Ekki innistæða fyrir gagnrýni á Seðlabankann Heimir Már Pétursson skrifar 1. febrúar 2023 19:22 Fjármálaráðherra segir ekki hægt að kenna gjaldahækkunum ríkissjóðs um áramótin um aukna verðbólgu eins og Neytendasamtökin og fleiri hafa gert. Allir þurfi að horfast í augu við raunveruleikann og standa með Seðlabankanum og öðrum sem gripið hafi til aðgerða til að ná verðbólgunni niður. Ríkisstjórnin hækkaði ýmis gjöld eins og áfengis- og tóbaksgjald og eldsneytisgjöld í fjárlögum þessa árs. Stjórnarandstæðingar gagnrýndu þessar hækkanir og töldu þær olíu á verðbólgubálið og nú þegar verðbólga hefur aukist á ný hafa Neytendasamtökin og fleiri endurómað þá gagnrýni. Eftir að verðbólgan hafði heldur gefið eftir hefur hún aftur skriðið upp í 9,9 prósent. Það er vaxtaákvörðunardagur hjá Seðlabankanum á miðvikudag í næstu viku og aldrei að vita nema hann grípi aftur til vaxtahækkana. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir ekki hægt að kenna ríkisfjármálunum um verðbólguna. „Við vitum sem er að þær breytingar sem við gerðum á gjaldskrám um áramótin eru á bilinu 0,4 til 0,6 prósent af þessari 9,9 prósenta verðbólgu síðustu tólf mánuði. Þannig að það er nú langt í frá að hægt sé að rekja ástæður þessa verðbólgustigs til breytinga á gjaldskrám ríkissjóðs,“ segir Bjarni. Ríkisstjórnin hafi hins vegar gert breytingar á skattkerfinu sem auki tekjur fólks um sjö til átta þúsund krónur á mánuði. „En þessi verðbólga er áhyggjuefni. Við þurfum að horfast í augu við að það er of mikil spenna í hagkerfinu hjá okkur í augnablikinu. Það birtist okkur með ýmsum hætti. Það birtist okkur meðal annars með þeim hætti að laun hafa á einu ári hækkað um 12,4 prósent. Það eru gríðarlega miklar launahækkanir,“ segir fjármálaráðherra. Eftir að verðbólga tók að síga í september er hún aftur að aukast í janúar.Grafík/Sara Þá hafi gengið gefið eftir sem skýri verðbólguna að hluta og verð á innfluttri vöru hafi hækkað. Nú þurfi allir að taka höndum saman um að sígandi lukka sé best. Ríkisstjórn sem láti gjaldstofna sína gefa eftir á verðbólgutímum auki á verðbólguna þegar fram í sæki. Dregið hafi úr halla ríkissjóðs og skuldasöfnun hans stöðvuð. Á sama hátt og lífeyrissjóðirnir fjárfesti í útlöndum þurfi að laða að erlenda fjárfestingu hér. „Svo eru margir sem ættu kannski að spyrja sig í dag hvort það hafi verið innistæða fyrir allri gagnrýninni sem Seðlabankinn varð fyrir síðast þegar hann hækkaði vexti. Nú eru allir farnir að gera ráð fyrir að hann hækki vexti aftur. Þannig að við þurfum að viðurkenna að þegar verið er að beita þeim tólum sem eru líkleg til að hjálpa til við að ná niður verðbólgunni að þá er það skynsamlegt en ekki gagnrýnivert,“ segir Bjarni Bendiktsson. Verðlag Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Seðlabankinn Tengdar fréttir Segir landsmenn eyða of miklu Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir alla hafa áhyggjur af verðbólgunni sem nú mælist tæp 10 prósent. Hún segir rétt að hafa huga í allri umræðu að tekjustofnar ríkisins hafi rýrnað á sama tíma og verið sé að kallað eftir auknu fé í ýmis verkefni. Hún segir einnig vera ljóst að landsmenn séu að eyða of miklu. 1. febrúar 2023 08:59 Hart sótt að Katrínu vegna verðbólgunnar Hart var sótt að Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag, þar sem ríkisstjórn hennar var ýmist sökuð um að bera töluverða ábyrgð á hækkun verðbólgu í upphafi árs eða skort á aðgerðum gegn henni. 31. janúar 2023 14:37 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fleiri fréttir Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Sjá meira
Ríkisstjórnin hækkaði ýmis gjöld eins og áfengis- og tóbaksgjald og eldsneytisgjöld í fjárlögum þessa árs. Stjórnarandstæðingar gagnrýndu þessar hækkanir og töldu þær olíu á verðbólgubálið og nú þegar verðbólga hefur aukist á ný hafa Neytendasamtökin og fleiri endurómað þá gagnrýni. Eftir að verðbólgan hafði heldur gefið eftir hefur hún aftur skriðið upp í 9,9 prósent. Það er vaxtaákvörðunardagur hjá Seðlabankanum á miðvikudag í næstu viku og aldrei að vita nema hann grípi aftur til vaxtahækkana. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir ekki hægt að kenna ríkisfjármálunum um verðbólguna. „Við vitum sem er að þær breytingar sem við gerðum á gjaldskrám um áramótin eru á bilinu 0,4 til 0,6 prósent af þessari 9,9 prósenta verðbólgu síðustu tólf mánuði. Þannig að það er nú langt í frá að hægt sé að rekja ástæður þessa verðbólgustigs til breytinga á gjaldskrám ríkissjóðs,“ segir Bjarni. Ríkisstjórnin hafi hins vegar gert breytingar á skattkerfinu sem auki tekjur fólks um sjö til átta þúsund krónur á mánuði. „En þessi verðbólga er áhyggjuefni. Við þurfum að horfast í augu við að það er of mikil spenna í hagkerfinu hjá okkur í augnablikinu. Það birtist okkur með ýmsum hætti. Það birtist okkur meðal annars með þeim hætti að laun hafa á einu ári hækkað um 12,4 prósent. Það eru gríðarlega miklar launahækkanir,“ segir fjármálaráðherra. Eftir að verðbólga tók að síga í september er hún aftur að aukast í janúar.Grafík/Sara Þá hafi gengið gefið eftir sem skýri verðbólguna að hluta og verð á innfluttri vöru hafi hækkað. Nú þurfi allir að taka höndum saman um að sígandi lukka sé best. Ríkisstjórn sem láti gjaldstofna sína gefa eftir á verðbólgutímum auki á verðbólguna þegar fram í sæki. Dregið hafi úr halla ríkissjóðs og skuldasöfnun hans stöðvuð. Á sama hátt og lífeyrissjóðirnir fjárfesti í útlöndum þurfi að laða að erlenda fjárfestingu hér. „Svo eru margir sem ættu kannski að spyrja sig í dag hvort það hafi verið innistæða fyrir allri gagnrýninni sem Seðlabankinn varð fyrir síðast þegar hann hækkaði vexti. Nú eru allir farnir að gera ráð fyrir að hann hækki vexti aftur. Þannig að við þurfum að viðurkenna að þegar verið er að beita þeim tólum sem eru líkleg til að hjálpa til við að ná niður verðbólgunni að þá er það skynsamlegt en ekki gagnrýnivert,“ segir Bjarni Bendiktsson.
Verðlag Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Seðlabankinn Tengdar fréttir Segir landsmenn eyða of miklu Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir alla hafa áhyggjur af verðbólgunni sem nú mælist tæp 10 prósent. Hún segir rétt að hafa huga í allri umræðu að tekjustofnar ríkisins hafi rýrnað á sama tíma og verið sé að kallað eftir auknu fé í ýmis verkefni. Hún segir einnig vera ljóst að landsmenn séu að eyða of miklu. 1. febrúar 2023 08:59 Hart sótt að Katrínu vegna verðbólgunnar Hart var sótt að Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag, þar sem ríkisstjórn hennar var ýmist sökuð um að bera töluverða ábyrgð á hækkun verðbólgu í upphafi árs eða skort á aðgerðum gegn henni. 31. janúar 2023 14:37 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fleiri fréttir Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Sjá meira
Segir landsmenn eyða of miklu Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir alla hafa áhyggjur af verðbólgunni sem nú mælist tæp 10 prósent. Hún segir rétt að hafa huga í allri umræðu að tekjustofnar ríkisins hafi rýrnað á sama tíma og verið sé að kallað eftir auknu fé í ýmis verkefni. Hún segir einnig vera ljóst að landsmenn séu að eyða of miklu. 1. febrúar 2023 08:59
Hart sótt að Katrínu vegna verðbólgunnar Hart var sótt að Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag, þar sem ríkisstjórn hennar var ýmist sökuð um að bera töluverða ábyrgð á hækkun verðbólgu í upphafi árs eða skort á aðgerðum gegn henni. 31. janúar 2023 14:37