Reiknar með að fallið verði frá sölunni Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 3. febrúar 2023 18:35 Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra. Vísir/Sara Líklegt er að ákvörðun um sölu á TF-SIF verði dregin til baka að sögn dómsmálaráðherra, sem fagnar viðbrögðum við fjárskorti Landhelgisgæslunnar. Stendur það til, að draga þessa ákvörðun til baka? „Já ég reikna með því að við munum gera það. Mér sýnist stemningin vera þannig og ég fagna því mjög. Það er ekki léttvægt að taka slíka ákvörðun sem við þurftum að taka. Þessar tillögur komu frá Landhelgisgæslunni og voru teknar í samráði við hana. Nú hafa þær aðstæður skapast að vilji er til að mæta því sem upp á vantar til að geta haldið óbreyttum rekstri á næsta ári og ég fagna því mjög ef að það gæti orðið niðurstaðan,“ segir Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra. Koma muni í ljós á næstu dögum hvernig málið fari. Auknar fjárheimildir þurfi Hann segir að gæslan verði að fá auknar fjárheimildir. „Salan á þessari vél hefði auðvitað alltaf verið háð endanlegu samþykki Alþingis af því að við höfum enga heimild til að selja hana án samþykkis Alþingis og stemningin er þannig sem betur fer að menn vilja þá frekar leita annarra lausna og við fögnum því.“ Var þetta bragð frá upphafi til að fá auknar fjárheimildir til Landhelgisgæslunnar? Að tilkynna sölu á vélinni vitandi að viðbrögð yrðu mikil? „Nei það var ekkert trikk í því. Staðreyndir máls liggja fyrir og það verður að segja þær og mæta þeim eins og þær eru. Viðbrögð við því verða einhver og þetta gæti orðið niðurstaðan. Á sama tíma teljum við að leita þurfi hagræðingar í rekstri.“ En hvers vegna þarf svona sölutilkynningu til að ríkisstjórnin bregðist við og átti sig á stöðunni? Er ekkert samtal hjá ríkisstjórninni um þessi mál. Hvers vegna koma þessi viðbrögð fram núna? „Jú jú, það hefur átt sér stað samtal og það má segja að þegar upplýsingarnar lágu fyrir við fjárlagagerðina að við fengum 600 milljón króna framlag til viðbótar frá ríkisstjórninni og þinginu inn í reksturinn á þessu ári. Á þeim tíma taldi ég að það myndi duga til að halda óbreyttum rekstri þó að ég vissi að yrði um þröngt skorið. Þetta er um 800 milljónum minna en við höfðum farið fram á. Svo þegar við fórum að liggja yfir þeim tölum þá var ljóst að við urðum að grípa til frekari ráðstafana. „Ákvörðunin var að fara þessa leið, hún var talin skaða minnst þó ekki skaðlaus. Við vorum sammála um það forystumenn Landhelgisgæslunnar og starfsfólk ráðuneytis að þetta væri leiðin sem væri skynsamlegt að fara. Hún er tilkynnt með minnisblaði og viðbrögðin ekki látið á sér standa. Nú erum við stödd hér að vilji virðist vera til að bregðast við þessu með öðrum hætti og ég fagna því.“ Landhelgisgæslan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Öryggis- og varnarmál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Sjá meira
Stendur það til, að draga þessa ákvörðun til baka? „Já ég reikna með því að við munum gera það. Mér sýnist stemningin vera þannig og ég fagna því mjög. Það er ekki léttvægt að taka slíka ákvörðun sem við þurftum að taka. Þessar tillögur komu frá Landhelgisgæslunni og voru teknar í samráði við hana. Nú hafa þær aðstæður skapast að vilji er til að mæta því sem upp á vantar til að geta haldið óbreyttum rekstri á næsta ári og ég fagna því mjög ef að það gæti orðið niðurstaðan,“ segir Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra. Koma muni í ljós á næstu dögum hvernig málið fari. Auknar fjárheimildir þurfi Hann segir að gæslan verði að fá auknar fjárheimildir. „Salan á þessari vél hefði auðvitað alltaf verið háð endanlegu samþykki Alþingis af því að við höfum enga heimild til að selja hana án samþykkis Alþingis og stemningin er þannig sem betur fer að menn vilja þá frekar leita annarra lausna og við fögnum því.“ Var þetta bragð frá upphafi til að fá auknar fjárheimildir til Landhelgisgæslunnar? Að tilkynna sölu á vélinni vitandi að viðbrögð yrðu mikil? „Nei það var ekkert trikk í því. Staðreyndir máls liggja fyrir og það verður að segja þær og mæta þeim eins og þær eru. Viðbrögð við því verða einhver og þetta gæti orðið niðurstaðan. Á sama tíma teljum við að leita þurfi hagræðingar í rekstri.“ En hvers vegna þarf svona sölutilkynningu til að ríkisstjórnin bregðist við og átti sig á stöðunni? Er ekkert samtal hjá ríkisstjórninni um þessi mál. Hvers vegna koma þessi viðbrögð fram núna? „Jú jú, það hefur átt sér stað samtal og það má segja að þegar upplýsingarnar lágu fyrir við fjárlagagerðina að við fengum 600 milljón króna framlag til viðbótar frá ríkisstjórninni og þinginu inn í reksturinn á þessu ári. Á þeim tíma taldi ég að það myndi duga til að halda óbreyttum rekstri þó að ég vissi að yrði um þröngt skorið. Þetta er um 800 milljónum minna en við höfðum farið fram á. Svo þegar við fórum að liggja yfir þeim tölum þá var ljóst að við urðum að grípa til frekari ráðstafana. „Ákvörðunin var að fara þessa leið, hún var talin skaða minnst þó ekki skaðlaus. Við vorum sammála um það forystumenn Landhelgisgæslunnar og starfsfólk ráðuneytis að þetta væri leiðin sem væri skynsamlegt að fara. Hún er tilkynnt með minnisblaði og viðbrögðin ekki látið á sér standa. Nú erum við stödd hér að vilji virðist vera til að bregðast við þessu með öðrum hætti og ég fagna því.“
Landhelgisgæslan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Öryggis- og varnarmál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Sjá meira