HÍ vantar milljarð til viðbótar á þessu ári til að ná endum saman Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. janúar 2023 09:55 Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands segir skólann vanta hátt í milljarð á þessu ári til að ná endum saman. Skólinn hefur þurft að skera niður á ýmsum sviðum, meðal annars kennslu, vegna fjárskorts. Vísir/Ívar Fannar Háskóli Íslands hefur þurft að skera niður kennslu vegna fjárskorts en skólann vantar milljarð til viðbótar á þessu ári til að ná endum saman. Staðan er sérstaklega slæm hjá Heilbrigðisvísindasviði og Menntavísindasviði og enn meiri niðurskurður í vændum á næsta ári verði ekki gripið til aðgerða. Háskóli Íslands hefur frá upphafi skólaárs þurft að draga úr ýmissi grunnþjónustu vegna fjárskorts, sem er meðal annars tilkomin vegna fækkunar nemenda síðan samkomutakmörkunum var létt eftir Covid-faraldurinn. „Við þurftum að fara í aðgerðir til að geta haldið starfinu áfram með eins eðlilegum hætti og mögulegt er,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands. „Við erum ekki í góðum málum. Við höfum verið að leggja upp áætlun fyrir þetta ár og við sjáum að það vantar allt að milljarð til að endar nái saman.“ Fræðasviðin séu sum í sérstaklega slæmum málum. „Það vantar fimm hundruð milljónir upp á að endar nái saman þar. Heilbrigðisvísindasvið stendur eiginlega verst og það er einmitt verið að kalla eftir fleiri nemendum inn í heilbrigðisvísindin og það þarf virkilega að efla það. Við höfum átt í samtali við stjórnvöld um það. Þar er hallinn upp á 240 milljónir,“ segir Jón Atli. „Það eru aðgerðir þar í gangi og verið að ganga á uppsafnaðan afgang frá fyrri árum. Síðan er Menntavísindasvið, þar sem nemendum hefur reyndar fjölgað á síðustu árum, sem stendur ekki vel.“ Útlitið sé svart fyrir næsta ár verði engu breytt. „Þess vegna hef ég verulegar áhyggjur, ekki bara af þessu ári heldur 2024, vegna þess í fjármálaáætlun eins og hún er núna er verið að tala um enn frekari niðurskurð. Held ég upp á 2,2 prósent fyrir Háskóla Íslands. Þetta gildir yfir allt kerfið. Svo við þurfum að snúa bökum saman og efla fjármögnun háskólastigsins.“ Háskólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hagsmunir stúdenta Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Nýsköpunarverkefni ráðherra skjóti skökku við þegar minnka þarf kennslu Háskólaráðherra hefur úthlutað rúmum milljarði króna í 25 nýsköpunarverkefni hjá háskólum landsins. Stúdentar segja skjóta skökku við að miklum fjármunum sé varið í slík verkefni þegar háskólarnir ná ekki endum saman og geti ekki veitt stúdentum grunnþjónustu. 12. janúar 2023 20:30 Nám í tölvuleikjagerð og netöryggi í kortunum Tuttugu og fimm samstarfsverkefni háskóla landsins fá styrki upp á samtals 1,2 milljarða króna. Þetta tilkynnti háskólaráðherra í morgun og segir hann mikla möguleika liggja í verkefnunum á borð við stofnun náms í tölvuleikjagerð og meistaranámi þvert á skóla. 12. janúar 2023 14:39 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Fleiri fréttir Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Sjá meira
Háskóli Íslands hefur frá upphafi skólaárs þurft að draga úr ýmissi grunnþjónustu vegna fjárskorts, sem er meðal annars tilkomin vegna fækkunar nemenda síðan samkomutakmörkunum var létt eftir Covid-faraldurinn. „Við þurftum að fara í aðgerðir til að geta haldið starfinu áfram með eins eðlilegum hætti og mögulegt er,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands. „Við erum ekki í góðum málum. Við höfum verið að leggja upp áætlun fyrir þetta ár og við sjáum að það vantar allt að milljarð til að endar nái saman.“ Fræðasviðin séu sum í sérstaklega slæmum málum. „Það vantar fimm hundruð milljónir upp á að endar nái saman þar. Heilbrigðisvísindasvið stendur eiginlega verst og það er einmitt verið að kalla eftir fleiri nemendum inn í heilbrigðisvísindin og það þarf virkilega að efla það. Við höfum átt í samtali við stjórnvöld um það. Þar er hallinn upp á 240 milljónir,“ segir Jón Atli. „Það eru aðgerðir þar í gangi og verið að ganga á uppsafnaðan afgang frá fyrri árum. Síðan er Menntavísindasvið, þar sem nemendum hefur reyndar fjölgað á síðustu árum, sem stendur ekki vel.“ Útlitið sé svart fyrir næsta ár verði engu breytt. „Þess vegna hef ég verulegar áhyggjur, ekki bara af þessu ári heldur 2024, vegna þess í fjármálaáætlun eins og hún er núna er verið að tala um enn frekari niðurskurð. Held ég upp á 2,2 prósent fyrir Háskóla Íslands. Þetta gildir yfir allt kerfið. Svo við þurfum að snúa bökum saman og efla fjármögnun háskólastigsins.“
Háskólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hagsmunir stúdenta Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Nýsköpunarverkefni ráðherra skjóti skökku við þegar minnka þarf kennslu Háskólaráðherra hefur úthlutað rúmum milljarði króna í 25 nýsköpunarverkefni hjá háskólum landsins. Stúdentar segja skjóta skökku við að miklum fjármunum sé varið í slík verkefni þegar háskólarnir ná ekki endum saman og geti ekki veitt stúdentum grunnþjónustu. 12. janúar 2023 20:30 Nám í tölvuleikjagerð og netöryggi í kortunum Tuttugu og fimm samstarfsverkefni háskóla landsins fá styrki upp á samtals 1,2 milljarða króna. Þetta tilkynnti háskólaráðherra í morgun og segir hann mikla möguleika liggja í verkefnunum á borð við stofnun náms í tölvuleikjagerð og meistaranámi þvert á skóla. 12. janúar 2023 14:39 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Fleiri fréttir Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Sjá meira
Nýsköpunarverkefni ráðherra skjóti skökku við þegar minnka þarf kennslu Háskólaráðherra hefur úthlutað rúmum milljarði króna í 25 nýsköpunarverkefni hjá háskólum landsins. Stúdentar segja skjóta skökku við að miklum fjármunum sé varið í slík verkefni þegar háskólarnir ná ekki endum saman og geti ekki veitt stúdentum grunnþjónustu. 12. janúar 2023 20:30
Nám í tölvuleikjagerð og netöryggi í kortunum Tuttugu og fimm samstarfsverkefni háskóla landsins fá styrki upp á samtals 1,2 milljarða króna. Þetta tilkynnti háskólaráðherra í morgun og segir hann mikla möguleika liggja í verkefnunum á borð við stofnun náms í tölvuleikjagerð og meistaranámi þvert á skóla. 12. janúar 2023 14:39