Hvað eiga handklæði og skrásetningargjöld sameiginlegt? Sigurbjörg Lovísa Árnadóttir skrifar 2. febrúar 2023 12:00 Það er okkur Íslendingum mikilvægt að varðveita íslenska tungu. Við erum iðin við að búa til nýyrði, iðin við að leiðrétta þágufallssýki þó þörfin á því sé ekki endilega mikil. Við erum líka iðin við að nota orð sem lýsa nákvæmlega því sem fólk myndi einmitt halda að þau þýði. Þar má nefna orð eins og ostaskeri, rúðupiss og svitalyktareyðir. Svo eigum við líka orð sem gefa þeim sem ekki eru íslenskumælandi litla vísbendingu um hvað þau þýða eins og til dæmis orðin lampi, rúntur eða bolli. En svo er líka flokkur orða sem við myndum eflaust halda að merki eitt en þýða í raun annað. Þar má nefna orð eins og til dæmis handklæði sem er svo sannarlega ekki orð með svipaða merkingu og orðið hanski eða vettlingur. En svo er það mitt uppáhalds orð: skrásetningargjald. Skrásetningargjald er orð sem ég gerði ráð fyrir að merkti að ef ég myndi, sem dæmi, skrá mig á námskeið sem kostar að þá þyrfti ég hugsanleg að borga einskonar staðfestingargjald. Skrásetningargjaldið færi þá í að greiða fyrir vinnuna sem það kostar að skrá mig á námskeiðið og væri eitthvað smotterí. Hljómar einfalt, en er því miður ekki merking orðsins þegar nemendur skrá sig í nám við Háskóla Íslands. Skrásetningargjaldið siglir nefnilega undir fölsku flaggi í opinberum háskólum hér á landi, það er notað í hitt og þetta sem á alls ekkert skylt við skrásetningu. Röskvuliðar í Stúdentaráði og háskólaráði hafa margbent á þetta og telja að með þessu sé verið að rukka stúdenta meira en það sem lög um opinbera háskóla heimila að skrásetningargjaldið sé notað í. Skrásetningargjöld Háskóla Íslands fela í sér leynd skólagjöld sem ekki er heimild í lögum til að innheimta og þau skerða jafnrétti til náms. Það tíðkast almennt hvorki að innheimta skrásetningar- né skólagjöld af stúdentum í opinberum háskólum á Norðurlöndunum. Helsta undantekningin er Noregur þar sem nemendur greiða gjöld á bilinu 4.100 – 22.000 krónur, samkvæmt landssamtökum stúdenta í Noregi. Stúdentar við Háskóla Íslands greiða 75.000 krónur á ári sem er rúmlega þrefalt meira en í sambærilegum opinberum háskólum í Noregi, eða 340% meira. Þessi háu skrásetningargjöld hér á landi eru ein birtingarmynd undirfjármagnaðs háskólastigs. Háskóli Íslands hefur verið undirfjármagnaður um árabil og þarf því að hluta til að reiða sig á fjármagn úr vösum stúdenta. Á dögunum bárust fréttir af því að allt að milljarð vanti upp á til þess Háskóli Íslands nái endum saman fyrir komandi ár. Gripið hefur verið til ýmissa aðgerða sem leiða til lakari gæða náms og hefta aðgengi til þess hreinlega að stunda nám. Ein af aðgerðunum sem lögð hefur verið til er nefnilega að hækka þetta svokalla skrásetningargjald úr 75.000 krónum upp í 95.000 krónur. Hér er um að ræða örvæntingarfulla tilraun háskólayfirvalda til þess að loka þessu risa gati í fjárhagsáætluninni sem þau standa frammi fyrir. Það er sorglegt að þetta sé staðan á sama tíma og ráðherra háskólamála boðar stórsókn í menntun. Röskva leggst alfarið gegn hækkun skrásetningargjaldanna og munu Röskvuliðar halda áfram að beita sér markvisst fyrir lækkun eða afnámi gjaldsins líkt og undanfarin ár. Skrásetningargjöldin skerða aðgengi að námi og það er ótækt að jafn íþyngjandi gjöld og þessi eigi að hækka alltaf þegar að upp á vantar í rekstur háskólans. Orðið handklæði mun aldrei verða að vettling, en skrásetningargjald í Háskóla Íslands á að þýða það sem orðið gefur til kynna. Við krefjumst þess að brugðist sé tafarlaust við, fallið verði frá niðurskurðarkröfu og fjárframlög stóraukin til Háskóla Íslands. Háskóli Íslands á ekki að þurfa að teygja sig í vasa stúdenta til viðbótar við fjárframlög ríkisins. Það er á ábyrgð stjórnvalda að sjá til þess að opinber háskólamenntun sé fjármögnuð sem skyldi. Höfundur er varaforseti Röskvu og varafulltrúi í Stúdentaráði Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Mest lesið 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Sjá meira
Það er okkur Íslendingum mikilvægt að varðveita íslenska tungu. Við erum iðin við að búa til nýyrði, iðin við að leiðrétta þágufallssýki þó þörfin á því sé ekki endilega mikil. Við erum líka iðin við að nota orð sem lýsa nákvæmlega því sem fólk myndi einmitt halda að þau þýði. Þar má nefna orð eins og ostaskeri, rúðupiss og svitalyktareyðir. Svo eigum við líka orð sem gefa þeim sem ekki eru íslenskumælandi litla vísbendingu um hvað þau þýða eins og til dæmis orðin lampi, rúntur eða bolli. En svo er líka flokkur orða sem við myndum eflaust halda að merki eitt en þýða í raun annað. Þar má nefna orð eins og til dæmis handklæði sem er svo sannarlega ekki orð með svipaða merkingu og orðið hanski eða vettlingur. En svo er það mitt uppáhalds orð: skrásetningargjald. Skrásetningargjald er orð sem ég gerði ráð fyrir að merkti að ef ég myndi, sem dæmi, skrá mig á námskeið sem kostar að þá þyrfti ég hugsanleg að borga einskonar staðfestingargjald. Skrásetningargjaldið færi þá í að greiða fyrir vinnuna sem það kostar að skrá mig á námskeiðið og væri eitthvað smotterí. Hljómar einfalt, en er því miður ekki merking orðsins þegar nemendur skrá sig í nám við Háskóla Íslands. Skrásetningargjaldið siglir nefnilega undir fölsku flaggi í opinberum háskólum hér á landi, það er notað í hitt og þetta sem á alls ekkert skylt við skrásetningu. Röskvuliðar í Stúdentaráði og háskólaráði hafa margbent á þetta og telja að með þessu sé verið að rukka stúdenta meira en það sem lög um opinbera háskóla heimila að skrásetningargjaldið sé notað í. Skrásetningargjöld Háskóla Íslands fela í sér leynd skólagjöld sem ekki er heimild í lögum til að innheimta og þau skerða jafnrétti til náms. Það tíðkast almennt hvorki að innheimta skrásetningar- né skólagjöld af stúdentum í opinberum háskólum á Norðurlöndunum. Helsta undantekningin er Noregur þar sem nemendur greiða gjöld á bilinu 4.100 – 22.000 krónur, samkvæmt landssamtökum stúdenta í Noregi. Stúdentar við Háskóla Íslands greiða 75.000 krónur á ári sem er rúmlega þrefalt meira en í sambærilegum opinberum háskólum í Noregi, eða 340% meira. Þessi háu skrásetningargjöld hér á landi eru ein birtingarmynd undirfjármagnaðs háskólastigs. Háskóli Íslands hefur verið undirfjármagnaður um árabil og þarf því að hluta til að reiða sig á fjármagn úr vösum stúdenta. Á dögunum bárust fréttir af því að allt að milljarð vanti upp á til þess Háskóli Íslands nái endum saman fyrir komandi ár. Gripið hefur verið til ýmissa aðgerða sem leiða til lakari gæða náms og hefta aðgengi til þess hreinlega að stunda nám. Ein af aðgerðunum sem lögð hefur verið til er nefnilega að hækka þetta svokalla skrásetningargjald úr 75.000 krónum upp í 95.000 krónur. Hér er um að ræða örvæntingarfulla tilraun háskólayfirvalda til þess að loka þessu risa gati í fjárhagsáætluninni sem þau standa frammi fyrir. Það er sorglegt að þetta sé staðan á sama tíma og ráðherra háskólamála boðar stórsókn í menntun. Röskva leggst alfarið gegn hækkun skrásetningargjaldanna og munu Röskvuliðar halda áfram að beita sér markvisst fyrir lækkun eða afnámi gjaldsins líkt og undanfarin ár. Skrásetningargjöldin skerða aðgengi að námi og það er ótækt að jafn íþyngjandi gjöld og þessi eigi að hækka alltaf þegar að upp á vantar í rekstur háskólans. Orðið handklæði mun aldrei verða að vettling, en skrásetningargjald í Háskóla Íslands á að þýða það sem orðið gefur til kynna. Við krefjumst þess að brugðist sé tafarlaust við, fallið verði frá niðurskurðarkröfu og fjárframlög stóraukin til Háskóla Íslands. Háskóli Íslands á ekki að þurfa að teygja sig í vasa stúdenta til viðbótar við fjárframlög ríkisins. Það er á ábyrgð stjórnvalda að sjá til þess að opinber háskólamenntun sé fjármögnuð sem skyldi. Höfundur er varaforseti Röskvu og varafulltrúi í Stúdentaráði Háskóla Íslands.
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun