Pútín sagðist geta skotið eldflaug á Bretland á innan við mínútu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. janúar 2023 07:16 Í kjölfar innrásar Rússa varð Johnson fljótt einn af dyggustu stuðningsmönnum Úkraínu. Hann heimsótti Úkraínuforseta fyrir rúmri viku síðan. AP/Forsetaskrifstofa Úkraínu Að sögn Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, sagðist Vladimir Pútín Rússlandsforseti geta skotið eldflaug í átt að Bretlandi „á innan við mínútu“ í símtali sem átti sér stað skömmu áður en Rússar réðust inn í Úkraínu. Þetta kemur fram í heimildarþáttaröð BBC um átökin í Úkraínu og aðdraganda innrásarinnar. Johnson sagði í samtali við þáttagerðarmenn að hann hefði ekki túlkað orð Pútín sem hótun en þau voru látin falla í samtali um aukinn stuðning við Atlantshafsbandalagsins ef Rússar réðust inn í Úkraínu. „Hann eiginlega ógnaði mér og sagði: Boris, ég vill ekki meiða þig en með eldflaug, þá tæki það bara mínútu. Eða eitthvað svoleiðis,“ sagði Johnson við BBC. Sagði hann tón Pútín hafa verið afslappaðan og því hefði hann metið forsetans sem svo að hann væri bara að „spila með“. Á þessum punkti í samtalinu var Johson að reyna að fá Pútín að samningaborðinu. Forsætisráðherrann sagðist hafa varað Pútín við því að ef hann réðist inn í Úkraínu myndu Vesturlönd herða refsiaðgerðir sínar og stuðningur við Nató aukast. Pútín hefði spurt að því hvað það þýddi að Úkraína væri ekki á leið inn í bandalagið „í náinni framtíð“ og Johnson svarað að forsetinn vissi full vel hvað það þýddi. Meðal annarra viðmælenda í þáttunum er Ben Wallace, varnarmálaráðherra Breta, sem segir meðal annars frá fundi sínum með Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, í febrúar síðastliðnum. „Ég man að sagði við Shoigu: Þeir munu berjast. Og hann sagði: Móðir mín er úkraínsk. Þeir munu ekki berjast! Hann sagði líka að þeir hefðu ekki í hyggju að ráðast inn í landið.“ Segir hann þá báða hafa vitað að Shoigu var að ljúga. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bretland Hernaður Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Sjá meira
Þetta kemur fram í heimildarþáttaröð BBC um átökin í Úkraínu og aðdraganda innrásarinnar. Johnson sagði í samtali við þáttagerðarmenn að hann hefði ekki túlkað orð Pútín sem hótun en þau voru látin falla í samtali um aukinn stuðning við Atlantshafsbandalagsins ef Rússar réðust inn í Úkraínu. „Hann eiginlega ógnaði mér og sagði: Boris, ég vill ekki meiða þig en með eldflaug, þá tæki það bara mínútu. Eða eitthvað svoleiðis,“ sagði Johnson við BBC. Sagði hann tón Pútín hafa verið afslappaðan og því hefði hann metið forsetans sem svo að hann væri bara að „spila með“. Á þessum punkti í samtalinu var Johson að reyna að fá Pútín að samningaborðinu. Forsætisráðherrann sagðist hafa varað Pútín við því að ef hann réðist inn í Úkraínu myndu Vesturlönd herða refsiaðgerðir sínar og stuðningur við Nató aukast. Pútín hefði spurt að því hvað það þýddi að Úkraína væri ekki á leið inn í bandalagið „í náinni framtíð“ og Johnson svarað að forsetinn vissi full vel hvað það þýddi. Meðal annarra viðmælenda í þáttunum er Ben Wallace, varnarmálaráðherra Breta, sem segir meðal annars frá fundi sínum með Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, í febrúar síðastliðnum. „Ég man að sagði við Shoigu: Þeir munu berjast. Og hann sagði: Móðir mín er úkraínsk. Þeir munu ekki berjast! Hann sagði líka að þeir hefðu ekki í hyggju að ráðast inn í landið.“ Segir hann þá báða hafa vitað að Shoigu var að ljúga.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bretland Hernaður Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Sjá meira