Fjöldi barna í ótryggu húsnæði tvöfaldast milli ára Fanndís Birna Logadóttir skrifar 4. febrúar 2023 19:31 Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins. Vísir/Ívar Fannar Ríflega 400 börn búa við ótryggar húsnæðisaðstæður í Reykjavík og eru nánast tvöfalt fleiri en árið áður. Borgarfulltrúi í minnihlutanum segir ekki hægt að fela sig bakvið stöðuna í samfélaginu og kallar eftir meiri skynsemi af hálfu meirihlutans. Forgangsraða þurfi verkefnum í þágu fólksins en ekki í skreytingu torga. Biðlistar eftir félagslegu leiguhúsnæði í Reykjavík hafa lengst talsvert en samkvæmt upplýsingum frá velferðarsviði borgarinnar voru 411 börn og 206 barnafjölskyldur á þeim lista í byrjun desember 2022, nánast tvöfalt fleiri en árið 2021, þegar 211 börn og 109 barnafjölskyldur voru á listanum. Nánast tvöfalt fleiri börn og barnafjölskyldur voru á biðlista í desember 2022 heldur en árið þar áður. Grafík/Sara Rut Árin þar áður virtust biðlistarnir styttast. Árið 2019 voru 260 börn og 153 barnafjölskyldur á biðlistanum og árið 2020 voru börnin orðin 201 og barnafjölskyldurnar 110. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, segir þetta áfall og hefur kallað eftir því að þessi þróun verði skoðuð sérstaklega. Að hennar mati virðist ekkert eiga að gera í borginni. „Ég sé ekki nein plön, það er ekkert verið að tala um þetta. Við í Flokki fólksins erum sífellt að tala um þetta. Mér finnst viðbrögðin ekki vera mikil en hérna þurfum við að bregðast við. Auðvitað hefur ástandið verið erfitt í samfélaginu, það er auðvitað verðbólgan og Covid kom, en það er ekki alltaf hægt að fela sig bak við það. Nú þarf bara að endurskoða þetta allt saman,“ segir hún. Samkvæmt upplýsingum frá Velferðarsviði má ætla að hluti fjölgunarinnar sé tilkomin meðal annars vegna fjölda flóttamanna. Fjölgun varð einnig í hópi þeirra sem þáðu fjárhagsaðstoð til framfærslu milli ára, fjölgaði um 800 og voru 3200 í lok síðasta árs, þar af tæpur helmingur flóttamenn. Kolbrún segir að hver sú sem skýringin reynist vera sé það engin afsökun. „Það breytir engu, við berum ábyrgð á þessum hópi og að ef að þarna eru nýir Íslendingar, innflytjendur, þá er það auðvitað bara í okkar höndum að sjá til þess að það fólk fái öruggt húsnæði,“ segir Kolbrún. Spyr hvað meirihlutinn ætlar að gera Ljóst sé að þörfin verði sífellt meiri, óháð því hvaðan fólkið kemur, og því kallar Kolbrún eftir meiri skynsemi í fjármálastjórnun borgarinnar. „Við þurfum líka bara að horfa til þess að forgangsraða í þágu fólksins fyrst og fremst, en ekki í skreytingu torga eins og ég hef oft sagt. Síðan þarf meiri skilvirkni í rekstrinum og við í Flokki fólksins sjáum ekki að borgin sé rekin með skilvirkum hætti,“ segir Kolbrún. Bíða þurfi með það sem megi bíða og einblína á beina þjónustu við fólkið. „Við sjáum nákvæmlega hver staðan er, og þá spyr ég aftur þennan meirihluta sem er búinn að vera í hálft ár, aðeins öðruvísi en sá síðasti; hvað ætlar hann að gera í þessari stöðu?“ Börn og uppeldi Flóttafólk á Íslandi Reykjavík Borgarstjórn Fjölskyldumál Tengdar fréttir Móttaka flóttamanna sé ekki skammtímaverkefni Félagsmálaráðherra stefnir á að koma með frumvarp á haustmánuðum sem snýr að móttöku flóttamanna en engin slík löggjöf er til staðar. Áætlanir gera ráð fyrir að svipaður fjöldi flóttamanna komi til landsins í ár og í fyrra, eða allt að fimm þúsund manns. Fjögur sveitarfélög hafa skrifað undir samning við ríkið um móttöku flóttamanna en stærsta áskorunin er húsnæði. 11. janúar 2023 13:01 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Biðlistar eftir félagslegu leiguhúsnæði í Reykjavík hafa lengst talsvert en samkvæmt upplýsingum frá velferðarsviði borgarinnar voru 411 börn og 206 barnafjölskyldur á þeim lista í byrjun desember 2022, nánast tvöfalt fleiri en árið 2021, þegar 211 börn og 109 barnafjölskyldur voru á listanum. Nánast tvöfalt fleiri börn og barnafjölskyldur voru á biðlista í desember 2022 heldur en árið þar áður. Grafík/Sara Rut Árin þar áður virtust biðlistarnir styttast. Árið 2019 voru 260 börn og 153 barnafjölskyldur á biðlistanum og árið 2020 voru börnin orðin 201 og barnafjölskyldurnar 110. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, segir þetta áfall og hefur kallað eftir því að þessi þróun verði skoðuð sérstaklega. Að hennar mati virðist ekkert eiga að gera í borginni. „Ég sé ekki nein plön, það er ekkert verið að tala um þetta. Við í Flokki fólksins erum sífellt að tala um þetta. Mér finnst viðbrögðin ekki vera mikil en hérna þurfum við að bregðast við. Auðvitað hefur ástandið verið erfitt í samfélaginu, það er auðvitað verðbólgan og Covid kom, en það er ekki alltaf hægt að fela sig bak við það. Nú þarf bara að endurskoða þetta allt saman,“ segir hún. Samkvæmt upplýsingum frá Velferðarsviði má ætla að hluti fjölgunarinnar sé tilkomin meðal annars vegna fjölda flóttamanna. Fjölgun varð einnig í hópi þeirra sem þáðu fjárhagsaðstoð til framfærslu milli ára, fjölgaði um 800 og voru 3200 í lok síðasta árs, þar af tæpur helmingur flóttamenn. Kolbrún segir að hver sú sem skýringin reynist vera sé það engin afsökun. „Það breytir engu, við berum ábyrgð á þessum hópi og að ef að þarna eru nýir Íslendingar, innflytjendur, þá er það auðvitað bara í okkar höndum að sjá til þess að það fólk fái öruggt húsnæði,“ segir Kolbrún. Spyr hvað meirihlutinn ætlar að gera Ljóst sé að þörfin verði sífellt meiri, óháð því hvaðan fólkið kemur, og því kallar Kolbrún eftir meiri skynsemi í fjármálastjórnun borgarinnar. „Við þurfum líka bara að horfa til þess að forgangsraða í þágu fólksins fyrst og fremst, en ekki í skreytingu torga eins og ég hef oft sagt. Síðan þarf meiri skilvirkni í rekstrinum og við í Flokki fólksins sjáum ekki að borgin sé rekin með skilvirkum hætti,“ segir Kolbrún. Bíða þurfi með það sem megi bíða og einblína á beina þjónustu við fólkið. „Við sjáum nákvæmlega hver staðan er, og þá spyr ég aftur þennan meirihluta sem er búinn að vera í hálft ár, aðeins öðruvísi en sá síðasti; hvað ætlar hann að gera í þessari stöðu?“
Börn og uppeldi Flóttafólk á Íslandi Reykjavík Borgarstjórn Fjölskyldumál Tengdar fréttir Móttaka flóttamanna sé ekki skammtímaverkefni Félagsmálaráðherra stefnir á að koma með frumvarp á haustmánuðum sem snýr að móttöku flóttamanna en engin slík löggjöf er til staðar. Áætlanir gera ráð fyrir að svipaður fjöldi flóttamanna komi til landsins í ár og í fyrra, eða allt að fimm þúsund manns. Fjögur sveitarfélög hafa skrifað undir samning við ríkið um móttöku flóttamanna en stærsta áskorunin er húsnæði. 11. janúar 2023 13:01 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Móttaka flóttamanna sé ekki skammtímaverkefni Félagsmálaráðherra stefnir á að koma með frumvarp á haustmánuðum sem snýr að móttöku flóttamanna en engin slík löggjöf er til staðar. Áætlanir gera ráð fyrir að svipaður fjöldi flóttamanna komi til landsins í ár og í fyrra, eða allt að fimm þúsund manns. Fjögur sveitarfélög hafa skrifað undir samning við ríkið um móttöku flóttamanna en stærsta áskorunin er húsnæði. 11. janúar 2023 13:01