Efling í leit að ófriði þegar friður er í boði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Bjarki Sigurðsson skrifa 31. janúar 2023 18:23 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, ræddi um kjaradeilu samtakanna við Eflingu í Reykjavík síðdegis. Vísir/Sigurjón Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA) segir allar aðgerðir Eflingar vera líkt og forystan sé á harðahlaupum undan félagsfólki sínu. Þá sé stéttarfélagið einungis að leita að ófriði þegar friður er í boði. Hann á von á því að félagsdómur dæmi SA í vil í máli samtakanna gegn Eflingu. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, var gestur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar ræddi hann um miðlunartillögu ríkissáttasemjara í deilu SA og Eflingar, stefnu samtakanna á hendur Eflingar og fleira. Hann segir það liggja fyrir að ríkissáttasemjari hafi boðað bæði samninganefndir Eflingar og SA til skrafs og ráðagerða áður en hann lagði tillöguna fram. Klippa: Segir viðbrögð Eflingar við miðlunartillögu vera loftfimleika og hundakúnstir „Þar að auki hef ég lagt vel við hlustir undanfarna daga, og hef líka lesið mér mikið til í gegn um árin, ég lagði við hlustir, þegar Ásmundur Stefánsson sem margir kalla æðsta prest íslenskrar verkalýðshreyfingar, fyrrverandi forseta ASÍ og ríkissáttasemjara, þar sem hann tætti þennan málflutning í sig. Þannig að ekkert af honum stendur eftir eftir að hann hefur rætt um þessi mál út frá sínu sjónarhorni,“ segir Halldór. Forystan á harðahlaupum undan félagsfólki Hann segist horfa á alla taktík og aðgerðir Eflingar með þeim hætti að forystan sé á harðahlaupum undan félagsfólki sínu. Með stjórnsýslukæru vegna miðlunartillögunnar séu þau einungis að búa til tímafrest til að koma í veg fyrir að félagsmenn geti greitt atkvæði um tillöguna. Þegar tillagan var lagð fram sagðist Halldór ekki vera sáttur með hana og mat sem svo að staða SA í deilunni væri mjög sterk. Hann segist hafa viljað takast á við Eflingu eftir þeim leiðum sem vinnulöggjöfin leyfir. Þrátt fyrir það hafi hann skilað inn atkvæðaskrá samtakanna, annað en Efling. „Mér finnst allar aðgerðir Eflingar, allur bragur á þeirra kjaraviðræðum benda til þess að þau séu í leit að ófriði þegar friður er í boði. Mikill meirihluti þjóðarinnar hefur undirritað kjarasamninga við SA og tryggt góðan frið á vinnumarkaði,“ segir Halldór. Stefnan þingfest fyrir Félagsdómi í dag Stefna SA á hendur Eflingar var þingfest hjá Félagsdómi klukkan þrjú í dag. Stefnan sýnst um það að SA vilja fá úr því skorið, og halda því fram, að verkfallsboðun Eflingar sé ólögmæt. Í gærkvöldi var greint frá því að boðunin hafi verið samþykkt og hefst vinnustöðvun hjá starfsmönnum Eflingar hjá Íslandshótelum þann 7. febrúar næstkomandi. „[Verkfallsboðunin] sé ólögmæt á þeim grunni að ríkissáttasemjari hafi lagt fram miðlunartillögu sem Efling er með ólögmætum hætti að koma í veg fyrir að kosið verði um. Þar af leiðandi teljum við að þessi verkfallsboðun sé ólögmæt og að Félagsdómur muni úrskurða samfélaginu og SA í vil,“ segir Halldór. Býstu við að það verði af verkfallinu? „Það er alltaf erfitt að spá, sérstaklega um framtíðina. Sérstaklega þegar um er að ræða mál sem eru fyrir dómstólum. SA eru fullkomlega ábyrgur aðili í þessu samfélagi. Við erum ekki að eyða tíma dómstóla nema við teljum að við séum í ríkum rétti og það séu verulegar líkur á að dómur muni falla okkur í hag. Þannig ég vona það besta en þegar kemur að samskiptum við forystu Eflingar þá óttast ég hið versta og útiloka ekkert,“ segir Halldór. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Stéttarfélög Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Sólveig Anna vonar að SA komist niður á jörðina Formaður Eflingar vonar að niðurstaða atkvæðagreiðslu um verkföll á sjö hótelum sem og nýboðaðar viðbótaraðgerðir verði til þess að koma Samtökum atvinnulífsins niður á jörðina. Eflingarfólki sé alvara með að samið verði við það á þeirra forsendum en því ekki gert að þiggja mylsnu af borði annarra. 31. janúar 2023 13:41 Miðlunartillagan stenst að mati forsætisráðherra Forsætisráðherra metur það svo að miðlunartillaga ríkissáttasemjara í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins standist. Hún segist bera fullt traust til ríkissáttasemjara, þrátt fyrir að hann hafi verið harðlega gagnrýndur fyrir að vilja leggja miðlunartillögu sína í atkvæðagreiðslu. 31. janúar 2023 12:33 SA stefna Eflingu fyrir Félagsdóm Samtök atvinnulífsins ætla að höfða mál fyrir Félagsdómi gegn Eflingu eftir að úrslit atkvæðagreiðslunnar á Íslandshótelum urðu ljós í gærkvöldi. 31. janúar 2023 08:10 Mest lesið Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fleiri fréttir Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Sjá meira
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, var gestur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar ræddi hann um miðlunartillögu ríkissáttasemjara í deilu SA og Eflingar, stefnu samtakanna á hendur Eflingar og fleira. Hann segir það liggja fyrir að ríkissáttasemjari hafi boðað bæði samninganefndir Eflingar og SA til skrafs og ráðagerða áður en hann lagði tillöguna fram. Klippa: Segir viðbrögð Eflingar við miðlunartillögu vera loftfimleika og hundakúnstir „Þar að auki hef ég lagt vel við hlustir undanfarna daga, og hef líka lesið mér mikið til í gegn um árin, ég lagði við hlustir, þegar Ásmundur Stefánsson sem margir kalla æðsta prest íslenskrar verkalýðshreyfingar, fyrrverandi forseta ASÍ og ríkissáttasemjara, þar sem hann tætti þennan málflutning í sig. Þannig að ekkert af honum stendur eftir eftir að hann hefur rætt um þessi mál út frá sínu sjónarhorni,“ segir Halldór. Forystan á harðahlaupum undan félagsfólki Hann segist horfa á alla taktík og aðgerðir Eflingar með þeim hætti að forystan sé á harðahlaupum undan félagsfólki sínu. Með stjórnsýslukæru vegna miðlunartillögunnar séu þau einungis að búa til tímafrest til að koma í veg fyrir að félagsmenn geti greitt atkvæði um tillöguna. Þegar tillagan var lagð fram sagðist Halldór ekki vera sáttur með hana og mat sem svo að staða SA í deilunni væri mjög sterk. Hann segist hafa viljað takast á við Eflingu eftir þeim leiðum sem vinnulöggjöfin leyfir. Þrátt fyrir það hafi hann skilað inn atkvæðaskrá samtakanna, annað en Efling. „Mér finnst allar aðgerðir Eflingar, allur bragur á þeirra kjaraviðræðum benda til þess að þau séu í leit að ófriði þegar friður er í boði. Mikill meirihluti þjóðarinnar hefur undirritað kjarasamninga við SA og tryggt góðan frið á vinnumarkaði,“ segir Halldór. Stefnan þingfest fyrir Félagsdómi í dag Stefna SA á hendur Eflingar var þingfest hjá Félagsdómi klukkan þrjú í dag. Stefnan sýnst um það að SA vilja fá úr því skorið, og halda því fram, að verkfallsboðun Eflingar sé ólögmæt. Í gærkvöldi var greint frá því að boðunin hafi verið samþykkt og hefst vinnustöðvun hjá starfsmönnum Eflingar hjá Íslandshótelum þann 7. febrúar næstkomandi. „[Verkfallsboðunin] sé ólögmæt á þeim grunni að ríkissáttasemjari hafi lagt fram miðlunartillögu sem Efling er með ólögmætum hætti að koma í veg fyrir að kosið verði um. Þar af leiðandi teljum við að þessi verkfallsboðun sé ólögmæt og að Félagsdómur muni úrskurða samfélaginu og SA í vil,“ segir Halldór. Býstu við að það verði af verkfallinu? „Það er alltaf erfitt að spá, sérstaklega um framtíðina. Sérstaklega þegar um er að ræða mál sem eru fyrir dómstólum. SA eru fullkomlega ábyrgur aðili í þessu samfélagi. Við erum ekki að eyða tíma dómstóla nema við teljum að við séum í ríkum rétti og það séu verulegar líkur á að dómur muni falla okkur í hag. Þannig ég vona það besta en þegar kemur að samskiptum við forystu Eflingar þá óttast ég hið versta og útiloka ekkert,“ segir Halldór.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Stéttarfélög Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Sólveig Anna vonar að SA komist niður á jörðina Formaður Eflingar vonar að niðurstaða atkvæðagreiðslu um verkföll á sjö hótelum sem og nýboðaðar viðbótaraðgerðir verði til þess að koma Samtökum atvinnulífsins niður á jörðina. Eflingarfólki sé alvara með að samið verði við það á þeirra forsendum en því ekki gert að þiggja mylsnu af borði annarra. 31. janúar 2023 13:41 Miðlunartillagan stenst að mati forsætisráðherra Forsætisráðherra metur það svo að miðlunartillaga ríkissáttasemjara í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins standist. Hún segist bera fullt traust til ríkissáttasemjara, þrátt fyrir að hann hafi verið harðlega gagnrýndur fyrir að vilja leggja miðlunartillögu sína í atkvæðagreiðslu. 31. janúar 2023 12:33 SA stefna Eflingu fyrir Félagsdóm Samtök atvinnulífsins ætla að höfða mál fyrir Félagsdómi gegn Eflingu eftir að úrslit atkvæðagreiðslunnar á Íslandshótelum urðu ljós í gærkvöldi. 31. janúar 2023 08:10 Mest lesið Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fleiri fréttir Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Sjá meira
Sólveig Anna vonar að SA komist niður á jörðina Formaður Eflingar vonar að niðurstaða atkvæðagreiðslu um verkföll á sjö hótelum sem og nýboðaðar viðbótaraðgerðir verði til þess að koma Samtökum atvinnulífsins niður á jörðina. Eflingarfólki sé alvara með að samið verði við það á þeirra forsendum en því ekki gert að þiggja mylsnu af borði annarra. 31. janúar 2023 13:41
Miðlunartillagan stenst að mati forsætisráðherra Forsætisráðherra metur það svo að miðlunartillaga ríkissáttasemjara í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins standist. Hún segist bera fullt traust til ríkissáttasemjara, þrátt fyrir að hann hafi verið harðlega gagnrýndur fyrir að vilja leggja miðlunartillögu sína í atkvæðagreiðslu. 31. janúar 2023 12:33
SA stefna Eflingu fyrir Félagsdóm Samtök atvinnulífsins ætla að höfða mál fyrir Félagsdómi gegn Eflingu eftir að úrslit atkvæðagreiðslunnar á Íslandshótelum urðu ljós í gærkvöldi. 31. janúar 2023 08:10
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels