Leitin að innsæinu Einar Scheving skrifar 31. janúar 2023 14:30 Á mínum yngri árum og jafnvel fram yfir fertugsaldurinn var ég í sporum sem ég óska engum að standa í - sporum sem ég hélt lengi vel að ég einn stæði í, en áttaði mig svo síðar að fjölmargir ýmst standa í eða hafa staðið í, hvort sem er til langs tíma eða tímabundið. Eflaust er hægt að kalla þessi spor ýmsum nöfnum, en í grófum dráttum mætti lýsa þeim sem einskonar tilvistarkreppu, þótt flestir tengi orðið vissulega ekki við fyrri hluta ævinnar. Mín tilvistarkreppa fólst m.a. í afar lágu sjálfsmati. Hvernig mér tókst að þróa með mér þetta lága sjálfsmat veit ég ekki, en eflaust hefur ógreindur athyglisbrestur haft eitthvað með það að gera, enda passar sá sem athyglina skortir ekki endilega í það box sem samfélagið kýs að hólfa hann. Aðeins í seinni tíð hef ég sæst við og oft á tíðum verið jafnvel þakklátur fyrir hina hliðina á peningnum, enda bregður fyrir einskonar ofurfókus, þótt erfitt geti verið fanga hann að vild og hann lúti oft í lægra haldi fyrir verkkvíða og framtaksleysi. Þótt ég kjósi sjálfur ekki að nota lyf við athyglisbresti, þá er ég þakklátur fyrir greininguna sem ég hlaut fyrir nokkrum árum, enda lærir maður að skilja sjálfan sig betur og um leið að fyrirgefa sér fyrir ákveðna vankanta og misbresti. Ég þróaði einnig snemma með mér fíknivanda og var, eins og alkohólistar lýsa gjarnan, sífellt að reyna að fylla eitthvert tómarúm innra með mér. Eins og liggur í hlutarins eðli, þá er alveg sama hvað alkinn innbyrðir mikið magn af áfengi eða öðrum efnum, tómarúmið fyllist aldrei - með þeirri aðferð a.m.k. Ég hef þó blessunarlega verið laus við bakkus í 22 ár, þökk sé SÁÁ, góðum vinum og æðri mætti og tel mína mestu gjöf að börnin mín hafi aðeins kynnst mér allsgáðum. Ein birtingarmynd hins lága sjálfsmats var að ég var stöðugt að leita að einhverjum eða einhverju sem væri með lausnina við öllum mínum vandamálum (sem flest bjuggu auðvitað að mestu leyti í hausnum á mér). Ég las hverja sjálfshjálparbókina á fætur annarri og þegar ég bjó í Bandaríkjunum heyrði ég einmitt frasann: „Hvernig geturðu vitað hvort einhver er alki eða ekki? Jú, edrú alakana er að finna við sjálfshjálparbóka-rekkann í Barnes & Noble.“ Af hverju er ég að rifja upp þessa oft miður-skemmtilegu hlið á löngu-liðnu lífskeiði eða yfirhöfuð að bera hana á torg? Ég rakst í dag á tilvitnun úr einni af þeim bókum sem ég las á sínum tíma í leit að lausnum allra minna vandamála, en það var bók eftir heimspekinginn Jiddu Krishnamurti. Fyrir þá sem ekki til hans þekkja, þá var hann stórmerkilegur maður, ekki síst fyrir þá staðreynd að eftir að hafa verið alinn upp og í raun valinn af Guðspekifélaginu (Theosophical Society) til þess að verða hinn nýi Messías, þá afneitaði hann þeirri viðurkenningu og lagði í kjölfarið þvert á móti áherslu á að maðurinn þyrfti að hafna hverskyns veraldlegri leiðsögn, enda væri sannleikann að finna innra með hverjum og einum. Hann s.s. hafnaði með öllu hverskonar tilbeiðslu og dýrkun, hvort sem það var á yfirvaldi eða gúrúum, þ.m.t. á sjálfum sér. Ég man eftir að hafa orðið fyrir ákveðinni hugljómun þegar ég las Krishnamurti, en hafði á sínum tíma einfaldlega ekki þroska til þess að meðtaka sennilega hans mikilvægustu skilaboð, þ.e. að hætta að leita að sannleikanum hjá einhverjum öðrum, heldur að treysta eigin innsæi. Ég hélt því áfram í mörg ár að leita að lausnum hjá hinum og þessum og oft var ég fullviss um að sá eða hinn væri með hina fullkomnu lausn, þótt undantekningalaust væri um tálsýn að ræða. Með þessu er ég ekki að segja að við getum ekki lært ótakmarkað af öðrum og reglulega fengið lánaða dómgreind. Það segir sig sjálft að það er okkur öllum hollt að eiga fyrirmyndir, að ekki sé minnst á alla kennarana okkar, hvort sem er í skólakerfinu eða skóla lífsins. Það sem ég hef hins vegar komist að í seinni tíð er að þessi grundvallarlexía Krishnamurti - sem mér tókst á sínum tíma að fara á mis við þótt hún hafi starað blákalt á mig - er sá vegvísir sem ég var alla tíð að leita að - að hlusta á innsæið og helst ekki láta hópþrýsting, strauma eða stefnur hafa áhrif á hlustun mína á því. Að sjálfsögðu er ég jafn breyskur og hver annar og gleymi reglulega að hlusta, en ég ætla að leyfa mér að fullyrða að sjaldan eða aldrei hafi mannkynið staðið frammi fyrir áskorunum sem krefjast þess jafnmikið að við stöndum með innsæinu okkar, enda atlagan að sjálfstæðri hugsun aldrei verið meiri. Höfundur er tónlistarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Sjá meira
Á mínum yngri árum og jafnvel fram yfir fertugsaldurinn var ég í sporum sem ég óska engum að standa í - sporum sem ég hélt lengi vel að ég einn stæði í, en áttaði mig svo síðar að fjölmargir ýmst standa í eða hafa staðið í, hvort sem er til langs tíma eða tímabundið. Eflaust er hægt að kalla þessi spor ýmsum nöfnum, en í grófum dráttum mætti lýsa þeim sem einskonar tilvistarkreppu, þótt flestir tengi orðið vissulega ekki við fyrri hluta ævinnar. Mín tilvistarkreppa fólst m.a. í afar lágu sjálfsmati. Hvernig mér tókst að þróa með mér þetta lága sjálfsmat veit ég ekki, en eflaust hefur ógreindur athyglisbrestur haft eitthvað með það að gera, enda passar sá sem athyglina skortir ekki endilega í það box sem samfélagið kýs að hólfa hann. Aðeins í seinni tíð hef ég sæst við og oft á tíðum verið jafnvel þakklátur fyrir hina hliðina á peningnum, enda bregður fyrir einskonar ofurfókus, þótt erfitt geti verið fanga hann að vild og hann lúti oft í lægra haldi fyrir verkkvíða og framtaksleysi. Þótt ég kjósi sjálfur ekki að nota lyf við athyglisbresti, þá er ég þakklátur fyrir greininguna sem ég hlaut fyrir nokkrum árum, enda lærir maður að skilja sjálfan sig betur og um leið að fyrirgefa sér fyrir ákveðna vankanta og misbresti. Ég þróaði einnig snemma með mér fíknivanda og var, eins og alkohólistar lýsa gjarnan, sífellt að reyna að fylla eitthvert tómarúm innra með mér. Eins og liggur í hlutarins eðli, þá er alveg sama hvað alkinn innbyrðir mikið magn af áfengi eða öðrum efnum, tómarúmið fyllist aldrei - með þeirri aðferð a.m.k. Ég hef þó blessunarlega verið laus við bakkus í 22 ár, þökk sé SÁÁ, góðum vinum og æðri mætti og tel mína mestu gjöf að börnin mín hafi aðeins kynnst mér allsgáðum. Ein birtingarmynd hins lága sjálfsmats var að ég var stöðugt að leita að einhverjum eða einhverju sem væri með lausnina við öllum mínum vandamálum (sem flest bjuggu auðvitað að mestu leyti í hausnum á mér). Ég las hverja sjálfshjálparbókina á fætur annarri og þegar ég bjó í Bandaríkjunum heyrði ég einmitt frasann: „Hvernig geturðu vitað hvort einhver er alki eða ekki? Jú, edrú alakana er að finna við sjálfshjálparbóka-rekkann í Barnes & Noble.“ Af hverju er ég að rifja upp þessa oft miður-skemmtilegu hlið á löngu-liðnu lífskeiði eða yfirhöfuð að bera hana á torg? Ég rakst í dag á tilvitnun úr einni af þeim bókum sem ég las á sínum tíma í leit að lausnum allra minna vandamála, en það var bók eftir heimspekinginn Jiddu Krishnamurti. Fyrir þá sem ekki til hans þekkja, þá var hann stórmerkilegur maður, ekki síst fyrir þá staðreynd að eftir að hafa verið alinn upp og í raun valinn af Guðspekifélaginu (Theosophical Society) til þess að verða hinn nýi Messías, þá afneitaði hann þeirri viðurkenningu og lagði í kjölfarið þvert á móti áherslu á að maðurinn þyrfti að hafna hverskyns veraldlegri leiðsögn, enda væri sannleikann að finna innra með hverjum og einum. Hann s.s. hafnaði með öllu hverskonar tilbeiðslu og dýrkun, hvort sem það var á yfirvaldi eða gúrúum, þ.m.t. á sjálfum sér. Ég man eftir að hafa orðið fyrir ákveðinni hugljómun þegar ég las Krishnamurti, en hafði á sínum tíma einfaldlega ekki þroska til þess að meðtaka sennilega hans mikilvægustu skilaboð, þ.e. að hætta að leita að sannleikanum hjá einhverjum öðrum, heldur að treysta eigin innsæi. Ég hélt því áfram í mörg ár að leita að lausnum hjá hinum og þessum og oft var ég fullviss um að sá eða hinn væri með hina fullkomnu lausn, þótt undantekningalaust væri um tálsýn að ræða. Með þessu er ég ekki að segja að við getum ekki lært ótakmarkað af öðrum og reglulega fengið lánaða dómgreind. Það segir sig sjálft að það er okkur öllum hollt að eiga fyrirmyndir, að ekki sé minnst á alla kennarana okkar, hvort sem er í skólakerfinu eða skóla lífsins. Það sem ég hef hins vegar komist að í seinni tíð er að þessi grundvallarlexía Krishnamurti - sem mér tókst á sínum tíma að fara á mis við þótt hún hafi starað blákalt á mig - er sá vegvísir sem ég var alla tíð að leita að - að hlusta á innsæið og helst ekki láta hópþrýsting, strauma eða stefnur hafa áhrif á hlustun mína á því. Að sjálfsögðu er ég jafn breyskur og hver annar og gleymi reglulega að hlusta, en ég ætla að leyfa mér að fullyrða að sjaldan eða aldrei hafi mannkynið staðið frammi fyrir áskorunum sem krefjast þess jafnmikið að við stöndum með innsæinu okkar, enda atlagan að sjálfstæðri hugsun aldrei verið meiri. Höfundur er tónlistarmaður.
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun