Eldurinn kom upp í svefnherbergi í íbúðinni. Í tilkynningu á Facebook síðu slökkviliðsins segir að íbúar hafi gert rétt með því að loka herberginu.
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sinnti fjölmörgum verkefnum í gær en alls voru sjúkrabifreiðar boðaðar 102 sinnum. Af þeim voru þrjátíu forgangsverkefni, tuttugu og tvær eftir miðnætti.
„ALLIR ÚT AÐ VINNA OG BRJÁLAÐ AÐ GERA“, segir í stöðufærslu á Facebook síðu slökkviliðsins.