Sér ekki möguleika á samningum nema Aðalsteinn stígi til hliðar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 2. febrúar 2023 15:50 Efling hefur skotið stjórnsýslukæru sinni um lögmæti miðlunartillögu ríkissáttasemjara til héraðsdóms. Vísir/Arnar Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að skipa þurfi vararíkissáttasemjara ef kalla eigi Eflingu og Samtök Atvinnulífsins aftur að samningsborðinu. Efling hefur dregið stjórnsýslukæru sína vegna miðlunartillögu sáttasemjara til baka og þess í stað kært hana til héraðsdóms. „Við ætlum að draga þessa stjórnsýslukæru til baka og fara með miðlunartillöguna fyrir héraðsdóm. Við ákváðum að gera það vegna þess að við höfum ekki trú á því að það vinnist neitt með að fara með þessa stjórnsýslukæru til ráðherrans. Viðbrögð hafa verið sein og svo framvegis,“ segir Sólveig Anna í samtali við fréttastofu. Félagið tilkynnti eftir hádegi í dag að það ætli að skjóta kæru sinni vegna miðlunartillögu sáttasemjara til héraðsdóms. Félagið kærði tillöguna til vinnumarkaðsráðuneytisins á mánudag, 30. janúar, en málið eki verið afgreitt hjá ráðuneytinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa starfsmenn ráðuneytisins unnið langt fram á kvöld í vikunni til að afgreiða málið hratt. „Við höldum að þetta sé skynsamlegri og betri leið fyrir okkur að fara. Einnig í ljósi alvarleika málsins er þetta eðlilegri staður að fara á teljum við,“ segir Sólveig. Skera verði úr um lögmæti miðlunartillögunnar Samtök atvinnulífsins hafa þá kært Eflingu til Félagsdóms vegna verkfallsboðunar félagsins. Til stendur að um þrjú hundruð Eflingarliðar hjá Íslandshótelum leggi niður störf á þriðjudag. SA telur verkfall ólögmætt þar sem miðlunartillagan, sem Efling hefur hafnað, liggur enn á borðum. „Þetta er náttúrulega eins langsótt og furðulegt og hægt er að hugsa sér. Við erum ekki á svipaðri vegferð. Okkar málatilbúnaður er í engu langsóttur eða furðulegur, hann er tengdur veruleikanum sem við búum í. Við teljum að miðlunartillagan sé ólögleg, við teljum að framferði ríkissáttasemjara í því hvernig hún var unnin, lögð fram og svo framvegis brjóti gegn þeim lögum sem hann á að starfa eftir,“ segir Sólveig. „Við teljum mjög mikilvægt, sem og aðrir í verkalýðshreyfingunni, að úr þessu verði skorið með skýrum og fljótum hætti.“ Skipa þurfi vararíkissáttasemjara Hún telji að verkfall hefjist þrátt fyrir allt þetta á þriðjudag. „Og á morgun hefst næsta atkvæðagreiðsla. Þá eru það hótelstarfsmenn á hinum hótelunum sem og olíubílstjórar og bílstjórarnir hjá Samskipum. Sú niðurstaða mun liggja fyrir á þriðjudaginn, sama dag og verkföllin eiga að hefjast. Ég er fullviss um að okkar plön haldi áfram að hreyfast fram á við eins og lagt var upp með.“ Efling geti ekki sest niður við samningaborðið ef Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari á að miðla málum. „Það var aldrei opnað á það að raunverulegar kjaraviðræður hæfust. Núna er staðan sú að stjórn Eflingar hefur lýst yfir vantrausti á ríkissáttasemjara þannig að ég get ekki séð að hann gæti tekið að sér á þessum tímapunkti að miðla einhverju í þessum deilum,“ segir Sólveig. „Fari svo að embætti ríkissáttasemjara boði fund þá auðvitað erum við skuldbundin að mæta og munum ekki reyna að koma okkur undan því. Það sem ég er að segja er að sökum þess vantraust sem Efling ber á þessum tímapunkti til ríkissáttasemjari getur hann ekki verið áfram þarna inni. Það er lítið mál fyrir ráðherra að finna út úr því hvernig væri hægt að leysa það og setja einhvern, sem bæri titilinn aðstoðarríkissáttasemjari, í deiluna.“ Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Dómsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Efling skýtur lögmæti miðlunartillögunnar til héraðsdóms Efling hefur ákveðið að skjóta kröfu sinni um ógildingu miðlunartillögu ríkissáttasemjara til Héraðsdóms Reykjavíkur. Þetta gerir félagið vegna viðbragðsleysis Guðmundar Inga Guðbrandssonar vinnumarkaðsráðherra við stjórnsýslukæru Eflingar. 2. febrúar 2023 13:42 Vinnudeilur ekki gagnlegar þegar spenna er í hagkerfinu Fjármálaráðherra segir vinnudeilur, líkt og er á milli Samtaka atvinnulífsins (SA) og Eflingar, séu ekki gagnlegar þegar mikil spenna er í hagkerfinu líkt og er um þessar mundir. Hann vill sjá vinnu lagða í að þroska vinnumarkaðsmódelið til að draga úr líkunum á að ágreiningur í kjaraviðræðum endi á svipuðum stað og SA og Efling eru komin á. 2. febrúar 2023 13:24 Ekki bara skortur á mat heldur færi allt of mikið í ruslið Forstjóri Innnes, eins stærsta heildsalans á höfuðborgarsvæðinu, segir að verði úr verkföllum Eflingar hjá Samskipum og Olíudreifingu geti heildsalinn aðeins haldið úti starfsemi í nokkra daga. 2. febrúar 2023 11:15 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Sjá meira
„Við ætlum að draga þessa stjórnsýslukæru til baka og fara með miðlunartillöguna fyrir héraðsdóm. Við ákváðum að gera það vegna þess að við höfum ekki trú á því að það vinnist neitt með að fara með þessa stjórnsýslukæru til ráðherrans. Viðbrögð hafa verið sein og svo framvegis,“ segir Sólveig Anna í samtali við fréttastofu. Félagið tilkynnti eftir hádegi í dag að það ætli að skjóta kæru sinni vegna miðlunartillögu sáttasemjara til héraðsdóms. Félagið kærði tillöguna til vinnumarkaðsráðuneytisins á mánudag, 30. janúar, en málið eki verið afgreitt hjá ráðuneytinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa starfsmenn ráðuneytisins unnið langt fram á kvöld í vikunni til að afgreiða málið hratt. „Við höldum að þetta sé skynsamlegri og betri leið fyrir okkur að fara. Einnig í ljósi alvarleika málsins er þetta eðlilegri staður að fara á teljum við,“ segir Sólveig. Skera verði úr um lögmæti miðlunartillögunnar Samtök atvinnulífsins hafa þá kært Eflingu til Félagsdóms vegna verkfallsboðunar félagsins. Til stendur að um þrjú hundruð Eflingarliðar hjá Íslandshótelum leggi niður störf á þriðjudag. SA telur verkfall ólögmætt þar sem miðlunartillagan, sem Efling hefur hafnað, liggur enn á borðum. „Þetta er náttúrulega eins langsótt og furðulegt og hægt er að hugsa sér. Við erum ekki á svipaðri vegferð. Okkar málatilbúnaður er í engu langsóttur eða furðulegur, hann er tengdur veruleikanum sem við búum í. Við teljum að miðlunartillagan sé ólögleg, við teljum að framferði ríkissáttasemjara í því hvernig hún var unnin, lögð fram og svo framvegis brjóti gegn þeim lögum sem hann á að starfa eftir,“ segir Sólveig. „Við teljum mjög mikilvægt, sem og aðrir í verkalýðshreyfingunni, að úr þessu verði skorið með skýrum og fljótum hætti.“ Skipa þurfi vararíkissáttasemjara Hún telji að verkfall hefjist þrátt fyrir allt þetta á þriðjudag. „Og á morgun hefst næsta atkvæðagreiðsla. Þá eru það hótelstarfsmenn á hinum hótelunum sem og olíubílstjórar og bílstjórarnir hjá Samskipum. Sú niðurstaða mun liggja fyrir á þriðjudaginn, sama dag og verkföllin eiga að hefjast. Ég er fullviss um að okkar plön haldi áfram að hreyfast fram á við eins og lagt var upp með.“ Efling geti ekki sest niður við samningaborðið ef Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari á að miðla málum. „Það var aldrei opnað á það að raunverulegar kjaraviðræður hæfust. Núna er staðan sú að stjórn Eflingar hefur lýst yfir vantrausti á ríkissáttasemjara þannig að ég get ekki séð að hann gæti tekið að sér á þessum tímapunkti að miðla einhverju í þessum deilum,“ segir Sólveig. „Fari svo að embætti ríkissáttasemjara boði fund þá auðvitað erum við skuldbundin að mæta og munum ekki reyna að koma okkur undan því. Það sem ég er að segja er að sökum þess vantraust sem Efling ber á þessum tímapunkti til ríkissáttasemjari getur hann ekki verið áfram þarna inni. Það er lítið mál fyrir ráðherra að finna út úr því hvernig væri hægt að leysa það og setja einhvern, sem bæri titilinn aðstoðarríkissáttasemjari, í deiluna.“
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Dómsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Efling skýtur lögmæti miðlunartillögunnar til héraðsdóms Efling hefur ákveðið að skjóta kröfu sinni um ógildingu miðlunartillögu ríkissáttasemjara til Héraðsdóms Reykjavíkur. Þetta gerir félagið vegna viðbragðsleysis Guðmundar Inga Guðbrandssonar vinnumarkaðsráðherra við stjórnsýslukæru Eflingar. 2. febrúar 2023 13:42 Vinnudeilur ekki gagnlegar þegar spenna er í hagkerfinu Fjármálaráðherra segir vinnudeilur, líkt og er á milli Samtaka atvinnulífsins (SA) og Eflingar, séu ekki gagnlegar þegar mikil spenna er í hagkerfinu líkt og er um þessar mundir. Hann vill sjá vinnu lagða í að þroska vinnumarkaðsmódelið til að draga úr líkunum á að ágreiningur í kjaraviðræðum endi á svipuðum stað og SA og Efling eru komin á. 2. febrúar 2023 13:24 Ekki bara skortur á mat heldur færi allt of mikið í ruslið Forstjóri Innnes, eins stærsta heildsalans á höfuðborgarsvæðinu, segir að verði úr verkföllum Eflingar hjá Samskipum og Olíudreifingu geti heildsalinn aðeins haldið úti starfsemi í nokkra daga. 2. febrúar 2023 11:15 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Sjá meira
Efling skýtur lögmæti miðlunartillögunnar til héraðsdóms Efling hefur ákveðið að skjóta kröfu sinni um ógildingu miðlunartillögu ríkissáttasemjara til Héraðsdóms Reykjavíkur. Þetta gerir félagið vegna viðbragðsleysis Guðmundar Inga Guðbrandssonar vinnumarkaðsráðherra við stjórnsýslukæru Eflingar. 2. febrúar 2023 13:42
Vinnudeilur ekki gagnlegar þegar spenna er í hagkerfinu Fjármálaráðherra segir vinnudeilur, líkt og er á milli Samtaka atvinnulífsins (SA) og Eflingar, séu ekki gagnlegar þegar mikil spenna er í hagkerfinu líkt og er um þessar mundir. Hann vill sjá vinnu lagða í að þroska vinnumarkaðsmódelið til að draga úr líkunum á að ágreiningur í kjaraviðræðum endi á svipuðum stað og SA og Efling eru komin á. 2. febrúar 2023 13:24
Ekki bara skortur á mat heldur færi allt of mikið í ruslið Forstjóri Innnes, eins stærsta heildsalans á höfuðborgarsvæðinu, segir að verði úr verkföllum Eflingar hjá Samskipum og Olíudreifingu geti heildsalinn aðeins haldið úti starfsemi í nokkra daga. 2. febrúar 2023 11:15
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent