Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. nóvember 2025 13:34 Ólöf Ásta Farestveit forstjóri Barna- og fjölskyldustofu segir að reynt sé að hlusta á allar áhyggjur og ábendingar sem komi inn vegna starfsemi meðferðarheimila. Vísir/Arnar Forstjóri Barna- og fjölskyldustofu segir alltaf hægt að gera betur í starfsemi meðferðarheimila, eftir að starfsmenn og skjólstæðingar á meðferðarheimilinu Bjargey lýstu brestum á starfinu. Hún segir meðferðar heimilið nýtt og því eðlilegt að enn sé verið að móta starfið. Fyrrverandi starfsmenn Bjargeyjar stigu nafnlaust fram í kvöldfréttum Sýnar í fyrradag og lýstu reiðuleysi í starfseminni, öryggisbrestum og faglegu vanhæfi. Heimilið opnaði árið 2022 og er fyrir stelpur og stálp á milli 13 og átján ára, með flókinn vanda. „Við erum á meðferðarheimilunum alltaf endalaust að breyta og bæta okkar verklag. Í dag eru um þrjátíu verklagslýsingar inni á öllum meðferðarheimilunum inni í svokallaðri meðferðarhandbók. Það er það sem við höfum verið að reyna að gera er að bregðast við þegar ábendingar koma,“ segir Ólöf Ásta Farestveit, fostjóri Barna- og fjölskyldustofu sem rekur meðferðarheimilið. Bæði taki þau við ábendingum frá eftirlitsstofnunum en einnig frá starfsmönnum í gegnum mánaðarlegar nafnlausar kannanir. Þá sé reynt að bregðast við öllum ábendingum skjólstæðinga og foreldra. Meðal ábendinga fyrrverandi starfsmanna er að fíkniefni hafi verið látin óátalin, lyfjagjöf hafi brugðist og innra eftirlit hafi verið lítið sem ekkert. Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála hóf frumkvæðisathugun á starfinu vorið 2024 og verða lagðar til miklar umbætur. „Við getum aldrei haft verklagsreglur um alla mannlega hegðun. Við erum að vinna með unglinga á mjög viðkvæmu stað og það verður að vera sveigjanleiki í meðferð til að mæta þeirra þörfum hverju sinni.“ Verði að vera sveigjanleg Hún nefnir að sumum starfsmönnum hafi til að mynda þótt erfitt að aðrir starfsmenn leyfðu börnunum að vaka lengur, þvert á verklagsreglur, til að klára bíómyndir og þannig hafi ekki verið samræmi milli vakta. „Við erum að reyna að skapa heimili fyrir börn og þegar við erum með framhaldsmeðferð erum við alltaf að reyna að einblína á að þeim líði sem allra best ásamt því að vera að vinna með líðan þeirra, tilfinningar og hjálpa þeim í þessari atferlismótun daglegs lífs,“ segir Ólöf. Starfsemi meðferðarheimila verði að vera sveigjanleg og alltaf sé hægt að gera betur. „Við getum alltaf gert betur og það er það sem við erum alltaf að reyna. Þess vegna höfum við þessa nafnlausu könnun sem starfsmenn geta sent inn, til að tryggja öryggi þeirra að þau séu ekki dæmd út frá því sem þau segja,“ segir Ólöf. „Og ég myndi segja að við séum alltaf að endurskoða. Þannig er það með meðferðarheimili að við verðum alltaf að vera sveigjanleg.“ Meðferðarheimili Barnavernd Vistheimili Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira
Fyrrverandi starfsmenn Bjargeyjar stigu nafnlaust fram í kvöldfréttum Sýnar í fyrradag og lýstu reiðuleysi í starfseminni, öryggisbrestum og faglegu vanhæfi. Heimilið opnaði árið 2022 og er fyrir stelpur og stálp á milli 13 og átján ára, með flókinn vanda. „Við erum á meðferðarheimilunum alltaf endalaust að breyta og bæta okkar verklag. Í dag eru um þrjátíu verklagslýsingar inni á öllum meðferðarheimilunum inni í svokallaðri meðferðarhandbók. Það er það sem við höfum verið að reyna að gera er að bregðast við þegar ábendingar koma,“ segir Ólöf Ásta Farestveit, fostjóri Barna- og fjölskyldustofu sem rekur meðferðarheimilið. Bæði taki þau við ábendingum frá eftirlitsstofnunum en einnig frá starfsmönnum í gegnum mánaðarlegar nafnlausar kannanir. Þá sé reynt að bregðast við öllum ábendingum skjólstæðinga og foreldra. Meðal ábendinga fyrrverandi starfsmanna er að fíkniefni hafi verið látin óátalin, lyfjagjöf hafi brugðist og innra eftirlit hafi verið lítið sem ekkert. Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála hóf frumkvæðisathugun á starfinu vorið 2024 og verða lagðar til miklar umbætur. „Við getum aldrei haft verklagsreglur um alla mannlega hegðun. Við erum að vinna með unglinga á mjög viðkvæmu stað og það verður að vera sveigjanleiki í meðferð til að mæta þeirra þörfum hverju sinni.“ Verði að vera sveigjanleg Hún nefnir að sumum starfsmönnum hafi til að mynda þótt erfitt að aðrir starfsmenn leyfðu börnunum að vaka lengur, þvert á verklagsreglur, til að klára bíómyndir og þannig hafi ekki verið samræmi milli vakta. „Við erum að reyna að skapa heimili fyrir börn og þegar við erum með framhaldsmeðferð erum við alltaf að reyna að einblína á að þeim líði sem allra best ásamt því að vera að vinna með líðan þeirra, tilfinningar og hjálpa þeim í þessari atferlismótun daglegs lífs,“ segir Ólöf. Starfsemi meðferðarheimila verði að vera sveigjanleg og alltaf sé hægt að gera betur. „Við getum alltaf gert betur og það er það sem við erum alltaf að reyna. Þess vegna höfum við þessa nafnlausu könnun sem starfsmenn geta sent inn, til að tryggja öryggi þeirra að þau séu ekki dæmd út frá því sem þau segja,“ segir Ólöf. „Og ég myndi segja að við séum alltaf að endurskoða. Þannig er það með meðferðarheimili að við verðum alltaf að vera sveigjanleg.“
Meðferðarheimili Barnavernd Vistheimili Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira