Erlent

Blinken heimsækir Miðausturlönd

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Heimsókn Blinken hófst á fundi með Abdel Fattah el-Sissi forseta Egyptalands í Kaíró.
Heimsókn Blinken hófst á fundi með Abdel Fattah el-Sissi forseta Egyptalands í Kaíró. Khaled Desouki/AP

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken er mættur til Egyptalands þar sem þriggja daga heimsókn hans til Miðausturlanda hefst.

Tilefni ferðarinnar er að reyna að minnka spennuna á milli Ísraela og Palestínumanna sem hefur stigmagnast undanfarið. Síðar í dag mun Blinken heimsækja Jerúsalem þar sem hann ræðir við Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels og á þiðrjudaginn hittir hann leiðtoga Palestínumanna, Mahmoud Abbas í Ramallah.

Heimsókn Blinkens er löngu ákveðin en ofbeldisalda síðustu daga hefur aukið mikilvægi ferðarinnar. Tíu létust í árás Ísraela á flóttamannabúðir á Vesturbakkanum á fimmtudag og á föstudag skaut palestínumaður sjö fyrir utan bænahús Gyðinga í Austur Jerúsalem.


Tengdar fréttir

Mann­skæð­ast­i dag­ur Vest­ur­bakk­ans um ár­a­bil

Níu Palestínumenn voru skotnir til bana og um tuttugu eru særðir eftir árás ísraelskra hermanna á Jenin flóttamannabúðirnar á Vesturbakkanum. Skotbardagi stóð yfir í nokkrar klukkustundir en dagurinn er líklega sá blóðugasti á Vesturbakkanum um árabil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×