Gægjuþörfin meiri hjá þeim sem fylgjast með raunveruleikasjónvarpi Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 27. janúar 2023 21:59 Elva Björk Ágústsdóttir er sálfræðikennari og umsjónarmaður hlaðvarpsins Poppsálin. Vísir Sálfræðikennari segir fólk sem fylgist vel með samfélagsmiðlastjörnum og raunveruleikasjónvarpi hafa meiri „gægjuþörf“ en aðrir. Forvitnin skýrist af áhuga fólks á því að fylgjast með öðrum. Suma dreymi jafnvel um að feta í fótspor áhrifavalda. Elva Björk Ágústsdóttir, sálfræðikennari og umsjónarmaður hlaðvarpsins Poppsálin, ræddi málið í Reykjavík síðdegis í dag. Hún segist ekki ætla að halda því fram að allir liggi í djúpum þönkum yfir skjánum, sumir vilji einfaldlega horfa á eitthvað þægilegt efni. Hins vegar geti meira búið að baki. „Ef við hugsum þetta í þróunarlegu samhengi þá höfum við alltaf haft áhuga á öðru fólki og áhuga á hvað annað fólk var að gera. Þannig urðu þjóðsögur til og svo framvegis. Það eru margar sálfræðilegar pælingar á bak við þetta. Þær sálfræðilegu pælingar sem mér fannst „meika sens“ var ein hugmyndin, að í grunninn viljum við vita meira um fólk. Við viljum læra um fólk og hverjum við getum treyst og þess háttar. Þannig að það hjálpaði okkur sem dýrategund að lifa af með því að læra um fólk.“ Horfum á hin sem þora að taka stökkið Elva Björk segir að áhugi fólks á áhrifavöldum gæti skýrst af því að þeir standi manni jafnan nærri í daglegu lífi. Áhrifavaldar lifi jafnan ýktari útgáfu af lífinu. „Þannig að við erum kannski að lifa einhverju hversdagslegu lífi og höfum drauma um að gera hitt og þetta. Og í rauninni lifum við það í gegnum aðra, við þorum ekki að taka stökkið en horfum á hin sem þora að taka stökkið og finnst gaman að fylgjast með öðru fólki gera það. Svipað og að fylgjast með fólki flytja til útlanda.“ Skemmtilegra að fylgjast með einhverju raunverulegu Elva Björk segir að þeir sem hafi mikinn áhuga á raunveruleikasjónvarpi hafi sérstakan áhuga á því að fylgjast með fólki. „Það hefur verið gerð rannsókn á gægjuhneigð og hún er hærri hjá þeim sem fylgjast mikið með raunveruleikasjónvarpi. Það sem gerir þetta, eins og raunveruleikasjónvarp, samfélagsmiðlastjörnur og svoleiðis kannski áhugaverða, er að okkur finnst skemmtilegra að fylgjast með einhverju sem er raunverulega raunverulegt.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Samfélagsmiðlar Tækni Reykjavík síðdegis Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Sjá meira
Elva Björk Ágústsdóttir, sálfræðikennari og umsjónarmaður hlaðvarpsins Poppsálin, ræddi málið í Reykjavík síðdegis í dag. Hún segist ekki ætla að halda því fram að allir liggi í djúpum þönkum yfir skjánum, sumir vilji einfaldlega horfa á eitthvað þægilegt efni. Hins vegar geti meira búið að baki. „Ef við hugsum þetta í þróunarlegu samhengi þá höfum við alltaf haft áhuga á öðru fólki og áhuga á hvað annað fólk var að gera. Þannig urðu þjóðsögur til og svo framvegis. Það eru margar sálfræðilegar pælingar á bak við þetta. Þær sálfræðilegu pælingar sem mér fannst „meika sens“ var ein hugmyndin, að í grunninn viljum við vita meira um fólk. Við viljum læra um fólk og hverjum við getum treyst og þess háttar. Þannig að það hjálpaði okkur sem dýrategund að lifa af með því að læra um fólk.“ Horfum á hin sem þora að taka stökkið Elva Björk segir að áhugi fólks á áhrifavöldum gæti skýrst af því að þeir standi manni jafnan nærri í daglegu lífi. Áhrifavaldar lifi jafnan ýktari útgáfu af lífinu. „Þannig að við erum kannski að lifa einhverju hversdagslegu lífi og höfum drauma um að gera hitt og þetta. Og í rauninni lifum við það í gegnum aðra, við þorum ekki að taka stökkið en horfum á hin sem þora að taka stökkið og finnst gaman að fylgjast með öðru fólki gera það. Svipað og að fylgjast með fólki flytja til útlanda.“ Skemmtilegra að fylgjast með einhverju raunverulegu Elva Björk segir að þeir sem hafi mikinn áhuga á raunveruleikasjónvarpi hafi sérstakan áhuga á því að fylgjast með fólki. „Það hefur verið gerð rannsókn á gægjuhneigð og hún er hærri hjá þeim sem fylgjast mikið með raunveruleikasjónvarpi. Það sem gerir þetta, eins og raunveruleikasjónvarp, samfélagsmiðlastjörnur og svoleiðis kannski áhugaverða, er að okkur finnst skemmtilegra að fylgjast með einhverju sem er raunverulega raunverulegt.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Samfélagsmiðlar Tækni Reykjavík síðdegis Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Sjá meira