Forseti bæjarstjórnar á Akureyri ákærður vegna hoppukastalaslyssins Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 27. janúar 2023 18:32 Málið verður þingfest hinn 9. febrúar næstkomandi. Vísir/Lillý Heimir Örn Árnason, forseti bæjarstjórnar á Akureyri, er meðal fimm ákærðra í máli vegna slyss í hoppukastala á Akureyri fyrir einu og hálfu ári síðan. Sakborningarnir eru taldir hafa sýnt af sér aðgæsluleysi og vanrækslu. RÚV greinir frá. Það var þann 1. júlí í fyrra sem risastór hoppukastali, sem komið hafði verið fyrir við Skautahöllina á Akureyri, tókst á loft. 63 börn voru inni í kastalanum þegar atvikið varð. Fimmmenningarnir eru sagðir hafa borið ábyrgð á öryggi barnanna sem voru að leik í hoppukastalanum með einum eða öðrum hætti. RÚV greinir frá því að saksóknari hafi höfðað málið vegna fjögurra barna sem slösuðust. Tvö börn handleggsbrotnuðu og eitt barn hlaut brot á herðablaði í slysinu. Eitt barnanna, Klara, slasaðist alvarlega. Hún varð fyrir miklum heilaáverka sem gerði það að verkum að hún þarf að læra flest, ef ekki allt, upp á nýtt. Saksóknari hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra hefur verið með málið til meðferðar síðustu mánuði. Ákærusvið lögreglunnar hefur nú talið tilefni til að gefa út ákæru. Að sögn RÚV segir í ákærunni að jarðfestingar hafi verið allt of fáar til að halda svo stórum kastala tryggilega. Ekki hafi verið fylgst nægilega vel með festingum og einingar sem fastar voru saman, hafi aðeins verið festar með frönskum rennilás og spottum. Hoppukastalinn var á vegum Perlunnar og hafði verið tímabundið fluttur norður í land. Gunnar Gunnarsson forstjóri Perlunnar sagðist í samtali við fréttastofu vera gjörsamlega miður sín vegna atviksins í 1. júlí 2021. Þá sagði hann alveg kýrskýrt að ef vindur færi yfir 10 metra á sekúndu væri kastalinn ekki blásinn upp. Festingar kastalans ættu þó að ráða við miklu meira en slíkan vindhraða. Daginn sem slysið bar að voru um sex til ellefu metrar á sekúndu á Akureyri, samkvæmt veðurathugunum Veðurstofunnar. Aðspurður hver hafi borið ábyrgð á vettvangi, tekið ákvörðun um hvort loka eigi vegna vinds, vildi Gunnar þá hvorki benda á einn né neinn: „Þetta er mín ákvörðun „at the end of the day,“ sagði Gunnar. „Ég ber ábyrgð á því sem er að gerast þarna.“ Hoppukastalaslys á Akureyri Akureyri Lögreglumál Tengdar fréttir Safnaði nærri tvö hundruð þúsund krónum fyrir stelpu sem hún þekkir ekki Ellefu ára stelpa, sem hljóp í dag tíu kílómetra til stuðnings Klöru litlu, sem lenti í hoppukastalaslysi á Akureyri síðasta sumar, segist stolt af árangrinum. Hún þekkir ekki til Klöru en hefur safnað nærri tvö hundruð þúsund krónum fyrir hana. 20. ágúst 2022 22:01 Foreldrar íhuga að leita réttar síns vegna hoppukastalaslyss Foreldrar barna sem slösuðust í hoppukastala á Akureyri síðasta fimmtudag íhuga að leita réttar síns og fara fram á skaðabætur, samkvæmt heimildum fréttastofu. Sjötíu börn voru í kastalanum þegar hann tókst á loft. Þar af var eitt þeirra flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur og sex send til aðhlynningar á sjúkrahús á Akyreyri. Eitt barn slasaðist alvarlega og er haldið sofandi á sjúkrahúsi. 7. júlí 2021 18:31 Verklagsreglur varðandi uppsetningu Skrímslisins á Akureyri í ólestri Alfreð Schiöth, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra segir að aldrei hafi komið til kasta eftirlitsins þegar hoppukastalinn var settur upp í bænum. 2. júlí 2021 16:59 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira
RÚV greinir frá. Það var þann 1. júlí í fyrra sem risastór hoppukastali, sem komið hafði verið fyrir við Skautahöllina á Akureyri, tókst á loft. 63 börn voru inni í kastalanum þegar atvikið varð. Fimmmenningarnir eru sagðir hafa borið ábyrgð á öryggi barnanna sem voru að leik í hoppukastalanum með einum eða öðrum hætti. RÚV greinir frá því að saksóknari hafi höfðað málið vegna fjögurra barna sem slösuðust. Tvö börn handleggsbrotnuðu og eitt barn hlaut brot á herðablaði í slysinu. Eitt barnanna, Klara, slasaðist alvarlega. Hún varð fyrir miklum heilaáverka sem gerði það að verkum að hún þarf að læra flest, ef ekki allt, upp á nýtt. Saksóknari hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra hefur verið með málið til meðferðar síðustu mánuði. Ákærusvið lögreglunnar hefur nú talið tilefni til að gefa út ákæru. Að sögn RÚV segir í ákærunni að jarðfestingar hafi verið allt of fáar til að halda svo stórum kastala tryggilega. Ekki hafi verið fylgst nægilega vel með festingum og einingar sem fastar voru saman, hafi aðeins verið festar með frönskum rennilás og spottum. Hoppukastalinn var á vegum Perlunnar og hafði verið tímabundið fluttur norður í land. Gunnar Gunnarsson forstjóri Perlunnar sagðist í samtali við fréttastofu vera gjörsamlega miður sín vegna atviksins í 1. júlí 2021. Þá sagði hann alveg kýrskýrt að ef vindur færi yfir 10 metra á sekúndu væri kastalinn ekki blásinn upp. Festingar kastalans ættu þó að ráða við miklu meira en slíkan vindhraða. Daginn sem slysið bar að voru um sex til ellefu metrar á sekúndu á Akureyri, samkvæmt veðurathugunum Veðurstofunnar. Aðspurður hver hafi borið ábyrgð á vettvangi, tekið ákvörðun um hvort loka eigi vegna vinds, vildi Gunnar þá hvorki benda á einn né neinn: „Þetta er mín ákvörðun „at the end of the day,“ sagði Gunnar. „Ég ber ábyrgð á því sem er að gerast þarna.“
Hoppukastalaslys á Akureyri Akureyri Lögreglumál Tengdar fréttir Safnaði nærri tvö hundruð þúsund krónum fyrir stelpu sem hún þekkir ekki Ellefu ára stelpa, sem hljóp í dag tíu kílómetra til stuðnings Klöru litlu, sem lenti í hoppukastalaslysi á Akureyri síðasta sumar, segist stolt af árangrinum. Hún þekkir ekki til Klöru en hefur safnað nærri tvö hundruð þúsund krónum fyrir hana. 20. ágúst 2022 22:01 Foreldrar íhuga að leita réttar síns vegna hoppukastalaslyss Foreldrar barna sem slösuðust í hoppukastala á Akureyri síðasta fimmtudag íhuga að leita réttar síns og fara fram á skaðabætur, samkvæmt heimildum fréttastofu. Sjötíu börn voru í kastalanum þegar hann tókst á loft. Þar af var eitt þeirra flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur og sex send til aðhlynningar á sjúkrahús á Akyreyri. Eitt barn slasaðist alvarlega og er haldið sofandi á sjúkrahúsi. 7. júlí 2021 18:31 Verklagsreglur varðandi uppsetningu Skrímslisins á Akureyri í ólestri Alfreð Schiöth, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra segir að aldrei hafi komið til kasta eftirlitsins þegar hoppukastalinn var settur upp í bænum. 2. júlí 2021 16:59 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira
Safnaði nærri tvö hundruð þúsund krónum fyrir stelpu sem hún þekkir ekki Ellefu ára stelpa, sem hljóp í dag tíu kílómetra til stuðnings Klöru litlu, sem lenti í hoppukastalaslysi á Akureyri síðasta sumar, segist stolt af árangrinum. Hún þekkir ekki til Klöru en hefur safnað nærri tvö hundruð þúsund krónum fyrir hana. 20. ágúst 2022 22:01
Foreldrar íhuga að leita réttar síns vegna hoppukastalaslyss Foreldrar barna sem slösuðust í hoppukastala á Akureyri síðasta fimmtudag íhuga að leita réttar síns og fara fram á skaðabætur, samkvæmt heimildum fréttastofu. Sjötíu börn voru í kastalanum þegar hann tókst á loft. Þar af var eitt þeirra flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur og sex send til aðhlynningar á sjúkrahús á Akyreyri. Eitt barn slasaðist alvarlega og er haldið sofandi á sjúkrahúsi. 7. júlí 2021 18:31
Verklagsreglur varðandi uppsetningu Skrímslisins á Akureyri í ólestri Alfreð Schiöth, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra segir að aldrei hafi komið til kasta eftirlitsins þegar hoppukastalinn var settur upp í bænum. 2. júlí 2021 16:59