Að sjá skóginn fyrir trjánum Hugrún Elvarsdóttir skrifar 1. febrúar 2023 08:32 Alþjóðlegar virðiskeðjur eru órjúfanlegur hluti af vegferð flestra íslenskra fyrirtækja. Því er mikilvægt að átta sig á öllum snertiflötum virðiskeðjunnar og að líta til hvaða áhrif starfsemin hefur út fyrir landsteinana, ekki einungis út frá vernd umhverfisins heldur líka hinum stoðum sjálfbærrar þróunar: félagslegri velferð og efnahagsvexti. Hvaða áhrif hefur þín starfsemi á mannréttindi? Virðiskeðja er lýsing á öllum starfsþáttum fyrirtækis og á við framleiðslu á vöru frá upphafi til enda, þ.e. hönnun, framleiðsla, dreifing og allt þar til neytandinn er kominn með vöruna í hendur. Kortlagning á virðiskeðju fyrirtækis er tækifæri til þess að ná utan um alla starfsemi fyrirtækisins. Það getur skilað sér í hagræðingu, aukinni skilvirkni, dregið úr rekstrarkostnaði og ýtt undir heilbrigðan rekstur til lengri tíma. Greining á ferlum fyrirtækja gerir þau líka betur í stakk búin til að bregðast við óvæntum aðstæðum og greina mögulega áhættuþætti – líkt og mannréttindabrot. Sú þróun sem er að eiga sér stað á regluverki Evrópusambandsins (ESB) og stendur til að innleiða hérlendis á sviði sjálfbærni er fjölbreytt og gerir umfangsmiklar kröfur til íslensks atvinnulífs. Fyrirtæki verða ekki einungis að gera grein fyrir þeim umhverfisáhrifum sem starfsemi þeirra er ábyrg fyrir heldur einnig hvaða áhrif þau hafa á félagslega velferð, svo sem mannréttindi. Einnig þurfa fyrirtæki að setja loftslagstengda áhættu inn í eigin áhættulíkön og möt. Dæmi um slíkar reglugerðir eru aukin upplýsingagjöf tengd sjálfbærni á sviði fjármálaþjónustu (SFDR) og reglugerð til að greiða fyrir sjálfbærri fjárfestingu (EU Taxonomy) þar sem lágmarksverndarráðstafanir eru eitt af grunnskilyrðum reglugerðarinnar. Fyrirhuguð gildistaka þessara tveggja reglugerða er 1. júní 2023. Fleiri reglugerðir hafa verið samþykktar eða eru í samþykktarferli og má þar nefna Corporate Sustainability Reporting Directive (CSRD) sem inniheldur m.a. reglur um upplýsingaskyldu fyrirtækja tengt áhrifum þeirra á mannréttindi. Einnig má nefna EU Corporate Sustainability Due Diligence Directive (CSDDD) sem skyldar stærri fyrirtæki til að sýna ábyrgð í rekstri, framkvæma áreiðanleikakannanir og kortleggja alla virðiskeðjuna. Nýtt regluverk skyldar fyrirtæki til að innleiða viðeigandi stefnur, framkvæma áhættugreiningar og koma í veg fyrir eða bæta úr þeim brotum sem hafa mögulega átt sér stað. Í þessu felast einnig margvísleg tækifæri fyrir fyrirtæki til að hafa góð áhrif í gegnum virðiskeðjuna, t.a.m. með því að setja birgjum siðareglur, framkvæma áreiðanleikakannanir o.fl. Fyrirtækin þurfa síðan að gera þessar upplýsingar aðgengilegar almenningi og svara fyrirspurnum um áhrif þeirra á mannréttindi o.fl., en allt stuðlar þetta að auknu gagnsæi. Aðkoma stjórnvalda Alþjóðlegar reglur og skuldbindingar ásamt stefnumörkun og settum markmiðum stjórnvalda hafa hvatt fyrirtæki til umbóta. Fyrirtækin hafa bætt umhverfi sitt og nýtingu aðfanga og njóta með því aukins efnahagslegs ávinnings og aukinnar velferðar, sem kemur bæði starfsmönnum og samfélaginu í heild til góða. Til þess að fyrirtæki geti fylgt eftir umfangsmiklum kröfum hinna ýmsu sjálfbærnireglugerða ESB þurfa stjórnvöld að skapa samkeppnishæf skilyrði og innleiða fleiri hagræna hvata. Auk þess þarf að efla leiðbeiningar- og upplýsingarhlutverk þeirra stofnana sem framfylgja reglugerðunum, en skýrar og aðgengilegar upplýsingar til fyrirtækja sem falla undir reglugerðirnar munu aðstoða þau við að taka skref í rétta átt og flýta vegferð þeirra að settum loftslagsmarkmiðum. Það sem meira máli skiptir er að áhersla á sjálfbærni og þar með virðiskeðjur fyrirtækja mun hafa jákvæð áhrif á þróun fjölmargra þátta, t.a.m. þeirra sem heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna lúta að. Það kann að hljóma langsótt en með því einu að rýna virðiskeðjur íslenskra fyrirtækja getum við lagt okkar af mörkum og haft raunveruleg áhrif á líf og umhverfi fólks um allan heim. Höfundur er verkefnastjóri á Efnahags- og samkeppnishæfnisviði SA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannréttindi Vinnumarkaður Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Alþjóðlegar virðiskeðjur eru órjúfanlegur hluti af vegferð flestra íslenskra fyrirtækja. Því er mikilvægt að átta sig á öllum snertiflötum virðiskeðjunnar og að líta til hvaða áhrif starfsemin hefur út fyrir landsteinana, ekki einungis út frá vernd umhverfisins heldur líka hinum stoðum sjálfbærrar þróunar: félagslegri velferð og efnahagsvexti. Hvaða áhrif hefur þín starfsemi á mannréttindi? Virðiskeðja er lýsing á öllum starfsþáttum fyrirtækis og á við framleiðslu á vöru frá upphafi til enda, þ.e. hönnun, framleiðsla, dreifing og allt þar til neytandinn er kominn með vöruna í hendur. Kortlagning á virðiskeðju fyrirtækis er tækifæri til þess að ná utan um alla starfsemi fyrirtækisins. Það getur skilað sér í hagræðingu, aukinni skilvirkni, dregið úr rekstrarkostnaði og ýtt undir heilbrigðan rekstur til lengri tíma. Greining á ferlum fyrirtækja gerir þau líka betur í stakk búin til að bregðast við óvæntum aðstæðum og greina mögulega áhættuþætti – líkt og mannréttindabrot. Sú þróun sem er að eiga sér stað á regluverki Evrópusambandsins (ESB) og stendur til að innleiða hérlendis á sviði sjálfbærni er fjölbreytt og gerir umfangsmiklar kröfur til íslensks atvinnulífs. Fyrirtæki verða ekki einungis að gera grein fyrir þeim umhverfisáhrifum sem starfsemi þeirra er ábyrg fyrir heldur einnig hvaða áhrif þau hafa á félagslega velferð, svo sem mannréttindi. Einnig þurfa fyrirtæki að setja loftslagstengda áhættu inn í eigin áhættulíkön og möt. Dæmi um slíkar reglugerðir eru aukin upplýsingagjöf tengd sjálfbærni á sviði fjármálaþjónustu (SFDR) og reglugerð til að greiða fyrir sjálfbærri fjárfestingu (EU Taxonomy) þar sem lágmarksverndarráðstafanir eru eitt af grunnskilyrðum reglugerðarinnar. Fyrirhuguð gildistaka þessara tveggja reglugerða er 1. júní 2023. Fleiri reglugerðir hafa verið samþykktar eða eru í samþykktarferli og má þar nefna Corporate Sustainability Reporting Directive (CSRD) sem inniheldur m.a. reglur um upplýsingaskyldu fyrirtækja tengt áhrifum þeirra á mannréttindi. Einnig má nefna EU Corporate Sustainability Due Diligence Directive (CSDDD) sem skyldar stærri fyrirtæki til að sýna ábyrgð í rekstri, framkvæma áreiðanleikakannanir og kortleggja alla virðiskeðjuna. Nýtt regluverk skyldar fyrirtæki til að innleiða viðeigandi stefnur, framkvæma áhættugreiningar og koma í veg fyrir eða bæta úr þeim brotum sem hafa mögulega átt sér stað. Í þessu felast einnig margvísleg tækifæri fyrir fyrirtæki til að hafa góð áhrif í gegnum virðiskeðjuna, t.a.m. með því að setja birgjum siðareglur, framkvæma áreiðanleikakannanir o.fl. Fyrirtækin þurfa síðan að gera þessar upplýsingar aðgengilegar almenningi og svara fyrirspurnum um áhrif þeirra á mannréttindi o.fl., en allt stuðlar þetta að auknu gagnsæi. Aðkoma stjórnvalda Alþjóðlegar reglur og skuldbindingar ásamt stefnumörkun og settum markmiðum stjórnvalda hafa hvatt fyrirtæki til umbóta. Fyrirtækin hafa bætt umhverfi sitt og nýtingu aðfanga og njóta með því aukins efnahagslegs ávinnings og aukinnar velferðar, sem kemur bæði starfsmönnum og samfélaginu í heild til góða. Til þess að fyrirtæki geti fylgt eftir umfangsmiklum kröfum hinna ýmsu sjálfbærnireglugerða ESB þurfa stjórnvöld að skapa samkeppnishæf skilyrði og innleiða fleiri hagræna hvata. Auk þess þarf að efla leiðbeiningar- og upplýsingarhlutverk þeirra stofnana sem framfylgja reglugerðunum, en skýrar og aðgengilegar upplýsingar til fyrirtækja sem falla undir reglugerðirnar munu aðstoða þau við að taka skref í rétta átt og flýta vegferð þeirra að settum loftslagsmarkmiðum. Það sem meira máli skiptir er að áhersla á sjálfbærni og þar með virðiskeðjur fyrirtækja mun hafa jákvæð áhrif á þróun fjölmargra þátta, t.a.m. þeirra sem heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna lúta að. Það kann að hljóma langsótt en með því einu að rýna virðiskeðjur íslenskra fyrirtækja getum við lagt okkar af mörkum og haft raunveruleg áhrif á líf og umhverfi fólks um allan heim. Höfundur er verkefnastjóri á Efnahags- og samkeppnishæfnisviði SA.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun