Greiðslur til einkarekinna fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu stóraukist síðustu ár Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. janúar 2023 07:19 Ráðherra segir ríkið hafa takmarkaða möguleika til að setja þak á arðgreiðslur í heilbrigðisþjónustu. Vísir/Vilhelm Greiðslur ríkisins til einkarekinna fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu jukust úr 2,2 milljörðum króna árið 2014 í 10,8 milljarða króna árið 2021. Sóltún, Læknisfræðileg myndgreining, Heilsugæslan Höfða, Læknavaktin og Heimilislæknastöðin fengu hæstu upphæðirnar. Þetta er meðal þess sem kemur fram í svari heilbrigðisráherra við fyrirspurn Ingu Bjarkar Margrétar Bjarnadóttur, varaþingmanns Samfylkingarinnar, um greiðslur til fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu. Svarið er afmarkað við þau fyrirtæki sem ber að birta ársreikninga, þar sem einnig var óskað eftir upplýsingum um arðgreiðslur umræddra fyrirtækja. Þær upplýsingar er hins vegar ekki að finna í svarinu, þar sem trúnaður ríkir um arðgreiðslur einstakra fyrirtækja. Samkvæmt samantekt greiddu 24 fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu út arð árið 2021, samtals 349 milljónir króna. Er þetta töluvert lægri upphæð en árin á undan, þegar 29 fyrirtæki greiddu 1,3 milljarð króna í arð árið 2020 og 33 fyrirtæki greiddu 1,4 milljarð króna í arð árið 2019. Þess ber að geta að svör ráðherra ná ekki til hinna fjölmörgu þjónustuveitenda í heilbrigðisþjónustu sem reka fyrirtæki sín sem sameignarfélög eða samlagsfélög. Inga Björk spurði einnig að því hvort ráðherra ætlaði að beita sér fyrir því að takmarka arðgreiðslur í heilbrigðisþjónustu. „Mikilvægt er að sjúkratryggðum sé tryggð heilbrigðisþjónusta sem er bæði rekstrar- og þjóðhagslega hagkvæm og af eins miklum gæðum og hægt er á hverjum tíma. Eins og vikið er að hér að framan er að finna arðgreiðslubann í einni tegund samninga sem Sjúkratryggingar Íslands hafa gert. Að semja um slíkt byggist á vilja samningsaðila til að gangast undir slík skilyrði,“ segir í svari ráðherra. „Jafnframt er rétt að benda á að Sjúkratryggingar Íslands greiða fyrir ýmsa heilbrigðisþjónustu þar sem samningar eru ekki fyrirliggjandi, þ.e. greiða skv. gjaldskrá og reglugerð, og í þeim tilvikum hefur ríkið ekki heimild til að takmarka arðgreiðslur.“ Heilbrigðismál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í svari heilbrigðisráherra við fyrirspurn Ingu Bjarkar Margrétar Bjarnadóttur, varaþingmanns Samfylkingarinnar, um greiðslur til fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu. Svarið er afmarkað við þau fyrirtæki sem ber að birta ársreikninga, þar sem einnig var óskað eftir upplýsingum um arðgreiðslur umræddra fyrirtækja. Þær upplýsingar er hins vegar ekki að finna í svarinu, þar sem trúnaður ríkir um arðgreiðslur einstakra fyrirtækja. Samkvæmt samantekt greiddu 24 fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu út arð árið 2021, samtals 349 milljónir króna. Er þetta töluvert lægri upphæð en árin á undan, þegar 29 fyrirtæki greiddu 1,3 milljarð króna í arð árið 2020 og 33 fyrirtæki greiddu 1,4 milljarð króna í arð árið 2019. Þess ber að geta að svör ráðherra ná ekki til hinna fjölmörgu þjónustuveitenda í heilbrigðisþjónustu sem reka fyrirtæki sín sem sameignarfélög eða samlagsfélög. Inga Björk spurði einnig að því hvort ráðherra ætlaði að beita sér fyrir því að takmarka arðgreiðslur í heilbrigðisþjónustu. „Mikilvægt er að sjúkratryggðum sé tryggð heilbrigðisþjónusta sem er bæði rekstrar- og þjóðhagslega hagkvæm og af eins miklum gæðum og hægt er á hverjum tíma. Eins og vikið er að hér að framan er að finna arðgreiðslubann í einni tegund samninga sem Sjúkratryggingar Íslands hafa gert. Að semja um slíkt byggist á vilja samningsaðila til að gangast undir slík skilyrði,“ segir í svari ráðherra. „Jafnframt er rétt að benda á að Sjúkratryggingar Íslands greiða fyrir ýmsa heilbrigðisþjónustu þar sem samningar eru ekki fyrirliggjandi, þ.e. greiða skv. gjaldskrá og reglugerð, og í þeim tilvikum hefur ríkið ekki heimild til að takmarka arðgreiðslur.“
Heilbrigðismál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Sjá meira