Nauðganir, „þrælahald“ og falskt loforð um hjónaband Bjarki Sigurðsson skrifar 4. febrúar 2023 10:01 Bræðurnir eftir að áfrýjunardómstóll hafnaði kröfu þeirra um að vera sleppt úr gæsluvarðhaldi fyrr í vikunni. AP/Vadim Ghirda Andrew Tate og bróðir hans, Tristan, eru sakaðir um að hafa gabbað konur til að ferðast til Rúmeníu, neytt þær í að framleiða klám, bannað þeim að fara úr húsi og að hafa haldið þeim sem þrælum samkvæmt gæsluvarðhaldsúrskurði í Rúmeníu. Talsmaður rannsóknardeildar lögreglunnar segir miklar líkur á að bræðurnir verði ákærðir. Fjallað hefur verið ítarlega um málefni samfélagsmiðlastjörnunnar og fyrrum bardagakappans Andrew Tate og bróður hans, Tristan, hér á Vísi síðustu vikur. Þeir voru báðir handteknir undir lok síðasta árs í Rúmeníu og hafa setið í gæsluvarðhaldi síðan þá. Fjallað hefur verið um að bræðurnir séu grunaðir um mansal. Washington Post hefur undir höndunum gæsluvarðhaldsúrskurðinn en samkvæmt honum er Andrew ekki einungis ákærður fyrir mansal heldur einnig tvær nauðganir. Þá er í úrskurðinum, sem er alls 67 blaðsíður, farið yfir SMS-skilaboð milli Andrew, Tristan og þeirra kvenna sem hafa sakað þá um ofbeldi. Tvær konur einnig grunaðar Bræðurnir eru ekki þeir einu tveir sem eru grunaðir í málinu heldur einnig tvær rúmenskar konur sem eru grunaðar um að hafa aðstoðað þá við að reka mansalshring. Sama konan er fórnarlambið í báðum þeim nauðgunum sem Andrew er grunaður um að hafa framið. Báðar nauðganirnar áttu sér stað í Búkarest, höfuðborg Rúmeníu, en konan er einnig talin vera fórnarlamb mansals. Andrew fékk hana til að flytja frá London til Rúmeníu með því að öðlast traust hennar en þegar þangað var komið neyddi hann hana til að stunda kynlíf með sér og tveimur öðrum konum á hótelherbergi. Ellefu dögum síðar er hann sagður hafa hótað konunni og þannig fengið hana til að stunda kynlíf með sér. Vildi hjónaband Í úrskurðinum er fjallað um hvernig Andrew gabbaði moldóvska konu til þess að flytja til Rúmeníu. Áður en konan flutti út ræddi hún við hann í gegnum SMS-skilaboð og sagðist hafa áhyggjur af myndböndum sem hann hafði birst í á netinu, þá sérstaklega þar sem hann talaði um hvernig hann græddi á því að konur væru að búa til klámmyndbönd. Andrew svaraði henni og sagði henni að þetta væri allt peningaþvætti og því gæti hún treyst honum. Þá sendi hann henni skilaboð og spurði hana hvort henni væri alvara um sambandið. „Ég verð að vita hvort þú sért ákveðin... Hvort þér sé alvara um hjónaband,“ skrifaði Andrew. Konan svaraði að henni væri jú alvara. Sett með konunum sem unnu fyrir Tate Þegar konan flutti til hans til Rúmeníu, með það í huga að hún myndi byrja í sambandi með honum og að lokum giftast honum, þá var hún sett í sama hús og konurnar sem framleiddu klám fyrir bræðurna. „Ég hélt ég væri að koma hingað til að búa með þér. Það er skrítið að setja mig með stelpunum sem vinna fyrir þig,“ segir í SMS-skilaboðum sem konan sendi á Andrew daginn sem hún mætti út. Konan upplifði einnig hótanir af hálfu Tristan. Hún ræddi eitt sinn við hann um að hún ætlaði í bæinn. „NEI. Að fara út ein, án þess að segja mér. Verslunarmiðstöðina. Í búðina. EKKI NEITT HÉÐAN Í FRÁ. Þetta er síðasta viðvörunin,“ svaraði Tristan. Konurnar sagðar þrælar Í úrskurðinum er fjallað um að konurnar hafi verið tilneyddar að búa til klám og að þær væru gerðar að þrælum. Bræðurnir tóku helminginn af því sem stelpurnar þénuðu en þær þurftu einnig að borga sektir ef þær gerðu eitthvað sem þóknaðist bræðrunum ekki, til dæmis ef þær tóku of langar pásur eða grétu á meðan þær voru að framleiða efnið. Líkt og Vísir hefur greint frá munu bræðurnir ekki losna fyrr en í fyrsta lagi 27. febrúar þegar gæsluvarðhaldsúrskurðurinn rennur út. Í samtali við Washington Post segir Ramona Bolla, talsmaður rannsóknardeildar lögreglunnar í Rúmeníu, að hún sé sannfærð um að þeir verði ákærðir. Mál Andrew Tate Kynferðisofbeldi Rúmenía Tengdar fréttir Holdgervingur eitraðrar karlmennsku slær í gegn á TikTok Fyrrum bardagakappinn Andrew Tate hefur slegið í gegn á TikTok síðustu vikur, þá sérstaklega meðal ungra karlmanna. Ummæli Tate verður þó að flokka oft á tíðum sem afar umdeild en hann talar oftar en ekki niður til kvenna og ýtir undir eitraða karlmennsku. Fleiri og fleiri ungir karlmenn fylgjast með Tate á hverjum einasta degi. 8. ágúst 2022 23:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Sjá meira
Fjallað hefur verið ítarlega um málefni samfélagsmiðlastjörnunnar og fyrrum bardagakappans Andrew Tate og bróður hans, Tristan, hér á Vísi síðustu vikur. Þeir voru báðir handteknir undir lok síðasta árs í Rúmeníu og hafa setið í gæsluvarðhaldi síðan þá. Fjallað hefur verið um að bræðurnir séu grunaðir um mansal. Washington Post hefur undir höndunum gæsluvarðhaldsúrskurðinn en samkvæmt honum er Andrew ekki einungis ákærður fyrir mansal heldur einnig tvær nauðganir. Þá er í úrskurðinum, sem er alls 67 blaðsíður, farið yfir SMS-skilaboð milli Andrew, Tristan og þeirra kvenna sem hafa sakað þá um ofbeldi. Tvær konur einnig grunaðar Bræðurnir eru ekki þeir einu tveir sem eru grunaðir í málinu heldur einnig tvær rúmenskar konur sem eru grunaðar um að hafa aðstoðað þá við að reka mansalshring. Sama konan er fórnarlambið í báðum þeim nauðgunum sem Andrew er grunaður um að hafa framið. Báðar nauðganirnar áttu sér stað í Búkarest, höfuðborg Rúmeníu, en konan er einnig talin vera fórnarlamb mansals. Andrew fékk hana til að flytja frá London til Rúmeníu með því að öðlast traust hennar en þegar þangað var komið neyddi hann hana til að stunda kynlíf með sér og tveimur öðrum konum á hótelherbergi. Ellefu dögum síðar er hann sagður hafa hótað konunni og þannig fengið hana til að stunda kynlíf með sér. Vildi hjónaband Í úrskurðinum er fjallað um hvernig Andrew gabbaði moldóvska konu til þess að flytja til Rúmeníu. Áður en konan flutti út ræddi hún við hann í gegnum SMS-skilaboð og sagðist hafa áhyggjur af myndböndum sem hann hafði birst í á netinu, þá sérstaklega þar sem hann talaði um hvernig hann græddi á því að konur væru að búa til klámmyndbönd. Andrew svaraði henni og sagði henni að þetta væri allt peningaþvætti og því gæti hún treyst honum. Þá sendi hann henni skilaboð og spurði hana hvort henni væri alvara um sambandið. „Ég verð að vita hvort þú sért ákveðin... Hvort þér sé alvara um hjónaband,“ skrifaði Andrew. Konan svaraði að henni væri jú alvara. Sett með konunum sem unnu fyrir Tate Þegar konan flutti til hans til Rúmeníu, með það í huga að hún myndi byrja í sambandi með honum og að lokum giftast honum, þá var hún sett í sama hús og konurnar sem framleiddu klám fyrir bræðurna. „Ég hélt ég væri að koma hingað til að búa með þér. Það er skrítið að setja mig með stelpunum sem vinna fyrir þig,“ segir í SMS-skilaboðum sem konan sendi á Andrew daginn sem hún mætti út. Konan upplifði einnig hótanir af hálfu Tristan. Hún ræddi eitt sinn við hann um að hún ætlaði í bæinn. „NEI. Að fara út ein, án þess að segja mér. Verslunarmiðstöðina. Í búðina. EKKI NEITT HÉÐAN Í FRÁ. Þetta er síðasta viðvörunin,“ svaraði Tristan. Konurnar sagðar þrælar Í úrskurðinum er fjallað um að konurnar hafi verið tilneyddar að búa til klám og að þær væru gerðar að þrælum. Bræðurnir tóku helminginn af því sem stelpurnar þénuðu en þær þurftu einnig að borga sektir ef þær gerðu eitthvað sem þóknaðist bræðrunum ekki, til dæmis ef þær tóku of langar pásur eða grétu á meðan þær voru að framleiða efnið. Líkt og Vísir hefur greint frá munu bræðurnir ekki losna fyrr en í fyrsta lagi 27. febrúar þegar gæsluvarðhaldsúrskurðurinn rennur út. Í samtali við Washington Post segir Ramona Bolla, talsmaður rannsóknardeildar lögreglunnar í Rúmeníu, að hún sé sannfærð um að þeir verði ákærðir.
Mál Andrew Tate Kynferðisofbeldi Rúmenía Tengdar fréttir Holdgervingur eitraðrar karlmennsku slær í gegn á TikTok Fyrrum bardagakappinn Andrew Tate hefur slegið í gegn á TikTok síðustu vikur, þá sérstaklega meðal ungra karlmanna. Ummæli Tate verður þó að flokka oft á tíðum sem afar umdeild en hann talar oftar en ekki niður til kvenna og ýtir undir eitraða karlmennsku. Fleiri og fleiri ungir karlmenn fylgjast með Tate á hverjum einasta degi. 8. ágúst 2022 23:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Sjá meira
Holdgervingur eitraðrar karlmennsku slær í gegn á TikTok Fyrrum bardagakappinn Andrew Tate hefur slegið í gegn á TikTok síðustu vikur, þá sérstaklega meðal ungra karlmanna. Ummæli Tate verður þó að flokka oft á tíðum sem afar umdeild en hann talar oftar en ekki niður til kvenna og ýtir undir eitraða karlmennsku. Fleiri og fleiri ungir karlmenn fylgjast með Tate á hverjum einasta degi. 8. ágúst 2022 23:45