhvern möguleika á að fella þessa tillögu þyrftu 25 prósent af þessum fjölda að segja nei. Þegar við skoðum kosningaþátttöku í atkvæðagreiðslu um samninga, stjórnarkjör og svoleiðis, þá er ljóst að þetta er því sem næst óvinnandi vegur,“ segir Sólveig. Í viðtali við Reykjavík síðdegis fyrir helgi sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, að með taktík sinni væri forysta Eflingar á harðahlaupum frá félagsfólki sínu. Sólveig segir það fráleitt. „Það skal enginn halda því fram að ég sé á flótta undan félagsfólki, síðan árið 2018 hafa ég og félagar mínir lagt öll áherslu á að lýðræðisvæða félagið. Að biðja og hvetja og sækja fólk til þess að koma til þátttöku í lýðræðislegum störfum. Þetta fyrirkomulag, sem ég skil ekki að sé í lögum, ég skil ekki að þetta ólýðræðislega og svívirðilega fyrirkomulag, gerir það að verkum að ríkissáttasemjari veit að hann getur farið fram með svona ósvífnum hætti, því hann telur að ekkert annað muni gerast ef þetta fer í þessa atkvæðagreiðslu,“ segir Sólveig. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Sprengisandur Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur á eftir að úrskurða um kröfu ríkissáttasemjara um að fá kjörskrá Eflingar afhenta svo að atkvæðagreiðsla um miðlunartillögu hans geti farið fram. Þá á félagsdómur eftir að úrskurða um hvort að boðuð verkföll Eflingar séu ólögmæt í ljósi þess að miðlunartillaga liggur fyrir, sem Samtök atvinnulífsins hafa haldið fram. Á hádegi þriðjudag hefst að öllu óbreyttu ótímabundið verkfall tæplega 300 félagsmanna sem starfa hjá Íslandshótelum og um kvöldið lýkur atkvæðagreiðslu um 500 hótelstarfsmanna til viðbótar og um 70 flutningabílstjóra um verkfall. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, fór yfir stöðuna í Sprengisandi á Bylgjunni skömmu fyrir hádegi. Sagðist hún fullviss um sigur fyrir Héraðsdómi og Félagsdómi þar sem málatilbúnaður bæði ríkissáttasemjara og SA væri langsóttur og standist ekki skoðun. Þau muni þó þurfa að ræða framhaldið ef þau tapi sínum málum. Klippa: Flókin staða framundan í deilu Eflingar „Ef að við töpum því máli hygg ég að við áfrýjum því,“ segir Sólveig aðspurð hvort hún ætli að afhenda kjörskrá tapi hún máli gegn ríkissáttasemjara fyrir héraðsdómi. „En við skulum sjá hvernig fer, eins og þú segir þá gæti auðvitað farið svo að niðurstaða liggi fyrir í báðum þessum málum og um leið og það gerist skulum við meta hver næstu skref verða. Ég er fullviss um að í báðum þessum málum muni Efling hafa sigur.“ Sólveig segist ekki líta á það sem áhættu að afhenda ekki kjörskrá fyrir atkvæðagreiðslu um miðlunartillöguna. En ef miðlunartillagan yrði ekki felld? „Þá er mikilvægt að hér komi fram að á kjörskrá fyrir þessa miðlunartillögu og svo fyrir kjarasamning eru 21 þúsund félagar. Til þess að eiga einhvern möguleika á að fella þessa tillögu þyrftu 25 prósent af þessum fjölda að segja nei. Þegar við skoðum kosningaþátttöku í atkvæðagreiðslu um samninga, stjórnarkjör og svoleiðis, þá er ljóst að þetta er því sem næst óvinnandi vegur,“ segir Sólveig. Í viðtali við Reykjavík síðdegis fyrir helgi sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, að með taktík sinni væri forysta Eflingar á harðahlaupum frá félagsfólki sínu. Sólveig segir það fráleitt. „Það skal enginn halda því fram að ég sé á flótta undan félagsfólki, síðan árið 2018 hafa ég og félagar mínir lagt öll áherslu á að lýðræðisvæða félagið. Að biðja og hvetja og sækja fólk til þess að koma til þátttöku í lýðræðislegum störfum. Þetta fyrirkomulag, sem ég skil ekki að sé í lögum, ég skil ekki að þetta ólýðræðislega og svívirðilega fyrirkomulag, gerir það að verkum að ríkissáttasemjari veit að hann getur farið fram með svona ósvífnum hætti, því hann telur að ekkert annað muni gerast ef þetta fer í þessa atkvæðagreiðslu,“ segir Sólveig.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Sprengisandur Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira