Bæði fullviss um sigur í Félagsdómi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 3. febrúar 2023 14:49 Bæði Sólveig Anna formaður Eflingar og Halldór Benjamín framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins eru viss um sigur fyrir Félagsdómi. Vísir Bæði Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins eru fullviss um sigur í deilu SA og Eflingar fyrir Félagsdómi. Dómurinn kemur saman klukkan fjögur í dag til að skera úr um hvort boðuð verkföll Eflingar séu lögmæt í ljósi þess að miðlunartillaga frá ríkissáttasemjara liggur fyrir. Stór dagur er runninn upp í deilu Eflingar við SA annars vegar og ríkissáttasemjara hins vegar. Nú stendur yfir málflutningur í máli Eflingar og ríkissáttasemjara fyrir héraðsdómi en sáttasemjari hefur farið fram á að Efling afhendi kjörskrá sína svo hann geti lagt miðlunartillögu sína í atkvæðagreiðslu hjá félagsfólki. Líklegt er að héraðsdómur gefi sér helgina til að taka ákvörðun. Klukkan fjögur síðdegis kemur Félagsdómur svo saman til að taka fyrir mál SA og Eflingar. Fyrirhuguð eru verkföll meðal Eflingarliða á Íslandshótelum og eiga þau að hefjast að óbreyttu á þriðjudag. Samtök atvinnulífsins vilja fá úr því skorið hvort verkföllin séu lögleg þar sem miðlunartillaga liggur fyrir frá ríkissáttasemjara. Báðar fylkingar eru vissar um sigur fyrir Félagsdómi. „Fyrir Félagsdómi er ég alveg 100 prósent sannfærð, meira en hér, vegna þess að málatilbúnaður Samtaka atvinnulífsins er eins fráleitur og hægt er að hugsa sér,“ sagði Sólveig Anna í samtali við fréttastofu á leið inn í dómsal í héraðsdómi eftir hádegi í dag. „Við erum raunsæ. Við teljum að lögin séu okkar megin. Það er okkar skoðun að enginn sé hafinn yfir lögin, ekki Efling heldur, og ég vænti þess að Félagsdómur verði tiltölulega fljótur að úrskurða í þessu máli,“ segir Halldór Benjamín í samtali við fréttastofu. Auk dómsmálanna sem hér hafa verið rakin hófst atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun hjá Olíudreifingu, Skeljungi, Samskipum, Berjaya hótelum og Edition hótelinu í hádeginu í dag. Atkvæðagreiðslunni lýkur klukkan 18 næstkomandi þriðjudag. Verði verkfallsboðunin samþykkt hefjast þau verkföll á hádegi þriðjudaginn 15. febrúar. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Dómsmál Tengdar fréttir Ráðuneytið vísar frá kærunni sem Efling dró til baka Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið hefur vísað frá stjórnsýslukæru Eflingar vegna miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Efling skaut kærunni í gær til héraðsdóms vegna þess hve félagið taldi ráðuneytið lengi að afgreiða kæruna. 3. febrúar 2023 09:44 Örlagaríkur dagur runninn upp í sögulegri deilu Spennan er farin að magnast í kjaradeilu Eflingar við Samtök atvinnulífsins. Beðið er eftir að atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun tvö hefjist, beðið er eftir málflutningi í máli Eflingar og ríkissáttasemjara fyrir héraðsdómi og sömuleiðis málflutnings í máli Eflingar og SA fyrir félagsdómi. Þá liggur fyrir dómstólum að úrskurða hvort umdeild miðlunartillaga sáttasemjara standist lög. 3. febrúar 2023 06:22 Sér ekki möguleika á samningum nema Aðalsteinn stígi til hliðar Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að skipa þurfi vararíkissáttasemjara ef kalla eigi Eflingu og Samtök Atvinnulífsins aftur að samningsborðinu. Efling hefur dregið stjórnsýslukæru sína vegna miðlunartillögu sáttasemjara til baka og þess í stað kært hana til héraðsdóms. 2. febrúar 2023 15:50 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Fleiri fréttir Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Sjá meira
Stór dagur er runninn upp í deilu Eflingar við SA annars vegar og ríkissáttasemjara hins vegar. Nú stendur yfir málflutningur í máli Eflingar og ríkissáttasemjara fyrir héraðsdómi en sáttasemjari hefur farið fram á að Efling afhendi kjörskrá sína svo hann geti lagt miðlunartillögu sína í atkvæðagreiðslu hjá félagsfólki. Líklegt er að héraðsdómur gefi sér helgina til að taka ákvörðun. Klukkan fjögur síðdegis kemur Félagsdómur svo saman til að taka fyrir mál SA og Eflingar. Fyrirhuguð eru verkföll meðal Eflingarliða á Íslandshótelum og eiga þau að hefjast að óbreyttu á þriðjudag. Samtök atvinnulífsins vilja fá úr því skorið hvort verkföllin séu lögleg þar sem miðlunartillaga liggur fyrir frá ríkissáttasemjara. Báðar fylkingar eru vissar um sigur fyrir Félagsdómi. „Fyrir Félagsdómi er ég alveg 100 prósent sannfærð, meira en hér, vegna þess að málatilbúnaður Samtaka atvinnulífsins er eins fráleitur og hægt er að hugsa sér,“ sagði Sólveig Anna í samtali við fréttastofu á leið inn í dómsal í héraðsdómi eftir hádegi í dag. „Við erum raunsæ. Við teljum að lögin séu okkar megin. Það er okkar skoðun að enginn sé hafinn yfir lögin, ekki Efling heldur, og ég vænti þess að Félagsdómur verði tiltölulega fljótur að úrskurða í þessu máli,“ segir Halldór Benjamín í samtali við fréttastofu. Auk dómsmálanna sem hér hafa verið rakin hófst atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun hjá Olíudreifingu, Skeljungi, Samskipum, Berjaya hótelum og Edition hótelinu í hádeginu í dag. Atkvæðagreiðslunni lýkur klukkan 18 næstkomandi þriðjudag. Verði verkfallsboðunin samþykkt hefjast þau verkföll á hádegi þriðjudaginn 15. febrúar.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Dómsmál Tengdar fréttir Ráðuneytið vísar frá kærunni sem Efling dró til baka Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið hefur vísað frá stjórnsýslukæru Eflingar vegna miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Efling skaut kærunni í gær til héraðsdóms vegna þess hve félagið taldi ráðuneytið lengi að afgreiða kæruna. 3. febrúar 2023 09:44 Örlagaríkur dagur runninn upp í sögulegri deilu Spennan er farin að magnast í kjaradeilu Eflingar við Samtök atvinnulífsins. Beðið er eftir að atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun tvö hefjist, beðið er eftir málflutningi í máli Eflingar og ríkissáttasemjara fyrir héraðsdómi og sömuleiðis málflutnings í máli Eflingar og SA fyrir félagsdómi. Þá liggur fyrir dómstólum að úrskurða hvort umdeild miðlunartillaga sáttasemjara standist lög. 3. febrúar 2023 06:22 Sér ekki möguleika á samningum nema Aðalsteinn stígi til hliðar Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að skipa þurfi vararíkissáttasemjara ef kalla eigi Eflingu og Samtök Atvinnulífsins aftur að samningsborðinu. Efling hefur dregið stjórnsýslukæru sína vegna miðlunartillögu sáttasemjara til baka og þess í stað kært hana til héraðsdóms. 2. febrúar 2023 15:50 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Fleiri fréttir Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Sjá meira
Ráðuneytið vísar frá kærunni sem Efling dró til baka Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið hefur vísað frá stjórnsýslukæru Eflingar vegna miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Efling skaut kærunni í gær til héraðsdóms vegna þess hve félagið taldi ráðuneytið lengi að afgreiða kæruna. 3. febrúar 2023 09:44
Örlagaríkur dagur runninn upp í sögulegri deilu Spennan er farin að magnast í kjaradeilu Eflingar við Samtök atvinnulífsins. Beðið er eftir að atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun tvö hefjist, beðið er eftir málflutningi í máli Eflingar og ríkissáttasemjara fyrir héraðsdómi og sömuleiðis málflutnings í máli Eflingar og SA fyrir félagsdómi. Þá liggur fyrir dómstólum að úrskurða hvort umdeild miðlunartillaga sáttasemjara standist lög. 3. febrúar 2023 06:22
Sér ekki möguleika á samningum nema Aðalsteinn stígi til hliðar Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að skipa þurfi vararíkissáttasemjara ef kalla eigi Eflingu og Samtök Atvinnulífsins aftur að samningsborðinu. Efling hefur dregið stjórnsýslukæru sína vegna miðlunartillögu sáttasemjara til baka og þess í stað kært hana til héraðsdóms. 2. febrúar 2023 15:50