Átök um næstu skref í Íslandsbankamálinu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 27. janúar 2023 13:00 Þórunn Sveinbjarnadóttir formaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd Alþingis lýsir vonbrigðum með að Íslandsbankamálið sé komið í hefðbundnar skotgrafir. Vísir Minnihlutinn í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd Alþingis óskaði í vikunni eftir því að fengið yrði lögfræðiálit á sölunni á Íslandsbanka. Meirihlutinn felldi tillöguna. Formaðurinn lýsir vonbrigðum með að málið hafi farið ofan í hefðbundnar skotgrafir. Niðurstaða minnihlutans í Stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd Alþingis eftir fjórtán fundi í nefndinni um skýrslu Ríkisendurskoðunar á sölunni á hlut í Íslandsbanka, var að kalla eftir lögfræðiáliti. Lögfræðiáliti sem fæli í sér mat á stjórnsýslulegum þætti sölunnar 22. mars í fyrra með tilliti til meðferðar valds og ákvörðunartöku við söluna. Meirihlutinn í nefndinni felldi tillöguna á fundi í vikunni. Þórunn Sveinbjarnadóttir formaður nefndarinnar sem situr í henni fyrir Samfylkinguna, lýsir yfir vonbrigðum með þessa niðurstöðu. „Það er nú oft þannig að meirihlutinn fellir það sem minnihlutinn leggur til á Alþingi Íslendinga. Auðvitað vonar maður að í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd Alþingis ráði önnur sjónarmið ráði för og þau gera það oft,“ segir Þórunn. Hún telur mikilvægt að fá slíkt álit. „Mér finnst þetta vera hluti af eðlilegri skoðun. Við í minnihlutanum erum þeirra skoðunar. Þá óskaði þingmaður Pírata á fundinum eftir að málinu yrði skotið til úrskurðar forseta Alþingis, þ.e. ákvörðun meirihlutans um að fella tillöguna og það hefur verið gert,“ segir Þórunn. Þórunn segir málið á lokametrunum hjá nefndinni en hún hefur nú verið með skýrslu Ríkisendurskoðunar á sölunni á Íslandsbanka til umfjöllunar á samtals fimmtán fundum. Nú sé beðið eftir úrskurði frá forseta Alþingis. „Þá skilar nefndin sínum álitum sem væntanlega verða tvö og þau eru tekin til umfjöllunar í þinginu,“ segir Þórunn. Salan á Íslandsbanka Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslandsbanki Íslenskir bankar Tengdar fréttir Meirihlutinn segir Íslandsbankamálið á lokametrunum Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, segir að tillaga minnihlutans í nefndinni, þess efnis að vert sé að kalla eftir lögfræðilegu áliti á Íslandsbankasölunni, hafi komið flatt uppá sig. 25. janúar 2023 14:28 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Niðurstaða minnihlutans í Stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd Alþingis eftir fjórtán fundi í nefndinni um skýrslu Ríkisendurskoðunar á sölunni á hlut í Íslandsbanka, var að kalla eftir lögfræðiáliti. Lögfræðiáliti sem fæli í sér mat á stjórnsýslulegum þætti sölunnar 22. mars í fyrra með tilliti til meðferðar valds og ákvörðunartöku við söluna. Meirihlutinn í nefndinni felldi tillöguna á fundi í vikunni. Þórunn Sveinbjarnadóttir formaður nefndarinnar sem situr í henni fyrir Samfylkinguna, lýsir yfir vonbrigðum með þessa niðurstöðu. „Það er nú oft þannig að meirihlutinn fellir það sem minnihlutinn leggur til á Alþingi Íslendinga. Auðvitað vonar maður að í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd Alþingis ráði önnur sjónarmið ráði för og þau gera það oft,“ segir Þórunn. Hún telur mikilvægt að fá slíkt álit. „Mér finnst þetta vera hluti af eðlilegri skoðun. Við í minnihlutanum erum þeirra skoðunar. Þá óskaði þingmaður Pírata á fundinum eftir að málinu yrði skotið til úrskurðar forseta Alþingis, þ.e. ákvörðun meirihlutans um að fella tillöguna og það hefur verið gert,“ segir Þórunn. Þórunn segir málið á lokametrunum hjá nefndinni en hún hefur nú verið með skýrslu Ríkisendurskoðunar á sölunni á Íslandsbanka til umfjöllunar á samtals fimmtán fundum. Nú sé beðið eftir úrskurði frá forseta Alþingis. „Þá skilar nefndin sínum álitum sem væntanlega verða tvö og þau eru tekin til umfjöllunar í þinginu,“ segir Þórunn.
Salan á Íslandsbanka Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslandsbanki Íslenskir bankar Tengdar fréttir Meirihlutinn segir Íslandsbankamálið á lokametrunum Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, segir að tillaga minnihlutans í nefndinni, þess efnis að vert sé að kalla eftir lögfræðilegu áliti á Íslandsbankasölunni, hafi komið flatt uppá sig. 25. janúar 2023 14:28 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Meirihlutinn segir Íslandsbankamálið á lokametrunum Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, segir að tillaga minnihlutans í nefndinni, þess efnis að vert sé að kalla eftir lögfræðilegu áliti á Íslandsbankasölunni, hafi komið flatt uppá sig. 25. janúar 2023 14:28