Brosið fer ekki af Hrunamönnum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. nóvember 2025 19:37 Jóhanna Valgeirsdóttir, hjúkrunarstjóri á nýju heilsugæslustöðinni (t.v.) og Díana Óskarsdóttir forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Magnús Hlynur Hreiðarsson Brosið fer ekki af íbúum á Flúðum og í sveitunum þar í kring því nú er búið að opna nýja og glæsilega heilsugæslustöð á staðnum þar sem ellefu vinna, þar af þrír fastráðnir læknar. Nýja heilsugæslustöðin, sem hefur fengið nafnið Heilsugæsla uppsveita er til húsa í nýrri húsaröð rétt hjá félagsheimilinu. Starfsemin hófst með opnu húsi í vikunni þar sem íbúar fengu að skoða herlegheitin og þiggja veitingar. Á nýju ári mun Apótek Suðurlands svo opna apótek við hliðina á nýju stöðinni. Heilsugæsla uppsveita er í nýju 400 fermetra húsnæði á Flúðum þar sem 11 starfsmenn vinna.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta verður bara fín heilsugæslustöð. Hún þjónar öllum uppsveitunum og við ætlum bara að leggja okkur fram að veita, sem besta þjónustu eins og við höfum gert,“ segir Jóhanna Valgeirsdóttir, hjúkrunarstjóri á nýju heilsugæslustöðinni. Heilsugæslustöðin var í Laugarási í Bláskógabyggð en þar hefur nú verið skellt í lás og stöðin komin í Hrunamannahrepp. „Þetta breytir því að nú erum við komin með þjónustuna nær annarri þjónustu. Við erum að fara að fá apótek hérna við hliðina á heilsugæslunni, þetta breytir svona samfellunni í þeirri þjónustu, sem við erum að veita,“ segir Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Ellefu starfsmenn vinna á nýju stöðinni, þar af þrír fastráðnir læknar en skjólstæðingar stöðvarinnar eru um þrjú þúsund plús allir ferðamennirnir, sem eru í uppsveitunum á hverjum tíma. „Ég held aðallega að þetta breyti því að starfsfólkið hlýtur að vera ánægðara í nýju og flottu húsnæði með þeim nútíma kröfum, sem að við viljum hafa en ekki síður að apótekið er að opna hérna við hlið heilsugæslunnar, sem skiptir gríðarlega máli upp á þjónustustig fyrir íbúa,“ segir Jón Bjarnason oddviti, Hrunamannahrepps. Séra Óskar Hafsteinn Óskarsson, prestur í Hruna mætti með dóttur sína í opna húsið (t.v.) en hér er hann að spjalla við Jón oddvita Hrunamannahrepps.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað finnst íbúum á svæðinu um nýju heilsugæslustöðina? „Mér líst bara ljómandi vel á hana. Þetta mun breyta því að það verður apótek hérna, það er það, sem gerir alveg gæfumuninn,“ segir Rúnar Bjarnason, íbúi á Húsatóftum 1a í Skeiða og Gnúpverjahreppi. Rúnar Bjarnason íbúi á Húsatóftum 1a , sem er alsæll með nýju heilsugæslustöðina enda fer brosið varla af honum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er bara frábært að fá þetta í nágrennið, við bara þökkum fyrir þetta,“ segir Guðrún Kristín Þorsteinsdóttir, íbúi í Þverspyrnu í Hrunamannahreppi. Guðrún Kristín Þorsteinsdóttir, sem býr á bænum í Þverspyrnu í Hrunamannahreppi.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er algjört æði og svo kemur apótekið bráðum. Við erum alsæl hér i Hrunamannahreppi, heldur betur,“ segir Elín Kristmundsdóttir, íbúi í Haukholtum í Hrunamannahreppi. Elín Kristmundsdóttir, sem býr á bænum í Haukholtum í HrunamannahreppiMagnús Hlynur Hreiðarsson Heilbrigðismál Hrunamannahreppur Heilsugæsla Heilbrigðisstofnun Suðurlands Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Sjá meira
Nýja heilsugæslustöðin, sem hefur fengið nafnið Heilsugæsla uppsveita er til húsa í nýrri húsaröð rétt hjá félagsheimilinu. Starfsemin hófst með opnu húsi í vikunni þar sem íbúar fengu að skoða herlegheitin og þiggja veitingar. Á nýju ári mun Apótek Suðurlands svo opna apótek við hliðina á nýju stöðinni. Heilsugæsla uppsveita er í nýju 400 fermetra húsnæði á Flúðum þar sem 11 starfsmenn vinna.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta verður bara fín heilsugæslustöð. Hún þjónar öllum uppsveitunum og við ætlum bara að leggja okkur fram að veita, sem besta þjónustu eins og við höfum gert,“ segir Jóhanna Valgeirsdóttir, hjúkrunarstjóri á nýju heilsugæslustöðinni. Heilsugæslustöðin var í Laugarási í Bláskógabyggð en þar hefur nú verið skellt í lás og stöðin komin í Hrunamannahrepp. „Þetta breytir því að nú erum við komin með þjónustuna nær annarri þjónustu. Við erum að fara að fá apótek hérna við hliðina á heilsugæslunni, þetta breytir svona samfellunni í þeirri þjónustu, sem við erum að veita,“ segir Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Ellefu starfsmenn vinna á nýju stöðinni, þar af þrír fastráðnir læknar en skjólstæðingar stöðvarinnar eru um þrjú þúsund plús allir ferðamennirnir, sem eru í uppsveitunum á hverjum tíma. „Ég held aðallega að þetta breyti því að starfsfólkið hlýtur að vera ánægðara í nýju og flottu húsnæði með þeim nútíma kröfum, sem að við viljum hafa en ekki síður að apótekið er að opna hérna við hlið heilsugæslunnar, sem skiptir gríðarlega máli upp á þjónustustig fyrir íbúa,“ segir Jón Bjarnason oddviti, Hrunamannahrepps. Séra Óskar Hafsteinn Óskarsson, prestur í Hruna mætti með dóttur sína í opna húsið (t.v.) en hér er hann að spjalla við Jón oddvita Hrunamannahrepps.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað finnst íbúum á svæðinu um nýju heilsugæslustöðina? „Mér líst bara ljómandi vel á hana. Þetta mun breyta því að það verður apótek hérna, það er það, sem gerir alveg gæfumuninn,“ segir Rúnar Bjarnason, íbúi á Húsatóftum 1a í Skeiða og Gnúpverjahreppi. Rúnar Bjarnason íbúi á Húsatóftum 1a , sem er alsæll með nýju heilsugæslustöðina enda fer brosið varla af honum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er bara frábært að fá þetta í nágrennið, við bara þökkum fyrir þetta,“ segir Guðrún Kristín Þorsteinsdóttir, íbúi í Þverspyrnu í Hrunamannahreppi. Guðrún Kristín Þorsteinsdóttir, sem býr á bænum í Þverspyrnu í Hrunamannahreppi.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er algjört æði og svo kemur apótekið bráðum. Við erum alsæl hér i Hrunamannahreppi, heldur betur,“ segir Elín Kristmundsdóttir, íbúi í Haukholtum í Hrunamannahreppi. Elín Kristmundsdóttir, sem býr á bænum í Haukholtum í HrunamannahreppiMagnús Hlynur Hreiðarsson
Heilbrigðismál Hrunamannahreppur Heilsugæsla Heilbrigðisstofnun Suðurlands Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Sjá meira