„Það verður fróðlegt að lesa þá skýrslu sem hlýtur að liggja fyrir“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. febrúar 2023 18:19 Víðir Reynisson er undrandi á ákvörðun dómsmálaráðuneytisins og segist vona að ítarleg greiningarvinna liggi að baki henni. Vísir/Arnar Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum, er undrandi á áformum dómsmálaráðherra um að selja flugvélina TF-SIF, sem hefur verið hluti af flota Landhelgisgæslunnar frá árinu 2009. Hann segist vona að ítarleg greining búi að baki ákvörðuninni. Almannavarnir hafi ekki komið að slíkri greiningu. „Við urðum bara mjög hissa þegar við heyrðum af þessu og það eru margar ástæður fyrir því. Í fyrsta lagi er þetta hluti af viðbúnaði Almannavarna. Þegar það var ákveðið að kaupa þessa vél, sem var afhent 2009, þá lá fyrir mjög ítarleg greiningarvinna á þörfinni, í fyrsta lagi hvort það ætti að vera flugvél og síðan hvaða búnaður og í hvaða verkefnum hún átti að vera. Við tókum mikinn þátt í þeirri vinnu og þá var þetta fullkomið tæki sem kom til landsins og við bundum miklar vonir við að geta nýtt alltaf,“ segir Víðir í samtali við fréttastofu. Hann segir að Almannavarnir hafi litið á leigu vélarinnar erlendis sem neyðarúrræði vegna halla ríkissjóðs í kjölfar efnahagshrunsins og benti á að vélin hefði verið kölluð til baka úr verkefnum erlendis í tengslum við hamfarir eða slys á Íslandi. „Þarna vorum við komin með tæki sem við héldum að myndi hjálpa mjög mikið, skiptir miklu máli til að fylgjast með því sem er að gerast í kringum okkur og annað slíkt. Þannig að þetta kemur okkur verulega á óvart, að þetta hafi verið niðurstaðan, og ég reikna með að þarna liggi að baki einhvern ítarleg greining. En við höfum ekki verið þátttakendur í þeirri greiningu. „Með ólíkindum að við séum að eiga þetta samtal“ Víðir segir að nýverið hafi vélin verið notuð í ýmis verkefni hér á landi. „Það er ekki langt síðan við notuðum hana vegna alvarlegs bílslyss í Öræfum, þar sem fimm einstaklingar voru fluttir með henni frá Hornafirði í bæinn. Það er nú svona nýjasta dæmið. Þegar hún er hérna þá er hún notuð. En eins og ég segi, við litum alltaf á það sem einhverja neyðarráðstöfun að hún væri svona mikið erlendis.“ Það er von Víðis að Alþingi, hvar málið verður nú rætt, komist að þeirri niðurstöðu að Landhelgisgæslan fái þær fjárveitingar sem hún þurfi, en halli á rekstri hennar er sögð ástæða fyrirhugaðrar sölu á vélinni. Hann segir margt geta gerst sem mæli með því að vélin verði áfram til reiðu fyrir viðbragðsaðila. „Það er svo ótrúlega margt. Bæði getan okkar í leit og björgun, eins og til dæmis bara á hálendinu. Þegar þyrlur gæslunnar fara til aðstoðar við skip sem eru langt í burtu, og margt annað. Síðan þessi vísindalegi þáttur sem við höfum notað hana í og eins þegar það koma hamfarir og við þurfum að koma hjálparliði á staðinn eða sækja fólk og koma því burt eftir slys. Þetta er vél sem er sérhæfð og ætluð í það og það er með ólíkindum að við séum að eiga þetta samtal í dag finnst mér,“ segir Víðir. Vonar að Alþingi ranki við sér Víðir segist ekki átta sig á því að dómsmálaráðherra hafi komist að þeirri ákvörðun að vélina skyldi selja. „Ég skil þetta ekki. Eins og ég segi, ég geri ráð fyrir að dómsmálaráðuneytið hafi lagst í mjög ítarlega greiningu á þessu. Hún var keypt eftir mjög ítarlega greiningu og ef það á að selja hana þá geri ég ráð fyrir að það sé ekki minni vinna lögð í að meta hvort þetta sé eina leiðin út úr þessu máli. Það verður fróðlegt að lesa þá skýrslu sem hlýtur að liggja fyrir.“ Vonastu til þess að þessi ákvörðun verði dregin til baka? „Það er náttúrulega í höndum annarra en okkar. Nú á að ræða málið á Alþingi og í þingnefndum. Þar liggur fjárveitingarvaldið og það er ákvörðun Alþingis um það hvort Landhelgisgæslan fái þá fjármuni sem þarf til þess að sinna þessu verkefni.“ Almannavarnir Landhelgisgæslan Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir Hristir hausinn yfir ákvörðun Jóns því vélina megi alls ekki selja Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra á þeim tíma sem flugvélin TF-SIF varð hluti af flota Landhelgisgæslunnar, er hissa á tíðindum af fyrirhugaðri sölu vélarinnar. Hans skoðun er einföld. Vélina megi alls ekki selja. Þá setur hann spurningamerki við að Ísland vilji ekki stolt leggja sitt af mörkum við gæslustörf fyrir Miðjaðarhafi. 2. febrúar 2023 16:37 Flugvélin kostnaðarsöm og notkunin „mjög lítil“ Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir að flugvél Landhelgisgæslunnar sé kostnaðarsöm og lítið notuð. Fyrirhuguð sala á vélinni var til umfjöllunar í funheitri umræðu á Alþingi í dag. 2. febrúar 2023 15:30 Dómsmálaráðherra hefur ekki heimild til að selja TF-SIF Engin heimild er í fjárlögum þessa árs til sölu á TF-SIF flugvél Landhelgisgæslunnar. Áform dómsmálaráðherra um sölu flugvélarinnar komu formanni fjárlaganefndar á óvart og telur hann nauðsynlegt að nefndin komi saman til að ræða þessi mál strax á morgun. Fjölmargir þingmenn lýstu hneykslan sinni á ákvörðun dómsmálaráðherra á Alþingi í morgun. 2. febrúar 2023 12:25 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Sjá meira
„Við urðum bara mjög hissa þegar við heyrðum af þessu og það eru margar ástæður fyrir því. Í fyrsta lagi er þetta hluti af viðbúnaði Almannavarna. Þegar það var ákveðið að kaupa þessa vél, sem var afhent 2009, þá lá fyrir mjög ítarleg greiningarvinna á þörfinni, í fyrsta lagi hvort það ætti að vera flugvél og síðan hvaða búnaður og í hvaða verkefnum hún átti að vera. Við tókum mikinn þátt í þeirri vinnu og þá var þetta fullkomið tæki sem kom til landsins og við bundum miklar vonir við að geta nýtt alltaf,“ segir Víðir í samtali við fréttastofu. Hann segir að Almannavarnir hafi litið á leigu vélarinnar erlendis sem neyðarúrræði vegna halla ríkissjóðs í kjölfar efnahagshrunsins og benti á að vélin hefði verið kölluð til baka úr verkefnum erlendis í tengslum við hamfarir eða slys á Íslandi. „Þarna vorum við komin með tæki sem við héldum að myndi hjálpa mjög mikið, skiptir miklu máli til að fylgjast með því sem er að gerast í kringum okkur og annað slíkt. Þannig að þetta kemur okkur verulega á óvart, að þetta hafi verið niðurstaðan, og ég reikna með að þarna liggi að baki einhvern ítarleg greining. En við höfum ekki verið þátttakendur í þeirri greiningu. „Með ólíkindum að við séum að eiga þetta samtal“ Víðir segir að nýverið hafi vélin verið notuð í ýmis verkefni hér á landi. „Það er ekki langt síðan við notuðum hana vegna alvarlegs bílslyss í Öræfum, þar sem fimm einstaklingar voru fluttir með henni frá Hornafirði í bæinn. Það er nú svona nýjasta dæmið. Þegar hún er hérna þá er hún notuð. En eins og ég segi, við litum alltaf á það sem einhverja neyðarráðstöfun að hún væri svona mikið erlendis.“ Það er von Víðis að Alþingi, hvar málið verður nú rætt, komist að þeirri niðurstöðu að Landhelgisgæslan fái þær fjárveitingar sem hún þurfi, en halli á rekstri hennar er sögð ástæða fyrirhugaðrar sölu á vélinni. Hann segir margt geta gerst sem mæli með því að vélin verði áfram til reiðu fyrir viðbragðsaðila. „Það er svo ótrúlega margt. Bæði getan okkar í leit og björgun, eins og til dæmis bara á hálendinu. Þegar þyrlur gæslunnar fara til aðstoðar við skip sem eru langt í burtu, og margt annað. Síðan þessi vísindalegi þáttur sem við höfum notað hana í og eins þegar það koma hamfarir og við þurfum að koma hjálparliði á staðinn eða sækja fólk og koma því burt eftir slys. Þetta er vél sem er sérhæfð og ætluð í það og það er með ólíkindum að við séum að eiga þetta samtal í dag finnst mér,“ segir Víðir. Vonar að Alþingi ranki við sér Víðir segist ekki átta sig á því að dómsmálaráðherra hafi komist að þeirri ákvörðun að vélina skyldi selja. „Ég skil þetta ekki. Eins og ég segi, ég geri ráð fyrir að dómsmálaráðuneytið hafi lagst í mjög ítarlega greiningu á þessu. Hún var keypt eftir mjög ítarlega greiningu og ef það á að selja hana þá geri ég ráð fyrir að það sé ekki minni vinna lögð í að meta hvort þetta sé eina leiðin út úr þessu máli. Það verður fróðlegt að lesa þá skýrslu sem hlýtur að liggja fyrir.“ Vonastu til þess að þessi ákvörðun verði dregin til baka? „Það er náttúrulega í höndum annarra en okkar. Nú á að ræða málið á Alþingi og í þingnefndum. Þar liggur fjárveitingarvaldið og það er ákvörðun Alþingis um það hvort Landhelgisgæslan fái þá fjármuni sem þarf til þess að sinna þessu verkefni.“
Almannavarnir Landhelgisgæslan Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir Hristir hausinn yfir ákvörðun Jóns því vélina megi alls ekki selja Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra á þeim tíma sem flugvélin TF-SIF varð hluti af flota Landhelgisgæslunnar, er hissa á tíðindum af fyrirhugaðri sölu vélarinnar. Hans skoðun er einföld. Vélina megi alls ekki selja. Þá setur hann spurningamerki við að Ísland vilji ekki stolt leggja sitt af mörkum við gæslustörf fyrir Miðjaðarhafi. 2. febrúar 2023 16:37 Flugvélin kostnaðarsöm og notkunin „mjög lítil“ Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir að flugvél Landhelgisgæslunnar sé kostnaðarsöm og lítið notuð. Fyrirhuguð sala á vélinni var til umfjöllunar í funheitri umræðu á Alþingi í dag. 2. febrúar 2023 15:30 Dómsmálaráðherra hefur ekki heimild til að selja TF-SIF Engin heimild er í fjárlögum þessa árs til sölu á TF-SIF flugvél Landhelgisgæslunnar. Áform dómsmálaráðherra um sölu flugvélarinnar komu formanni fjárlaganefndar á óvart og telur hann nauðsynlegt að nefndin komi saman til að ræða þessi mál strax á morgun. Fjölmargir þingmenn lýstu hneykslan sinni á ákvörðun dómsmálaráðherra á Alþingi í morgun. 2. febrúar 2023 12:25 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Sjá meira
Hristir hausinn yfir ákvörðun Jóns því vélina megi alls ekki selja Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra á þeim tíma sem flugvélin TF-SIF varð hluti af flota Landhelgisgæslunnar, er hissa á tíðindum af fyrirhugaðri sölu vélarinnar. Hans skoðun er einföld. Vélina megi alls ekki selja. Þá setur hann spurningamerki við að Ísland vilji ekki stolt leggja sitt af mörkum við gæslustörf fyrir Miðjaðarhafi. 2. febrúar 2023 16:37
Flugvélin kostnaðarsöm og notkunin „mjög lítil“ Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir að flugvél Landhelgisgæslunnar sé kostnaðarsöm og lítið notuð. Fyrirhuguð sala á vélinni var til umfjöllunar í funheitri umræðu á Alþingi í dag. 2. febrúar 2023 15:30
Dómsmálaráðherra hefur ekki heimild til að selja TF-SIF Engin heimild er í fjárlögum þessa árs til sölu á TF-SIF flugvél Landhelgisgæslunnar. Áform dómsmálaráðherra um sölu flugvélarinnar komu formanni fjárlaganefndar á óvart og telur hann nauðsynlegt að nefndin komi saman til að ræða þessi mál strax á morgun. Fjölmargir þingmenn lýstu hneykslan sinni á ákvörðun dómsmálaráðherra á Alþingi í morgun. 2. febrúar 2023 12:25