Greiðslur til einkarekinna fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu stóraukist síðustu ár Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. janúar 2023 07:19 Ráðherra segir ríkið hafa takmarkaða möguleika til að setja þak á arðgreiðslur í heilbrigðisþjónustu. Vísir/Vilhelm Greiðslur ríkisins til einkarekinna fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu jukust úr 2,2 milljörðum króna árið 2014 í 10,8 milljarða króna árið 2021. Sóltún, Læknisfræðileg myndgreining, Heilsugæslan Höfða, Læknavaktin og Heimilislæknastöðin fengu hæstu upphæðirnar. Þetta er meðal þess sem kemur fram í svari heilbrigðisráherra við fyrirspurn Ingu Bjarkar Margrétar Bjarnadóttur, varaþingmanns Samfylkingarinnar, um greiðslur til fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu. Svarið er afmarkað við þau fyrirtæki sem ber að birta ársreikninga, þar sem einnig var óskað eftir upplýsingum um arðgreiðslur umræddra fyrirtækja. Þær upplýsingar er hins vegar ekki að finna í svarinu, þar sem trúnaður ríkir um arðgreiðslur einstakra fyrirtækja. Samkvæmt samantekt greiddu 24 fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu út arð árið 2021, samtals 349 milljónir króna. Er þetta töluvert lægri upphæð en árin á undan, þegar 29 fyrirtæki greiddu 1,3 milljarð króna í arð árið 2020 og 33 fyrirtæki greiddu 1,4 milljarð króna í arð árið 2019. Þess ber að geta að svör ráðherra ná ekki til hinna fjölmörgu þjónustuveitenda í heilbrigðisþjónustu sem reka fyrirtæki sín sem sameignarfélög eða samlagsfélög. Inga Björk spurði einnig að því hvort ráðherra ætlaði að beita sér fyrir því að takmarka arðgreiðslur í heilbrigðisþjónustu. „Mikilvægt er að sjúkratryggðum sé tryggð heilbrigðisþjónusta sem er bæði rekstrar- og þjóðhagslega hagkvæm og af eins miklum gæðum og hægt er á hverjum tíma. Eins og vikið er að hér að framan er að finna arðgreiðslubann í einni tegund samninga sem Sjúkratryggingar Íslands hafa gert. Að semja um slíkt byggist á vilja samningsaðila til að gangast undir slík skilyrði,“ segir í svari ráðherra. „Jafnframt er rétt að benda á að Sjúkratryggingar Íslands greiða fyrir ýmsa heilbrigðisþjónustu þar sem samningar eru ekki fyrirliggjandi, þ.e. greiða skv. gjaldskrá og reglugerð, og í þeim tilvikum hefur ríkið ekki heimild til að takmarka arðgreiðslur.“ Heilbrigðismál Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í svari heilbrigðisráherra við fyrirspurn Ingu Bjarkar Margrétar Bjarnadóttur, varaþingmanns Samfylkingarinnar, um greiðslur til fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu. Svarið er afmarkað við þau fyrirtæki sem ber að birta ársreikninga, þar sem einnig var óskað eftir upplýsingum um arðgreiðslur umræddra fyrirtækja. Þær upplýsingar er hins vegar ekki að finna í svarinu, þar sem trúnaður ríkir um arðgreiðslur einstakra fyrirtækja. Samkvæmt samantekt greiddu 24 fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu út arð árið 2021, samtals 349 milljónir króna. Er þetta töluvert lægri upphæð en árin á undan, þegar 29 fyrirtæki greiddu 1,3 milljarð króna í arð árið 2020 og 33 fyrirtæki greiddu 1,4 milljarð króna í arð árið 2019. Þess ber að geta að svör ráðherra ná ekki til hinna fjölmörgu þjónustuveitenda í heilbrigðisþjónustu sem reka fyrirtæki sín sem sameignarfélög eða samlagsfélög. Inga Björk spurði einnig að því hvort ráðherra ætlaði að beita sér fyrir því að takmarka arðgreiðslur í heilbrigðisþjónustu. „Mikilvægt er að sjúkratryggðum sé tryggð heilbrigðisþjónusta sem er bæði rekstrar- og þjóðhagslega hagkvæm og af eins miklum gæðum og hægt er á hverjum tíma. Eins og vikið er að hér að framan er að finna arðgreiðslubann í einni tegund samninga sem Sjúkratryggingar Íslands hafa gert. Að semja um slíkt byggist á vilja samningsaðila til að gangast undir slík skilyrði,“ segir í svari ráðherra. „Jafnframt er rétt að benda á að Sjúkratryggingar Íslands greiða fyrir ýmsa heilbrigðisþjónustu þar sem samningar eru ekki fyrirliggjandi, þ.e. greiða skv. gjaldskrá og reglugerð, og í þeim tilvikum hefur ríkið ekki heimild til að takmarka arðgreiðslur.“
Heilbrigðismál Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Sjá meira