Hafði aldrei séð byssu áður en hann afvopnaði fjöldamorðinga Bjarki Sigurðsson skrifar 25. janúar 2023 10:45 Brandon Tsay tókst að afvopna árásarmanninn þegar hann reyndi að láta til skarar skríða í annað sinn. Hinn 26 ára gamli Brandon Tsay afvopnaði Huu Can Tran eftir að sá síðarnefndi hafði myrt tíu manns í danssal í Kaliforníu um helgina. Í myndbandi úr öryggismyndavél má sjá þegar Tsay og Tran börðust um vopnið í smá tíma áður en Tran flúði vettvang. Á laugardaginn í síðustu viku skaut hinn 72 ára gamli Huu Can Tran tíu manns til bana í danssal í borginni Monterey Park í Kaliforníu-ríki í Bandaríkjunum. Eftir að hafa skotið á fólkið flúði hann í annan danssal en var þar afvopnaður af Tsay. Í tveimur myndböndum sem TMZ birtir á vefsíðu sinni má sjá þegar Tran labbar inn í herbergi í seinni salnum þar sem Tsay vann. Hann stendur í dyragætt herbergisins um skamma stund og virðist vera að reyna að hlaða byssu sína. Þá hleypur Tsay í átt að honum og fara þeir báðir fram á gang. Hitt myndbandið er úr öryggismyndavél sem er frammi á gangi. Þar sjást mennirnir kljást í nokkrar sekúndur áður en Tsay nær að rífa byssuna af Tran. Hann reynir og reynir að ná byssunni til baka en nær því ekki. Að lokum fer Tran út af staðnum og Tsay hringir í lögregluna. Í samtali við New York Times segir Tsay að hann hafi verið afar hræddur þegar Tran gekk inn í herbergið. Hann taldi sig vera að fara að deyja en hann hafði aldrei séð byssu áður. Síðan þegar Tran byrjaði að hlaða byssuna kom eitthvað yfir Tsay. Hann ákvað að reyna að taka vopnið af honum. „Hann leit út fyrir að vera að leita að fólki, fólki til að skaða. Þegar ég fékk kjarkinn, þá stökk ég snögglega á hann,“ segir Tsay. Tran svipti sig lífi daginn eftir í hvítum sendiferðabíl um það bil fimmtíu kílómetrum frá árásarstaðnum. Umsátursástand hafði myndast en síðan heyrði lögreglan skothljóð úr bílnum. Þegar lögreglumenn opnuðu hurðar bílsins var Tran látinn. Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Árásarmaðurinn í Monterey fannst látinn í sendiferðabíl Lögregla í Kaliforníu hefur staðfest að maðurinn, sem grunaður er um að hafa skotið tíu manns til bana í dansstúdíói í Monterey á laugardagskvöld, hafi fundist látinn í sendiferðabíl. 23. janúar 2023 06:34 Skaut tíu til bana og gengur enn laus Maður skaut minnst tíu til bana og særði tíu til viðbótar í bæ skammt frá Los Angeles í Bandaríkjunum í nótt. Umfangsmikil hátíð stóð yfir í bænum Monterey Park vegna nýs tunglárs og voru tugir þúsunda manna í bænum. 22. janúar 2023 13:04 Tveggja tíma umsátri lokið og birta mynd af meintum árásarmanni Lögreglan í Monterey hefur nú lokið umsátursaðgerðum vegna leitar að manninum sem skaut tíu manns til bana á skemmtistað í bænum í nótt. Lögreglan vestanhafs hefur ekki viljað gefa út hvort meintur árásarmaður hafi verið í bílnum eða ekki. 22. janúar 2023 22:36 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Fleiri fréttir Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Sjá meira
Á laugardaginn í síðustu viku skaut hinn 72 ára gamli Huu Can Tran tíu manns til bana í danssal í borginni Monterey Park í Kaliforníu-ríki í Bandaríkjunum. Eftir að hafa skotið á fólkið flúði hann í annan danssal en var þar afvopnaður af Tsay. Í tveimur myndböndum sem TMZ birtir á vefsíðu sinni má sjá þegar Tran labbar inn í herbergi í seinni salnum þar sem Tsay vann. Hann stendur í dyragætt herbergisins um skamma stund og virðist vera að reyna að hlaða byssu sína. Þá hleypur Tsay í átt að honum og fara þeir báðir fram á gang. Hitt myndbandið er úr öryggismyndavél sem er frammi á gangi. Þar sjást mennirnir kljást í nokkrar sekúndur áður en Tsay nær að rífa byssuna af Tran. Hann reynir og reynir að ná byssunni til baka en nær því ekki. Að lokum fer Tran út af staðnum og Tsay hringir í lögregluna. Í samtali við New York Times segir Tsay að hann hafi verið afar hræddur þegar Tran gekk inn í herbergið. Hann taldi sig vera að fara að deyja en hann hafði aldrei séð byssu áður. Síðan þegar Tran byrjaði að hlaða byssuna kom eitthvað yfir Tsay. Hann ákvað að reyna að taka vopnið af honum. „Hann leit út fyrir að vera að leita að fólki, fólki til að skaða. Þegar ég fékk kjarkinn, þá stökk ég snögglega á hann,“ segir Tsay. Tran svipti sig lífi daginn eftir í hvítum sendiferðabíl um það bil fimmtíu kílómetrum frá árásarstaðnum. Umsátursástand hafði myndast en síðan heyrði lögreglan skothljóð úr bílnum. Þegar lögreglumenn opnuðu hurðar bílsins var Tran látinn.
Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Árásarmaðurinn í Monterey fannst látinn í sendiferðabíl Lögregla í Kaliforníu hefur staðfest að maðurinn, sem grunaður er um að hafa skotið tíu manns til bana í dansstúdíói í Monterey á laugardagskvöld, hafi fundist látinn í sendiferðabíl. 23. janúar 2023 06:34 Skaut tíu til bana og gengur enn laus Maður skaut minnst tíu til bana og særði tíu til viðbótar í bæ skammt frá Los Angeles í Bandaríkjunum í nótt. Umfangsmikil hátíð stóð yfir í bænum Monterey Park vegna nýs tunglárs og voru tugir þúsunda manna í bænum. 22. janúar 2023 13:04 Tveggja tíma umsátri lokið og birta mynd af meintum árásarmanni Lögreglan í Monterey hefur nú lokið umsátursaðgerðum vegna leitar að manninum sem skaut tíu manns til bana á skemmtistað í bænum í nótt. Lögreglan vestanhafs hefur ekki viljað gefa út hvort meintur árásarmaður hafi verið í bílnum eða ekki. 22. janúar 2023 22:36 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Fleiri fréttir Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Sjá meira
Árásarmaðurinn í Monterey fannst látinn í sendiferðabíl Lögregla í Kaliforníu hefur staðfest að maðurinn, sem grunaður er um að hafa skotið tíu manns til bana í dansstúdíói í Monterey á laugardagskvöld, hafi fundist látinn í sendiferðabíl. 23. janúar 2023 06:34
Skaut tíu til bana og gengur enn laus Maður skaut minnst tíu til bana og særði tíu til viðbótar í bæ skammt frá Los Angeles í Bandaríkjunum í nótt. Umfangsmikil hátíð stóð yfir í bænum Monterey Park vegna nýs tunglárs og voru tugir þúsunda manna í bænum. 22. janúar 2023 13:04
Tveggja tíma umsátri lokið og birta mynd af meintum árásarmanni Lögreglan í Monterey hefur nú lokið umsátursaðgerðum vegna leitar að manninum sem skaut tíu manns til bana á skemmtistað í bænum í nótt. Lögreglan vestanhafs hefur ekki viljað gefa út hvort meintur árásarmaður hafi verið í bílnum eða ekki. 22. janúar 2023 22:36