Þrekvirki á sjötugsafmælinu átján mánuðum eftir hjartaaðgerð Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. febrúar 2023 20:01 Sigmundur Stefánsson, afmælisbarn og hlaupari, í íþróttahöll Selfoss í dag. Vísir/Egill Sjötugur hlaupari á Selfossi fagnaði í dag afmælisdeginum með því að hlaupa fimmtíu kílómetra, einu og hálfu ári eftir opna hjartaaðgerð og krabbameinsmeðferð. Hann er vonsvikinn að hafa ekki náð sjötíu kílómetra markmiðinu en færð, veður og krampar settu strik í reikninginn. Við hittum afmælisbarnið á hlaupum. Sigmundur Stefánsson á Selfossi er sjötugur í dag og ákvað fyrir nokkru síðan að á afmælisdaginn skyldi hann hlaupa sjötíu kílómetra, tíu sjö kílómetra hringi, og safna áheitum fyrir Krabbameinsfélag Árnesinga og Hjartaheill. Og það var frækinn hópur sem lagði af stað klukkan sjö við Sundhöll Selfoss í morgun en plön gengu ekki alveg eftir. Hvorki veður né færð voru nefnilega með besta móti í dag. Hlaupið, sem Sigmundur hefur nefnt Simmalinginn, var því fært inn í íþróttahöll Selfoss. Bara gleði þrátt fyrir allt Og við hittum Sigmund í miðjum sjöunda hring síðdegis í dag. Hann kvað það vonbrigði að þurfa að stytta hlaupið en ofboðslegir krampar hafi því miður borið hann ofurliði. „Ég var orðinn stífur allur. Það var verið að lengja pásurnar í morgun til að nudda. Hjúkkur og læknar og fleiri en svona er þetta bara, maðurinn er svona, við ráðum ekki við það. En það er bara gleði. Og við erum ákveðin í að halda áfram og það er bara frábært að vera búin með sjö hringi, þó að við höfum ætlað að taka þá tíu.“ Lífið heldur áfram Sigmundur lauk meðferð við krabbameini í blöðruhálskirtli um áramótin og fyrir einu og hálfu ári gekkst hann undir opna hjartaaðgerð. Og hann hleypur með boðskap í huga. „Við erum að benda fólki á það að lífið er ekki búið. Þú getur haldið áfram. Og við ætlum að halda áfram og klára þetta.“ Ég sé að þú ert með hóp með þér. Er búið að vera fjölmenni í allan dag? „Það er búið að vera fjölmenni í allan dag. Við byrjuðum tuttugu og einn í morgun, svo hefur þetta verið í kringum tíu manns í hverjum hring. Og bara gleði og allir ánægðir.“ Sannarlega eftirminnilegur afmælisdagur hjá Sigmundi sem stefndi á heita pottinn í Sundhöll Selfoss að loknu þrekvirki dagsins. Þá hyggst hann klára kílómetrana sjötíu þegar betur viðrar í sumar. Enn er hægt að heita á Sigmund á vef Hjartaheilla og Krabbameinsfélags Árnessýslu. Þegar þetta er ritað hefur Sigmundur samtals safnað næstum 680 þúsund krónum fyrir félögin. Árborg Félagsmál Hlaup Tímamót Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Sjá meira
Sigmundur Stefánsson á Selfossi er sjötugur í dag og ákvað fyrir nokkru síðan að á afmælisdaginn skyldi hann hlaupa sjötíu kílómetra, tíu sjö kílómetra hringi, og safna áheitum fyrir Krabbameinsfélag Árnesinga og Hjartaheill. Og það var frækinn hópur sem lagði af stað klukkan sjö við Sundhöll Selfoss í morgun en plön gengu ekki alveg eftir. Hvorki veður né færð voru nefnilega með besta móti í dag. Hlaupið, sem Sigmundur hefur nefnt Simmalinginn, var því fært inn í íþróttahöll Selfoss. Bara gleði þrátt fyrir allt Og við hittum Sigmund í miðjum sjöunda hring síðdegis í dag. Hann kvað það vonbrigði að þurfa að stytta hlaupið en ofboðslegir krampar hafi því miður borið hann ofurliði. „Ég var orðinn stífur allur. Það var verið að lengja pásurnar í morgun til að nudda. Hjúkkur og læknar og fleiri en svona er þetta bara, maðurinn er svona, við ráðum ekki við það. En það er bara gleði. Og við erum ákveðin í að halda áfram og það er bara frábært að vera búin með sjö hringi, þó að við höfum ætlað að taka þá tíu.“ Lífið heldur áfram Sigmundur lauk meðferð við krabbameini í blöðruhálskirtli um áramótin og fyrir einu og hálfu ári gekkst hann undir opna hjartaaðgerð. Og hann hleypur með boðskap í huga. „Við erum að benda fólki á það að lífið er ekki búið. Þú getur haldið áfram. Og við ætlum að halda áfram og klára þetta.“ Ég sé að þú ert með hóp með þér. Er búið að vera fjölmenni í allan dag? „Það er búið að vera fjölmenni í allan dag. Við byrjuðum tuttugu og einn í morgun, svo hefur þetta verið í kringum tíu manns í hverjum hring. Og bara gleði og allir ánægðir.“ Sannarlega eftirminnilegur afmælisdagur hjá Sigmundi sem stefndi á heita pottinn í Sundhöll Selfoss að loknu þrekvirki dagsins. Þá hyggst hann klára kílómetrana sjötíu þegar betur viðrar í sumar. Enn er hægt að heita á Sigmund á vef Hjartaheilla og Krabbameinsfélags Árnessýslu. Þegar þetta er ritað hefur Sigmundur samtals safnað næstum 680 þúsund krónum fyrir félögin.
Árborg Félagsmál Hlaup Tímamót Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Sjá meira