Öryrkjar eru allskonar Hrönn Stefánsdóttir skrifar 2. febrúar 2023 14:01 Það að vera í vinnu og hvað þú gerir er stór hluti af sjálfsmynd fólks og hefur mikil áhrif á mat annarra. Þetta sést vel þegar fólk hittist og yfirleitt er fljótt spurt hvað viðmælandinn gerir. Út frá þessu svari er viðmælandinn gjarnan metinn. Það að spyrja einhvern sem þú hefur aldrei hitt þessarar spurningar viðheldur þeirri hugmynd að starf skilgreini verðmæti okkar, gildi og hamingju. Þegar þetta er fyrsta spurningin í samræðum nærir það þá ranghugmynd að starfsferill okkar sé einkennandi fyrir mikilvægi okkar og þar af leiðandi lætur það fólki finnast það minna virði ef ferillinn er ekki sá þáttur sem veitir því mesta lífsfyllingu. Það að eiga von á því að þurfa að svara svona spurningu er kvíðavekjandi fyrir marga og gerir það að verkum að viðkomandi þykir erfitt að mæta í fermingarveislur, afmæli, árshátíðir og aðra mannfagnaði. Að sjálfsögðu eru margir svo heppnir að verja 40 klukkustundum á viku í starf sem er fullkomlega í samræmi við gildi og áhugasvið þeirra og hver þau eru sem persónur. En lífið er svo miklu meira en það hvað við störfum við. Það eru samböndin okkar, venjur, langanir og draumar sem gera okkur að þeim sem við erum, ekki það hvernig við vinnum fyrir okkur. Líklega er það ekki draumastaða nokkurrar manneskju að verða öryrki og það er ekki heldur markmið sem fólk vinnur að. Flest fólk á sér drauma um að vera gildir samfélagsþegnar og geta svarað spurningunni um hvað það gerir þannig að það geti borið höfuðið hátt og þurfi ekki að líða eins og það sé minna virði. Ef fólk er með skerta starfsgetu getur svarið við þessari spurningu verið mjög erfitt. Átt þú að segja hver þú ert núna eða hver þú varst? Staða fólks sem hefur fallið út af vinnumarkaði er mismunandi. Fólk er með margvíslega menntun allt frá grunnskólaprófi upp í hæstu stig menntunar og störfin sem fólk kemur úr geta verið allt frá störfum sem hvorki krefjast mikillar menntunar né starfsþjálfunar upp í störf sem hafa meiri virði í hugum fólks og tilheyra hæstu stigum þjóðfélagsins. Sumt fólk fæðist fatlað og í sumum tilvikum eru fatlanir þess eðlis að frá upphafi er ljóst að ævi einstaklingsins á eftir að hafa einkennast af margs konar hindrunum. Stundum eru þessar takmarkanir aðeins líkamlegs eðlis og einstaklingurinn getur átt greiða leið í gegnum skólakerfið, alla leið í gegnum háskóla ef þörfum hans er mætt varðandi aðgengi bæði að námi og skólabyggingum og með því að mennta sig getur þessi einstaklingur aukið líkur sínar á því að fá starf við hæfi þar sem hæfileikar hans eða hennar geta notið sín til fulls. Hinn hópurinn er fólk sem af einhverjum ástæðum verður fyrir fötlun seinna á lífsleiðinni. Það sem veldur fólki örorku geta til dæmis verið ýmis konar veikindi eða slys. Oft eru þessar fatlanir ósýnilegar. Ósýnilegar fatlanir geta verið af völdum ýmis konar sjúkdóma, til að mynda gigtarsjúkdóma sem geta verið sveiflukenndir og komið í köstum sem enn eykur á erfiðleika fólks við að vera á vinnumarkaði í hefðbundnum störfum þar sem fólk situr við skrifborð frá 9-17. Oft er þetta fólk sem var búið að ljúka námi og hefja sinn starfsferil sem getur verið á öllum stigum samfélagsins. Fólk með skerta starfsgetu hefur margvíslega menntun og bakgrunn. Margir eru langskólagengnir og hafa mikla reynslu á sínu sviði og geta sumir mögulega stundað starf á sínu svið ef það mætti skilningi í formi viðeigandi aðlögunar starfsaðstæðna að þeirra þörfum til dæmis í formi beins aðgengis að vinnustaðnum en oft er þörfin meiri fyrir sveigjanleika og það að hafa möguleikann á því að geta stundað vinnu að hluta eða öllu leyti í fjarvinnu eða að hafa sveigjanlegan vinnutíma. Þegar talað er um að búa til störf fyrir öryrkja þarf að hafa í huga að fatlað fólk er alls konar. Sumir eru hámenntaðir og hafa mikla dýrmæta reynslu af sérhæfðum störfum sem eru dýrmæt fyrir samfélagið. Því þarf að hafa í huga að það þarf að búa til allskonar störf fyrir allskonar fólk og er það hagur þjóðfélagsins að nýta reynslu hvers og eins til fulls. Það gerist ekki nema þau störf sem sköpuð eru fyrir þennan hóp leyfi reynslu allra að njóta sýn og hæfileikar fólks séu nýttir. Oft þarf lítið annað að gera en að búa til hlutastörf úr störfum sem fyrir eru til að fatlað fólk geti unnið þau. Því miður er það þannig að þegar unnið er að því búa til störf fyrir fatlað fólk eru það oft einföld störf til dæmis í eldhúsum eða við þrif eða annað sem krefst ekki mikillar hæfni en eru hins vegar störf sem henta fólki illa með líkamlega fötlun. Með því að veita fólki með skerta starfsgetu ekki aðgang að störfum við hæfi þar sem hæfileikar þess nýtast til fulls fer þjóðfélagið á mis við það að nýta starfsfólk sem getur verið verðmætt og skilað meira virði ef það vinnur á sínu sviði. Mikilvægt er að leggja áherslu á að skapa störf sem bjóða upp á sveigjanleika t.d. varðandi starfsaðstæður á vinnustað og getur þá lýsing og möguleikar á að stjórna henni haft mikil áhrif, upphækkanleg skrifborð og fleira í þeim dúr, en einnig skiptir marga hópa miklu máli að hafa sveigjanleika í mætingu og að geta jafnvel unnið að heiman. Við höfum lært margt af Covid-19 varðandi fjarvinnu og möguleika í samskiptum í gegnum fjarfundabúnað og hefur komið í ljós að það hentar mörgum starfsmönnum og vinnustöðum að nýta þessa möguleika og hefur komið í ljós að mörgum starfsmönnum líkar þetta fyrirkomulag vel og skila jafnvel betri vinnu þegar þeir geta unnið að heiman. Fyrir fólk með skerta starfsorku getur mikil orka farið í það að klæða sig og koma sér á vinnustaðinn þannig að þegar þangað er komið getur það ekki skilað mikilli vinnu. Eru jafnvel dæmi um að fólk sem var aðeins í litlum hlutastörfum fyrir Covid faraldurinn hafi getað aukið starfshlutfall sitt upp í fullt starf þegar það átti þess kost að vinna heima og þurfti ekki lengur að eyða orku í að komast á vinnustað. Kostnaður við viðeigandi aðlögun af þessu tagi þarf ekki að vera mikill, en getur þó falið í sér einhvern viðbótarkostnað. ÖBÍ réttindasamtök hafa því lagt til að hið opinbera leggi til fjármagn til að setja á fót áfallatryggingasjóð fyrir vinnuveitendur vegna kostnaðar sem hlýst af viðeigandi aðlögun. Þar sem það getur verið erfitt fyrir fólk með skerta starfsorku að sjá fyrir hvort að endurkoma á vinnumarkað gangi vel er mikilvægt að tryggt sé að fólk verði ekki fyrir skerðingum ef það finnur að það þurfi að hætta störfum eða minnka við sig starfshlutfall, vegna sveiflna í sjúkdómi eða vegna þess að það finnur að það ræður ekki við starfið. Í núverandi kerfi þá getur það tekið fólk tíma að fá aftur fullar lífeyrisgreiðslur ef það hættir að vinna þar sem atvinnutekjur jafnast yfir árið og geta því valdið skerðingum á lífeyrisgreiðslum í langan tíma eftir að fólk hættir að vinna. Komi til þess að örorku- og endurhæfingarlífeyristakar fari í auknum mæli út á vinnumarkaðinn, eins og stjórnvöld stefna að, er nauðsynlegt að afnema allar skerðingar vegna atvinnutekna. Ríkisstjórnin hefur lagt áherslu á að stuðla eigi að auknum fjölbreytileika og fjölga tækifærum á vinnumarkaði fyrir fólk með skerta starfsgetu með tilraunaverkefnum sem eiga að greiða fyrir ráðningum. Það kemur heim og saman við áherslur stjórnarsáttmálans og stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um fjölgun sveigjanlegra hlutastarfa. Mikilvægt er að gert verði ráð fyrir viðeigandi aðlögun á vinnustöðum og tillit verði tekið til aðstæðna hvers og eins. Höfundur er formaður málefnahóps ÖBI um atvinnu og menntamál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Það að vera í vinnu og hvað þú gerir er stór hluti af sjálfsmynd fólks og hefur mikil áhrif á mat annarra. Þetta sést vel þegar fólk hittist og yfirleitt er fljótt spurt hvað viðmælandinn gerir. Út frá þessu svari er viðmælandinn gjarnan metinn. Það að spyrja einhvern sem þú hefur aldrei hitt þessarar spurningar viðheldur þeirri hugmynd að starf skilgreini verðmæti okkar, gildi og hamingju. Þegar þetta er fyrsta spurningin í samræðum nærir það þá ranghugmynd að starfsferill okkar sé einkennandi fyrir mikilvægi okkar og þar af leiðandi lætur það fólki finnast það minna virði ef ferillinn er ekki sá þáttur sem veitir því mesta lífsfyllingu. Það að eiga von á því að þurfa að svara svona spurningu er kvíðavekjandi fyrir marga og gerir það að verkum að viðkomandi þykir erfitt að mæta í fermingarveislur, afmæli, árshátíðir og aðra mannfagnaði. Að sjálfsögðu eru margir svo heppnir að verja 40 klukkustundum á viku í starf sem er fullkomlega í samræmi við gildi og áhugasvið þeirra og hver þau eru sem persónur. En lífið er svo miklu meira en það hvað við störfum við. Það eru samböndin okkar, venjur, langanir og draumar sem gera okkur að þeim sem við erum, ekki það hvernig við vinnum fyrir okkur. Líklega er það ekki draumastaða nokkurrar manneskju að verða öryrki og það er ekki heldur markmið sem fólk vinnur að. Flest fólk á sér drauma um að vera gildir samfélagsþegnar og geta svarað spurningunni um hvað það gerir þannig að það geti borið höfuðið hátt og þurfi ekki að líða eins og það sé minna virði. Ef fólk er með skerta starfsgetu getur svarið við þessari spurningu verið mjög erfitt. Átt þú að segja hver þú ert núna eða hver þú varst? Staða fólks sem hefur fallið út af vinnumarkaði er mismunandi. Fólk er með margvíslega menntun allt frá grunnskólaprófi upp í hæstu stig menntunar og störfin sem fólk kemur úr geta verið allt frá störfum sem hvorki krefjast mikillar menntunar né starfsþjálfunar upp í störf sem hafa meiri virði í hugum fólks og tilheyra hæstu stigum þjóðfélagsins. Sumt fólk fæðist fatlað og í sumum tilvikum eru fatlanir þess eðlis að frá upphafi er ljóst að ævi einstaklingsins á eftir að hafa einkennast af margs konar hindrunum. Stundum eru þessar takmarkanir aðeins líkamlegs eðlis og einstaklingurinn getur átt greiða leið í gegnum skólakerfið, alla leið í gegnum háskóla ef þörfum hans er mætt varðandi aðgengi bæði að námi og skólabyggingum og með því að mennta sig getur þessi einstaklingur aukið líkur sínar á því að fá starf við hæfi þar sem hæfileikar hans eða hennar geta notið sín til fulls. Hinn hópurinn er fólk sem af einhverjum ástæðum verður fyrir fötlun seinna á lífsleiðinni. Það sem veldur fólki örorku geta til dæmis verið ýmis konar veikindi eða slys. Oft eru þessar fatlanir ósýnilegar. Ósýnilegar fatlanir geta verið af völdum ýmis konar sjúkdóma, til að mynda gigtarsjúkdóma sem geta verið sveiflukenndir og komið í köstum sem enn eykur á erfiðleika fólks við að vera á vinnumarkaði í hefðbundnum störfum þar sem fólk situr við skrifborð frá 9-17. Oft er þetta fólk sem var búið að ljúka námi og hefja sinn starfsferil sem getur verið á öllum stigum samfélagsins. Fólk með skerta starfsgetu hefur margvíslega menntun og bakgrunn. Margir eru langskólagengnir og hafa mikla reynslu á sínu sviði og geta sumir mögulega stundað starf á sínu svið ef það mætti skilningi í formi viðeigandi aðlögunar starfsaðstæðna að þeirra þörfum til dæmis í formi beins aðgengis að vinnustaðnum en oft er þörfin meiri fyrir sveigjanleika og það að hafa möguleikann á því að geta stundað vinnu að hluta eða öllu leyti í fjarvinnu eða að hafa sveigjanlegan vinnutíma. Þegar talað er um að búa til störf fyrir öryrkja þarf að hafa í huga að fatlað fólk er alls konar. Sumir eru hámenntaðir og hafa mikla dýrmæta reynslu af sérhæfðum störfum sem eru dýrmæt fyrir samfélagið. Því þarf að hafa í huga að það þarf að búa til allskonar störf fyrir allskonar fólk og er það hagur þjóðfélagsins að nýta reynslu hvers og eins til fulls. Það gerist ekki nema þau störf sem sköpuð eru fyrir þennan hóp leyfi reynslu allra að njóta sýn og hæfileikar fólks séu nýttir. Oft þarf lítið annað að gera en að búa til hlutastörf úr störfum sem fyrir eru til að fatlað fólk geti unnið þau. Því miður er það þannig að þegar unnið er að því búa til störf fyrir fatlað fólk eru það oft einföld störf til dæmis í eldhúsum eða við þrif eða annað sem krefst ekki mikillar hæfni en eru hins vegar störf sem henta fólki illa með líkamlega fötlun. Með því að veita fólki með skerta starfsgetu ekki aðgang að störfum við hæfi þar sem hæfileikar þess nýtast til fulls fer þjóðfélagið á mis við það að nýta starfsfólk sem getur verið verðmætt og skilað meira virði ef það vinnur á sínu sviði. Mikilvægt er að leggja áherslu á að skapa störf sem bjóða upp á sveigjanleika t.d. varðandi starfsaðstæður á vinnustað og getur þá lýsing og möguleikar á að stjórna henni haft mikil áhrif, upphækkanleg skrifborð og fleira í þeim dúr, en einnig skiptir marga hópa miklu máli að hafa sveigjanleika í mætingu og að geta jafnvel unnið að heiman. Við höfum lært margt af Covid-19 varðandi fjarvinnu og möguleika í samskiptum í gegnum fjarfundabúnað og hefur komið í ljós að það hentar mörgum starfsmönnum og vinnustöðum að nýta þessa möguleika og hefur komið í ljós að mörgum starfsmönnum líkar þetta fyrirkomulag vel og skila jafnvel betri vinnu þegar þeir geta unnið að heiman. Fyrir fólk með skerta starfsorku getur mikil orka farið í það að klæða sig og koma sér á vinnustaðinn þannig að þegar þangað er komið getur það ekki skilað mikilli vinnu. Eru jafnvel dæmi um að fólk sem var aðeins í litlum hlutastörfum fyrir Covid faraldurinn hafi getað aukið starfshlutfall sitt upp í fullt starf þegar það átti þess kost að vinna heima og þurfti ekki lengur að eyða orku í að komast á vinnustað. Kostnaður við viðeigandi aðlögun af þessu tagi þarf ekki að vera mikill, en getur þó falið í sér einhvern viðbótarkostnað. ÖBÍ réttindasamtök hafa því lagt til að hið opinbera leggi til fjármagn til að setja á fót áfallatryggingasjóð fyrir vinnuveitendur vegna kostnaðar sem hlýst af viðeigandi aðlögun. Þar sem það getur verið erfitt fyrir fólk með skerta starfsorku að sjá fyrir hvort að endurkoma á vinnumarkað gangi vel er mikilvægt að tryggt sé að fólk verði ekki fyrir skerðingum ef það finnur að það þurfi að hætta störfum eða minnka við sig starfshlutfall, vegna sveiflna í sjúkdómi eða vegna þess að það finnur að það ræður ekki við starfið. Í núverandi kerfi þá getur það tekið fólk tíma að fá aftur fullar lífeyrisgreiðslur ef það hættir að vinna þar sem atvinnutekjur jafnast yfir árið og geta því valdið skerðingum á lífeyrisgreiðslum í langan tíma eftir að fólk hættir að vinna. Komi til þess að örorku- og endurhæfingarlífeyristakar fari í auknum mæli út á vinnumarkaðinn, eins og stjórnvöld stefna að, er nauðsynlegt að afnema allar skerðingar vegna atvinnutekna. Ríkisstjórnin hefur lagt áherslu á að stuðla eigi að auknum fjölbreytileika og fjölga tækifærum á vinnumarkaði fyrir fólk með skerta starfsgetu með tilraunaverkefnum sem eiga að greiða fyrir ráðningum. Það kemur heim og saman við áherslur stjórnarsáttmálans og stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um fjölgun sveigjanlegra hlutastarfa. Mikilvægt er að gert verði ráð fyrir viðeigandi aðlögun á vinnustöðum og tillit verði tekið til aðstæðna hvers og eins. Höfundur er formaður málefnahóps ÖBI um atvinnu og menntamál.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun